Vísir - 04.01.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 04.01.1974, Blaðsíða 2
Visir. Föstudagur 4. janúar 1974 2______________ vfeusra: A að skylda húseigendur til aö fjarlægja hálku og snjó af gang- stéttum fyrir framan hús sfn? Einar Þ. Guðjohnsen. fram- kvæmdastjóri Feröafélagsins: — Það er ekki svo fráleitt, að þeir veröi skyldaðir til þess. Þaö kæmi auövitað misjafnlega niður á húseigendum, þvi gangstéttir fyrir framan hús þeirra eru mis- langar. En það er gott, að til- mæli væru sett fram til húseig- enda um, að þeir kappkostuðu að halda stéttum fyrir framan hús sin. Tómas Guðmundsson, skáld: — Nei, ég er er á móti þvi, þvi ég er á móti þvi að skylda menn til að gera hlutina. Ef menn langar til að moka svelli og snjó burt af stéttum, þá mega þeir það auðvitað, en það á ekki að skylda þá til þess. Ómar Kagnarsson, nemandi: — Já, þvi fólk dettur mikiö á hálk- unni. Það mætti gera húseigendur skaðabótaskylda vegna óhappa á stéttum við hús þeirra. Garðar Jónsson, sjómaður: — Mér fyndist þaðekki ósanngjarnt, þegar færið er mjög slæmt, og beinlinis skaðlegt. Ég er meömæltur þvi að leggja ein- hverjar skyldur á menn i þessum tilvikum, þvi það er sjálfsagt að foröast slysin. Þórarinn Guðmundsson, leik- sviðsmaður i Þjóðleikhúsinu: — Já, absolútt. Þessari hálku á gangstéttunum fylgir mikil slysa- hætta, og það á að straffa menn á einhvern hátt, ef hálkan er ekki mokuð af stéttunum, eða sandi sáldrað á hana. Guösteinn Sigurgeirsson, hús- gangabólstrari: — Já, enda virðist það t.d. tiðkast viða er- lendis að skylda menn til sliks. Mér finnst, að þá eigi að láta húseigendur borga sektir eða skaðabætur, ef einhver meiðir sig vegna hálku á gangstéttum við þeirra hús. „Okkar hlutur er innan við eitt prósent af flug- eldasölunni"-se9ia Kiw<,nis'nenn ■■ ■ ■ ■ ■ ■ ■ eldana. Þeir láta bara vini og hjálparsveitir skáta, enda v „Okkur finnst þetta helzt til langt gengið að ráðast að þessum eina Kiwanisklúbb, sem sel- ur flugelda hér i Reykja- vik, og hinum sem er á Seltjarnarnesi. Ég efast um að magnið, sem þeir klúbbar selja nái einu prósenti af allri sölunni i Reykjavik. Einnig fer i taugarnar á okkur sá misskilningur að allur ágóðinn renni ekki til liknarmála, en það fannst fram.” okkur koma Kjörumdæmisstjóri Kiwanis- klúbbanna, Eyjólfur Sigurðsson hafði samband við blaðið vegna ummæla Tryggva P. Friðriksson- ar, formanns Landssambands hjálparsveita skáta, I tilefni af ummælum hans i blaðinu á laugardag. Þar lýsti Tryggvi yfir óánægju sinni með, að Kiwanis- klúbbar og iþróttafélög stæðu i flugeldasölu i samkeppni við hjálparsveitir skáta. Flugelda- salan væri eina tekjuöflunarleiö hjálparsveitanna. „Þaðer einn Kiwanisklúbbur i Reykjavik, Hekla, sem selur flug- elda. Það er alrangt, að félagar hans gangi i hús til að selja flug- og kunningja vita af þvi, að þeir hafi flugelda til sölu, og siöan eru þeir sóttir i bækistöðvar okkar. Ég veit hins vegar um aðila, sem gengurihús til að selja flugelda, en vil ekki nefna þá hér,” sagði Eyjólfur. Eyjólfur lagði áherzlu á, að það kæmi skýrt fram, að hver einasta króna, sem af flugeldasölunni kemur, fer til liknarmála. „Þess má geta að hluti af þess- um peningum rennur til Flug- björgunarsveitarinnar, sem nú stendur i að endurnýja bilakost sinn. Þeir eru svo miklu fleiri klúbbarnir úti á landi, sem standa I flugeldasölu, en ég veit ekki til þess aö þeirra sala stangist á viö starfsemi annarra álika félaga eða klúbba, þar á meöal hjálpar- sveita,” sagði Eyjólfur. „Við erum ekki að ráðast á hjáiparsveitir skáta, enda vinna þær mikið og gott verk, sem við erum mjög hrifnir af. En þessir aðilar hefðu fyrst átt að koma til viðræðna við okkur, áður en lengra var farið. En það er enginn aðili, sem hef- ur rétt til að ákveða, hvaða fjár- öflunarleiðir eru farnar. Til dæmiseru allmargir aðilar, þar á meðal skátar, Kiwanis og aðrir, sem eru með merkjasölu, jóla- kortasölu og ýmis önnur ráð til fjáröflunar,” sagði Eyjólfur að lokum. Þess má geta, að á þeim tiu ár- um, sem Kiwanisklúbbar hafa starfað, hafa þeir gefið tæki i sjúkrahús fyrir 20 milljónir. 5 milljónir eru nú fyrir hendi til ráöstöfunar i Vestmannaeyjum, en ekkert er ákveöið, hvernig þvi fé verður varið þar. -ÓH. MANNDRÁP OG PYNTINGAR í KAUPBÆTI MEÐ SÚPERSTAR Hneykslaöur h eim ilis f aðir hringdi: Ég brá mér á bió á annan i jól- um og til að sjá þá góðu kvikmynd „Superstar”. Vegna þess að ég haföi séö myndina fyrir nokkrú erlendis og vissi þar af leiðandi, aö hún var góð og alveg við hæfi barna tók ég börnin min tvö með mér. Það skyldi ég þó aldrei gert hafa. Ekki var það þó vegna myndarinnar sjálfrar. Hún var alveg eins og áður og kom mér ekkert á óvart. Nei, en þau sýnishorn úr næstu myndum, sem birt voru á undan aðalmyndinni voru hroðaleg. Tvö eða þrjú sýnishorn voru þar á dagskrá hvert öðru hroðalegra. Þetta voru sannarlega góð sýnis- horn af blóðsúthellingum og öll- um tegundum manndrápa og pyntinga. Sjálfum ofbauð mér algjörlega, svo ég tali nú ekki um blessuð börnin. Ahrif morðsýnishornanna eru örugglega langærri en „Superstarmyndin”. Ég vil eindregið benda forráöa- mönnum þess ágæta kvikmynda- húss Laugarásbiós á, að formáli sem slikur og þeir hafa fyrir þess- ari annars ágætu mynd er engan veginn við hæfi. Blessaðir sleppið þið honum og hafið þökk allra, sem áhuga hafa á að fara með börn sin á hina ágætu mynd Superstar. „GAMALT OG NÝTT" Guðjón A. Arnason Skúlagötu 76 skrifar: „Vegna sifelldra fyrirspurna, sem á mér standa út af uppfinn- ingum minum, þá langar mig til þess að birta nokkrar linur i blað- inu, ef það mætti létta af mér ein- hverjum simahringingum og bréfaskriftum. Það var fyrir 25 árum, að fyrsta hugmyndin að uppfinningu fædd- ist i hugarfylgsni minu. Þetta var 1948 og það var mykjudreifari, sem ég var að hugsa um. — Siðar komu Norðmenn með þessa sömu hugmynd og framleiddu þessa dreifara, sem reyndust vel. Ari siðar fékk ég hugmynd um að hita upp hús með heitu lofti. Það var ekki fyrr en löngu seinna, að Bandarikjamenn komu með sams konar hitakerfi. Arið 1950 fann ég upp „elda- pottavél”, sem ekki er til i dag að visu. Hún sýður, steikir, hrærir sjálf i, kveikir á sér sjálf, stillir hitastig, þvær sig sjálf eftir að hún hefur verið losuð, allt leirtau þvær hún upp og staflar þvi i skáp þurru og hreinu. Hún þvær pott- ana sina sjálf. Arið 1953 heppnaðist teikning og tilraun um að kljúfa rafmagn, þannig að hægt er að hita upp öll hús eða hibýli, eins og skip, bila, flugvélar. Svo er hægt að nota þessa aðferð til þess að hnýja áfram (eða aftur á bak) öll farar- tæki, allar vélar. Það þarf ekki raflagnir né virkjanir, enda væri engin framtiðarlausn i þvi. Arið 1970 sótti ég um i ráðu- neytinu einkaleyfi á snúningi húsa með sérstakri aðferð. Árið 1971 sótti ég um einkaleyfi á loftbjörgunarhofi til þess að bjarga mönnum úr sjávarháska. En svo eru slik einkaleyfi dýr fyrir félitinn mann, að það er með öllu útilokað fyrir hann að standa I sliku.’” Mungót Það er eiskað og unnað um áramótin. Vin á svo vel viö, vinahótin. Það er drukkið og dansað, daöraö og étiö, Vin á svo vel viö, valið ketið. Það er hlustað á hljóðvarp, hlýtt á presta. Vin á svo vel viö, viöburðinn mesta. En enginn vill enda i allsherjar slarki. Vín á svo vel viö, að vissu marki. Og við munum þaö heilræði.er maður skálar. Mungát skal höfö I nærveru sálar. Ben. Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.