Vísir - 04.01.1974, Qupperneq 7
Visir. Föstudagur 4. janúar 1974
7
GÆ;SLULEIKVÖLLUR OG MÆÐRAGARÐUR
VIÐ SUOURHOIA
breioholti
H. 1:100
»rYKJAVÍK i OKrÓBEV >ST’
Hvað er á döfinni í skipulagningu útisvœða og leikvalla?
Samkeppni um leik-
tœki og leikvelli í vor
Þessi garður verður
stærsti og fullkomnasti
mæðragarðurinn hér á
landi af þeim sem enn
hafa verið teiknaðir, en
hann verður á auða
svæðinu austanvert við
Breiðholt III.
— unnið að skipulagningu nýrra útisvœða,
sem verða bœði fyrir börn og fullorðna
Leiksvæði barna og úti-
svæði í borginni hafa
nokkuð verið til umræðu
undanfarið. Hefur mörg-
um þótt tími til kominn
að endurnýja leikvellina
og skipuleggja útisvæði,
sem ekki væru ætluð
neinum sérstökum ald-
ursflokki, heldur yrðu al-
menningssvæði jafnt fyr-
ir börn, fullorðna og aldr-
að fólk.
Nú hafa nokkur
sveitarfélög á höfuðborg-
arsvæðinu skipað nefnd
sem vinna skal að þvi að
koma á fót samkeppni
um leiktæki annars vegar
og leiksvæði hins vegar.
Er gert ráð fyrir, að búið
verði að ganga frá út-
boðsgögnum í febrúar og
þá auglýst eftir tillögum.
Þá er einnig búið að
teikna nokkra garða víðs
vegar um borgina, sem
verða í senn leikvellir og
almenningsgarðar. Hafa
þessir garðar hlotið nafn-
ið mæðragarðar, en fyrsti
leikvöllurinn hér á landi,
sem var í Lækjargötunni
við styttuna „Móðurást"
var einmitt með þessu
sniði og kallaður Mæðra-
garður.
Kristján J. Gunnarsson,
formaður leikvallanefndar
sagði i viðtali við blaðið, að nú
væri nefndin, sem sveitarfélög-
in á höfuðborgarsvæðinu skip-
uðu til þess að undirbúa sam-
keppnina, um það bil að ljúka
störfum. Er gert ráð fyrir, að
samkeppnin verði auglýst i
febrúar, en svo væntanlega
gefnir 2-3 mánuðir til þess að
skila inn tillögum. Verður sam-
keppnin tviþætt, annars vegar
er óskað eftir tillögum að
leiktækjum og hins vegar að
leiksvæðum og notkun leiktækja
á þeim. Hefur nefndin lagt til
við viðkomandi sveitarfélög,
sem eru m.a. Reykjavikurborg
og Kópavogur, að verðlaunin
verði samtals 600 þúsund krón-
ur, sem skiptast nánar á milli
beztu tillagnanna.
,,Við gerum svo ráð fyrir að
nýta þessar tillögur hjá viðkom-
andi sveitarfélögum, og ef til
vill verða nýttar fleiri tillögur
en verðlaun hljóta”, sagði
Kristján. Formaður undir-
búningsnefndarinnar er Skúli
Norðdahl, arkitekt.
,,Það er án efa ástæða til að
ýta við þessum málum hér en i
þeim hefur verið nokkur kyrr-
staða undanfarið. Nú virðist
áhugi á leiksvæðum og leiktækj-
um vera mjög mikill allt i kring-
um okkur og þvi sjálfsagt fyrir
okkur að leita eftir nýjum hug-
myndum”, sagði Skúli Norð-
dahl, arkitekt, er við höfðum
samband viö hann. Sagöi hann,
að ekki væri ákveðið, hvort sett
yrðu skilyrði með efni og annað
i tillögunum, þar sem útboðs-
gögn væru enn ekki tilbúin.
Upphaflega var það Kópa-
vogskaupstaður, sem ákvað að
láta efna til samkeppni um
leiktæki, en siðan tóku fleiri
sveitarfélög þátt i samkeppn-
inni.
Verður lögð áherzla á að hafa
samkeppnina eins frjálsa og
unnt er, eftir þvi sem Skúli
sagði, þótt hugsanlega yröu sett
einhver skilyrði. Hafa sveitar-
félögin nú samþykkt að veita
samtals 600 þúsundum króna i
verðlaunin og að samkeppnin
verði tviþætt, eins og fyrr segir.
Þess má geta, aö ámóta sam-
keppni hefur verið haldin er-
lendis og þótt gefa ágætan
árangur. Hefur nú á seinni ár-
um verið lögð mikil áherzla á,
t.d. tréleiktæki, klifurtæki og
ýmiss konar samsetningar-
leiktæki, gúmmihringi ásamt
vatns- og sandkössum og jafn-
vel dýra- og skólagörðum og
smiðaaðstöðu. Verður þvi
sannarlega forvitnilegt að sjá,
hvaða tillögur koma hér fram á
þessu sviði.
Þá hefur garðyrkjustjóri,
Hafliði Jónsson teiknað svokall-
aða mæðragarða, sem reistir
verða m.a., við Asenda og Bás-
enda, Suðurhóla i Breiðholti III
og einnig er gert ráð fyrir
tveimur slikum görðum i
Arbæjarhverfi.
,,Það má enginn skilja það
svo, að þessir garðar séu sér-
staklega fyrirmæður. Nafnið er
að nokkru dregið af fyrsta leik-
vellinum, sem reistur var hér i
Reykjavik, en hann var kallað-
ur Mæðragarður og var við
Lækjargötu. Við viljum einmitt
að þarna mætist sem flestir
aldurshópar, og þetta er ekki
IIMIM 1
5Í-OAIM I
sizt fyrir aldrað fólk”, sagði
Hafliði.
Gert er ráð fyrir, að strax og
vorar verði hafnar fram-
kvæmdir, t.d. við garðinn viö
Básenda og hann verði tilbúinn
um mitt næsta sumar. Garður-
inn við Suðurhóla, sem er á auða
svæðinu austur af Hólahverfinu,
verður einna stærstur, en hann
veröur jafnframt gæzluvöllur.
Eru á þessum svæðum leiktæki
af ýmsum gerðum, bekkir og
sólbaðsbalar, grasfletir, malar-
svæði, og gróður ýmiss konar.
Þarna á aö vera góö aðstaöa
fyrir fólk að vera með £örn I
friði og ró, án hættu frá um-
ferðinni.' Aðstaða verður fyrir
sólböð, en slikir garðar eru al-
gengir viða erlendis. Eru þeir
jafnan vel sóttir þegar vel
viðrar, og er þaö vissulega aö
nokkru háð veðurfari, hvernig
þessir garðar verða sóttir hér.
— ÞS.