Vísir - 04.01.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 04.01.1974, Blaðsíða 16
Vísir. FöstudaRur 4. janúar 1974 Magnús Jóns son frá Mel á sjúkrahúsi Magnús Jónsson frá Mel, vara- formaöur Sjálfsta;öisflokksins, dvelst nú á sjúkrahúsi. Þaö var aðfaranótt 2S. desember siðast- liöinn, sem hann veiktist af blóö- tappa. Magnús mun nú vera á bata- vegi, en fyrirsjáanlegt er, að nokkur dráttur verður á, að hann taki upp sin fyrri störf. —ó( Leiguflugið setti strik í reikninginn lendingum fœkkaði á Keflavikurflugvelli Vilja þeir ekki slökkvi- stöð eða heilsugœzlu í nýja hverfinu? - minnihlutinn mótmœlti fjölgun starfsmanna vegna Breiðholts ,,Ég vil sérstaklega vekja athygli Breið- holtsbúa og annarra á þvi, að fulltrúar minni- hlutaflokkanna i borg- arstjórn gagnrýna þessa ákvörðun um fjölgun borgarstarfs- manna, sem á rætur að rekja til nýrra stofnana á sviði heilbrigðismála, skólamála og félags- mála”. Þetta meðal annars sagði Birgir is- leifur Gunnarsson borgarstjóri i ræðu við afgreiðslu fjárhags- áætlunar Reykjavikur- borgar. Fulltrúar Framsóknarflokks, Alþýðubandalags, Samtakanna og Alþýðuflokks gagnrýndu fjárhagsáætlunina aö venju og sérstaklega gagnrýndu þeir fjölgun borgarstarfsmanna um rúmlega 60 manns. Samkvæmt áætluninni á meðal annars að fjölga um fimm manns i slökkviliðinu vegna nýrrar slökkvistöðvar i Arbæjarhverfi. Ellefu bætast við vegna fjölgunar skóla, niu vegna aukinnar tannlækna- þjónustu i skólum. Gert er ráð fyrir að fjölga gæzlufólki á leik- völlum um 12 vegna nýrra leik- valla. Fjölga á starfsliði i Heilsuverndarstöð vegna nýs útibús i Breiðholti. Borgarstjóri spurði, hvort það væri skoðun fulltrúa minni- hlutans i borgarstjórn, að ekki ætti að setja þessar nýju stofn- anir i gang — slökkvistöð I Arbæ, heilsugæzlu i Breiðholti, nýja barnavelli ó.s.frv. Sagðist hann vera nær viss um, að þeir treystu sér ekki til að fækka um einn einasta mann i þessum stofnunum. Starfsmönnum við stjórn Reykjavikurborgar á að fækka um einn samkvæmt fjárhags- áætluninni. Viö þau störf hefur ekki orðið nein fjölgun undan- farin tiu ár. —ÓG Lendingar þota á Keflavikur- í'lugvelli voru færri árið 1979 en árið áður. Ncmur ininnkunin tæp- lega 4%, cn lendingar þota urðu alls 2299 á vcllinum. /Nógu mörg stífluð rœsi' Astæðan fyrir þessum sam- drætti er sú samkvæmt upplýsingum Leifs Magnússonar varaflugmálastjóra, að leiguflug yfir Atlantshafiö hefur dregizt saman og lendingar slikra véla þvi orðnar fátiðari hér á landi. Astæðurnar fyrir samdrættinum munu vera efnahagslegar, og einnig hafa flugfélögin, sem fljúga fast áætlunarflug, veitt leiguflugvélunum meiri sam- keppni. Aukning lendinga á Reykja- vikurflugvelli er veruleg á árinu eða rétt tæplega 9%. Munar þar mest um aukið farþegaflug innanlands. Eru þá taldar vélar, sem eru með fleiri en þrjú sæti. Aukning hefur orðið á ferðum Flugfélags tslands, og einnig hafa umsvif annarra flugfélaga vaxið, svo sem Vængja og Flugstöðvar- innar. Lendingar á Vestmannaeyja- flugvelli tvöfölduðust miðað við fyrra ár. Skýringin á þvi er gosið á Heimaey og öll þau miklu umsvif, sem þar urðu vegna þess. Vestmannaeyjar tóku sæti Akureyrarflugvallar sem fjöl- farnasti flugvöllur utan Kefla- vfkur- og Reykjavikurflugvallar. Lendingar i Vestmannaeyjum urðu 3863, en 2698 á Akureyri. —ÓG ,,Um leið og kemur svona hláka cins og i gær, þá eru allir stárfsnicnn hreinsunardeildar- innar teknir ■ það að opna ræsi. t gær þurftum við meira að segja að fá menn úr öðrum vinnu- flokkum til að komast fyrir mestu stiflurnar”, sagði Pétur llannesson hjá hreinsunardeild borgarinnar i viðtali við Visi i morgun. Pau eru geysimörg ræsin, sem þarf að brjóta klaka úr, þegar mikil hláka kemur. Pétur treysti sér þó ekki til að geta, hversu mörg þau væru, en vist væri, að þau væru „alveg nógu mörg”. Starfsmenn borgarinnar unnu til klukkan tiu i gærkvöldi við að brjóta klaka úr ræsum og hella saiti á þau. Mjög margar götur voru hreinlega tepptar i gær- dag, vegna þess að allt leysinga vatn safnaðist á göturnar og komst hvergi leiðar sinnar. —ÓH Þurfa Bretar ekki einu sinni að virða okkur svars? — spyr Auðunn Auðunsson skipstjóri, sem krefst skýringa á framferði Breta Borgaralegum giftingum fjölgar Sifellt virðist vinsælla að gifta sig hjá bæjarfógeta eða borgar- dómara. Fjöldi sllkra hjóna- vigslna hefur farið vaxandi ár frá ári. ,,A árinu 1973 voru fram- kvæmdar 144 giftingar hér, á móti 127 árið áður. Þetta virðist fara eitthvað í vöxt,” sagði Garðar Gislason, aðalfulltrúi yfirborgardómara I viðtali viö blaðið. Að sögn Garðars, þá sér yfir- borgardómari yfirleitt um slik- ar viglsuathafnir, en dómarar og fulltrúar leysa hann af I for- föllum cða fjarveru. ,,Við notum yfirleitt finasta dómsalinn fyrir þessar athafnir, og þá er gjarnan sett upp eitt blóm eða svo, ef hægt er aö koma þvi við”, sagði Garðar ennfremur. Annars staðar á landinu eru það bæjarfógetar eða sýslu- menn, sem sjá um borgaralegar hjónavigslur. —ÓH ,,Mér þykja Bretar gera velgjörðarmanni sinum, Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra, Ijótan grikk með þessu hátta- lagi”, sagði Auðunn Auðunsson skipstjóri. „Mérog mörgum fleiri leizt aldrei á þennan samning viö Breta um landhelgina, og nú tel ég aö hafi sannast vel, hve hroöa- legur þessi samningur er. Bretar geta gabbað islenzkt varðskip til að hanga yfir brezkum veiðiþjóf i rúman sólarhring. Þeir eru ekki einu sinni að hafa fyrir þvi að virða islenzk yfirvöld svars, hvort þeir ætli að mæta til að sannreyna augljösar staðreyndir — hvort Bretinn sé fyrir innan 50 milurnar. Siðan er höfuðið bitið af skömminni og togaranum sleppt og leyft að sigla til Englands. Auðvitað átti að gefa Bretunum ákveðinn frest, og ef þeir ekki svöruðu eða mættu á staðinn, átti að færa togarann til hafnar. Hann var brotlegur — Bretar stóðu ekki við sinn hluta samkomulagsins”. Auðunn Auðunsson sagði, að islenzk yfirvöld hlytu að krefjast skýringa á þessu athæfi og einnig ættu þau að hafa tal af skip- stjóranum á brezka eftirlits- skipinu Miranda, sem átti að mæta á staðinn, þar sem togarinn varstaðinnaðólöglegum veiðum. Til þess væru næg tækifæri, hann kæmi oft til hafnar, sérstaklega á Vestfjörðum. ,,Hér hafa Bretar enn einu sinni haft uppi grófar móðganir og litilsvirðingu við Island og islenzk stjórnvöld, sem rikisstjórnin hlýtur að krefjast skýringa á”, sagði Auðunn. „Sérstaklega, þegar um brot er að ræða á svo óvinsælum samningi sem land- helgissamningur forsætisráð- herra var og hann þvingaði I gegn i óþökk mjög margra. Ég er þess fullviss, að þessar aðfarir Bretanna ofbjóða fleirum en mér, bæði sjómönnum og öðrum. Þess vegna hljótum við að krefjast skýringa”, sagði Auðunn Auðunsson að lokum. —ÓG 51 tepptur ó Sauðórkróki — innanlandsflug hefur verið brösótt vegna veðurs Snjókoma ruglaði ferðaáætl- anir margra I gærdag. Flugfé- lag tslands reyndi af mætti að koma mönnum á áfangastaði, enda hafði þá margur beðið eftir flugfari til síns heima eða vinnustaða að loknum hátiða- h.öldum. Ein vél frá F.l. varð aö snúa við og hætta við aö lenda á Akureyri i gærmorgun og lenti þess I stað á Sauðárkróki. Með vélinni var 51 maöur, og máttu þeir dúsa á Króknum fram til klukkan átta um kvöldið, en þá varð loks flugfært til Akureyrar. Sveinn Sæmundsson hjá F.l. tjáði Visi I morgun, að alls hefðu verið farnar sjö ferðir milli Reykjavikur og Akureyrar I gærkvöldi. Þegar rofaði til i lofti um kvöldið, var flugi haldið áfram fram til klukkan tvö „Og hefði verið hægt að skila fleirum milli áfangastaða”, sagði Sveinn, „en margir höfðu hætt við ferð sína. Einnig kom- ust margir ekki á flugvöllin á Akureyri sökum ófærðar á veg- um”. 1 dag verður reynt að fljúga til sem flestra staða, og á áætlun er flug til Akureyrar, Hornafjarð- ar, Húsavikur, Norðfjarðar, Patreksfjarðar, Isafjarðar og Vestmannaeyja. — Utanlandsflugið hefur gengið snurðulaust fyrir sig, nema hvað á gamlárskvöld varð þota að hætta við lendingu i Keflavik og halda til Glasgow, þar sem farþegar fögnuðu nýja árinu , en komust svo til íslands á ný- ársdag. _gg

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.