Vísir - 14.01.1974, Blaðsíða 6
6
Vísir. Mánudagur 14. janúar 1974
vísrn
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 32 (Simi 86611)
Ritstjórn: Sfðumúla 14. Simi 86611 (7 linur)
Askriftargjald kr. 360 á mánuöi innanlands.
i lausasölu kr. 22.00 eintakiö.
Blaðaprent hf.
VÍÐAR SKORTUR Á
HJÚKRUNARKONUM
CN BARA Á ÍSLANDI
Fundið forgangsverkefni
Olíuslagurinn i umheiminum veldur þvi, að Is-
lendingar verða að fara sinna eigin orkumálum
af meiri alvöru. Við höfum að visu samninga við
Sovétrikin um oliukaup. En Sovétrikin eru alls
ekki aflögufær á þessu sviði, þvi að mörg riki
reyna nú að beina oliukaupum sinum til þeirra,
siðan Arabar fóru að skammta oliu. Sovétrikin
neyðast hagsmuna sinna vegna til að selja mörg-
um þessara rikja oliu og geta lent i vandræðum
með að hafa undan. Þetta veldur óþægilegri
óvissu um framtið oliuviðskipta okkar.
Við erum ekki sloppnir fyrir horn, þótt Sovét-
rikin telji sér stjórnmálalega hagkvæmt að halda
áfram að selja okkur oliu án skömmtunar næstu
árin. Verð á oliu og benzini hækkar óðum. Sú
hækkun getur fljótlega orðið þungur baggi á bú-
skap okkar. Hún er að visu ekki eins þung og ver-
ið er að reyna að gefa i skyn þessa dagana, en hún
getur hæglega numið þremur milljörðum króna á
ári, áður en öll nótt er úti.
Rikisstjórnin ætti nú þegar að setja bráða-
birgðalög um frestun nýrra framkvæmda á fjár-
lögum og leggja siðan fram, þegar þing kemur
saman i lok þessa mánaðar, breytingartillögur
um, að framkvæmdafé ársins verði i sem mest-
um mæli beint til orkuframkvæmda. Við megum
engan tima missa. Það er forgangsatriði að nýta
innlenda orku i stað hinnar ótryggu oliu.
Þvi miður hefur slaknað á klónni siðustu árin.
Sigölduvirkjun er að minnsta kosti einu ári á eftir
áætlun. Laxárvirkjun nær ekki þeirri stærð, sem
upphaflega var ákveðin. Og látið hefur verið hjá
liða að ráðast i smávirkjanir, t.d. á Norðurlandi
vestra, sem staðið hafa tii um nokkurt skeið. í
staðinn hefur orkufé verið sóað i raflinu milli
Eyjafjarðar og Skagafjarðar, þótt fyrirsjáanlegt
sé, að linan geti hvorki flutt rafmagn austur né
vestur yfir næstu árin.
Nú þarf að hraða Sigölduvirkjun sem mest og
stækka jafnframt dreifingarsvæði Landsvirkjun-
ar. Jafnframt þarf að hraða Lagarfossvirkjun,
sem gengur allt of hægt, auk þess sem timabært
er orðið að hefja virkjun á Norðurlandi vestra:
Siðast en ekki sizt er að verða timabært að hefja
gufuvirkjunina við Kröflu i Þingeyjarsýslu. Þar
fæst dýrmætt rafmagn, auk þess sem við verðum
að fara að afla okkur reynslu i að nýta jarðhita til
framleiðslu á raforku.
Ekki er minni nauðsyn á að hraða hitaveitum,
fyrst og fremst framkvæmdunum á Reykjavikur-
svæðinu, en einnig i þéttbýli úti um allt land, þar
sem kostur er á jarðhita. 1 strjálbýli og þar sem
erfitt er að ná i jarðhita verður svo raforkan að
leysa oliuna af hólmi. Ennfremur er nauðsynlegt
að skapa um allt land aðstöðu til notkunar á
þriggja fasa rafmagni til framleiðslustarfa.
Jafnframt þurfum við að hefja rannsóknir á
þvi, hvort hagkvæmt geti verið að leggja raf-
magnsjárnbrautir hér á landi til að létta á bila-
umferðinni, sem er mikill oliusvelgur. Slikar
rannsóknir taka langan tima og verða þvi að hef j-
ast strax.
Margvislegar framkvæmdir á fjárlögum, sem i
sjálfu sér eru þarfar, eiga að vikja fyrir þessu
forgangsmáli þjóðarinnar, — eigin orkuöflun.
—JK
Það voru nær fjórar
milljónir hjúkrunar-
kvenna i heiminum 1967.
Einhver kynni að halda,
að það hlyti að vera ærið
nóg, en á sama tima,
sem ibúum jarðar fjölg-
ar um 80 milljónir á ári,
eru hjúkrunarkonurnar
allt of fáar.
Og meðan fleiri fara
úr hjúkrun, heldur en
koma i hana, breikkar
bilið svo milli framboðs
og eftirspurnar að kom-
ið er i óefni.
Til þess að mæta sivaxandi þörf
fyrir hjúkrunarkonur, eins og
horfir með mannf jölgunina,
krefst skjótra viðbragöa og sam-
ræmdra aðgerða um hinn sið-
menntaða heim, og þá einkum á
þvi sviði, sem lýtur að þvi að bæta
vinnuaðstöðu þessarar stéttar.
Þetta hið siðastnefnda er
boðskapurinn i 82ja siðna skýrslu
um hjúkrunarkonur i dag.
Skýrslu, sem komin er út og gerð
var á vegum Alþjóðavinnumála-
stofnunarinnar (Sameinuðu þjóð-
anna), og einnig WHO (Heil-
brigðismálastofnunin).
Skýrslan tinir til ýmsar
skýringar á þessum alvarlega
skorti á hjúkrunarkonum, og hin-
um sifellda óstöðugleika, sem
hefur verið eins og einkenni á
þessari stétt. i hnotskurn er þetta
hópur, sem hefur staðnað i heimi,
sem sifellt er að breytast.
Lágt kaup, langur vinnudagur,
án yfirvinnustunda, og án upp-
hafningar i þjóðfélaginu eru
undirrætur vandans. Það eru ekki
bara við tslendingar sem búum
við skort á hjúkrunarkonum. 1
ljós kom við athugun, að'jafnt
þróunarrikin sem og hin þróuðu
glima við þetta sama.
Þegar ofan á þetta bætast æ
meiri kröfur, sem gerðar eru til
hjúkrunarkvennastarfsins, vegna
flókinna tækniframfara og þróun-
ar læknavisinda, þá verður
skiljanlegt, að þetta er ekki sér-
lega laðandi starf. Einkum
þegar til þess er hugsað með
sama hugarfarinu og þegar
Florence Nightingale fórnaði sér
fyrir það. Til þess sama er nánast
ætlast af hjúkrunarkonum
nútimans.
Skýrsla WHO greinir til ýmsar
orsakir fyrir þessari eklu, eins
og:
Hina ófyrirsjáanlegu offjögun
mannkynsins á seinni áratugum,
sem leiðir af sér stöðuga þörf fyr-
ir hjúkrun.
Aukið langlifi fólks, einkum á
Vesturlöndum, sem leiðir af sér
þörf fyrir umhyggju fyrir hinum
öldruðu.
Aukið heilbrigðiseftirlit og
heilsugæzla, sem snýst ekki að-
eins um að verjast drepsóttum og
mannskæðum plágum, heldur
einnig nú orðið ýmsum menn-
ingarsjúkdómum.
Hinar ýmsu framfarir á sviði
læknavisinda sem krefjast
aukinnar hæfni af hjúkrunarkon-
um, og gera starf þeirra flóknara
og jafnvel enn frekar ómissandi
en áður. Þó berst stéttin viða i
heiminum fyrir viðurkenningu.
Jafn alvarleg eru svo þau vand-
kvæði sem hljótast af þvi, hve illa
llllllllllll
Umsjón:
Guðmundur
Pétursson
helzt á hjúkrunarkonum. Jafnvel
i hinum þróuðustu rikjum eiga
menn i hinum mestu erfiðleikum
að viðhalda þeim fjölda af
hjúkrunarkonum, sem þeir hafa
við hendina. Og i hinum vanþró-
aðri er skorturinn slikur, að al-
menningsheill starfar voði af.