Vísir - 14.01.1974, Blaðsíða 4
4
Visir. Mánudagur 14. janúar 1974
Gegndarlaus bílainnflutningur
— Kaupum engu minna af jeppum
og áýta strokka bílum þrátt fyrir
benzínskort og verðhœkkanir
á benzíni
Samkvæmt upplýsingum, sem
við öfluðum okkur hjá helztu bif-
reiðainnfly tjendum landsins,
seldust á siðasta ári 820
Volkswagenbilar, 314 af Volvo og
247 Skodar. Ekki reyndust vera
tiltækar tölur yfir innflutning
Moskwitch-bifreiða, en þær bif-
reiðar eru orðnar æði margar hér
á landi.
Tvær nýjar tegundir bifreiða
slógu i gegn á siðasta sumri og
eru liklegar til að komast hátt á
blað yfir söluhæstu bifreiðarnar á
næstu árum. Það eru bilar, sem
likjast Fiat hvað stærð og spar-
neytni áhrærir. Þetta eru Austin
Mini og Morris Marina.
Innfluttar voru samtals 142 bif-
reiðar af fyrrnefndu tegundinni
og 169 af hinni siðarnefndu. Erfitt
var að fá hingað þessa bila, þar
sem eftirspurnin erlendis er engu
minni en hérlendis. Liðlega 300
eru hér á biðlista eftir Austin Mini
og að minnsta kosti 70, sem biða
eftir Morris.
-ÞJM.
íslendingar eru alltaf
samir við sig. Þeir láta
ekki benzínskort og benzín-
hækkanir aftra sér frá því
að kaupa þá bíla, sem þeir
hafa augastað á. „Bíla-
innflutningurinn er gegnd-
arlaus," sagöi forstjóri
Bifreiðaeftirlitsins i viðtali
við Visi. „Stóru bílunum
fækkar ekkert."
Að visu er mest seldi billinn á
árinu litill og sparneytinn, nefni-
lega Fiat, en af honum komu
hvorki meira né minna en 1001
bill á siðasta ári. En hinsvegar
hefur ekkert dregið úr
innflutningi stóru bilanna, stórir
jeppar og átta strokka bilar koma
hingað i stórum stil. Og nú ætti
llklega að vera auðveldara en
áður, að komast yfir stóra bila,
þvi þeir seljast ekki lengur eins
glatt erlendis núna i benzin-
skömmtuninni.
Þó að eitthvaö hafi dregiö úr innflutningi á notuðum ameriskum bifreiöum, er langt frá þvi, aö siikum innflutningi sé meööllu lokið. Nú um
helgina var von á Mánafossi til landsins meö samtals 300 notuö ökutæki aö vestan. Þeir þessir eru notaöir og ameriskir og stóöu á þaki vöru-
geymslu Eimskips I siöustu viku
A siðasta ári komu hingað 161
Land Rover og 92 Range Rover og
Willys Jeep og Bronco fjölgar
einnig stööugt. Stóru jepparnir
eru orðnir það stöðutákn, sem
kemur næst þvi að eiga einbýlis-
hús. Aö sögn
innflytjenda eru langir biðlistar
eftir slikum farartækjum og verð
þeirra fellur minnst við endur-
sölu sé miðað við aðrar fólksbif-
reiðir.
Að sögn Bifreiðaeftirlitsins
virðist sem heldur hafi dregið úr
innflutningi notaðra ameriskra
bifreiöa. Menn hafi almennt efni
á að kaupa sér heldur nýja bila
beint úr kassanum.
Fiat mun hafa veriö bill sföasta árs, en af þeirri tegund seldist eitt
þúsund og einn
Verkstjóri
óskast til að veita forstöðu nýju og full-
komnu bifreiðaverkstæði (aðallega rétt-
ingar og málning), sem áformað er að
setja á stofn. Viðkomandi þarf að hafa
kunnáttu i ensku og einu norðurlanda-
máli, þar sem gert er ráð fyrir, að hann
þurfti að kynna sér rekstur sliks verk-
stæðis erlendis.
Þeir sem hafa áhuga fyrir þessu starfi
sendi umsókn, er tilgreini menntun og
fyrri störf til afgreiðslu blaðsins fyrir 29.
þ.m. merkt ,,Verkstjóri-1000”.
Nauðungaruppboð
scm auglýst var I 71., 73. og 75. tölublaöi Lögbirtinga-
biaösins 1973 m.b. Stigandi SH-69 talin eign Unnars Olsen
fer fram eftir kröfu Brynjólfs Kjartanssonar, hdl., viö eöa
i bátnum, þar sem hann stendur viö Óseyrarbraut,
Hafnarfiröi fimmtudaginn 17. janúar 1974 kl. 4.00 e.h.
Bæjarfógetinn I Hafnarfiröi.
LÆNAGREIÐENDUR
virrsamlega veitið eftiríaiandi erindi athygli:
Frestur til að skila launamiðum rennur út þann 19. janúar. Það eru til-
mæli embættisins til yðar, að þér ritið allar uþplýsingar rétt og greini-
lega á_ miðana og vandið frágang þeirra. Með því stuðlið þér að hag-
kvæmni í opinberum rekstri og firrið yður óþarfa tímaeyðslu.
RIKISSKATTSTJÚRI
LAUNAGREIÐENDUR!
Munið að tilgreina nafnnúmer
launþega á launamiðanum.
Með því sparið þér yður og
skattyfirvöldum dýrmætan
tíma og tryggið, að launa-
greiðslurnar verði frádráttar-
bærar til skatts.