Vísir - 23.01.1974, Side 5

Vísir - 23.01.1974, Side 5
Vísir. Miövikudagur 23. janúar 1974. 5 AP/IMTB ÚTLÖNDI MORGUN UTLÖND I MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Fiski hœtt vegna olíu- vinnslunnar í Norðursjó „Fiskistofnunum í N- Atlantshafi er hætta búin af olíuvinnslunni í Norður- sjónum," var aðalinntak ályktunar, sem samþykkt var á ráðgjafasamkomu Evrópuráðsins í Strass- burg í gær. slegið föstu, að nýting hafsbotns- ins og mengun sjávar hefðu skað- vænleg áhrif á fiksistofnana. I ályktuninni var skorað á rikis- stjórnir aðildarlandanna að undirrita alþjóðlega samninga, sem til eru um verndun fiski- stofna og um að stuðla að visindalegri þróun nýrra fisk- veiðiaðferða. A ráðgjafafundinum, sem set- inn eraf þingmönnum sautján að- ildarrikja Evrópuráðsins, var þvi Bilun í Skylab Fœreyingar lítt hrifnir af EBE Þingmaðurinn James Craig, (studdur af tveim á mynd- inni), var meðal þeirra rót- tæku mótmælenda, sem lög- reglan þurfti að fjarlægja úr þingsölum á N-írlandi i gær. Þeir settust i ráðherrastólana og neituðu sig þaðan að hreyfa, þegar þingmenn gengu i salinn. Varð að rýma salinn, en það gekk ekki hljóðalaust fyrir sig, og t.d. hafði séra Ian Paisley raðað auðum stólum umhverfis sig eins og virki. en óttast samkeppnina við ísland og Noreg vegna tollívilnana, sem fiskafurðir þeirra njóta hjó EBE-löndum í bígerð að kalla geimfarana niður úr geimstöðinni Geimferðarstjórnin, sem aðsetur hefur á Kana- veralhöfða, hóf i gærkvöldi undirbúning að því að hætta við frekari dvöl geimfaranna uppi i geim- stöðinni Skylab og senda þá til jarðar á sunnudag, ef nauðsyn krefur. Flotaskipið „New Orleans” fékk fyrirmæli um að leggja úr höfn frá San Diego i Kaliforniu þrem dögum fyrren ráðgert hafði veriö, til þess að vera til taks að hirða geimfarana þrjá upp úr sjónum. Dvölin uppi i Skylab að þessu sinni er sú siðasta i Skylab- áætluninni og átti hún aö standa til 8. febrúar. En nú hefur komið upp bilun um borð i Skylab. Eiga geimfararnir i vandræðum með „gýróskópið”, sem heldur geim- stöðinni á réttri stefnu. William Schneider, stjórnandi Skylabáætlunarinnar, sagði i gær, að þeir neyddust til að hætta viðSkylab, ef þeir lentu i frekari erfiðleikum með stjórn stöðvar- innar. Landsstjórn Færeyja bað í gær lögþingið um um- boð til þess að tilkynna dönsku ríkisstjórninni, að hún gæti ekki mælt með því, að Færeyjar yrðu aðili að E f nahagsbanda lagi Evrópu, en að það beri þó að hefja samningaviðræð- ur um tengsl Færeyja við bandalagið. Atli Dam, lögmaður, sem lagði fram ályktunartillöguna, sagði, að menn mundu tæpast öðlast betri möguleika til þess að taka afstöðu til spurningarinnar um EBE-aðild á næsta hálfu öðru ári. Færeyjar hafa fengið frest til árs- loka 1975 til að ákveða, hvort þeir vilja sækja um aðild. Ein af ástæðunum fyrir þvi, að landsstjórnin æskir samninga við EBE, er sú, að Noregur hefur nú þegar i verzlunarsamningum fengið tollaivilnanir fyrir hluta af sinum fiskútflutningi til EBE- landanna. Þetta kemur fiskút- flutningi Færeyja i erfiða sam- keppnisaðstöðu. — 1 greinargerð með tillögu landsstjórnar er kom- izt svo að orði, að aðstaða Fær- eyja eigi eftir að versna enn til muna, þegar samningar Islands við EBE ganga að fullu i gildi. Atli Dam sagði, að EBE vilji ekki breyta grundvallaratriðum stefnu sinnar i fiskimálum, fyrr en niðurstaða liggur fyrir af haf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna. Þess verður vart að vænta fyrr en umhugsunarfrestur Fær- eyinga er runninn út. Þessi tundurspillir er úr flota Suður-Vletnam og heitir Tran Khanh Du. Hann mun hafa sökkt klnverskri hersnekkju um sfðustu helgi við Paracel-eyjar. Kínverjar sökktu I staðinn meö eldflaug fallbyssubáti Suður-VIetnam, en um borö I honum voru 82 menn. — Hollenzkt skip bjargaði 23 þeirra úr sjónum i gær. FUNDUST I SJONUM EFTIR SJÓORUSTUR Hollenzkt skip bjargaði úr sjón- um i gær tuttugu og þrem mönn- um, sem komust lifs af suður- vietnömskum fallbyssubát, en hann sökk i skotbardögunum við kinversku flotaskipin hjá Para- cel-eyjum um hclgina. Fallbyssubáturinn hafði áttatiu og tveggja manna áhöfn, en hann varð fyrir eldflaug frá tundur- skeytabát Kinverja. Ekkert hefur fundizt af hinum fimmtiu og niu, sem voru um borð. Þeir, sem björguðust, voru fluttir yfir i suður-vietnamskt skip i nótt. Voru fjórir þeirra alvarlega særðir. Þessi mynd var nýlega tekin af Solzhenitsyn og sonum hans tveim, Ignati og Yermolai. Rithöfundurinn segist ekki láta gagnrýni þeirra, sem fela sig á bak við „huglausa nafnleysu”, á sig fá. Fordœma félagann „Rithöfundurinn, Alexander Solzhenitsyn, hefur slegizt i félag með kinverskum maoistum, vestrænum striðs- æsingamönnum og áhangendum Hitlers með útgáfu bókarinnar Archipelag Gulag,” skrifar ,,Literaturnaja Gazetta”, timarit sovézka rithöfundasam- bandsins. 1 grein, sem birtist i siðasta tölublaöi þessa rits, er komist svo að orði, aö „hefnendur og nýfas- istar i V-Evrópu og Kina noti sér Solzhenitsyn i fjandskap sinum við Sovétrikin”. „Andstæðingar friðsamlegrar sambúðar, sósialisma og fram- fara hafa bundist samtökum i andsovézkri herferð. — Meðal þeirra eru vestrænir striös- æsingamenn, áhangendur Hitlers og Maoistarnir. Solzhenitsyn er einn þeirra. Hann er i þokkaleg- um félagsskap,” skrifar timarit- ið. Solzhenitsyn, sem 1970 fékk nóbelsverðlaunin, var visað úr sovézka rithöfundasambandinu 1969. Sovézka fréttastofan, TASS, skrifar i gær, að yfirlýsingar Solzhenitsyns við vestræna blaða- menn sýni greinilegast hve djúpt þessi Sovétóvinur sé sokkinn. Petrosian - Portisch Tigran • Petrosian frá Sovét- rikjunum, fyrrum heimsmeistari i skák, og stórmeistarinn Lajos Portisch frá Ungver jalandi, gerðu jafntefli i þriðju skák ein- vigis þeirra. Það fer fram á Mall- orca. Þeir sömdu jafntefli eftir 22 leiki, og áttu báðir orðið litið eftir af umhugsunartimanum. Hinar tvær skákirnar urðu lika jafntefli.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.