Vísir - 23.01.1974, Side 6

Vísir - 23.01.1974, Side 6
6 Vlsir. Miövikudagur 23. janúar 1974. VÍSIR tHgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Augiýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32 (Simi 86611) Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611 (7 linur) Askriftargjald kr. 360 á mánuöi innanlands. t lausasölu kr. 22.00 eintakiö. Blaöaprent hf. Hinn fullkomni sigur Lifið gengur sinn vanalega gang i Vestmanna- eyjum i dag, réttu ári eftir upphaf eldgossins i Heimaey. Rúmlega helmingur Eyjamanna hefur aftur tekið upp búsetu i Eyjum. útgerðin og fisk- iðjan eru alveg komnar heim. Og bráðum verður allt eins og ekkert hafi i skorizt. Menn tala jafnvel um, að margt sé betra en áður var i Eyjum. Gnægð er af góðu efni i húsgrunna, vegi og jafnvel til útflutnings. Höfnin er mun stærri og betri en áður og hentar betur sem lifhöfn Suðurlands. Og menn eru jafnvel farnir að leiða hraunhitann með góðum árangri sem hitaveitu inn i hús. Sætust er meðvitundin um unninn sigur i harðri baráttu við náttúruöflin. Þessi sigur hefur eflt sjálfstraust Eyjamanna og þjóðarinnar allrar, aukið áræði hennar, dugnað og bjartsýni. Mönnum finnst nú, að erfiðleikar séu til þess eins að sigrast á þeim. í stað þess að gera greinarmun á erfiðu og ókleifu tala menn nú aðeins um, að verkefnin geti tekið mislangan tima. Vatnaskilin á þessu ferðalagi fólust i kælingu hraunsins með vatni. Það virtist fáránlegt að ætla að beina bruna- slöngum gegn hraunstraumnum, sjálfu náttúruafl- inu. En visinda- menn og athafnamenn létu hlátur ekki aftra sér og réðust ótrauðir i hið ókleifa. Og eftir langt varnarstrið tókst þeim að stöðva sigurgöngu hraunflaumsins. Menn vissu raunar áður, að mannsandinn og mannshöndin geta rekið náttúruöflin af höndum sér og jafnvel beizlað þau. Við höfum byggt af okkur jarðskjálftana með traustum járnbindingum húsa. Við klæðum af okkur kuld- ann með hita úr iðrum jarðar og afli úr jökulvötnum hálendisins. En samt virtist eldfjallalandið allt i einu vera byggilegra en áður. Ný sönnun var fengin, ný skirskotun til skyldleikans við Sæmund fróða á selnum. Þessi lifsreynsla mun verða okkur styrkur i erfiðleikum náinnar framtiðar. Eitt ár er nú liðið frá hinni einstæðu björgun, er allir Eyjabúar fluttu til lands á einni nóttu og hófu nýtt lif, dreifðir um byggðir landsins. Á þessu eina ári gerðist gossagan og eftirleikur hennar. Viðlagasjóður var myndaður og bráðabirgðahús reist viða um land. Atvinnutæki og önnur verð- mæti voru flutt frá Eyjum til lands og siðan aftur til baka. Gosefnin voru hreinsuð úr bænum og lagður grundvöllur að nýjum hverfum i stað hinna eyddu. Þessi hringrás hefur ekki tekið heila öld, heldur aðeins eitt ár. Vestmannaeyingar minnast i dag upphafs gossins, ekki i útlegð, heldur heima i Eyjum. Þeir minnast þess með þvi að ganga til daglegra starfa um borð i fiskiskipum sinum, i fiskvinnslustöðvum, á verkstæðum, i verzlunum og þjónustufyrirtækjum. Með þeim hætti sést lika bezt, hve fullkominn sigurinn er. —JK Einbeitt og vandvirk stjórn Kremlar á árás- arkórnum, sem sigað hefur verið á Alexand- er Solzhenitsyn, styður fremur en hrindir ásök- unum nóbelshöfundar- ins um, að Kremlherr- arnir righaldi i blóðuga fortið Stalinismans. . Aðferðirnar, sem hann beitir, for- dæmingarkórinn, enda- lausar endurtekningar á slagorðum Stalinista, hatursfull viðbrögðin, ofsóknir leynilögregl- unnar...allt er þetta bergmál þess kerfis, sem átti að hafa verið lagt i kistuna með liki einræðisherrans. Vesturlönd láta sig það ekki litlu varða, hve mikið eimir eftir af stallnismanum í Sovétríkjun- um. Ef hann helzt svona vel við heima fyrir, hve mikil itök á hann þá i utanríkismálum Sovét- manna? Eftir þvl að dæma, hvað gengið hefur á þar austur frá upp á sið- kastið, gætu Vesturlandamenn haldið, að hinni risastóru sovézku þjóð væri stýrt af ein- ræðisfyrirkomulagi fámenns hóps manna, sem meira og minna mundu flokkast undir stalinista, ef þeir væru dregnir I dilka. Nikita Krúsjeff reyndi að kveða niður afturgöngu Stallns með þvi að vega að „persónudýrkuninni”, en jafnvel þessi voldugasti maður Sovétrikjanna á sinum tima rak sig á, að of mikil eftirgjöf gat orðið hættuleg veldi flokksins. Hann varð að draga ögn i land með upphafleg áform sin, en eftirmenn hans drógu jafnvel enn lengra i land, eftir að honum var steypt af stóli 1964. Þeir jafnvel tóku gömlu heitin, eins og „aðal- ritari” og „æðsta ráð” yfir valda- mestu pósta kerfisins. Það þarf svo sem engan að undra það, þótt stalinisminn sé lifseigur i þessu kerfi. Flokkur- inn, sem öllu er æðri og öllu stjórnar, hann stjórnast af klúbbi 16 öldunga, æðsta ráðinu. Meðal- aldur manna i þvi er sextiu og þrjú ár, en elzti maður er sjötiu og fimm ára, og þrir hinir yngstu eru fimmtiu og fimm ára. Allir sextán voru fóstraðir upp á Stalinstimanum — jafnvel þeir yngstu, sem voru deildarforingj- ar ungkommúnista, þegar Stalin hélt uppi einhverjum blóðugustu hreinsunum sinum. Allir út- skrifuðust þeir úr æðri flokks- skóla Stalins. Aðalritarinn (framkvæmda- stjórinn), Lenoid Brezhnev, var fjörutiu og sjö ára og full- þroskaður flokksmaður, þegar Stalin dó. Þá þegar var hann orðinn háttsettur i Stalinskerfinu, fyrrum erindreki flokksins i hern- um o.fl. Hann hafði verið hátt- settur flokksfulltrúi i tJkrainu, þegar hreinsanirnar þar stóðu sem hæst. Gamli stríðsjálkurinn, hug- myndafræðingurinn Mikhail Sus- lov, sem núna er sjötiu og eins árs, var aðalhugmyndafræðingur Stalins, áróðursmeistari og Stalins útvaldi aðalritstjóri Pravda, málgagns flokksins. Saga hans veröur rakin aftur til fyrstu hreinsananna á fjórða ára- tugnum. I dag blandast engum hugur um, þegar hann hefur upp raust sina, að þar er talað máli ihaldssamasta stalinisma fyrir lögum og reglu. Þannig væri hægt að rekja sig niður lista þessara sextán og finna bein tengsl við Stalinstima- bilið fyrir hvern einn þeirra. Sumir sýnast meiri Stalinistar en aðrir, en allir bera þeir bakteri- una frá þeim tima. Þessi eilifi barningur þeirra á sérhverja gagnrýni, þar sem bannað er lægsta hvísl, sem dreg- ur ágæti flokksins i efa, setur sitt mark á utanrikismál Sovét- rikjanna og viðleitnin til þess að draga úr spennu i alþjóðamálum. Þessar afvopnunarviðræður, eins og þær hafa verið nefndar, hafa greinilega vakið upp um- ræöur innan æðsta ráðsins sjálfs. Hann kenndi þeim margt, sem þeim gleymist seint. Illlllllllll Umsjón: Guðmundur Pétursson Þar hafa skipzt i tvo flokka þeir, sem fúsir eru til þess að taka ein- hverja áhættu til að ná árangri á þessu sviði, og svo hinir, sem mega ekki til þess hugsa að tefla á tvisýnu. Suslov og Andrei Grechko, varnarmálaráðherra, sjötugur marskálkur úr hernum, eru I hópi hinna siðarnefndu. Sömuleiðis Yuri Andropow. yfirmaður leynilögreglunnar, sem nýlega öðlaðist sæti i æðsta ráðinu. Þessi skoðanamunur fer ekkert leynt, ef menn kunna bara að leggja eyrun við til að greina hann. Meðlimir æðsta ráðsins hafa t.d. núna i kringum áramót- in flutt ræður hér og þar hver fyrir sig, oft i tilefni verðlauna- veitinga vegna frækilegrar frammistöðu einhvers flokks- félagans i framleiðslunni i keppni þeirri, sem Stalinistar mundu kalla „sócialiska samkeppni”. Þegar þessar ræður eru bornar saman, kemur ágreining- urinn berlega I ljós. Þannig er t.d. Andropov auðheyrilega litið bjartsýnn á tilslökun og varar við þvi, að „afvopnun eða ekki, þá getum við engan veginn lokað augum okkar fyrir hættulegri ertni hinna ofstopafyllri i röðum heimsvaldasinna”. — Hann bætti þvi við, að „siðustu viðburðir i Austurlöndum nær bera vitni þvi, hve áriðandi þessi viðvörun er”. Grechko var eins og bergmál þessarar viðvörunar. Á hinn bóginn vakti Brezhnev athygli á þvi, „að það bæri að horfa með bjartsýni” til framtið- arinnar. Þó virtist hann vilja mýkja harðlinumennina með þvi að bæta við: „Það þarf ekki að taka fram, að i framtiðinni verðum við einnig að styrkja varnir landsins og öryggi allra kommúnista”. Þær hugmyndir, sem menn gerðu sér um, að Brezhnev lyti að lokum i lægra haldi I hinu eilifa valdatafli, sem undir yfirborðinu er þreytt, sýnast hafa verið rang- ar. Allt bendir til þess, að hann hafi fast tak á stjórnartaumun- um. Rétt eins og á Stalinstiman- um, þegar i fjölmiðlum var sýknt og heilagt klifað á „æðsta ráðið undir forystu aðalritans” hér og „æðsta ráðið undir forystu aðal- ritarans” þar, þá hefur þetta veriö tuggið æ oftar i blöðum að undanförnu. Meöan menn hér á Vesturlönd- um lita til Brezhnevs I von um að hann fái félaga sina til þess að fylgja sér I tilraunum til afvopn- unar og friðunar, þá hljóta þeir þó að spyrja sig þeirrar surningar, að hve miklu leyti félagi Brezh- nev búi aö uppeldisfræðunum frá Stalinstimanum? Og að hve miklu leyti utanrikisstefna hans láti stjórnast af þvi? Þyki það vera i tilfinnanlega miklum mæli, er hætt við, að vestantjalds fari menn að skoða tillögur austantjaldsmanna um fækkun i herliði og samdrætti i vopnabúnaði meir sem gildrur.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.