Vísir - 23.01.1974, Side 7
Bergþóra Gísladóttir skrifar um leikrit:
LEIKHÚS ÚTI f MÝRI
Siguröur Skúlason, Þórir Steingrimsson, Flosi Óiafsson, Gisli Rúnar
Jónsson, Höröur Torfason, Þórunn Magnúsdóttir og Þorgrimur
Einarsson.
Þjóöleikhúsið:
Köttur úti i mýri
Höf.: Andrés Indriðason
Leikstjóri: Gisli Alfreðsson
Leikmynd: Jón Benediktsson
Leiður misskilningur
Ég veit ekki hvað oft
ég hef heyrt fólk segja
að börn séu beztu og
vandlátustu leikhús-
gestirnir. Þetta er nokk-
uð, sem hver étur eftir
öðrum og þegar það hef-
ur verið gert nógu oft,
verður það sannleiks-
igildi. Það er að visu rétt
að börn eru afskaplega
þakklátir leikhúsgestir
en vandlát eru þau ekki,
a.m.k. ekki yngri börn.
Það er næstum sama
hvað börnum er boðið
upp á i leikhúsum og
kvikmyndahúsum, þau
gera sér mat úr þvl.
Leikhúsferðin er barn-
inu ævintýri án tillits til
þess hvað gerist á svið-
inu.
Það væri synd ef ráðamenn i is-
lenzkum menningarmálum not-
færðu sér þetta þakkláta viðhorf
barnsins og byðu þeim visvitandi
upp á menningarúrgang.
Gleði og eftirvænting.
Það tekur alltaf eftirvæntingu,
þegar Þjóðleikhúsið hefur sýn-
ingar á nýju barnaleikriti, ég tala
nú ekki um, þegar um er að ræða
Islenzkt barnaleikrit eftir nýtt is-
lenzkt leikritaskáld. Jarðvegur-
inn hefur verið undirbúinn, blaða-
menn hafa ekki látið sitt eftir
liggja. Satt að segja man ég ekki
til þess að nokkurt barnaleikrit
Þjóðleikhússins hafi verið kynnt
eins rækilega fyrirfram og þetta
stykki. Var ekki eðlilegt að álykta
sem svo að augu ráðamanna is-
lenzkrar menningar væru loksins
að opnast fyrir þvi, að menning
fyrir börn er sjálfsagður hluti af
menningu þjóðarinnar og þvi
verðugt viðfangsefni?
Dýr leikföng
Leikritið er gjörsamlega mis-
heppnað. Það byggist á sam-
hengislausum fimmaurabröndur-
um, sem fara fyrir ofan garð og
neðan hjá börnunum. Ég minnist
þess að hafa séð fyrirsögn i einu
dagblaðanna” Leikararnir
skemmta sér”, þegar sagt var frá
leikritinu. Þessu trúi ég tæpast,
en þó svo væri er það ekki nóg.
Það er likast prógrammi, sem 11
ára krakkar hafi sett saman fyrir
skólaskemmtun. Með einni und-
antekningu þó. Krakkar i 11 ára
bekk hafa ekki 1. flokks leikara og
heilt þjóðleikhús til að leika sér
aö.
Ævintýrið sem aldrei
hófst
Þessu verki er ætlað að fræða
ungt leikhúsfólk um leikhúsið,
leiða barnið inn I þá töfraveröld
sem leikhúsið i raun og veru er.
Til þess er sett af stað heilmikið
sjónarspil. Sögumaðurinn, Ævar
Kvaran, er látinn hafa yfir langan
formála, sem reyndar segir ósköp
litið, minna en fylgdarmaður gæti
sagt barni á milli atriða. Siðan
kveður sögumaður sér til
aöstoðar dreng úr „salnum” svo
þeir geti ráðið ráðum slnum efni
og framgang leiksins. Þeir ráða
ráðum sinum.
Þegar hér var komið leik, var
margt barnið farið að ókyrrast i
sæti slnu. Maður heyrði þá
fullorðnu hvisla: „Nú fer þetta að
byrja”. Kannski verður meira
gaman eftir hlé” eða „Já, ég skal
kaupa kók i hléinu”. Loksins hefst
sjálft ævintýrið, sem beðið er
eftir, og þó. Efni þess er ómögu-
legt að rekja, þvi það er eins og
fyrr segir aðallega samansett úr
samhengislausum bröndurum og
skortir þvi allt innihald. Sögu-
maður og drengurinn eru ýmist
innan eða utan verksins og eigin-
lega þvælast þeir bara fyrir. Alla
vega hafa þeir mjög ruglandi
áhrif á áhorfendur, sem þeim er
þó ætlað að fræða. Um frammi-
stöðu einstakra leikara væri
ósanngjarnt að dæma. Þó bjarga
leikararnir þvi sem bjargað verð-
ur. Og þeir velja einu færu leið-
ina. Fyndnin byggist á skripaleg-
um tilburðum og gauragangi á
sviðinu.
Hljóð úr salnum
Talsvert hefur borið á þvi i um-
ræðum leikhússfólks um leiklist
að það langar til að ná nánara
sambandi við áhorfandann, fá
hann sem virkari þátttakanda i
þvi sem er að gerast. Hér á landi
hefur þetta einkum verið reynt af
þvi leikhúsfólki, sem vinnur fyrir
börn. Á bak við þetta liggur af-
skaplega jákvæð hugsun, sem er
góðra gjalda verð og riður á, að
þeir sem reyna slika nýbreytni,
blekki ekki sjálfa sig og aðra og
viti hvernig þeir ætli sér að ná til-
ætluðum árangri.
1 þessu leikriti eru börnin
„virkjuð” með þvi að gefa þeim
tækifæri til að kalla fram i leikinn
á tilteknum stöðum. Á köflum er
gengið talsvert langt og minnir
leikhúsið meira á fótboltakapp-
leik en leikhús. Þetta væri svo
sem allt i lagi, ef tilganginum
væri náð, þ.e. að börnin yrðu á
þennan hátt virkari þátttakendur
og þar með skapendur ævintýris.
En allt er þetta blekking. Börnin
eru ekki virk, heldur fyrst og
fremst æst. Barn, sem hrópar,
þar sem það veit að er ætlast til
að það hrópi eða þaö er beinlinis
hvatt til þess, er ekki endilega
virkt. Aftur á móti barn, sem
situr I sinu sæti og lifir sig inn i
verk sem virkilega höfðar til
þess, það er virkt. Og jafnvel
stundum svo að það ósjálfrátt
kallar fram i. Þessu má ekki
rugla saman við hina yfirborðs-
iegu þátttöku, sem leikrit eins og
Köttur úti i mýri býður upp á.
Hver er ábyrgur:
Hingað til hefur verið vandað til
vals á barnaleikritum i Þjóðleik-
húsinu. Oft hafa orðið fyrir valinu
viðurkennd erlend verk sem
mega teljast til sigildra bók-
menntaverka. Nægir að nefna
leikrit Thorbjörns Egner, Karde-
mommubæinn, Siglaða söngvara
og Dýrin I Hálsaskógi. Eða þá
leikrit gerð eftir ævintýrum H. C.
Andersens. Litli Kláus og stóri
Kláus og Snædrottningin.
Eimmitt vegna þess hversu vel
hefur til tekist hingað til er
enn hrapallegra þegar mistök
verða. Hvort sem þetta val
byggist á misskilningi eða algjöru
skiningsleysi, á bæði börnum og
leikhúsi, hlýtur að vakna sú
spurning, hver beri ábyrgð á slik-
um mistökum. Þvi þetta er svo
sannarlega dýrt spaug.
Þórir Steingrimsson, Hörður Torfason, Klemens Jónsson, Þórhallur
Sigurðsson og Jón Júliusson.
Ljósmyndarinn okkar, hann Bjarnleifur, hefur hér brugðið á leik og sýnir okkur leikendurna f „Köttur
úti i mýri” i gervum sinum. Inn í K-ið er felldur leikstjórinn, Gisli Alfreðsson, en þar við hiiðina er önnur
stór andlitsmynd, sem sýnir höfund leikritsins, Andrés Indriðason.
—ÞJM