Vísir - 23.01.1974, Page 13

Vísir - 23.01.1974, Page 13
n □AG | D KVÖLD| Q □AG | Sjónvarp klukkan 21.35: Þorra- matur og skóla- nesti Það verður KrunkaO á skjáinn i kvöld, „og að þessu sinni er þátturinn að verulegu leyti helgaður þorranum. Hann Ib Wessman matreiðslu- maður aétlar að kynna lögun þorramatar og sitthvað i kringum þá hluti”, sagði Magnús Bjarnfreðsson, þegar Visir ræddi við hann um þátt hans. „Svo ræði ég við Arna Björnsson þjóðháttafræðing um þorrann og þorrasiði. Einnig kemur fram i þætt- inum Kristrún Jóhannsdóttir manneldisfræðingur, og mun hún ræða um nesti skóla- barna. Þetta verður nú meginefni þáttarins”, sarbi Magnús, og ekki er að efa, að margan er tekið að hungra eftir krass- andi þorrasúrmetinu, og svo verður áreiðanlega forvitni- legt að heyra, hvað sér- fræðingurinn segir um innihald skólanestis barn- anna. —GG Ib Wessman I Naustinu meO þorrabakkann. Hann sýnir handtökin og aOferOir viO gerO súrmetisins I þætti Magnúsar Bjarnfreössonar I kvöld. Sjónvarp klukkan 20.55: FIMM ÞÚSUND ÓBOÐNIR GESTIR Fimm þúsund óboðnir gestir heitir hún, myndin, sem Ásgeir Long, Ernst Kettler og Páll Stein- grímsson gerðu fyrir sjónvarpið og lýsir félagslegum áhrifum Vestmannaeyjagoss- ins. Þessi mynd þremenninganna verð- ur sýnd i kvöld í tilefni af því, að nú er ár liðið frá því gosið hófst og hinir „fimm þúsund óboðnu gestir" voru fluttir úr Heimaey til lands. Ekki er að efa, að það hefur verið vanda- samt verk fyrir þremenningana að gera mynd um félags- legar afleiðingar Vest- mannaeyjagossins og fróðlegt að frétta í kvöld, hvernig til hefur tekizt. — GG. Magnús Magnússon, bæjar- stjóri i Eyjum, var mikiö i sviðsljósinu siðastliðið ár. Og Magnús þótti standa sig af prýði, og ritstjórn Visis þótti t.d. ástæða til að velja hann „mann ársins ”. Magnús er þarna staddur i Eyjum að skýra ferða- manni frá þvi, sem fyrir augu ber á dögum gossins. Þátturinn „Bein lina” i hljóðvarpi verður i kvöld lika helgaður ársafmæli Vestmannáeyjagossins. Magnús bæjarstjóri svarar spurningum hlustenda. Hljóðvarp klukkan 19.00: BEIN LÍNA TIL EYJA Bein lina verður að þessu sinni til Eyja. Magnús Magnús- son bæjarstjóri og þrir bæjar- fulltrúar munu þar svara spurn- ingum frá hlustendum á skrif- stofu bæjarstjórans i Vest- mannaeyjum. Ekki er að efa, að enn sem fyrr leita margar spurningar á það fólk, sem sitthvað hefur orðið að þola af völdum Vest- mannaeyjagossins — en Magnús og þeir bæjarstjórnar- menn munu eflaust geta gefið greið svör, svo vanir hljóta þeir að vera orðnir þvi, að menn spyrji brennandi spurninga. —GG Lœknanemasprell \;s|, n || Sjónvarp klukkan 20.30: Það verður Lif og fjör i læknadeild i kvöld, eins og önnur miðvikudagskvöld. Einhver maður sagði um daginn, að kosturinn við þessa læknadellu væri sá, að það væri hægt að horfa á þáttinn og skellihlæja, án þess að leiða hugann sérstaklega að þvi, sem fyrir augu ber. Kannski er það rétt, og hvað sem þvi liður, þá munu læknanemaþættir þessir njóta vinsælda i mörgum löndum. —GG SJONVARP 18.00 Kötturinn Felix. Tvær stuttar teiknimyndir. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. 18.15 Skippi.Ástralskur fram- haldsmyndaflokkur. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdótt- ir. 18.40 Svona eru börnin.... á Seylon. Norskur fræðslu- myndaflokkur um daglegt lif og leiki barna i ýmsum heimshlutum. Þýðandi og bulur Ellert Sigurbjörnsson. 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Lif og fjör í læknadeild. Breskur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Fimm þúsund óboðnir gestir.Siðastliðið vor samdi Sjónvarpið við Asgeir Long, Ernst Kettler og Pál Stein- grimsson um að gera kvik- mynd, sem lýsti félagsleg- um áhrifum og afleiðingum Vestmannaeyjagossins. Myndin er nú sýnd á eins árs afmæli gossins. Þulur er Helgi Skúlason, en lokaorð flytur forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn. 21.35 Krúnkað á skjáinn. Þáttur með efni varðandi fjölskyldu og heimili. Um- sjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. 22.10 Staldrað við framfarir. Fræðslumynd um visinda- legar rannsóknir og kort- lagningu úr lofti á óbyggð- um svæðum með nýtt land- nám fyrir augum. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhann- esson. 23.00 Dagskrárlok 13 *2* ^ * Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 24. janúar 1974. m m Ni u jÉ Ilrúturinn, 21. marz—20. april. Þetta er fremur þunglamalegur dagur, að þvi er virðist, og þó sér i lagi þegar á liður. Þú ættir að nota kvöldið til hvildar, ef unnt reynist. Nautið, 21. april—21. mai. Það litur út fyrir aö dagurinn geti nýtzt vel þótt svo að ekki verði neinn asi á hlutunum þegar á liður. Taktu lifinu með ró, þetta er stundarfyrirbæri Tviburarnir,22. mai— 21. júni. Það litur helzt út fyrir að þú þurfir að taka duglega til hendinni i dag, en að einnig muni til nokkurs að vinna, ef allt stenzt áætlun. Krabbinn22. júni—23. júli. Þú hefur i mörgu að snúast. Sumt af þvi er liklegt að reynist fremur tafsamt, gættu þess að hafa taumhald á skaps- munum þinum. Ljónið24. júli—23. ágúst. Ekki beinlinsi erfiður dagur, að þvi er virðist, en margt sem gengur fremur seint, einkum er á daginn liður. Aftur á móti getur kvöldið orðið gott. Meyjan, 24. ágúst—23. sept. Taktu lifinu með ró. Beittu lagi, ef það er eitthvaö sérstakt, sem þú þarft að koma i framkvæmd; annað skaltu láta biða unz betur horfir. Vogin, 24. sept.-23.okt. Þetta getur orðið að mörgu leyti þægilegur dagur, einkanlega i peningamálum, þar sem vel getur verið að þú verðir fyrir einhvers konar happi. Drekinn, 24. okt,—22. nóv. Farðu þér hægt og rólega, það má vel vera að þér finnist seina- gangur á hlutunum, en ef þú beitir lagni, þá get- ur flest gengið a.m.k. sæmilega. Boginaðurinn, 23. nóv.—21. des. Þetta verður að öllum likindum sæmilegur dagur, en vissara samt að fara gætilega að öllu. Kvöldiö getur orðið mjög ánægjulegt, einkum hjá þeim yngri. Steingeitin, 24. des,—20. jan. Dagurinn verður ekki allur, þar sem hann sýnist. Ákvörðunum, sem þú tekur i dag, getur reitt misjafnlega af og þvi eins gott að doka við. Vatnsberinn,21. jan,—19. febr. Þetta getur orðið nokkuð undarlegur dagur — margt óvænt, sem gengur vel,annað vel undirbúið getur hins vegar mistekizt með öllu. Fiskarnir. 20. febr.—20. marz. Þú ættir ekki að hætta á miklar breytingar á næstunni, sizt ef það hefur einhver aðsetursskipti i för með sér. Þú veizt hvað þú hefur, ekki hvað þú hreppir. UTVARP Gjafir og áheit til Styrktarfélags lamaöra og fatlaöra. Á sl. ári og það sem af er þessu ári hafa Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra borizt margar vegleg- ar gjafir og áheit, frá einstakling- um og félögum, sem félaginu er mikill styrkur að og þá ekki siður þeim hug, er að baki gjöfunum býr. Meðal þeirra gjafa og áheita, sem Styrktarfélaginu hafa hlotn- azt, má m.a. nefna: 1. Tveggja herbergja ibúð (arfur) frá Mariu Jónsdóttur. 2. Erlendur Magnússon, Kálfa- tjörn, til minningar um eiginkonu sina, Kristinu Þ. Gunnarsdóttur kr. 100.000,- 3. Hvalur hf. kr. 100.000,- 4. N.N. kr. 100.000,- 5. Agúst Sigurjónsson og börn. frá Erpsstöðum, Dalasýslu til minningar um konu sina, Rann- veigu Guðmundsdóttur kr. 50.000,- 6. Fjögur börn, Jón Þór Gunnars- son. Bogi Baldursson. Arnþrúður Baldursd. og Baldur öxndal (ágóði af basar) kr. 21.150.- 7. Norðursiávarsiómaður kr. 20.000,- 8. Sigríður Eiriksdóttir kr. 10.000.- 9. Þórir Guðjónsson kr. 10.000.- 10. N.N. kr. 5.000,- 10. Steindóra Albertsdóttir. kr 5.000,- Eru þá ekki taldar veglegar gjafir - Kvennadeildar Styrktar- félagsins i hverskonar tækjum og munum. Fyrir alla þessa fjárhagslegu aðstoð og hlýhug færir stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra innilegustu þakkir til allra þeirra, er hér eiga hlut að, sem þó eru fleiri en hér hafa verið upp taldir. Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatnaðra. 14.30 Siðdegissagan: „Fjár- svikararnir” eftir Valentin Katajeff Ragnar Jóhannes- son cand. mag. les (13). 17.10 (Jtvarpssaga barnanna: „Blesi” eftir Þorstein Matthiasson Höfundur les (7). 17.30 Framburðarkennsla i spænsku 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá Bein lina til Eyja Magnús Magnús- son bæjarstjóri og þrir bæjarfulltrúar svara spurn- ingum hlustenda i skrifstofu bæjarstjóra. Umsjónar- menn: Arni Gunnarsson og Einar Karl Haraldsson. 20.00 Kvöldvaka sveit Islands leikur, Páll P. Pálsson stj. 21.30 Útvarpssagan: „For- eldravandamálið — drög aö skilgreiningu” eftir Þor- stein Antonsson. Erlingur Gislason leikari les (10). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Eyjapistill A ársafmæli Eyjagoss verð- ur lýsing manns, sem sá jörðina rifna og eldana kvikna, svo og fyrsta hljóð- ritaða lýsingin á gosinu. Umsjónarmenn enn sem fyrr: Arnþór og Gisli Helga- synir. 22.45 Niltimatónlist Halldór Haraldsson kynnir. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★■.★☆★☆♦☆★^★☆★☆★☆★☆★☆**+*-*. ■*■•*.*■*.*■*•**•& ■*•☆*☆+☆★☆+☆*☆★☆★☆★☆*☆★☆★☆★☆★☆★☆★• ☆★☆★★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★*★☆

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.