Vísir - 23.01.1974, Side 16

Vísir - 23.01.1974, Side 16
Miðvikudagur 23. janúar 1974. Keflvíkingar óþolinmóðir Verkalýðsfélög gerast nú mörg óþolinmóð yfir seinagangi við samninga viðræður. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavikur samþykkti á sunnu- daginn ályktun, sem beint er til rikisstjórnarinnar og atvinnu- rekenda. Segir iþeirri ályktun, að „félagiö átelji harðlega þann seinagang, sem verið hafi á gangi samningaviðræðna, jafnt við vinnuveitendur og rikisstjórn. Minnié fundurinn á, að haldi þetta þóf áfram, megi búast við, aö verkalýðsfélögin verði knúin til að beita verkfallsvopninu til að leggja áherzlu á fyrirliggjandi kaupkröfur. Fari svo, lýsir fundurinn fyllstu ábyrgð á hendur vinnuveit- endum, sem hafa með kaup lækkunartilboði móðgað verka- lýðshreyfinguna og jafnframt spillt samningaviðræðum. Þá telur fundurinn rikis- stjórnina fara sér of hægt varðandi kröfur verkalýðs- samtakanna um skattalækkun og viðunandi lausn á húsnæðis- vandamálum láglaunafólks og telur ábyrgð hennar ekki minni en vinnuveitenda”. —GG Sörensen fékk verðlaunin Villy Sörensen, fjörutfu og fimm ára gamall danskur rithöf- undur, hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs I ár. Villy hlaut verðlaunin fyrir bók sina „Uden mal — og med”, rit- gerðasafn. Tvö verk voru lögð til sam- keppninnar frá hverju Norður- landanna, og fyrir Islands hönd voru iögð fram verk eftir Jökul Jakobsson, leikritið Dóminó, og Véstein Lúðviksson, skáldsagan „Gunnar og Kjartan”. Bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs hafa verið veitt frá ár- inu 1962, og hefur Islendingur aldrei fengið þau. — GG. Sverrir Runálfsson inn á Alþingi — hefur lítinn áhuga á vegagerð, segir ráðherra „Sú fyrirgreiðsla scm Sverrir Runólfsson hefur fengið hjá Vegagerðinni, er alls ekki verri en aðrir aðilar hafa fengið, hún er þvert á móti mun betri,” sagði Björn Jónsson samgönguráð- herra á Alþingi I gær. Mál Sverrir komst inn á Alþingi vegna fyrirspurnar Bjarna Guðnasonar. I henni spurði Bjarni ráðherrann, hvort ekki væri hægt að koma þvi til leiðar, aö kannað væri notagildi vega- gerðaraðferðar Sverris. Óttaðist Bjarni, að embættismannavaldið sæti á rétti Sverris Runólfssonar og kæmi i veg fyrir framgang málsins. Vegagerðin hefur úthlutaö Sverri vegarkafla uppi á Kjalar- nesi. Þar má hann leggja veginn, og mun Vegagerðin greiða út- lagðan kostnað, auk þess lána honum þau tæki, sem stofnunin hefur umráð yfir. Að sögn samgönguráðherra hefur Vegagerðin ekki treyst sér til að leyfa Sverri að byrja vega- gerðina fyrr en hann getur gefið þeim einhverja verklýsingu, svo hægt sé að gera sér hugmynd um, hve mikið framkvæmd verksins kostar. „Þrátt fyrir alla þessa fyrir- greiðslu hefur ekki bólað á þvi, að Sverrir Runólfsson ætli að hefjast handa,” sagði ráðherrann. „Það eina, sem Sverrir hefur lagt fram, er einhvers konar vega- gerðarvél, sem hann keypti i Kanada og kostaði sama og göm- ul dráttarvél.” — ÓG. Góð veiði, gott veður — bátum fjölgar á miðunum og loðnan aðeins klukkutfma stím frá landi Góð loðnuveiði var í gærkvöldi og fram á nótt- ina. I morgun voru 36 loðnubátará leiðtil lands, en loðnan er nú komin all- miklu sunnar og vestar heldur en hún hef ur verið undanfarna daga. Torfurnar virðast mjög þéttar og stórar, þvi flestir bátar sem köstuðu i gærkvöldi fengu full- fermi. Næsta höfn við miðin er Höfn i Hornafirði og mun ekki nema um klukkutima stim þangað af miðunum. Loðnan er þannig ekki nema 10 eöa 15 milur undan landi, en bátar landa á flestum höfnum sunnan til á Austfjörðum, Reyðarfirði, Eskifirði, Stöðvar- firði og Höfn. 1 morgun var tekið við loðnu á öllum þessum stöðum, nema Neskaupstað, þar voru þrær enn fullar, en búizt við að losnaði um eitthvert pláss þar um hádegi i dag. Nú munu 60-70 bátar vera komnir á miðin og nokkrir eru á leiðinni, þannig að fljótlega vex magnið af loðnunni sem á land berst. t gærkvöldi voru komin yfir 16.000 tonn á land. Veöur var sæmilegt á miðun- um i gærkvöldi og nótt, og spáin er góð fyrir veiðisvæðið, þannig að búizt er við að veðrið fari batnandi á næstunni. Og þar sem loðnan hefur tekið stefnuna vestur með landinu er viðbúið, að aflinn, sem á land berst næstu daga, verði veru- legur. —GG Ekki ber á öðru en aö þeir Gylfi og Hannibal séu hinir ánægðustu, þegar þeir innsigla samvinnuna með handabandi I gær. Hannibal kominn heim „Ég var nú rekinn úr Alþýðuflokknum á sin- um tima, en fór ekki þaðan af eigin völdum,” sagði Hannibal Valdi- marsson á blaðamanna- fundi i gær. Þá tilkynntu Samtökin og Alþýðu- flokkurinn að þessir flokkar mundu bjóða fram sameiginlegan lista i borgarstjórnar- kosningunum i vor. „Samstarf okkar Gylfa Þ. Gislasonar var alltaf mjög gott,” sagði Hannibal ennfremur. Gylfi tók mjög undir þessi orð, en þeir komu báðir sem nýliðar inn á þing 1946 og ollu foringjum Alþýðuflokksins miklu hugar- angri á næstu árum með allskon- ar „óþægð” og hliðarstökkum. Ekkert er ákveðið með sam- starf flokkanna i sveitarstjórnar- kosningunum annars staðar. Er -það undir flokksfélögunum komið á hverjum stað, en fundarboðend- ur voru sammála um, að þetta væri stórt skref i átt til algjörrar sameiningar flokkanna og sögðu, að hennar mætti vænta fyrir næstu Alþingiskosningar. — ÓG. ST JÓRN ARSKRIFSTOFU R SEINVIRKAR ##- segir Pétur Sigurðsson, forstöðu- maður Almannavarna um mól starfsmanna Almannavarna ríkisins Verkefni Almanna- varna ríkisins eru nú, að afloknu starfi vegna Vestmannaeyjagossins, svo mikil, að Ijóst er, að þrjár manneskjur ráða ekki við þau að neinu marki. Eins og Guðjón Petersen, starfsmaður Almannavarna, sagði Visi i gær,er unnið að áætlanagerö fyrir mörg sveitar- félög. Einnig verður að halda úti 24 tima vakt og þar að auki að ferðast um landið og halda úti fræðslu i skólum landsins. Fjárveiting rikisins til Almannavarna i ár var miklum mun minni en þurfa þótti til að starfseminni yrði haldið gangandi. Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelgisgæzlunna r og formaður Almannavarnaráðs, tjáði Visi i gær, að það væri eflaust umdeilanlegt atriöi, hve starf Almannavarna ætti að vera viðfeðmt. „Þegar Vestmannaeyjagos stóð, varð að fjölga starfs- mönnum mjög. Nú þegar aftur er eðlilegt ástand.er skiljanlegt, að rikisvaldið vilji draga úr starfseminni i sparnaðarskyni. Nú liggja reyndar fyrir mikil skipulagsverkefni, en það er spurning um, hve mikið við eigum að gera af þessu ölllu. Ef við eigum að vinna þessi verk- efni, sem fyrir liggja alveg niö- ur i kjölinn, þyrftum við miklu meira fé”. — En hvað með kaup starfs- fólksins eða ráðningar- samninga? Starfsmenn Almannavarna kvarta undan þvi að fá ekki kaupið sitt greitt, né heldur eru þeir fastráðnir? „Rikisvaldið er nú jafnan svo þungt i vöfum og stjórnarskrif- stofur oft á tiðum ákaflega seinvirkar. En það stendur til að koma lagi á þessi mál”. Visir hafði samband við Ólaf Jóhannesson, forsætis- og dómsmálaráðherra, og spurði hann um' framtið Almanna- varna rikisins: „Ég hef ekkert heyrt af þessu máli”, sagði ráð- herrann „Það hefur ekki veriö borið undir mig. Og hvað fjár- veitinguna snertir, þá eru þeir nú margir, málaflokkarnir, sem ekki fá það, sem beðið er um”. „Almannavarnir ekki virkur hjálparaðili" Ekki eru allir á eitt sáttir um það, að Almannavarnir rikisins eigi að vera mjög umfangsmikil skrifstofa. Ýmis félagasamtök vilja ekki, að hjálparstarf eða skipu- lagning björgunarkerfis sé i höndum einnar rikisskrifstofu, heldur vilja þau, að félög sem sinna björgunarstörfum eða neyðarhjálp móti sin á milli einhverja stefnu i þessum málum. Rauði krossinn telur t.d., að björgunarstörf eigi helzt að vinna þar, sem fyrir er fólk til að aðstoða, en ekki eigi að verja stórfé i kaup á ýmsum tækjum til björgunarstarfa. Þannig sagði Eggert Asgeirsson, fram- kvæmdastjóri Rauða krossins, i grein, sem hann ritaði i frétta- blað Rauða krossins 1973: „Almannavarnir eru ekki sá virki aðili til hjálpar fyrir fólkið frá upphafi til enda, sem ástæða hefði verið til....Sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum félags- og heilbrigðismála eru ekki þátt- takendur i starfinu, svo sem vera bæri árið 1973. Opinberar stofnanir rikisins og sveitarfélaga, sem reglulega hafa skyldum að gegna gagnvart þegnum okkar þjóð- félags.eru meira og minna utan við úrlausn mála. Afleiðingin getur orðið sú, að þessir starfshættir skili ekki þeirri reynslu til framtiðarinnar, sem vert væri....Verum minnug þess, að neyðin er einungis þar, sem fólk er”. —GG

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.