Vísir - 28.02.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 28.02.1974, Blaðsíða 6
6 Vísir. Fimmtudagur 28. febrúar. 1974. (Jtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjí erl. frétta: Auglýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritst jórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson llaukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Sfðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald kr. 360 á mánuði innanlands. i iausasöiu kr. 22 eintakið. Biaðaprent hf. Veljum sjálf Prófkjörin eru ein merkasta nýjung stjórnmála siðustu ára. Þau hafa stuðlað að heilbrigðri endurnýjun. Þau hafa opnað stjórnmálin og á þann hátt orðið lýðræðinu til styrktar. Með próf- kjörunum er hamlað gegn ægivaldi hinnar ópersónulegu fámennisstjórnar i flokkunum og almennum kjósendum opnuð ný leið til pólitiskra áhrifa. Lýðræðislegust eru þau prófkjör, sem eru ekki einungis opin flokksmönnum, heldur einnig öðr- um stuðningsmönnum flokksins. Og lýðræðisleg- ust eru þau prófkjör, sem hafa bindandi úrslit, ef þátttakan i þeim er næg. Slik prófkjör hafa á undanförnum árum ver- ið séreinkenni Sjálf- stæðisflokksins. Hið sama virðist vera uppi á teningnum að þe s s u s i n n i . Framsóknarflokkurinn fetaði fyrir f jórum árum nokkuð inn á braut próf- kjöra og skoðanakann- ana um skipun framboðslista, en virðist ætla að draga i land að þessu sinni. Hins vegar hefur Alþýðuflokkurinn, sem fyrir fjórum árum var andvigur þessari grein lýðræðis, hætt sér að þessu sinni út i skoðanakannanir meðal flokks- manna. Opin og bindandi prófkjör ætla enn i ár að verða séreinkenni Sjálfstæðisflokksins. Þau fóru mjög vel af stað á Seltjarnarnesi i siðasta mánuði. Rúmlega helmingur kjósenda á Jtesinu tók þátt i prófkjörinu. Það lofar góðu um, að þátttaka verði einnig góð i öðrum sveitarfélögum. Um næstu helgi verður i Reykjavik viðamesta og mikilvægasta prófkjörið. Fjórir af átta borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins verða ekki i kjöri að þessu sinni. Þess vegna er nú óvenju mikil ástæða fyrir almenna kjósendur að taka þátt i þeirri endurnýjun, sem óhjákvæmilega verður á borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. Ekkert getur betur tryggt góðan framboðslista en einmitt mikil þátttaka i prófkjörinu. Almenningur á þvi að venjast, að efstu menn framboðslista séu valdir af fámennum valdaklik- um og siðan staðfestir af fámennum flokksfund- um. Hin opnu og bindandi prófkjör eru hressandi gustur i mollulofti baktjaldamakksins. Þau hafa endurvakið trú margra á styrk og gildi lýðræðis- ins. Þetta nýja vopn almennings má ekki ryðga i sliðrum. Visir vill skora á kjósendur að nota sér traustið, sem þeim er sýnt. Þessari áskorun er ekki eingöngu beint til sjálfstæðismanna i Reykjavik, heldur til allra þeirra, sem kost eiga á þátttöku i prófkjöri i sinni heimabyggð. Framundan eru tvisýnar kosningar i Reykja- vik. Sjálfstæðisflokkurinn og vinstri flokkarnir berjast um meirihlutann. Ef allt gengur að ósk- um i kosningunum i vor, hafa þátttakendur próf- kjörsins átt þátt i vali mannanna, sem skipa meirihluta borgarstjórnarinnar. Þátttakend- urnir hafa jafnframt tekið þátt i fyrsta bardagan- um um að verja Reykjavik fyrir ásókn þeirra flokka, sem fara með völd i landinu um þessar mundir. — JK FALSKUR TÓNN íNORRÆNU SAMSTARFI? — forystugrein í norsku bloði um rœðu Mognúsor Kjartonssonor í Norðurlandaráði Þetta var fyrirsögnin á forystugrein Norges Handels og Sjöfarts Tidende að loknuni Norðuriandaráðsfundi. Tilefni hennar var ræða Magnúsar Kjartanssonar i ráðinu. Nokkur blaðaskrif munu hafa orðið um ræðuna á Norðurlöndunum. Til að sýna viðbrögð eins norsks blaðs birtist hér forystugrein Norges Handels ogSjöfarts Tidende i heild. Tekið skal fram, að þýðing- in er lausieg, og i henni hefur verið leiðréttur sá misskilningur blaðsins, að Gylfi Þ. Gislason sé samráðherra Magnúsar Kjartanssonar. Hefst þá forystugreinin: Mjög margir eru þeirrar skoðunar, að ekki ætti að vera spurningarmerki við fyrir- sögnina. Þvi að framferði hr. Kjartanssonar, islenzka ráð- herransá fundi Norðurlandaráðs, verður að kalla falskan tón og þess vegna vakti hún mikla óánægju. Á fundinum gerðist einnig sá einstæði atburður, að bæði forsætisráðherra íslands og einn af þingmönnum sósial-demó- krata á íslandi lýstu andstöðu við skoðanir hr. Kjartanssonar, auk þess sem norski forsætisráðherr- ann og K.B. Andersen, fyrrv. utanrikisráðherra Dana, svöruðu honum mjög ákveðið. Sá siðast- nefndi var ef til vill skýrmæltast- ur i gagnrýni sinni: Rödd hr. Kjartanssonar var þjóð- rembingsleg grafarraust. Raunar hafði K.B. Andersen al- veg rétt fyrir sér, þetta var fram- koma að hætti rússneskra þjóð- ernis-kommúnista: Við höfum rétt fyrir okkúr og allir aðrir rangt fyrir sér. Einnig mátti sjá merki rómverskrar heimsveldis- stefnu I móðursýkislegri árás Kjartanssonar: Sá, sem ekki er með okkur, er á móti okkur. Og vei honum. Það er nú það. Við tökum þessu rólega. Við getum að einu leyti næstum sagt, að þessi þjóðernis- kommúnisku mótmæli hafi haft eða muni hafa góð áhrif. Þau gefa nefnilega tilefni til umræðna, sem bæði geta fjallað um grundvallar- atriði og framkvæmdaatriði. Og getá bæði snúizt um Keflavikur- stöðina og fiskveiðilögsögumálin. Það yrði alltof langt mál að gera grein fyrir bakgrunni og sögu Keflavikurstöðvarinnar. Landvinningar Sovétrikjanna og spennan milli austurs og vesturs i kjölfar þeirra, lega íslands og sú staðreynd, að landsmenn hafa sjálfir ákveðið að hafa ekki eigin her, allt þetta varð til þess á sin- um tlma, að tslendingar báðu Bandarikjamenn að starfrækja hina mikilvægu eftirlits- og varnarstöð i Keflavik. Það er ekki óliklegt, að á þeim tima hafi ein- hugur Islands og Bandarikjanna stuðlað mjög að, kannski ráðið úrslitum um, að Vesturlönd björguðu frelsi sinu og björguðu friðnum. Við færum báðum lönd- um þakkir fyrir það. Nú vilja sem sé margir ís- lendingar, að Bandarikjamenn hverfi á brott — þótt 40.000 hafi skriflega beðið þá um að vera. K.B. Andersen, fyrrv. utanrikis ráðherra Dana. Lýsti viðhorfum Magnúsar sem „grafarraust, rödd sem er fulltrúi hinnar þröngu þjóðarrembu, sem finna má yzt til vinstri í Evrópu sam- timans.” Magnús Kjartansson. Veitti hann Norðmönnum kærkomið tækifæri 1 til umræðna um varnir islands með ræðu sinni i Norðurlanda- Iráði? Maður þarf að vera strútur með höfuðið langt niðri I sandinum til að imynda sér, að þetta skipti Noreg engu. Þetta hefur bein og óbein áhrif á alla herfræðilega stöðu Noregs og stefnu landsins i hermálum. Staðreyndin er sú, að öll okkar framtlð, staða okkar — og tslands — sem sjálfstæðs rikis getur ráðizt af afstöðunni. Með rússneska skriðdreka við Boris Cleb (þeir hafa alltaf verið þar) og með sovézka flotann á sama tima við Grense Jakobsfljót, utan við strendur Finnmerkur og milli tslands og Noregs, er Noregur I sömu aðstöðu og Tékkóslóvakia eftir að Austurriki var innlimað i rlki Hitlers. Við viljum ekki ótil- neyddir vera I þessari aðstöðu. NATO-aðild Islands og raunveru- legt „hernaðarbandalag” þess við Bandarikin hafa fram til þessa komið i veg fyrir það. Ættum við að dylja það fyrir góð- um vinum og norrænum frænd- um? Við segjum nei. Ákvarðanir eru teknar I Reykjavik. En menn fengju slæma samvizku, ef þeir létu ekki íslendinga vita, að ákvörðunin skiptir okkur mjög miklu og einnig Evrópu — raunar jafnframt friðinn. Bandarikin geta alltaf bjargað sér. Kröftug árás hr. Kjartansson- ar, sem bæði hefur vakið athygli á Norðurlöndunum og alþjóðavett- vangi, er augljóslega ekki i sam- ræmi við starfsvenjur Norðurlandaráðs. Varnar- og utanrikismál eiga ekki að ræðast i ráðinu, og þegar norrænt land reyndi á sinum tima að brjóta þessa hefð, var það utanrlkisráð- herra okkar sem stöðvaði það. (Hér á blaðið við tillöguflutning- inn um að gera Norðurlöndin að kjarnorkuvopnalausu svæði, þýð.) Magnús Kjartansson lét ekkert stöðva sig, og tala þvi margir um falskan tón. Ekkert er við þvl að segja. En okkarskoðunersú.að það beri að fagna þessum falska tóni, þvi að hann gefur kærkomið tilefni til að ræða opinberlega um ástandið 1974 i stað þess að lygna augunum aftur og fjasa um 1938. Það, sem þá gerðist, leiddi ekki til annars en 4 Norðurlönd drógust inn i striðið á 4 ólika vegu. Envið æskjum (þótt það gerist utan Norðurlandaráðs) ýtar- legrar og opinnar umræðu um mikið meira en Keflavikurstöð- ina. Við höfum ekkert á móti þvi, að Islendingar ræði varnarmátt okkar. Við höfum ekkert á móti þvi að Danir spyrji, hvað herdeild okkar I norðri geti ábyrgzt — hvað hún geti veitt viðnám i marga tima eða sólarhringa. Við munum ekki heldur taka það illa upp, þótt forystumenn sænskra varna minni okkur á atburðina 1940 og hvernig við létum vestur landamæri Sviþjóðar vera opin. Svo getum við spurt bæði Svia og Dani um Eyrarsund og spurt frændurna á Sögueyjunni, hvort jólatré sé það eina, sem fara eigi milli landanna tveggja. Hvað um heimavarnarlið?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.