Vísir - 13.03.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 13.03.1974, Blaðsíða 1
64. árg. — Miðvikudagur 13. marz 1974 — 61. tbl. BAKSIÐA Bœjarstjóri í hand- boltaliðinu — íþróttir í OPNU DANIR ÞORÐU EKKI AÐ KAUPA — en ísiendingar óbangnir — baksíða Portúgalar berjast við bólguna miklu, — verðbólguna — bls. 5 Hversvegna eyðilagði lögreglan árshátíðina? — lesendabréf á bls. 2 MEÐ NÆR TIU MILLJONIR í INNISTÆÐULA USUM TÉKKUM — einn aðili reyndist langstœrstur í síðustu könnun Seðlabankans Einn og sami maður- inn var annaðhvort út- gefandi eða framselj- andi á innistæðulausum ávisunum að upphæð samtals 8 til 10 milljónir, sem komu i ljós i skyndikönnun Seðla- bankans á fimmtudag- inn. Samtals voru það milli 12 til 15 ávisanir, sem maðurinn stóð á bak við. Þrir aðrir menn létu einnig i té nöfn sin á ávisanirnar, annaðhvort sem útgefendur eða framseljendur á móti umræddum manni. Seðlabankinn kærði málið beint til saksóknara, en það er fremur óvenjuleg meðferð ávlsanamis- ferlis. Ástæðan fyrir þvi er talin sú, að mennirnir fjórir eru búsettir i þremur mismunandi lögsagnar- umdæmum. Að sögn Þórðar Björnssonar saksóknara rikisins, var málið sent frá saksóknara til dóms- málaráðuneytisins i gær. Sagði hann, að það væri til þess, að ráðuneytið gæti ákveðið, hvort ætti að skipa umboðs- eða setudómara i málinu. Baldur Möller ráðuneytisstjóri sagði, að hann teldi það ekki ólik- legt, að sérstakur umboðsdómari yrði skipaður i málinu vegna búsetu mannanna i mismunandi lögsagnarumdæmum. Það yrði ákveðið innan eins eða tveggja daga. Þórður Björnsson saksóknari sagði, að vegna þess að rannsókn væri ekki hafin i málinu, gæti hann ekki upplýst um búsetu mannanna, sem kærðir eru. Visir hefur fregnað, að höfuðpaurinn i þessu tékkamis- ferli tilheyri lögsagnarumdæmi sýslumannsins I Gullbringusýslu. — ÓH Vor í lofti og þorska- netin tínd tií Grindavikurskvis- að gantast við strák- þegar þeir voru að urnar voru svolitið ana á Albert i gær, koma netunum úm borð og búa sig undir að leggja þau i gær- kvöldi — sjá frétt á bls. 3 — Það segir lika frá fyrirhug- uðum hitaveitufram- kvæmdum i Grinda- vik á baksiðu. — „EKKIRT FYRIR SVONALAGAÐ" - BAKSÍÐA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.