Vísir - 13.03.1974, Blaðsíða 7
Vlsir. Miðvikudagur 13. marz 1974.
7
cyyienningarmál
Bezta
gaman-
myndin
sem er
í gangi
núna!
HASKÓLABÍÓ:
„Une Belle Fille Comme Moi”.
Ég leyfi mér að halda þvi
fram, að mánudagsmynd Há-
skólabiós að þessu sinni sé ein-
hver bezta gamanmynd, sem
hér hefur sézt um alllangt skeið.
Þessi mynd á fyllilega rétt á þvi
að vera tekin til sýninga á
venjulegum sýningardögum.
Það er hætt við þvi, að hinn al-
menni kvikmyndahúsgestur
missi annars af þessari frábæru
mynd. Þeir eru jú alltof
margir, sem álita mánudags-
myndirnar vera eitthvert sér-
stakt fóður handa sérvitringum.
Myndir, sem eru sér á parti og
tormeltar almenningi.
„Strax og hef hef lokið við
alvarlega kvikmynd, hef ég
aðeins eina hugsun i höfðinu,
nefnilega að gera gaman-
mynd”, segir Francois
Truffaut. Þetta er hans tólfta
mynd og er gerð eftir sögu
Henry Farell. Mynd, sem
Columbia Pictures hafði byrjað
á, en hætt við eftir að hafa
kostað til kvikmyndagerðar-
innar einum tuttugu milljónum
króna. Truffaut, er tekið hafði
ástfóstri við söguna um þá brú-
tölu kvenpersónu Camille Bliss,
varð þvi allshugar fegjnn að fá
að taka við handritinu og
spreyta sig á verkefninu.
Bernadetta Lafont, sem fer
með hlutverk Camille Bliss, og
Claude Brausseur, sem fer með
aðalkarlhlutverkið i myndinni,
gera hlutverkum sinum bæði, að
þvi er manni finnst, óaðfinnan-
leg skil. öll ieikstjórn er lika
Camille Bliss og einn af elskhugum hennar. Það er full ástæða til að
hvetja alla, sem vettlingi geta valdið, til að sjá mánudagsmynd Há-
skólabiós. Ilún er frábær.
Það er aöeins Joan Baez,
sem sleppur vel frá þessu öllu
saman. Hún er góð og bregzt
aldrei. Óhæfir kvikmynda- og
hljóðupptökumenn geta ekki
einu sinni spillt söng hennar.
Þá örlar stöku sinnum á
góðum leik hjá þeim Crosby,
Stills, Nash og Young, en samt
er þaðalltof áberandi, hvaö þeir
vinna þarna verk sitt með hang-
andi hendi.
hárfin og hnitmiðuð. Hvergi
skeikar meistara Truffaut þar
hið allra minnsta. Hann hittir
þráðbeint i mark.
Hér er á ferðinni gamanleikur
með alvarlegum grunntón, svo
gripiö sé nú til heldri manna út-
skýringa. Myndin segir sögu
ungrar og fallegrar stúlku ,
sem lætur sér ekki allt fyrir
brjósti brenna. Hún heitir
Camille Bliss og situr i fangelsi,
þegar myndin hefst. Er stúlkan
grunuð um morð.
Ungur félagsfræðingur birtist
einn góðan veðurdag i stein-
inum og vill hann gera um hana
ritgerð. Camille tekur honum
vel og byrjar að segja honum
sögu sina. Er brugðið upp svip-
myndum frá uppvaxtarárum
hennar og samskiptum hennar
við karlmenn. Þegar bezt lætur,
er hún i tygjum við fjóra karl-
menn. Einum þeirra er hún gift.
Karlmanninum, sem tók hana
upp. þegar hún var að strjúka af
vandræðaheimilinu, sem hún
var sett á eftir að hafa komið
karlinum, honum föður sinum,
fyrir ka.ttarnef.
GAMLA BÍÓ:
„The Barfoot Executive”.
Walt Disney-myndin, sem
Gamla bió sýnir um þessar
mundir, er dágóð skemmtun,
fyrir alla f jölskv lduna. Hún
væri þó litils virði, ef ekki væri
fyrir að l'ara bráðskemmti-
legum apa, sem fer raunveru-
lega með aðalhlutverkið i
myndinni — og gerir það vel.
Myndin segir frá apa, sem
reynist hafa einstaka hæfileika
til að velja þær sjónvarps-
myndir, em almenningi er að
skapi. Póstþjónn hjá stóru sjón-
varpsmyndafyrirtæki upp-
götvar þessa hæfileika apans og
færir sér þá svo sniðuglega i
■nyt, og innan skamms er hann
orðinn aðalforstjóri fyrirtækis-
ins og er loks kjörinn sjónvarps-
maður ársins.
Allt leikur i lyndi, þar til það
upplýsist, hver það raunveru-
lega sé, sem velji sjónvarpsefni
fyrir bandarisku þjóðina....
Auk apans má hlæja nokkuð
hressilega að einkabil-
stjóranum sem er i þjónustu
eins stórlaxanna og kemur tals-
vert við sögu. Aðrir fara svo
Ef ekki væri apanum fyrir að fara I myndinni, scm Gamla bíó
sýnir, þá hefði þessi Walt Disney-mynd litið til brunns að bera.
t þessari mynd mistekst meö
öllu aö í'æra andrúm.sloft
áhorfendasvæðisins i Big Sur
inn i kvikmyndasalinn. Viðtölin
við valda áheyrendur eru mis-
heppnuð og sömuleiðis flestar
svipmyndirnar, sem teknar eru
á áhorfendasvæðinu.
Grahm Nasli og Crosby. Þeir
gera engan veginn sitt bezta á
þjóðlagahátiðinni, sem við fáum
að kynnast I myndinni, sem
Nýja bió sýnir þessa dagana.
Áður en yfir lýkur, er félags-
fræðingurinn orðinn ástfanginn
af Camille og svo fer, að honum
tekst að fá hana lausa úr fang-
elsinu.
En það er ekki allt búið enn..
sem sæmilega vel með hlutverk
sin, en of oft þarf maður að
horfa á gömlu skemmtiatriðin,
sem þeir amerisku þreytast
aldrei á að skemmta með. Má
þar til að mynda nefna loftfim-
leika á syllu stórhýsis og fleira
af þvi taginu.
Myndin er „hræðilega
amerisk”, ef svo má að orði
kveða. En þegar maður hefur
sætt sig við allan glansinn og
alla tilgerðina (sem getur tekizt
á innan við hálftima, ef maður
leggur sig allan fram ), þá getur
maður farið að hafa gaman af
þvi, sem máður sér á hvita
tjaldinu. Þó sérstaklega
mannalátum apans og furðu-
legum hlátri einkabilstjórans.
KVIKMYNDIR
EFTIR ÞÓRARIN J.
MAGNÚSSON
ASKUR
, Býduryður
Alla sína Ijúfengu rétti
Einnig seljum við út í skommtum
Franskar-
kartöflur
Cocktailsósu
& Hrásalat
Borðió d ASKI
eða takið m'atinn heim frdASKI
flSKUR
S uðurlandshraut 14 — Sími 38550
Eins og engir
leggi sig fram
NÝJA Biö
„Celebration
at Big Sur"
Það er ekki sérlega hátt á
lienni risið, amerisku hljóm-
leikamyndinni, sem Nýja bió
sýnir um þessar mundir. Það
væri hreinasta óhæfa að bera
hana saman við t.d. myndina
frá .„Woodstock-hljómleikun-
um” frægu. Og það varpar
óneitaniega stórum skugga á
sýningu þessarar myndar, að
fyrrnefnd mynd liafi verið sýnd
hér og kvikmyndahúsgestum sé
Ijóst eftir sýningu þeirrar
myndar, hvernig myndir frá
hljómleikúm eigi raunverulega
að vera.
Hér skortir raunverulega allt
á, til að úr verði frambærileg
mynd. Myndatakan er léleg og
sömuleiðis hlióðupptakan.
Meira að segja finnst manni,
sem engir hljóðfæraleikaranna
leggi sig virkilega fram.
Af þekktum hljóðfæraleikur-
um. sem sjá má og heyra
i þessari mynd auk fram.an-
greindra má nefna Joni Michell
og John Sebastian.
Rokk- og þjóðlagahátiðin að
Big Sur við Kyrrahafsströnd
Kaliforniu, hefur veriö áriegur
viðburður frá árinu 1963. Standa
hljómleikarnir venjulega i tvo
til þrjá daga og fara fram undir
berum himni.
Hagnaðurinn rennur til
heilsuhælis, sem er þar á staðn-
um, en allir skemmtikraftarnir
spila endurgjaldslaust. Hafa
þær Joan Baez og vinkona henn-
ar, Nancy Carlen, séð um fram-
kvæmd hljómleikanna.
GÓÐ EFTIR ATVIKUM