Vísir - 13.03.1974, Blaðsíða 13

Vísir - 13.03.1974, Blaðsíða 13
Visir. Miðvikudagur 13. marz 1974. n □AG | D KVÖLD Q □AG | 13 :: Útvarp, kl. 19.25: Gunnar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda. — Gunnar býr að Hjarðarfelli á Snæfellsnesi og hefur þar margt kinda. Þarna litur hann yfir feita dilka sina aö hausti. Neytendur landbúnaðarvara spyrja hann um verðlagsmálin i Beinni linu I kvöld. Bœndur og neytendur Bein lina, þáttur, sem þeir Arni Gunnarsson og Einar Karl Haraldsson, fréttamenn annast, verður á dagskrá i kvöld. Að þessu sinni sitja þeir fyrir svörum hlustenda Gunnar Guð- bjartsson, formaður Stéttar- Einar Karl Haraldsson sambands bænda, og Torfi As- geirsson, hagfræðingur. Torfi er fulltrúi neytenda i sexmanna- nefndinni, þ.e. þeirri nefnd, sem verðleggur landbúnaðarvörur. Hætt er við, að ýmsar spurningar brenni á vörum þeirra neytenda, sem nú verða að kaupa landbúnaðarvörurnar miklu hærra verði en fyrir sið- ustu mánaðamót, þ.e. áður en kjarabætur ASt fengust. Einar Karl sagði, að eflaust væri margt og mikið hægt að ræða við þá Torfa og Gunnar — m.a. hvort bændur gætu ekki fengið sinar kjarabætur á ein- hvern annan hátt en með þvi að velta hækkuðu kaupi þeirra beint út i verðlagið, og það jafnvel áður en launþegar hafa fengið sina kauphækkun i umslagið. Einar Karl var jafnvel, þeirrar trúar, að hvergi i heiminum væri visitölukerfið svo sjálfvirkt sem hér, að hækkanir á kaupi kæmu svo til samdægurs út i verðlagið á neyzluvarningi. Og væntanlega situr siðasta hækkun á kjöti og mjólk enn i húsmæðrum — Húsmæðrafélag Reykjavikur lét heyra frá sér á eftirminnilegan hátt, þegar landbúnaðarvörur hækkuðu mjög á einu bretti — og ekki er að efa, að þær brýna raustina nú, þegar bein lina og heit liggur til Gunnars og Torfa. Einar Karl sagði Visi að þátt- urinn Bein lina væri orðinn um eins og hálfs árs gamall og væri eflaust þarfur þáttur — hann taldi hins vegarað hann kæmi hugsanlega að betra gagni með þvi áð hafa hann lengri. — Vel mætti hugsa sér að beita þess- um þætti aðeins, þegar stórmál ber á góma, og ryðja þá út af Arni Gunnarsson dagskránni öðru efni, en leggja jafnvel tvo tima undir þáttinn. t kvöld verður Bein lína i um fjörutiu minútur, og taldi Einar Karl það alll of- skamman tima, en ,,það er ekki gott að segja, hvernig þetta verður hjá okkur i kvöld — gæði þáttarins fara mjög eftir þvi hverjir hringja i okkur”. — GG. Sjónvarp, kl. 20.30: n Vinir í raun ii Konan min i næsta liúsi heitir brezki gamanmyndaflokkurinn, sem er eins konar arftaki lifsins og fjörsins úr læknadeildinni. Fyrsti þáttur þessa fram- haldsmyndaflokks var á mið- vikudaginn var — segir þar frá ungum hjónum, sem skilja, enda hefur sambúðin verið næsta erfið, raunar litiö fyrir henni farið siðustu tvö árin. Samt taka þau skilnaðinn nærri sér. Þau verða að finna eitthvert ráð, hvort um sig, til að ná taugajafnvægi aftur. Þá afráða þau, hvort um sig, að flytjast út I sveit. Þau leigja sumarhús utan við borgina — verða óvart nágrannar og vegna fjarlægðar staðarins frá borg- inni neyðast þau til að taka upp ýmis samskipti. Og þá er aðeins eftir að vita, hvernig fer með samskipti þeirra á næstunni.... Þátturinn i kvöld heitir „Vinir i raun”. — GG. SJONVARP Miðvikudagur 13. mars 18.00 Skippi. Ástralskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.25 Gluggar. Breskur fræðslumyndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi og þulur Gylfi Gröndal. 18.45 Gitarskólinn. Gitar- kennsla fyrir byrjendur. 6. þáttur. Kennari Eyþór Þor- láksson. 19.05 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Konan min i næsta húsi. Breskur gamanmynda- flokkur. Vinir i raun. Þýð- andi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Nýjasta tækni og visind. Umsjónarmaður Ornólfur Thorlacius. 21.25 Hryllingur. Ungversk biómynd, byggð á sam- nefndri sögu eftir Laszlo Németh. Leikstjóri Georg «- >4- «■ >4- «- >4- «- >4- «- >4- «- >4- «- >4- «- «- * «- >♦- «- >«- «- * >♦- «- >1- «- >4- «- + «- >4- «- >f «■ «- >4- «- >4- «- >4- «- «- >4- «- * «■ >4- «- >4- «- >4- «- >4- «- >4- «- >4- «- >4- «- >4- «- >4- «- >4- «- >f «- >4- «■ >4- «- >4- «- >4- «■ >4- «• >4- «- >4- «- >4- «- >4- «- >4- «- >4- «- >4- «- >4- «■ >4- «- >4- «- Spáin gildir v___; fimmtudaginn 14. marz m m w Nl ” t. Hrúturinn, 21. marz-20. april. Einhver ögrun gagnvart lifsskoðun þinni freistar þin til and- svara. Notaðu nú imyndunaraflið við að bæta framtiðarútlitiö. Nautið, 21. april-21. mai Rómantikin kynni að blómstra núna. en gæti kostað nokkur fjárútlát. Hafðu gát á buddunni. Þaö gæti reynzt vel að huga að andlegum málefnum. Tviburinn,22. mai-21. júni. Tengsl eða samning- ar eru undir streitu, i dag, en leggðu ekkert i hættu vegna vonzku eða illgirni. Samvinna tekst bezt, svo slepptu draumum um einka-gróða. Krabbinn,22. júni-23. júli. Þú kynnir að þurfa á aðstoð annarra að halda, vegna vandræða (kynnu að vera tæknileg). Treystu ekki um of á niðurstöður, er þú hefur unnið að, en taktu það rólega. Ljónið, 24. júli-23. ágúst. Tilfinningar og skyn- semi kynnu að stangast á i dag. Þörf fyrir skemmtanir og gleði gæti leitt til blekkingar. Hafðu auga með afkvæmi er á við freistingar að striða. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Athugaðu vandlega umhverfi þitt vegna ógna, er beinast gegn heilsu og jafnvel lifi. Leggðu þig i lima við að skil- greina rétt bæði persónur og hluti. Breytingar eru mögulegar. Vogin,24. sept.-23. okt. Sýndu gætni i orðavali. Fréttir og upplýsingar kynnu að valda ruglingi. Gættu þin við notkun eða meðferð véla og þess háttar. Drekinn, 24. okt.-22. nóv. Fjármál kynnu að valda ágreiningi i dag. Gáleysislegt viðhorf i þeim málum gæti kostað gagnrýni. Frestaöu öllu þess háttar til betri tima. Boginaðurinn,23. nóv.-21. des. öðrum kynni að finnast vonir þinar og hugsjónir nokkuð loft- kenndar, en slepptu þeim ekki án baráttu. Ná- grannahjal gæti vakið upp ný áhugamál. Steingeitin, 22. des.-20. jan. Staðreyndir eða töl- ur kynnu að reynast villandi. Þér er ekki ráðlagt að umgangast ókunnuga i dag. (Sjúkdóms) ein- kenni gætu misskilizt. Notaðu lyktarskynið. Vatnsberinn, 21. jan.-19. feb. Vingjarnlegt og þolinmótt eðli þitt gæti orðið til hjálpar, notaðu það, hvað sem á bjátar i allri umgengni. Tak- mörk eru óljós. Fiskarnir, 20. feb.-20. marz. 1 dag kynnu allir gallar á fjármálaáætlunum og aðferðum að koma i ljós. Fjölskyldumálefni ætti ekki að trassa vegna smávægilegri hluta. <t * <t * <t -k * <t -k -s + ■0t -ts -X -k <t * <t -k <t + + -tt -k + -k -k <t * <t í c * <t -k -k <t * <t * <t -k <t <t -X <t * <t * <t <t -K <t <t ■¥ <t <t <t * <t * <t * <t * <t <t <t <t <t * <t <t <t <t <t <t <t <t * <t <t <t * <t <t <t Hintsch. Þýðandi Hjalti Kristgeirsson. Myndin ger- ist i afskekktu byggðarlagi i Ungverjalandi á árunum milli heimsstyrjaldanna. Ung stúlka leiðist út i hjóna- band með manni, sem henni er ekki meir en svo geðfelld- ur, en það hjónaband fær sviplegan endi. 23.20 Ilagskrárlok. 1 7 L UTVAI Miðvikudagur 13. marz 7.00 Morgunútvarp 12.25 Fréttir og verðurfregn- ir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Með sinu lagi 14.30 Siðdegissagan: 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Útvarpssaga barnanna: 17.30 Framburðarkennsla i spænsku 17.40 Tónleikar. 18.00 Húsnæðis- og bygging- armál. Ólafur Jensson sér um þáttinn. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Bein lina. Fulltrúar bænda og neytenda i 6 manna nefndinni, Gunnar Guðbjartsson form. stéttar-' samb. bænda og Torfi As- geirsson hagfræðingur, svara spurningum hlust- endá um verðlagningu land- búnaðarvöru. Umsjónar- menn: Árni Gunnarsson og Einar Karl Haraldsson. 20.00 Kvöldvaka. a. Kinsöng- ur. ólafur Þ. Jónsson syng- ur lög eftir Markús Kristjánsson. Arni Kristjánsson leikur á pianó. b. lljá Austur-Skaftfelling- um. Þórður Tómasson safn- vörður i Skógum flytur fjórða og siðasta hluta ferðaþáttar sins. c. I.iðins tima lýsigull. Elin Guðjóns- dóttir flytur upphaf hugleið- ingar Bjartmars Guð- mundssonar fr. Sandi um þingeyskar stökur og höf- unóa þeirra. d. Æviminn- ingar Kiriks Guðlaugsson- ar. Baldur Pálmason les þriðja hluta frásögu hún- vetnsks erfiðismanns. e. Haldið til haga. Grimur M. Helgason, forstöðumaður handritadeildar landsbóka- safnsins.talar. f. Kórsöngur. Söngfélagið Harpa syngur islensk lög: dr. Róbert A. Ottósson stj. 21.30 útvarpssagan: 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (27). 22.25 Kvöldsagan: „Vöggu- visa” eftir Elias Mar. Höf- undur les (8). 22.45 Djassþáttur Jón Múli Árnason kynnir. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. VISIR flytur helgar fréttirnar á mánu- dögum. Degi fi rreniinnur dagblöð. IgeriNl áskiifendur) fýrstur með fréttimar vtsm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.