Vísir - 16.03.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 16.03.1974, Blaðsíða 20
vísir Laugardagur 16. marz 1974. hafíss eftir — ef veður verður óhagstœtt, gœti hann fœrzt nœr landinu „Það er crfitt að segja um hafisinn, eins og er. Þó er sá timi, þegar hafísinn er mestur, eftir, þaö er april og mai, og ef veður verður óhagstætt, er ekki hægt að taka fyrir það, að hann færist nær landinu”, sagði Páll Bergþórsson veöurfræðingur, þegar Visir hafði sambandi við hann i gær. Menn eru liklega farnir að vona, að vetrarharkan hafi skilið við okkur að fullu og jafnvel sé vor i lofti, en það er vist litið að treysta á það hér uppi á fslandi. Við búum við það hverfula veðráttu. Páll sagði, að hann vissi ekki almennilega um niðurstöður Haf- rannsóknastofnunar um hitastig i sjónum, en eftir þvi sem myndir sýna er is mjög litill. Þó hefur fariðkólnandi siðustudaga á Jan Mayen, og til dæmis er þar 10 stiga frost núna. Þó sagði Páll, að mildara væri núna nálægt landinu en verið hefði á hafisárum og kuldi dýpri i Erum 11. í bílaeign og 18. í sjón- varps- tœkjum tslendingar eru i II. sæti i bila- eign og 18. sæti i eign sjónvarps- tækja, samkvæmt samanburöi á löndunum í Efnahagsstofnuninni, OECD, árið 1971. Hér voru 224 farþegabilar og 196 sjónvarpstæki fyrir hverja 1000 ibúa landsins. Bandarikin voru i 1. sæti i báð- um tilvikum, með 446 farþega- bila og 449 sjónvarpstæki fyrir hvert þúsund landsmanna. t 2. sæti voru Kanadamenn með 323 btla og 349 sjónvarpstæki. Sviar voru 5. i bilaeign, með 291, og 3. i eign sjónvarpstækja, með 323. Danir voru 10. i bilaeign, með231,og 6. i sjónvarpsmálum, með 277 tæki. Norðmenn voru á eftir okkur, i 16. sæti i bilaeign með 206 bila á 1000 ibúa og i 10.Í eign sjónvarpstækja, með 229. -HH Krónan hefur sigið í marz Gengi krónunnar hefur veriö að siga i þessum mánuði. Þannig hefur sterlingspundiö hækkað um 3,1 prósent gagnvart krónunni, Bandarikjadollar um 1,3% og vestur-þýzkt mark.um 1,7%. Myntir Norðurlanda hafa hækkað gagnvart islenzkri krónu, danska krónan um 1,1%, sú norska um 1,3% og sú sænska um 1,6%. -HH Sjómannasamningarnir: Tímamörkin þróndur í götu Samningafundur heíur enn ekki veriðboðaður i deilu sjómanna og útgerðarmanna. Visir sagði i gær, að samningar hefðu tekizt milli útgerðarmanna og Farmanna- og fiskimannasambandsins. Ofsagt var i þeirri frétt, að samningar hefðu verið undir- ritaðir, þar eö enn er allt strand — Sjómannasambandið vill ekki fallast á þau timamörk varðandi lengd samningstimans, sem Far- manna- og fiskimannasambandið hefur fallizt á. Jón Sigurðsson, formaður Sjó- mannasambandsins,tjáði Visi i gær, að Sjómannasambandið vildi aðeins semja til ársloka 1975. Farmannasambandið lætur nú bera samninginn undir atkvæði i sinum félögum, og er þeirri at- kvæðagreiðslu ekki lokið. Sjó- mannasambandið-, en í þvi eru al- mennir sjómenn og nokkur vél- stjórafélög, biður enn eftir niður- stöðum af viðræðum útgerðar- manna og samningsnefndar um timamörkin. -GG Agreiningur um hugsanlega sameiningu Eimskips og Hafskips — lauk með því að for- stjóri Hafskips hœtti Viðræður milli Eimskipafélags , ís- lands og Hafskips hf. um hugsanlega sam- vinnu eða sameiningu og ágreiningur hvort halda ætti þeim viðræðum áfram, urðu til þess að forstjóri Hafskips lét nýlega af störfum hjá félaginu. Vildi Magnús Magnússon úr Njarðvikum, stjórnarformaður Hafskips, slíta viðræðunum og stefna að óbreyttum rekstri félagsins áfram, en forstjórinn, Magnús Gunnarsson, taldi eðlilegt að halda þeim áfram og kanna nánar, til hvaða niður- stöðu þær gætu leitt. Eins og kunnugt er stunda bæði Hafskip og Eimskip siglingar milli íslands og ann- arra landa. Rekstur Hafskips hefur gengið mjög erfiðlega á undanförnum árum, og var svo komið á síðasta ári, að skip félagsins voru jafnvel kyrrsett i erlendum höfnum vegna skulda. Nýir aðilar gengu inn i félagið á siðasta ári. Var þá hlutafé fyr- irtækisins aukið að mun, og voru hinir nýju hluthafar þá orðnir meirihlutaeigendur félagsins. Miklar breytingar voru gerð- ar á stjórn fyrirtækisins og varð Magnús Magnússon stjórnar- formaður hinnar nýju stjórnar. Hann er einnig stærsti hluthaf- inn i félaginu eftir hlutafjár- aukninguna. Ákveðið var að endurskipu- leggja allan rekstur félagsins, og var Magnús Gunnarsson við- skiptafræðingur ráðinn forstjóri félagsins. Hafði hann áður verið skrifstofustjóri Sölusamtaka isl. fiskframleiðenda. Hagur Hafskips mun hafa batnað að mun frá þvi sfðastlið- ið sumar, er breytingar urðu á eignaraðild að félaginu. Hefur tekizt að semja um ýmsar vanskilaskuldir og þeim fengist breytt i lengri lán. Einnig hefur orðið veruleg aukning á flutningum félagsins — jafnvel allt að 50% — siðan i sumar. Aftur á móti hefur félagið orð- iö mjög fyrir barðinu á erlend- um og innlendum verðhækkun- um svo sem oliuhækkunum sem og önnur skipafélög. Viðræður Eimskips og Hafskips, sem stóðu i um það bil lOdaga, voru komnar á það stig, að meðal annars hafði verið rætt um algjöra yfirtöku Eimskips á öllum eignum og rekstri Hafskips. Hafði sú hugmynd meðal ann- ars verið rædd, að allar eignir og skuldir Hafskips væru færðar yfir á Eimskipafélagið og 60% af nafnverði hlutafjár Hafskips greidd út i einhverju formi. Sú forsenda var þó fyrir þessu að fyrirgreiðsla fengist hjá bönkum til að erlendum skuld- um félagsins yrði breytt i inn- lend lán, það er yrðu ekki með gengisáhættu. Hefur það einmitt verið ein höfuðorsökin fyrir erfiðleikum Hafskips, að erlend lán þess hafa aukizt mjög á undanförnum árum vegna gengisbreytinga. Ágreiningi þeirra Magnús- anna tveggja, forstjóra og stjórnarformanns Hafskips, mun hafa lokið þannig, að forstjóranum voru settir þeir kostir, að annaðhvort féllist hann á þær tiilögur stjórnarfor- mannsins, að viðræðum við Eimskip yrði hætt, eða hann léti ella af störfum hjá félaginu. Varð það að úr, að Magnús Gunnarsson hætti störfum, en Magnús Magnúss. hefur tekið að sér að gegna forstjórastörf- um ásamt embætti stjórnarfor- manns. Honum til aðstoðar mun verða Þórir Konráðsson en hann hefur starfað hjá Hafskip um árabil. — óG „Við ætlum aðreyna að stuðla að þvi, að Kópavogsbúar geti komið saman eins og eina kvöldstund og ætlum að reyna að cfla félagslífið,” sagði Björn Magnússon, formaður Leik- félagsins í Kópavogi, þegar við ræddum við hann, en i Kópavogi hefst á morgun Kópavogs-vaka svokölluð. Það ætti að verða lif og fjör hjá þeim Kópavogsbúum i eina viku, þvi vaka þessi stendur yfir i þann tima. Þetta er i annaö sinn, sem svona lista- og menningarvika er haldin i Kópavogi, en slik var haldin, þegar bærinn varð 10 ára gamall. Björn sagði, að það væri von þeirra, sem að þessu standa, að þessi vika heppnaðist það vel, að hægt væri að standa fyrir slikri á hverju ári. Þeir sem að þessu standa eru Leikfélag Kópa- vogs, sem er framkvæmdaaðiii, og Félagsheimilið. Allt það, sem gert verður I til- efni vökunnar, fer fram i Félagsheimilinu. Hafizt verður handa á morgun, með skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna, sem hefst klukkan þrjú. Siðan verður eitthvað um að vera á hverju kvöldi I viku. Barnaskemmtanir verða i skólum seinnipart dags, og svo verður t.d. haldið þjóðlaga- kvöld, þar sem fengnir verða ýmsir þjóðlagasöngvarar t.d. Kristin ólafsdóttir, Hörður Torfason og fleiri. Björn sagði, að margt af þvi sem flutt yrði á Kópavogs- vökunni, höfðaði til unga fólks- ins, en þarna ætti þó að vera eitthvað fyrir fólk á öllum aldri. —EA Líf og fjör í Kópavogi í heila viku — Kópavogs-vaka hefst ó morgun Þetta er aöeins lltill hluti tillagna um sparibauka, sem streymt hafa inn tii Verzlunarbankans. Aðeins þessi hrúga barst þangað I gær. —Ljósm. B.G. ÞUSUND TIL- LÖGUR UM SPARIBAUKA! — 800 komnar í gœr og þá áttu ffeiri eftir að berast Hún hefur heldur betur fallið i góðan jarðveg verðlauna- samkeppnin, sem Verzlunarbankinn gekkst fyrir um spari- bauka. í gærdag voru komnar inn tæplega 800 tillögur. Sumir sendu tilbúna sparibauka, en aðrir lýsingu. Fleiri tillögur áttu eftir að koma inn, en ákilafrestur rann út i gær. Tillögur áttu eftir að berast frá útibúum, og sjálfsagt hefur eitthvað fleira átt eftir að koma i pósti, þannig að reikna má með, að tillögurnar nálgist þúsund. Krakkarnir virðast þvi hafa liflegt hugmyndaflug, enda eru þeir sjálfsagt beztir til þess að velja sparibauka handa sjálfum sér. Gjaldkerarnir voru orðnir hálfþreyttir i gær að taka á móti öllum ósköpunum, en leyndu þvi þó ekki, að þeir hefðu gaman af þvi lika. Tillögurnar eru vel geymdar I hvelfingu bankans. Eftir helgina verður svo gengið i það að opna pakkana, og þá má búast við ýmsu skemmtilegu. Einn sparibaukurinn var pakkaður i stóran pappakassa, og þaö verður spennandi að sjá, hvernig hann litur út. Og svo hver hreppir verðlaunin, en þeim verður úthlutað fyrir lok april. —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.