Vísir - 11.05.1974, Blaðsíða 17

Vísir - 11.05.1974, Blaðsíða 17
Visir. Laugardagur 11. mai 1974. u □AG | D KVÖLO | Q □AG | ÚTVARP SUNNUDAG KL. 14.15: FÁ FRAM HÖFUNDANA OG KJÖR ÞEIRRA — Páll Heiðar Jónsson og Gylfi Gíslason skyggnast bak við tjöidin ,,Það er alltaf verið ’ að góna á bók- menntirnar sjálfar, en ekki höfundana. Menn eru alltaf að bjástra við að sundurgreina i smá- atriðum, hvaða bók- menntastefnu þetta og hitt fylgi, og aðrir sökkva sér oni rit- handarsýnishorn og annað þviumlikt. Minna er gert að þvi að horfa i aldarandann, sem hefur verið hverju sinni og hefur fætt af sér viðkomandi bók- menntir.” Þetta voru orð Gylfa Gisla- sonar i viðtali við Visi, er hann i gáer gerði grein fyrir þætti, sem verður á dagskrá útvarpsins á morgun og heitir ,,Að skrifa til að lifa — eða lifa til að skrifa”. ,,Við Páll Heiðar höfum unnið undanfarna daga að þessum þætti og öðrum, sem fluttur verður siðár um sama efni,” sagði Gylfi. Og hann tók það fram, að þetta væri i fyrsta skipti, sem þeir tveir ynnu sam- an að útvarpsþætti. ,,í þessum þáttum okkar verður stiklað á mjög stóru,” hélt Gylfi áfram. „Við ætlum okkur ekki að leysa nein vanda- mál með þessum þætti, aðeins að taka til meðferðar forvitni- legt efni i samvinnu við þá, sem gleggst þekkja.” Og Gylfi telur upp nöfn ýmissa fræðimanna, sem hafa verið þeim Páli til trausts og halds við gerð þáttanna. Þar koma við sögu m.a. Ólafur Hall- dórsson, Jón Samsonarson, Bergsteinn Jónsson prófessor og Bjarni Einarsson dr. ,,f fyrri þættinum förum við langt aftur i bókmenntasöguna og stiklum á stóru allt fram á þessa öld,” útskýrði Gylfi. „Það er litið vitað um margt af þvi elzta, en eftir þvi sem nær liður okkar timum, skýrast linurnar að sjálfsögðu.” Siðari þátturinn er að hluta frá þingibókaútgefeíída, sem nú stendur yfir i Borgarnesi, og þingi rithöfunda i Norræna hús- inu. Sá þáttur verður á dagskrá útvarpsins annan sunnudag. —ÞJM ÚTVARP # 17 Jj- , , -ft 4- ** -K «- 4- «* 4- «- 4- «- 4- «- 4- «■ 4- «- 4- «• 4- «- «- 4- «- 4- «- 4- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «■ 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «- 4- «■ 4- «■ 4- «- 4- «- 4- «- 4- «■ 4- «- 4- «- 4- «• 4- «- 4- «■ 4- «- Spáin gildir fyrir sunnudaginn 12. mai. □ m ö Hrúturinn, 21. marz-20. april. Þér er vissara að undirbúa allt vandlega, sem við kemur helginni, sér i 'lagi ef þú ferð eitthvað, og þá að ætla þér rúman tima. Nautið, 21. april-21. mai. Fremur góður sunnu- dagur, en gerðu samt ráðstafanir, sem þú hygg- ur að dugi, ef þú vilt eiga rólegt kvöld, heima eða heiman eftir atvikum. Tviburarnir.22. mai-21. júni. Fyrirætlanir þinar kunna að taka verulegum breytingum i dag sök- um óvæntra aðstæðna og atburða, en þó siður en svo neikvæðra. Krabbinn, 22. júni-23. júli. Þú leggur ef til vill harðara að þér en þú þoiir eftirkastalaust, og á það einkum við eldri kynslóðina. Sú yngri er fljót að losna við þreytuna. sið, 24. júli-23. ágúst. Þetta getur orðið eink- ar*skemmtilegur dagur, bæöi heima og heiman — einkum ef þú ferð ekki mjög langt að heiman og hefur timann fyrir þér. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Ekki þarftu að gera ráð fyrir að þér leiðist i dag, kunningjar þinir eða samferðafólk mun reynast þér hið ánægju- legasta, eins heima og á ferðalagi. Vogin, 24. sept.-23. okt. Helgin ætti að geta orðið þér róleg, ef þú sækist eftir þvi, sem þú ættir að gera þér til hvildar. Stutt ferð gæti og orðið ánægjuleg. I)rekinn,24. okt.-22. nóv. Menn, sem þú kynnist um helgina, geta orðið þér gagnlegir siðar meir. einkum i sambandi við starf þitt eða þau við- skipti, sem þú hefur með höridum. Bogmaöurinn, 23. nóv-21. des. Ekki gengur ailt eins og i sögu i dag, og er vissara fyrir þig að flana ekki að neinu. Sértu á ferðalagi, getur þú orðið fyrir töfum. Steingeitin, 22. des.-20. jan. Einhver kunningi þinn sýnir á sér nýja og jafnvel mun jákvæðari hlið en þú hefur kynnzt þeim megin, og er ekki óliklegt að þig undri það. Vatnsberinn,21. jan.-19. febr. Þetta getur orðið þér hin ánægjulegasta helgi, en þú ættir að íylgj- ast vel með öllu, að hún verði þér ekki um of kostnaðarsöm. Fiskarnir, 20. febr.-20. marz. Farðu gætilega i öllum peningaviðskiptum i dag. Þú þarft sér i lagi að gæta þin, þegar á daginn liður. ()g þá einnig i umferðinni. -K <s -K -Ct -K -Ct -K -ít -K -K -K -Ot -K -Ct -K * -Ú -K -ti « -Ct -K -K -Ot * -Ct -K .-ít -K -ft -K ít -K -» -k ■» + ít -K -Ú -k -K -tt -K -tt -K -tt -k -tt -K -tt -K -tt -K -tt -K ■tt -K -ít -K -tt -k -ít -K -tt -K -tt -K -Ct -K -tt -K -tt -K -Ct -tt -K -ít -K -tr -K -tt -K -tt Sunnudagur 12. mai 8.00 Morgunandakt Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög- Louis Armstrong, Duke Ellington, Ella Fitzgerald og Fats Waller syngja og leika. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir) a. Ensk svita i g-moll eftir Bach. Helmut Walcha leikur á Sembal. b. Konsert fyrir pianó, fiðlu, selló og hljómsveit i C-dúr op. 56 eftir Beethoven. Géza Anda, Wolfgang Schneider- han, Pierra Fournier og Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins i Berlin leikur: Ferenc Fricsay stj. c. Pianóverk eftir Chopin. Vladimir Asjkenazý leikur. 11.00 Messa i Dómkirkjunni Prestur: Séra Þórir Stephensen. Organleikari: Ragnar Björnsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.30 Jóhannes úr Kötlum og ritverk hans. Sveinn Skorri Höskuldsson flytur sjötta og siðasta erindið: „Barnsins trygga hjarta i heitum barmi”, nokkrar hugleið- ingar um stöðu Jóhannesar úr Kötlum i islenskum bók- menntum. 14.15 Að skrifa til að lifa — eða lifa til að skrifa?Um rithöf- unda og útgáfustarfsemi á íslandi: — fyrri þáttur. Umsjónarmenn: Gylfi Gislason og Páll Heiðar Jónsson. 15.25 Miðdegistónleikar: Frá alþjóðlegri tóniistarkeppni i Múnchen sl. haust. Verð- launahafar og Sinfóniu- hljómsveit útvarpsins i Múnchen leika verk eftir Sjostakovitsj, Weber, Tsjai- kovský og Prokofjeff: Hans Zender stj. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 17.10 „Vindum, vindum, vefj- um band” Anna Brynjúlfs- dóttir sér um þátt fyrir yngstu hlustendurna, — og er það lokaþáttur. 17.30 Stundarkorn með baritónsöngvaranum Bern- ard Kruysen, sem syngur lög eftir Fauré. Noel Lee leikur á pianó. 17.50 Endurtekið efni. Rósa Þorsteinsdóttir flytur frá- sögu af Mörsu dóttur Siggu leistu (Aður útv. 12. des. i vetur). 18.15 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Afmælistónleikar dr. Páls isólfssonar tónskálds. frá s.l. hausti. Einsöngvara- kórinn og þessir félagar hans syngja: Garðar Cort- es, Guðmundur Jónsson, Guðrún Tómasdóttir, Hall- dór Vilhelmsson, Kristinn Hallsson, Magnús Jónsson, Margrét Eggertsdóttir, Rut Magnússon, Sigurveig Hjaltested, Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir og Þuriður Pálsdóttir. Pianóleikarar: Guðrún Kristinsdóttir og Ólafur Vignir Albertsson. Þorsteinn Hannesson kynn- ir tónleikana. 20.30 A þjóðhátiðarári: Dag- skrá undirbúin af þjóðhátið- arnefnd llúnaþings, hijóð- rituð á Blönduósi 27. f.m. Avarp flytur formaður nefndarinnar, Jóhannes Torfason bóndi á Torfalæk, séra Pétur Þ. Ingjaldsson prófastur flytur ræðu, lesin söguljóð. Þrir kórar syngja: Karlakór Bólstaðarhliðar- hrepps og blandaður kór frá Hvammstanga og úr Mið- firði, svo og félagar úr Vökumönnum. Söngstjórar: Jón Tryggvason bóndi i Ár túnum og Helgi Ólafsson á Hvammstanga: einnig stjórnar Gestur Guðmunds- son karlakórnum og syngur einsöng. Undirleikarar: Tryggvi Jónsson og Sigriður Kolbeins. Kynnir Karl Helgason. 21.45 Um átrúnað: Úr fyrir- brigðafræði trúarbragða Jóhann Hannesson prófess- or flytur ellefta erindi sitt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög Guðbjörg Hlif Pálsdóttir danskennari velur lögin. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÚNVARP • Sunnudagur 12. mai 17.00 Endurtekið efni. Heim- skautsleiðangur Pearys Bandarisk heimildamynd um landkönnuðinn Robert E. Peary og ferð hans til norðurskautsins á fyrsta tug aldarinnar. Þýðandi og þul- ur Þrándur Thoroddsen. Aður á dagskrá 26. april s.l. 18.00 Stundin okkar. Fyrst i þættinum sjáum við Súsi og Tuma, og þau eru svo sannarlega komin i sumar- skap. Jóhann fer i óvenju- lega ökuferð, en Glámur og Skrámur hafa hægt um sig heima við og ræða um at- hyglisverða bók, sem Skrámur er að lesa. Um þessar mundir er von á krí- unni til landsins. Þórunn Sigurðardóttir fer með tveim börnum i kriuvarp. Og siðast i þættinum heyr- um við fyrri hluta sögunnar um hestinn Sólfaxa eftir Ár- mann Kr. Einarsson. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefáns- son. 18.50 Gitarskólinn 19.20 Hlé. 20.00 Fréttir, 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 Na mib-ey ðim örk in Bresk fræðslumynd um viðáttumikinn eyðimerkur- fláka á vesturströnd Suður- Afriku. Þar fellur regn að meðaltali ekki oftar en einu sinni á hverjum manns- aldri, en þrátt fyrir það tekst ýmsum dýrategund- um að lifa þar af „landsins gæðum”. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.00 Ferðaleikflokkurinn Sænskt framhaldsleikrit. 7. þáttur. Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. Efni 6. þáttar: Leikflokkurinn er aftur kominn á stúfana, og hyggst nú sýna sorgarleik eftir leikhússtjórann sjálfan i smábæ úti á landsbyggð- inni. Theodór og Jósefina ákveða sin i milli að yfir- gefa leikflokkinn, en áður en af þvi verður skýtur faðir Theodórs upp kollinum og lendir i áköfum deilum við leikhússtjórann. Veitinga- maðurinn, sem léð hefur leikflokknum húsnæði, hef- ur harðbannað fólki sinu að bera leikurunum nokkrar veitingar, en Sjövall tekst þó að telja ráðskonuna á að efna til mikillar veislu i fjarveru gestgjafans. 21.50 Heimsækið Norðurlönd Kynningarmynd, gerð i sameiningu af rikisreknum ferðaskrifstofum á Norður- löndum, til að vekja áhuga erlendra ferðamanna. Þýð- andi Jón O. Edwald. Að myndinni lokinni hefjast i sjónvarpssal umræður um efni hennar og vaxandi áhuga erlendra ferðamanna á tslandsferðum. Umræðum stýrir Haraldur J. Hamar. 22.40 Að kvöidi dags Séra Jón Einarsson i Saurbæ á Hval- fjarðarströnd flytur hug- vekju. 22.50 Dagskrárlok

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.