Vísir - 11.05.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 11.05.1974, Blaðsíða 2
2 Vísir. Laugardagur 11. mai 1974. rismsm: Hvernig likar yður að fá dag- blöðin aftur ’ Sæmundur Magnússon, nemi. Ég hef nú ekkert séð blöðin ennþá, en ég er feginn þvi að þau skuli vera komin út aftur. Ég saknaði blað- anna talsvert, og mest saknaði ég þess að geta ekki lesið fréttir úr stjórnmálalifinu. Þorleifur Ólafsson, blaðamaður: Mjög gott. Ég saknaði þeirra gífurlega, og mest hef ég liklega saknað þess að hafa ekkert að gera á meðan á verkfallinu stóð. Ég saknaði almennra frétta mest, þeirra frétta sem mér finnst rikisfjölmiðlarnir ekki hafa sinnt eins vel og blöðin höfðu gert. Þá saknaði ég lika frétta úr pólitik- inni. Guðmundur Simonarson, fram- reiðslunemi: Mér finnst það mjög gott. Ég er búinn að lesa þau i morgun. Mest saknaði ég iþrótta- fréttanna. Laufey óskarsdóttir, húsmóðir: Mér hefur bara fundizt ágætt að vera án þeirra. Ég er nú reyndar utan af landi, frá Hornafirði, en yfir sumartimann fáum við blöðin þar daglega. En ég saknaði þeirra ekkert. Ilallur Helgason, verzlunar- maður: Mér er nú bara alveg sama um blöðin, nema Visi á mánudögum. Sigurður Georgsson, skipstjóri: Mér finnst það gott. Ég er búinn að kikja i blöðin i morgun, jú. „Þá œtlum við að gera þjóðinni gagn..." — sólskinið Ijómaði svo sannarlega um bœinn í gœr „Viö höf um satt að segja verið að hugsa um að selja hér pláss fyrir sólböð á svona fimm þúsund kall plássið. Hér er ekkert síðra að vera en á Mæjorka." Þeir meintu kannski ekki hvert einasta orð sem þeir sögðu, strákarnir sem um þessar mund- ir vinna við að koma upp viðbygg- ingu við Sundlaug Vesturbæjar. En það var nokkuð til i þvi hjá þeim, að þarna væri afbragðsgott að vera i sólbaði, vel falinn fyrir öllu öðru en sólinni og bláum himninum, með hálfbyggða veggi og timbur á allar hliðar. En það er ekki þannig i sjálfri lauginni. Þar eru einhver ósköp af fólki. Allir ætla sér að nota hádegið til þess að reyna að lita hörundið ögn. Ljósmyndarinn, sem hefur komið sér bærilega fyrir uppi á þaki, fær óhýrt augnatillit frá mörgum gestanna. Fólk vill fá að vera i friði með bleika búkana. Það er heldur ekkert skritið, þó búkarnir séu bleikir ennþá. Sólin hefur litið látið á sér kræla, þang- að til loks fyrir fáum dögum. Og nú virðist hún ekkert á þeim bux- unum að hverfa á næstunni. „Þurfti hún nú endilega að skina svona mikið, einmitt þegar verkfallið leystist”, sögðu veslings blaðamennirnir. ,,Og svona er þetta einmitt núna, þeg- ar við erum að byrja i prófun- um,” segir skólafólkið óþolin- mótt. En sumir hverjir tritla með skruddurnar út á svalir eða annað að berjast svo við að festa fræðin i kollinum, þar sem sólin skin. Og blaðamenn nota hvert tæki- færi til þess að komast út. Það gerðu Visismenn lika i gær, þegar sólin skein sem skærast. Að vera inni varð næstum öllum kval- ræði. ,,Við vorum i félagsfræðiprófi i morgun og förum aftur i félags- fræðipróf i dag.” — Hvernig má það vera? — ,,Jú, það var skrif- legt i morgun, en verður munn- legt i dag. Við erum að lesa um „verdens politik”, og þið megið ekki trufla okkur of lengi.” Það voru tveir piltar i Mennta- skólanum við Hamrahlið, sem þetta sögðu. Þá hittum við fyrir i öskjuhliðinni, og þeir sögðust heita Stefán Skjaldarson og Gisli Þór Sigurþórsson. „Við erum báðir utan af landi,” bættu þeir við. Reykvíkingur RE fer á sjó 31. maf, og innanborðs veröa 8 strákar, allir á námskeiði Æskulýðsráös. Þeir voru aö dytta að bátnum í gær i Nauthólsvik. 4 „Svo ætlum við að fara að gera gagn.” — Stefán Skjaldarson og Gisli Þór Sigurþórsson voru önnum kafnir við próflestur í öskju- hliö. (Ljósm. Bragi) LESENDUR HAFA ORÐIÐ Fagurt umhverfi! Nú fallin er loksins vor finasta stjórn. Við fögnum að sjálfsögðu, ef eignast Sá orðrómur hefur þó komist á kreik. að kannski hún eigi sér Viðreisnar Július skrifar: „Ég sendi hér með þessum lin- um mynd, sem er dæmigerð fyrir sóðalegan umgang úti i guðsgrænni náttúrunni og einnig hér á höfuðborgarsvæðinu. þeirra vegum sé þó undan þessu skilið. Þessi mynd hér sýnir einmitt, hvernig umhorfs er á sumar- bústaðarlandi eins sliks forystu- manns á sviði ferðamála. Sá hef- ur reyndar annars tekjur sinar af þvi að sýna útlendingum óspillta náttúru Islands og fegurð landsins. Svona drasl ku brjóta algerlega i bága við nýsett lög um um- hverfisvernd.” Það hefur verið mikið skrifað um það, að Islendingar gangi yfirleitt illa um sælureiti viðsveg- ar um landið. — Meðal þeirra, sem undan þessu kvarta, eru ferðafrömuðir ýmsir sem halda þvi gjarnan fram, að ferðafólk á

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.