Vísir - 16.05.1974, Page 3

Vísir - 16.05.1974, Page 3
3 Vlsir. Fimmtudagur 16. mai 1974. Long drink-keppni Barþjónaklúbbs íslands: Enn bar Daníel sigur úr býtum Enn einu sinni hefur Daniel Stefánsson, barþjónn á Hótel Sögu, unniö til verölauna fyrir kokkteil. Hann hlaut fyrstu verö- laun i long drink-keppni bar- þjóna, sem fram fór aö Hótel Esju 1 gær, en drykkurinn, sem Daniel blandaöi, ber nafnið „Frostyamur”. Keppendur voru tólf talsins. í ööru og þriðja sæti höfnuðu drykkir þeirra Bjarna Guðjóns- sonar á Hótel Loftleiðum og Garðars R. Sigurðssonar á Hótel Borg. Auk þess sem Daniel vann með sigri slnum heimild til þátttöku i næstu alþjóðlegu long drink- keppni barþjóna, sem væntanlega verður haldin á írlandi, hlóðust aö honum I gær ýmiss konar verð- launa- og farandgripir. Þar á meðal var myndarlegur bikar, sem hann vann til eignar og svo hins vegar farandbikar, farand- sverð og farandskjöldur einn mikill. Þetta er í sjöunda skiptið á niu árum, sem Daniel sigrar i keppni hérlendis. Sin fyrstu verðlaun vann hann árið 1966. Hér á eftir fer uppskriftin að þeim long drykk, sem færði hon- um fyrstu verðlaun i gær, „Frostyamur”: 2 cl. Smirnoff vodka 2. cl. Southern Comfort 1. cl. Apricos Brandy Bolls 1. cl. Countruei Og siðan skvetta af bananalikjör, sitrónusafa og amorlikjör. Glasið er siðan fyllt með seven-up og drykkurinn skreyttur með kirsu- beri og sitrónusneið. Þennan verðlaunadrykk á að sjúga i gegnum rör. —ÞJM Afbrotamenn! Vinsamlegast fremjið af brotin ó virkum dögum! — fulltrúar sakadóms í stríði við ríkisvaldið og neita að vinna um helgar — rannsóknarlögreglan í erfiðleikum með að fá dómsúrskurð nema é virkum dögum Vegna ákvöröunar allra full- trúa I Sakadómi Reykjavikur, um aö vinna ekki um helgar, hafa þeir sett rannsóknarlög- regluna I bobba. Ef einhver er handtekinn á laugardegi, þá veröur aö úrskuröa viökomandi i gæzluvaröhald innan 24 tlma, eöa láta hann ella lausan. Fulltrúarnir hafa alltaf sinnt þeim störfum, en rétt fyrir páska neituöu þeir algjörlega aö koma nálægt þeim. Astæðan er kjaramál. Fulltrúarnir vilja sinna svoköll- uðum bakvöktum, þ.e.a.s. vera viðbúnir til skiptis um helgar, gegn greiðslu. Þetta er mál, sem hefur verið barizt fyrir ár- um saman, en aldrei fengizt i gegn. Rikissjóður er tregur á krónuna hvað þá að greiða mönnum fyrir að sitja heima. En fulltrúar telja, að rannsóknarlögreglumenn verði að búa við þaö öryggi að geta náð i einhvern til að kveða upp úrskurð um gæzluvarðhald, eða t.d. húsrannsókn. Rannsóknar- lögreglumenn eru sömu skoðun- ar. Sakadómarar sjálfir sinna ekki þessum verkum. Það kem- ur þvi i hlut yfirsakadómara þessa dagana að gefa út úrskurð um helgar, ef þess þarf með. Má þvi rétt imynda sér hvernig ástandið gæti orðið, ef hann skryppi út úr bænum yfir helgi. Blaðið hefur fregnað, að i nokkur skipti hafi þurft að láta menn lausa eftir 24 timana, þótt full ástæða væri talin til þess að halda viðkomandi lengur inni. Eins og fyrr sagði, þá er við rikisvaldið að etja. Baldur Möll- er ráðuneytisstjóri dómsmála- ráðuneytisins sagði i samtali við blaðið, að þetta mál yrði rætt i þeim samningum, sem nú standa yfir milli rikisins og rikisstarfsmanna. „Að vissu er þörf á þessari þjónustu fulltrúanna, en það er spurning, hvort þörfin sé virki- lega svo brýn að beinlinis þurfi að greiða þeim fyrir að vera að- eins viðbúnir. Að sjálfsögðu eig- um við að vera sparsamir á alla vegu”, sagði Baídur. Hann sagði, að fyrir ári siðan hefði samizt um milli ráðuneyt- isins og Sakadóms að prófa út- kallafjöldann. Úr þeirri prófun kom, að ekki væri tiður útkalla- fjöldi. „Við erum uppfullir af sparnaðaranda hér, eins og lagt er að okkur, og þar að auki háðir fjárveitingum alþingis”, bætti Baldur við. Niðurstöðu úr þessari kjara- deilu er að vænta á næstunni. Þess má geta að þetta ástand hefur varað I nokkur ár, að rannsóknarlögreglumenn geta ekki gengið að visum fulltrúum til að láta kveða upp úrskurð. Þeir eyða þvi oft talsverðum tima i að leita að fulltrúa sem er til taks. — óH. Eins gott að athuga vel gœðin Það hafa áreiðanlega marg- ir náð sér i svartfugl i soðið nú þegar, enda fæst sá ágæti fugl bæði I kjöt- og fiskbúðum. Upp úr 10. april fer fuglinn að sjást i verzlunum, en leyfi- legt er að skjóta hann til 20. mai. 20. ágúst er svo heimilt að byrja aftur. Bjarnleifur ljósmyndari tók þessa mynd af svartfugla- kaupum, þegar verið var að koma með svartfugl i fisk- verzlunina i Gnoðarvogi. En kaupmaðurinn þar var ákveð- inn I að kaupa ekki fuglinn, fyrr en hann hefði athugað gæðin. Og það var kannski eins gott að hann gerði það, þvi að fuglinn var ekki alveg eins ferskur og hann hefði átt aö vera. Það varð þvi ekkert af kaupunum i það skiptið. Viðskiptavinir þurfa þvi vist ekki að vera smeykir að kaupa svartfuglinn, ef eins er farið að i öðrum verzlunum, en einn hamflettur fugl kostar nú 120 kr. —EA ko'twTi „Karlai klúbb"! Fyrsta konan hefur gengið ij Junior Chaniber á lslandi, enj{ eins og kunnugt er, liafa konur* ekki átt svo greiðan aðgang aðg fclögum á borð við Junior* Chamber, Kiwanis, Lions.a Rotary og öðrum slikum. Það var JC-Akranes, sem ■ samþykkti inngöngu fyrstu ■ konunnar og var eiginmaðura hennar þá tekinn i hreyfing-J una um leið. Mikil fjölgun hefur orðið !■ Junior Chamber að undan-* förnu og tvö ný félög veriðg stofnuð i vetur og undirbún-B ingur að stofnun enn fleiri erj vel á veg kominn. Vorþing hreyfingarinnarj var haldið um siðustu helgi og ■ fór það að mestu fram áJJ Suðurnesjum, þar sem fulltrú-H ar aðildarfélaganna tiu, semjj nú eru starfandi á landinu,* voru mættir til skrafs og ráöa-J gerða. Gestur þingsins var fráa Bretlandi, Mike Ashton aðjj nafni, en hann er alþjóðlegura varaforseti Junior Chamber.5 —ÞJM-b Ólqfur Hauksson: MANNFATT SEINVIRKT NIÐURDREPANDI — þannig er réttarkerfi w Islendinga Það hefur löngum veriö gagn- rýnt i réttarfari tslendinga hversu seinvirkt dómskerfið er. Frásögn blaðsins af fólkinu sem rændi gamlan mann um helgina, er enn eitt dæmiö um það. Þvi eins og sagöi frá I blaö- inu í gær, þá gengur fólkiö laust, og mun gera þaö þangað til eftir nokkra mánuöi, þegar loks verður dæmt i máli þess. Þ.e.a.s. ef saksóknari tekur þá ákvörðun aöhöföa mál á hendur þvi. Ef hægt væri að dæma sam- stundis i málum sem þessum, kæmi refsing strax til fram- kvæmda, og rannsókn og dóms- úrskurði væri lokið. Þess má geta að i Bretlandi og Banda- rikjunum tiðkast sú málsmeð- ferð með smærri mál. En eins og málum er háttað, þá þarf að fara i gegnum þungt og hægfara kerfi. Við getum tekið fyrrnefnt ránsmál sem dæmi. Rannsókn þess gekk óvenju vel, og ekki þurfti að gera mikla leit að sökudólgunum. Þeir játuðu, og mestallt þýfið fannst. Fulltrúar eða dómarar i Sakadómi Reykjavikur ákváðu að ekki væri ástæða til að halda fólkinu innilokuðu, meðan beðið væri dóms. Siðan tekur dómari eða full- trúi við málinu og géngur frá þvi i hendur saksóknara rikis- ins. Það getur tekið drjúgan tima að undirbúa málið þannig. Saksóknaraembættið þarf að taka ákvörðun um hvað gera skuli i málinu, t.d. hvort frekari rannsóknar sé þörf. Þegar sú ákvörðun hefur verið tekin, er mál loks höföað eða það fellt niður. Þá er að flytja málið fyrir rétti og biða dóms. Timinn sem þetta getur tekið er...óútreiknanlegur. Stytzti timi getur kannski ver- ið nokkrir mánuðir og svo allt upp i nokkur ár. Að ekki sé talað um, ef við- komandi hefur svo framið ann- að afbrot á timabilinu sem málsmeðferðin fer fram. Réttargæzlumenn hafa löng- um borið það fyrir sig, að skort- ur á plássi fyrir afbrotamenn væri tilfinnanlegur. En eins og kom fram i blaðinu i gær, þá er nóg pláss á Litla-Hrauni i augnablikinu. Lögreglumenn hafa oft kvart- að undan þvi, að þeim finnist dómsvaldið stundum drepa nið- ur áhuga þeirra á starfinu. Það eru tilfellin, þegar þeir verja miklum tima til þess að eltast við afbrotamenn og handsama þá. Daginn eftir sjá þeir við- komandi afbrotamann gang- andi úti á götu með glott á vör. Þá hefur afbrotamaðurinn ját- að, visað á þýfið eða hvað það nú var, sem hann gerði, og siðan verið sleppt. Kerfið tekur sér langan tima til að fara yfir mál hans. Á meðan getur hann gert það sem hann vill. Margar sekt- ir dómskerfisins eru einnig orðnar úreltar og hlægilega lág- ar. —CH

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.