Vísir - 25.05.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 25.05.1974, Blaðsíða 9
Vlsir. Laugardagur 25. mai 1974. 9 í samrœmi við viðkvœmt taugakerfi konu, er umhugsunartími hennar lengri en karlmanns ..." Nokkur gullkorn úr ógripi af fimleikofrœði eftir J. Lindhard, sem birt voru í íslenzkri þýðingu í Forvitin rauð. Bókin var kennd hér um órabil Það er tæpast annað en von að menn brosi I kampinn fyrst þeg- ar þeir lesa gullkorn sem birt eru I blaði rauðsokka, Forvitin rauð, siðasta hefti. Gullkorn þessi eru úr ágripi af fimleika- fræði eftir J. Lindhard, sem llk- lega allir okkar Iþróttakennar- ar, eða að minnsta kosti flestir. pilta, sem er gagnger flokkan. 1 mörgum skólum veldur þó æska, að hennar er ekki brýn þörf. En þegar nemendur eru þroskaðir, er sjálfsagt að hlita henni, svo að stúlkur biði ekki baga.” — bls. 16. „En frá upphafi gelgjuskeiðs er sjálfsagður eðlismunur á „Einstakar hreyfingar karl- manns lýsa festu og vissu, en hreyfingar kvenna eru liðandi og ekki jafnákveðnar.” — bls. 21. „Sú skoðun rikir, að tauga- kerfi konu sé að jafnaði viökvæmara en karlmanns. Leikur naumast á tveimur tung- um, að þaö sé rétt. Geðs- hræringar, sem svo eru kallað- ar, eru auðvaktari meðal kvenna en karla, og ber miklu meira á þeim. Sérstaklega kem- ur þetta fram á hreyfingum þeirra, sem spegla geðs- hræringar og eiga rætur i vitundarlifi og hreyfistöðum taugakerfis. Konum gengur miður en körlum að stilla þær. Viðkvæmni taugakerfis lýsir sér einnig i þvi, aö þeim hættir til þess að gleyma sér við störf sin.” — bls. 23. „t samræmi við viðkvæmt taugakerfi konu, er umhugsunartimi hennar lengri en karlmanns. Þetta lætur ekki sennilega, en er þó satt. Það sama á við karlmenn með óliku lunderni, umhugsunartimi ör- geöja manna er lengri en rólyndra. Þvi skapstilltari sem maðurinn er þvi auðveldara veitist honum að einbeita eftir- tekt sinni að ákveðnu atriði, og þvi styttri verður umhugsunar- timi. Sennilega er hér að finna ástæðu til þess, að hreyfingar kvenna eru ekki eins öruggar og karla.” — bls. 24. „Karlar og konur eru ólikum gáfum gædd. A þetta við gerð og stærð liffæra og viðhorf þeirra gagnvart fimleikum. En karlar og konur leysa einnig af hendi ólik störf i þjóðfélaginu og ólik ætlunarverk i dýrarikinu.” — bls. 24. „Réttstaða kvenna sé stöðug, lýsi óbifandi jafnvægi. Stelling- in öll beri það með sér, að leik- maður búi yfir orku og vilja- magni, reiðubúinn til starfa, þegar færi gefst.” — bls. 39. „Réttstaða kvenna sé svip- léttari en karla og jafnvægi ekki jafnskorðað. Eðlismunur sem r iimini i I SÍÐAN J Umsjón: Edda Andrésdóttir lýsir sér i likamsútiliti þeirra, sé fremur skýrður en máður. Sviplinur séu mýkri, og sizt má teygja háls né rétta um of. Ekki má þengja brjóst né draga azlir til muna aftur á bak. Með þvi hlýtur konan frekjusvip, sem sómir sér illa. Ekki má þess gæta, að kona beri úthverfan hug jafnt og karlmaður. Henni fer betur að dyljast. Réttstaða bendi til innrænnar hvildar kon- unnar, sprottin af eigin hvötum en ekki hlýðni. Karlmaður þarf aö geta brugðið við i réttstööu snöggt og hart, en viðbrögð konu eru rólegri, og gætir þeirra minna.” — bls. 40. „Karlmaður stigi til jarðar með festu, likt og hann fótum troði fjandmann sinn. Með þessu er þó ekki sagt, að gang- urinn skuli vera þungur. Gang- andi maður hefur ákveðna stefnu. Hann getur aö vísu breytt henni og tekið sér útúrdúra i ýmsar áttir, vikið til hennar aftur og valið sér nýja, en jafnan er stefnan ákveðin. Karlmaður fylgir beinum linum i göngu sinni. Ætið virðist hann fylgja fastri áætlan. En þegar kona gengur virðist ekki sem hún hafi ákveðið markmið. Ganga karlmanns spegli geðró hans, enda sé hún örugg og stöð- ug. Þvi fellur áhorfendum illa aö sjá karlmenn haldast i hend- ur á gönguæfingum. Það ruglar þá. Karlmaður getur gert sig broslegan með þvi að berast dansandi um leiksvið. Af sömu ástæðum vekur það hlátur, eða andúð, þegar karlmenn sýna vaggandi og liðandi gangæfing- ar, sem algengar eru.” — bls. 48. „Ganga kvenna er óskyld hergöngu. Kona treður ekki jörðina undir fótum sér, hún svifur um hana. Hún brýtur ekki leið gegnum torfærur og hún vikur ekki úr vegi fyrir þeim, er leið hennar liggur fram hjá. Hvorki fylgir hún beinni stefnu eins og karlmaður né snarbeygir. Leið hennar liggur i liðandi bugðum. Stefna hennar er ekki eins ákveðin, jafnvægið ekki eins óbifandi. Oft ber við, að ungar stúlkur leiðast, haldast I hendur, þegar þær æfa dans- spor, og þykir áhorfanda það vel hlýða.” — bls. 49. hafa þurft að læra. Gullkorn þessi eru þýdd og birt sem fyrr segir I nýjasta hefti Forvitin rauð, en það var einmitt iþróttakennari hér I Reykjavik, sem benti blaðinu á eitt og annað I þessari bók. Sjálfur lærði hann bókina i Iþróttakennaraskólanum á Laugarvatni fyrir nokkrum ár- um, og það er mjög stutt siðan hætt var að kenna hana. Það er vlst áreiðanlegt, að margt af þvi, sem þarna kemur fram, á ekki upp á pallborðið hjá fólki i dag. En við birtum nokkur gull- kornanna með leyfi, til gamans fyrir lesendur. „Leikar hafa sama gildi fyrir börn eins og dans fyrir kven- menn og iþróttir fyrir karl- menn.” — bls. 3. „Venjulegur fimleikakennari þarf umfram allt að vera upp- eldisfræðingur. Hann þarf að skilja til hlitar tilgang fimleika, geta notfært sér æfingasöfn og leiðbeiningar. En ekki er honum bein þörf á liffærafræði né lif- eðlisfræði.” — bls. 12. „Mestu skiptir aldur nem- enda og aðgreining stúlkna og fimleikum stúlkna og pilta. I fyrsta lagi vegna þess að meiri munur er á gerð liffæra þeirra og starfi en almennt er vitað, og I öðru lagi breytist uppeldi þeirra að sama skapi, stefnir aö þvi að veita stúlkum kvenlegan þroska en drengjum karl- mennsku.” — bls. 17. „1 fimleikum koma kynfærin sjálf litt við sögu nema stöku sinnum.” — bls. 17. „Hér sem oftar, likist konan barni en karlmaðurinn sumum apategundum.” — bls. 18. „Mjúkur búkveggur, úr tengi- vef og vöðvum, heldur liffærum kviðarhols i skorðum. Sé hann stór og vöðvar hans þróttlitlir, eins og gerist á konum, er auð- sætt, að þær eru verr settar en karlmenn.” — bls. 18. „Konan er „eðlilega refbeinótt”, og dregur það úr vissu og öryggi fótahreyfinga.” — bls. 19. „Að jafnaði er vinnuhraði karlmanna miklu meiri. Ef kona á að vinna með sama hraða, þreytist hún fljótar, skortir bæði afl og þol á við hann.” — bls. 20. ■ ffj í m? 8 w 1 Ml gBBLk Máf . 1 mM ■ ■ I \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.