Vísir - 25.05.1974, Blaðsíða 20

Vísir - 25.05.1974, Blaðsíða 20
20 Visir. Laugardagur 25. mai 1974 n □AG | | 1KVÖLD | Q □AG | U * < 0 r □ n □AG | Útvarp laugardag kl. 16.15: Á toppnum í eitt ár — Örn Petersen fagnar eins árs afmœli dœgurlagaþáttar síns „Tiu á toppnum" Unnið að klippingu viðtala og laga fyrir þáttinn, sem útvarpað verður beint í dag. Með Erni á myndinni er Sigurður Haligrims- son, sem unnið hefur með honum að gerð flestra þáttanna „A toppnum". Sigurður vann einnig með Erni að upptöku „Popp- hornsins" á ineðan örn stýrði þeim þætti i upphafi. „Mér finnst þáttur- inn hafa ótvirætt sann- að gildi sitt. Það sýna öll bréfin, sem þættin- um berast i striðum straumi.” Og Örn Petersen hampar bréfabunkanum, sem hann var á leiðinni með inn i stúdió 5 seint i gærdag. Hann var þá að vinna að undirbún- ingi þáttar sins „Tiu á toppnum”, sem er á dagskrá útvarpsins i dag. „Auk venjulegrar dagskrár þáttarins er hálftimi að auki, sem ég nota til að minnast þess, að hann hefur náð eins árs aldri,” sagði örn. „Af þvi tilefni tfni ég til helztu nöfn dægurlaga og flytjenda, sem hafa gert það bezt i þættinum þessa tólf mán- uði. Jafnframt var ég á ferli með hljóðnemann og spjallaði um þáttinn við fólk á götum úti og ennfremur helztu poppskrif- ara dagblaðanna.” örn var að taka upp á segul- bönd lögin, sem flutt verða i þættinum i dag og einnig að klippa saman viðtölin, sem hann gat um. „Siðustu þrem þáttum hefur verið útvarpað beint, og það verður einnig með þennan þátt núna og næstu þætti,” útskýrði Örn. „Að sjálfsögðu krefst bein útsending meira öryggis. Hver hósti og hver stuna fer rakleiðis á öldur ljósvakans, ef maður gætir sin ekki. Það verður ekk- ert aftur tekið, sem klikkar i beinni útsendingu. En eftir eitt ár i stúdióinu ætti maður að vera farinn að geta passað sig.” I þættinum i dag verður að venju kynntur vinsældalisti vik- unnar og ný lög. Að þvi búnu tekur við yfirlit yfir vinsælustu lög siðasta árs og vinsælustu flytjendurna. Visir komst yfir þann ágæta lista, og fara hér á eftir helztu atriði hans: Flytjendur: Hljómsveitin SLADE, sem væntanleg er hingað til íslands i október á þessu ári, er i efsta sæti listans yfir þá tónlistar- flytjendur, sem áttu oftast lag á listanum. Hún reyndist vera með 116 stig, þegar örn taldi saman stigin með sinum hætti. Næst kemur svo DEMIS ROUSSOS, sem er með 107 stig fyrir samtals fjögur lög, eða einu lagi meira en SLADE komust með á listann. t þriðja sæti er SWEET og i þvi fjórða situr ALBERT HAMMOND, báðir flytjendurn- ir með þrjú lög á lista. Hljóm- sveitin NAZARETH situr hins vegar i fimmta sæti listans með samtals 84 stig fyrir þau þrjú lög, sem hún kom á lista. Eftir þeim árangri mætti ætla, að hljómsveitin fengi talsvert góða aðsókn að hljómleikum sinum hérlendis siðar á þessu ári. A listanum yfir islenzka flytj- endur situr Magnús Kjartans- son i efsta sæti með 58 stig fyrir þrjú lög, sem hann komst með á vinsældalista. Þvi næst koma Pal Brothers með 51 stig fyrir eitt lag á lista og þá Jóhann G. Jóhannsson, sem er með 41 stig fyrir tvö lög á lista. I fjórða sæti eru Stuðmenn, sem nýlega komu fram með sina fyrstu plötu, en titillag hennar, „Honey will you marry me”, er enn á vinsældalistanum. Þrjú næstusæti eru skipuð Hljómum, Logum og Svanfriði. Einstök lög: Af einstökum lögum náðu eftirtalin lög beztum árangri með samanlögðum stigum eftir örn Petersen með hluta af bréfabunkanum, sem honum barst i hendur fyrir þáttinn i dag. „Ég gef góðgerðarstofnun- um frímerkin,” sagði hann. — Ljósm.: Bj.Bj. veru sina á vinsældalistanum: 1. „Season in the Sun” með Terry Jacks, 2. „Kansas City” með Les Humphries Singers, 3. „Saturday Night” með Bay City Rollers, og þá loks koma fyrstu Islenzku listamennirnir við sögu, það eru Pal Brothers (Magnús og Jóhann) með lagið „Candy Girl”. í öðru sæti yfir islenzku lögin, sem bezt hefur vegnað á vin- sældalistanum, eru Stuðmenn með sitt lag, en næstir þeim komast Hljómar með lagið „Tasko Tostada”. Þvi næst koma Logar með „Minningu um mann” og Magnús Kjartansson með „Helgu”. Sjötta lagið á listanum er „Don't try to fool me”, sem Jóhann G. Jóhanns- son söng. Aheyrendum þáttarins „Tiu á toppnum” er kunnugt um það, á hvern hátt lögin raða sér inn á vinsældalistann eftir stigum. Flest atkvæði i einni viku hlutu eftirtalin lög: „Season in the Sun” með Terry Jacks (294 at- kvæði), „Waterloo” með Abba (139) og „Candy Girl” með Pal Brothers (127). Jöfn að atkvæð- um eru lögin „Ballroom Blitz” með Sweet og „Honey will you marry me” með Stuðmönnum, hvort um sig með samtals 117 stig. —ÞJM Meðfylgjandi myndir sýna þau Ronald Colman og Celeste Holm, sem fara mcö aðalhlut- verkin I biómynd sjónvarpsins I kvöld. Myndin, sem var gerö árið 1950, heitir „Champagne for Caesar” og var siöasta myndin, sem Colman lék i, áð- ur en vinsældir hans tóku að dvina. t myndinni fer hann með hlutverk atvinnulauss, en hugmyndariks ungs manns, sem eignast skyndilega mikið fé. ÚTVARP • LAUGARDAGUR 25. maí 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl ), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Kjartan Ragnarsson les fyrri hluta „Ævintýris af Steini Bollasyni”. Morgun- leikfimikl. 9.20. Tilkynning- ar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. óskalög sjúklinga kl. 10.25/ Borghildur Thors kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.30 Létt tónlist,a. Metropol- hljómsveitin leikur: Dolf van der Linden stj. b. Hljómsveit Bobs Kaysers leikur. c. Arne Dommnerus leika á saxafón og Rune Gustafsson á gitar. 14.30 tþróttir. Jón Ásgeirsson sér um þátt- inn. 15.00 islenzkt mál Ásgeir Bl.Magnússon cand. mag. flytur þáttinn. 15.20 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Þegar fellibylurinn skall á” eftir Ivan Southall. Áttundi þátt- ur. Þýðandi og leikstjóri: Stefán Baldursson. Persónur og leikendur: Addi... Randver Þorláks- son/ Krissi... Sigurður Skúlason/ Fanney... Þórunn Sigurðardóttir/ Palli... Þór- hallur Sigurðsson/ Gurrý... Sólveíg Hauksdóttir/ Maja... Helga Jónsdóttir/ Hannes... Þórður Þórðar- son/ Sögumaður... Jón Júliusson. 16.00 Fréttir. • 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppnum örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.50 Frá Bretlandi. Ágúst Guðmundsson talar. 18.10 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 „Haugbúar”, smásaga eftir Unni Eiriksdóttur. Erlingur Gislason leikari Ies. 19.55 Serenata i D-dúr op. 8 eftir Becthoven. Jascha Heifetz leikur á fiðlu, _ William Primrose á lágfiðlu og Gregor Pjatigorský á selló. 20.20 i Ameriku: — ferðahug- leiðingar nútimamanns. Þorsteinn Guðjónsson flytur fyrri þátt sinn. 20.40 Kvef.örn Bjarnason sér um þáttinn. 21.00 Ljóð eftir Tómas Guð- mundsson. Elin Guðjóns- dóttir les. 21.15 Hljómplöturabb. Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÚNVARP • Laugardagur 25. mai 16.00 Borgarmálefnin. Hring- borðsumræður um málefni Reykjavikurborgar i tilefni af kosningunum næsta dag. Umræðum stýrir Eiður Guðnason. 17.30 iþróttir. Meðal efnis er mynd frá Ensku knatt- spyrnunni og myndir og fréttir frá iþróttaviðburðum innan lands og utan. Umsjónarmaður Ómar Ragnarssonr Hlé. 20.00 Fréttir. 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Læknir á lausum kili. Breskur gamanmynda- flokkur. Skipting útávið. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 20.50 Ur kinversku fjölleika- húsi. Myndasyrpa frá sýningum fimleika- og fjöl- listamanna i Kinverska al- þýðulýðveldinu. 21.20 Kampavin fyrir Sesar (Champagne for Caesar) Bandarisk gamanmynd frá árinu 1950. Aðalhlutverk Ronald Colman og Celeste Holm. Þýðandi Jón O. Edwald. Aðalpersonan, Bottomley, er greindur náungi. Hann stendur þó uppi atvinnulaus, en þegar stórt sápufyrirtæki efnir til spurningakeppni i auglýsingaskyni, sér hann sér leik á borði að vinna verðlaunin og eignast þannig mikið fé. 23.00 Dagskrárlok. ÚTVARP • Sunnudagur 26. maí 8.00 Morgunandakt Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfegnir. 8.15 Létt morgunlög. Ferr- ante og Teicher leika vinsæl lög og kór og hljómsveit James Last syngja og leika. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónlcikar (10.10 Veðurfregnir) a. Orgelkon- sert i g-moll nr. 5 eftir Handel. Marie Claire Alain og hljómsveit undir stjórn Jean Francois Paillards leika. b. Serenata nr. 9 i D- dúr (K320) eftir Mozart. Fil- harmóniusveitin i Berlin leikur: Karl Böhm stj. c. Sinfónia nr. 3 i Es-dúr op. 97 eftir Schumann. Fil- harmóniusveitin i Vinar- borg leikur: Georg Solti stj. 11.00 Messa i elliheimilinu Grund i Reykjavik (Hljóðr. viku fyrr) Séra Gunnar

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.