Vísir - 25.05.1974, Blaðsíða 24

Vísir - 25.05.1974, Blaðsíða 24
VISIR Laugai'áaKiir 25. mai 1974. Enn að kœla hraunið? Já, þeir eru reyndar ennþá aö kæla hrauniö úti I Eyjum, eins og meðfylgjandi mynd ber meö sér. En ekki á sama hátt og áður. Þeir leyfa hrauninu að kólna sjálfu, en það verður að hjálpa til við það, þar sem veriö er að sprengja þaö. Við tsfélagið I Eyjum er nú unnið að þvi að sprengja hraunið, cn það reyndist ekki auðvelt fyrst i stað, því hraunið var þar enn 600 gráða heitt. Slökkviliðiö þurfti þvi að skerast i leikinn og kæla það, svo hægt væri að halda áfram að sprengja. Hitinn var það mikill, að sjálfsagt hefði allt sprungið i loft upp, áður en til þess var ætlazt. -EA/ljósm.: G.S. Duke látinn Einhver frægasti jassleikari heimsins, Duke Eliington, lézt i gær i New York, 75 ára að aldri. Hann hafði iengi legið veikur i sjúkrahúsi. Banamein hans var krabbamein I lungum. t ráöi er aö setja á fót minningarsjóð um Duke Elling- ton, og verði sjóðurinn notaður til rannsókna á krabbameini. —HH ',<■ ' , "é / „Aðeins líu mínútur að fara í skaulbúninginn" — „Kvíði mest fyrir því að þurfa alltaf að vera að skipta um búninga í keppninni" sagði Guðrún Erla Aðalsteinsdóttir þegar Vísir hafði samband við hana til Spúnar „Þetta hefur verið eitt ferðalag út í gegn hjá okkur síðan við komum. Við vöknum um klukkan átta á morgnana/ og þá höfum við tíma til að.út- búa okkur til svona klukkan 10. Þá klæðum við okkur oftast í þjóð- búningana fyrir hvert land. paö tekur mig ekki orðið nema 10 minútur að fara i skautbúninginn! Ég sem hafði aldrei farið i slikan búning áð- ur.” Þetta sagði Guðrún Erla Aðalsteinsdóttir, sem er nú á vegum VIsis stödd á Spáni til þess að taka þátt i alþjóðlegri fegurðarsamkeppni, La Maja, i Zaragoza. Zaragoza er um 400 þúsund manna bær, og hafa stúlkurnar verið þar siðan á þriðjudag i siðustu viku. Þar mun sjálf keppnin fara fram á sunnudagskvöldið. Hefst hún klukkan hálftólf, eða rétt fyrir miðnætti að spönskum tima. Klukkan á Spáni er 2 timum á undan islenzkum tima. Við hringdum til Guðrúnar Erlu i gærkvöld og forvitnuð- umst þá um dvölina og fleira. Ekki var annað á henni að heyra en henni likaði ágætlega, þó að sjálfsögðu megi finna að ýmsu. Dagskráin er lika stór og mikil, og stúlkurnar hafa litinn tima fyrir sjálfa sig. ,,Við megum alls ekki skilja við hópinn, og við megum ekki fara einar út af hótelinu eða nokkuð. Það er strangt éftirlit með okkur. Hér eru örfáir, sem tala ensku. Við stúlkurnar, sem tökum þátt i keppninni, gerum okkur skiljanlegar hver við aðra með þvi að tala ensku, eða þá bara með höndunum. Það þykir mikill kostur að tala spönsku hérna. Okkur hefur jafnvel verið gefið það vel i skyn, að þær, sem ekki tali sponsku, hafi litia von um að komast nokkuð áfram. Ég get nokkurn veginn veriö viss um það, að ég kemst ekki I úrslit. Okkur var sagt það, að stúlkan mætti þá vera j>eim mun fallegri, ef hún ætti að komast langt án spönskukunnáttu. Þær eru tvær, sem koma helzt til greina að vinna, önnur er frá Filippseyjum, hin frá Grikk- landi. Sú frá Grikklandi talar reyndar ekki spönsku. Ég býst við, að ein frá Norðurlöndunum komist i úrslit. Ég á helzt von á, að það verði danska stúlkan eða sú finnska. Það verður kosin ein númer eitt og síðan fjórar i úrslit I keppninni. Jú, við kviðum auð- vitað fyrir. Við erum 31 hérna. Við vorum 32, en sú, sem kom frá Sviss, fór i gærmorgun. Hún hefur ofnæmi fyrir blómum og flugum og gat ekki verið hér lengur. Veðrið er mjög gott, ekki of heitt, en alltaf sól. — Brún? Nei, ég er alltaf i búningnum, og við erum mikið inni. Við erum lika mikið málaðar i andliti, svo ég er liklega bara hvitari en þegar ég fór að heiman! Allarstúlkurnar, sem hér eru, hafa verið i einhverri fegurðar- samkeppni áöur. Griska stúlkan var t.d. númer 6 i alþjóðlegu keppninni. Ég er sú eina, sem hef ekki tekið þátt i neinni keppni áður. Ég kviði mest fyrir að þurfa alltaf að vera að skipta um bún- inga i keppninni. Búningarnir, sem við klæðumst, eru þrir mis- munandi. Einn af þeim er þjóð- búningur hvers lands. Annars veröur miklu meira að segja,eftir aö keppnin er um garð gengin, hver sigraði og þar fram eftir götunum....” Og viö látum það nægja, en höfum samband við Guðrúnu Erlu aftur, þegar keppninni er lokið á sunnudagskvöld. Hún bað að sjálfsögðu fyrir kveðju heim... —EA Ekki gat Erla komizt úr landi án þess að fara fyrst á Heilsuvcrndar- stöðina og fá þar bólusetningu við ýmsum kvillum. — Ljósm. Bragi Fylkingin og KSML œtla að skila auðu Fylkingin, baráttusamtök sósiaiista, og Kommúnistasam- tökin, marx i starnir , leninistarnir, KSML, vilja ekki, að fylgismenn sinir láti sveitar- stjórnarkosningarnar til sin taka. Hvetja báðir aðilarnir kjósendur til að skila auðu i kosningunum á morgun. t málgagni sinu, Neista, segir Fylkingin (áður Æskulýðs- fylkingin)ma.til skýringar á af- stööu sinni: „Megininntakið i afstöðu Fylkingarinnar er það, aö hvetja fólk til að hundsa kosningarnar með þvi að skila auðu eðaógildu... Það er skoðun Fylkingarinnar, að i komandi bæjar- og sveitarstjórnar- kosningum hafi verkalýður engan valkost.” t blaðinu er sérstaklega fjallað um það, hvort veita eigi Alþýðubandalaginu stuðning i kosningunum. Niðurstaða þeirra hugleiðinga er neikvæð, og hún er m.a. rökstudd á þessa leið: ...ríður á að afhjúpa Alþýðubandalagið gagnvart verkalýðnum, vegna þess að Alþýöubandalagið er aðeins skaðleg falslausn fyrir hann. Einn liðurinn I þessu starfi er að fylkja liöi og sýna samstöðu til vinstri við Alþýðubandalagið og i.baráttu gegn þvi. Þessi afstaða verður bezt sýnd i komandi bæjarstjdrnarkosningum, með þvi að greiða ekki Alþýðu- bandalaginu, né nokkrum öðrum flokki, atkvæði.” Fylkingin hefur ekki tekið af- stöðu til þess.hvort hún býður fram i alþingiskosningunum. Það ætla Kommúnistasamtökin hins vegar að gera. Þau segja i dreifibréfi um afstöðu sina til sveitarstjórnarkosninganna: „Afstaða KSML til bæja- og sveitarstjórnarkosninganna er, að þar sem engir kommúnískir frambjóðendur eru i framboði getur verkalýðurinn ekki kosið fulltrúa sína. En verkafólk get- ur sýnt hug sinn til þeirra flokka, sem i framboði eru, með þvi að skila auðu eða dgilda seðla sina.” -BB- VARIZT VINSTRI SLYSIN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.