Vísir - 25.05.1974, Blaðsíða 12

Vísir - 25.05.1974, Blaðsíða 12
12 Vísir. Laugardagur 25. mai 1974. •'i n Þessi mynd er nokkuð siöbúin — ein af þeim, sem okkur barst I prentaraverkfaiiinu. En myndin er skemmtileg og sýnir, þegar knötturinn stefnir I mark Newcastle I 3ja sinn i úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Hann var háður á Wembley I Lundúnum 4. mai og Liverpool sigraði 3-0. Kevin Keegan(nr. 7, sendir knöttinn i mark. ■ mm Bikarkeppni skíðamanna lýkur með Skarðsmótinu Um hvitasunnuna 2-3. júni verður haldið siðasta stórmót skiðamanna þetta keppnistima- bil. Er það hið árlega Skarðsmót, sem haldið verður á Siglufirði. Með þessu móti lýkur bikar- keppni SKÉ i alpagreinum en staðan í þcirri keppni fyrir Skarðsmótið er mjög jöfn, sér- staklega i karlagreinum þar sem nokkrir fremstu keppendur eiga allir möguleika á sigri. t kvennaflokki hefur Margrét Baldvinsdóttir frá Ak. sýnt nokkra yfirburði og hefur hún þegar tryggt sér sigur i þessari keppni, cn sigurvegari er sá sem náð hefur beztum samanlögðum árangri I 6 af 12 punktamótum vetrarins. Staða fremstu manna fyrir Skarðsmót er: Karlaflokkur 1. Arni Óðinsson Ak. 2. Hafsteinn Sigurðsson t. 3. Tómas Leifsson AK. 4. Gunnar Jónsson 1. 5. Valur Jónatansson I. 6. Guðjón I. Sverriss. R. 7. Arnór Magnússon I. 8. Einar Hreinsson I. ísland í riðlum í Portú- gal, Júgóslavíu og Spóni A stjórnarfundi Evrópusam- bandsins i frjálsum fþróttum f Róm 8-9.mai sl. var raðað niður i riðla f Evrópukeppninni 1975. tsiand er I riðli i Portúgal i karlakeppninni og önnur lönd þar eru Belgfa, trland, Holland og Portúgal, Spánn og Sviss. Keppt verður i Lissabon 14715. júnf. t kvennakeppninni er tsland i riðli, sem fer fram i Osijek i Júgóslaviu. Þar keppa auk tslands Austurriki, Danmörk, irland, Noregur og Júgóslavia. t tugþrautarkeppninni er tsland f mjög sterkum riðli. Keppt verður i Barcelona 19.-20. júli 1975. Auk tslands verða þar keppendur frá Bretlandi, Spáni, Sviss, Belgiu, irlandi, Frakk- Iandi og Austur-Þýzkalandi. Kvennaflokkur: 1. Margrét Baldvinsdóttir AK. 2. Jórunn Viggósdóttir R. 2. Áslaug Sigurðardóttir R. 4. Sigrún Grimsdóttir 1. 5. Margrét Vilhelmsdóttir Ak. Haukur Jóhannsson Ak., bikar- meistarinn frá s.l. ári á smá- möguleika á sigri, ef honum gengur vel á Skarðsmótinu, en hann var nokkuð frá keppni fyrri hluta vetrar vegna meiðsla. Næsta stórverkefni skiða- manna er þátttaka i Vetrar- Ólympiuleikum, sem fram fara i Innsbruck i Austurriki i febr. 1976. Undirbúningur undir væntanlega þátttöku er þegar hafinnogm.a. þá fer hópur skiða- fólks á vegum SRR i þjálfunar- ferð tii Frakklands um miðjan júnl n.k. Stofnfundur íþróttofé- lags fatlaðra Stofnfundur iþróttafélags fatlaðra I Reykjavik veröur haldinn fimmtudaginn 20. mai i dvalarheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12, 2.hæð, og hefst kl. 8.30. Að stofnun félagsins standa félög og styrktarfélög öryrkja I Reykjav. og nefnd innan tSt, sem unnið hefur að undirbúningi þessa máls. Þrír leikir í 1. deild- inni í dag Þrir leikir verða i 1. deild tsiandsmótsins i knattspyrnu i dag. Á Laugardalsveliinum leika KR og ÍBK og hefst leikurinn kl. 14.00. t Vestmannaeyjum leika heimamenn við Valsmenn og á Akranesi leika Akurnesingar við Akureyringa. Leikur ÍBA og Vals hefstkl. 14.00 en leikurinn á Akra- nesi kl. 16.00. Þá fara fram fimm leikir i 3. deild, nær allir á Stór-Reykja- vikursvæðinu. t Mosfellssveit leika Afturelding og Hrönn og á Seltjarnarnesi Grótta og ÍR. Báðir þessir leikir hefjast kl. 14.00. t Garðahreppi leika Stjarnan og Grindavik og á Háskólavelli Leiknir og Fylkir. Þá leika i Hveragerði Hveragerði og Viðir. Þrir siðastnefndu leikirnir hefjast kl. 16.00. Þá fer fram einn Ieikur i 2. deild i dag. Haukar leika við Völsung kl. 16.00 i Hafnarfirði. Næsti leikur i deildarkeppninni verður n.k. fimmtudag, þá leika Fram og Valur á Laugardalsvellinum —klp— Flaskan virðist breytast I rakettu! r~ Hvað? Ertu orðinn vitlaus? . Hattinn Hvað gerðist? © King Featurei Syndicate, Inc., 1973. World righta leaervet Fóturinn á mér - krókódill! Töframaðurinn framkallar ýmsar töframyndir.... Ehh viltu þér appelsin herra? Framh við toframann!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.