Vísir - 30.05.1974, Blaðsíða 6
6
Vlsir — Ferðablað 1974
Hvað tökum við með okkur í ferðalagið
og hvernig pökkum við niður? ..
— Við spyrjum
Steinunni Sigurðardóttur flugfreyju.
getur það keypt ferðatöskuna
Uti.
t ferðatöskunni er bezt að
hafa sem flest i pokum. Snyrtb
vörur eiga að vera i litlum
umbúðum, þvi annars fer of
mikið fyrir þeim. Carmen-rúll-
ur finnst mér nauðsynlegar og
það er ágætt að hafa tannburst-
ann ofarlega, ef gripa þyrfti tii
hans i langri ferð.
Ef veðráttan er óviss á þeim
stað, sem verið er að fara á, þá
er gott að hafa með regn- eða
popllnkápu. Svo ætti maður að
muna að ein næla, slæða eða
hálsfesti getur algjörlega breytt
svip á kjól, ef ekki er farið með
nema einn eða tvo.
Það er gott fyrir karlmenn að
hafa með sér fjöltengi fyrir rak
vélina. Einnig fyrir kvenfólkið,
ef það hefur með sér Carmen-
rúllur. Vasaklúta er óþarfi að
fara með, fólk notar klinex i
staðinn. Sapur þarf að fara með
með innan Evrópu, þvi þar eru
ekki sápur á öllum hótelum en
það er ónauðsynlegt i Ame-
riku.”
Þetta þurfum við til sólar-
landa, en hvað um skiðaferðirn-
ar sem verða stöðugt vinsælli?
Maður borðar jafnvel í
gallanum
„Þangað á maður lika að fara
með sem minnst, það þarf
ótrúlega litið. Ullarnærföt þarf
til dæmis ekki. Tveir skiðagall-
ar eru nauðsynlegir til skipt-
anna. Maður borðar jafnvel i
gallanum. Eitt sitt pils er gott
að taka með og góða gönguskó.
Skiðaskó og skiði ætti fólk að
taka með þvi þá losnar það við
að leigja það. Skiðaskór eru
jafnvel ódýrari i verzlunum hér
en t.d. i Austurriki. Það borgar
„Taka sem ajlra
minnst með sér"
„Það, sem er númer
eitt, er að taka sem
allra minnst með sér.
En svo fer það auðvitað
eftir því, hvert ferðinni
er heitið, hvað maður
tekur með sér.”
Það kannast sjálfsagt flestir
við þau vandræði, sem oft vilja
skapast, þegar leggja á i lang-
ferö. Engum hlut má gleyma,
og öllu verður að troða niður i
tösku. En rúm töskunnar er
bara ekki nærri nóg fyrir allt
það sem þvi er ætlað. Þá er að
hlamma sér ofan á lokið og
reyna að loka töskunni þannig,
en litið sem ekkert gengur.
Það virðist þvi vera list að
pakka sómasamlega niður i
ferðatösku. Þannig að fötin
verði ekki krumpuð og illa farin
og hlutirnir haldist heilir. Flug-
freyjur kunna vist manna bezt
að pakka niður i ferðatöskur. Að
minnsta kosti eru þær alltaf á
ferð og flugi.
Reyndar eru þær fljótar að
búa sér til sina eigin reglu um
það hvernig pakka á niður. Sú
regla nær kannski ekki lengra
en til viðkomandi flugfreyju, en
við leituðum samt til einnar,
Steinunnar Sigurðardóttur hjá
Loftleiðum. Og það var einmitt
hún sem sagði, að það skipti
mestu máli að taka sem minnst
með sér.
Steinunn hefur verið flug-
freyja hjá Loftleiðum I 9 ár, svo
hún er orðin vel þjálfuð i að
pakka niður. Þar fyrir utan
hefur hún svo ferðazt vitt og
breitt.
Hvað skyldi hún svo taka með
sér, ef hún væri að fara eitthvað
á sólarstrendur suður á bóginn?
Nauðsynlegt að hafa
nál og tvinna og skæri
,,Ég tæki með mér tvenn
baðföt. Handklæði hefði ég ekki
með mér, þvi það má fá á hótel-
inu. Svo er lika hægt að kaupa
sér góða mottu, þegar út er
komið. Ég myndi hafa með mér
frottéslopp til þess að smeygja
mér i, einn kvöldkjól, 2 létta
kjóla, sandala, peysu eða s'jal og
loks eina dragt. Dragtir ganga
nefnilega alls staðar og eru allt-
af finar. Allt verður þetta að
vera straufritt og þannig úr
garði gert, að það megi vinda
fatnaðinn upp úr baðkerinu,
hengja hann upp yfir nótt og
hafa hann tilbúinn morguninn
eftir.
En það, sem verður að at-
huga, er að velja litina saman.
Það er hægt að velja skó og
veski i þannig litum að það
gangi við fatnaðinn sem farið er
með, svo ekki þurfi að hafa með
sér mikið af skóm t.d. Sólhatt
mundi ég ekki hafa með mér.
Maður kaupir sér ódýran
stráhatt eftir að hafa fengið sér
rauðvin i hádeginu, þegar út er
komið!
Nú.það sama gildir fyrir karl-
manninn. Hann tekur eins litið
með sér og hægt er. Hann getur
búizt við að þurfa eina skyrtu á
dag, en þá ermalausa. Hann
ætti lika að hafa með sér ljósar,
léttar buxur, sem hægt er að
dýfa i baðkerið.
Litið af undirfötum þarf að
hafa með sér, þvi úr þeim má
vinda eða þá bara kaupa sér úti.
En það er nauðsynlegt að hafa
með sér nál og tvinna og skæri
og svo sjúkrakassa fyrir sjálfan
sig, svo sem magnyltöflur og
annað.”
Ein ferðataska ætti að
nægja
„Það er nauðsynlegt að geta
komið öllu i ferðatöskuna, þvi
að fátt er verra en að vera með
hendurnar fullar af handtöskum
eða pokum. Það er alveg nóg að
fara með eina ferðatösku, finnst
mér. Ef fólk ætlar að verzla, þá
sig þvi að taka þá með. Þá á ég
viö svona sæmilega góða skiða-
skó,
t Austurriki er svo t.d. hægt
að fá skiðaskóna lagaða. Ef þeir
meiða fótinn einhvers staðar, þá
er bara að segja hvar það er, og
þeir gera við það á stundinni.”
Hvernig pökkum við
svo niður?
Þegar svo pakkað er niður i
töskuna, þá ætti að hafa skó
neðst, einnig aukahanzka og
klúta, snyrtivörur sem ekki þarf
að nota á leiðinni og fleira þess
háttar.
Þar ofan á koma fötin. Látið
þau þekja eins mikið pláss og
mögulegt er, svo ekki hlaðist
upp á einum stað i töskunni.
Efst eru svo þeir hlutir sem gæti
þurft að nota snögglega, t.d.
regnkápa. Þá er hægt að ná
auðveldlega i hlutina, án þess að
þurfa að róta öllu I töskunni, og
þannig fer bezt um fárangurinn.
Pakkið niður þeim fatnaði
sem ykkur liður bezt i, og reynið
að hafa sem minnst með. Þvi
minna sem er i töskunni á
leiðinni út, þeim mun meira má
koma fyrir i henni á leiðinni
heim aftur.
Minnislisti á siðustu
minútunum....
Verið viss um að hafa meðferð-
is:
1. Vegabréfið.
2. Bólusetningarskirteini.
3. Gjaldeyrinn I tékkum.
4. Ykkar eigið ávisanahefti. (til
vara.)
5. Nokkra vasapeninga I lausu.
6. Farmiðann.
7. Lykii að töskunni.
8. Lykil að ibúðinni heima.
9. Ökuskirteini. (Gæti verið
gott).
10. Sólgleraugu og gleraugu,
sem ef til vill eru nauðsynleg.
11. Fyrir sjúkling: lyfseðil, sem
gripa gæti þurft til.
12. Myndavél og filmu.
Þar er
sólríkara
en á
Mallorca
Það er vist litil launung á þvi,
að nokkur atriði skipta megin-
máli hjá landanum, þegar hann
velur sér ferð fyrir sumarfriið.
Formúlan virðist vera í grófum
dráttum sú, að á staðnum sé
feikinóg af sólskini, ódýrt vin,
ódýr matur og nóg um
skemmtanir og skemmtistaði.
Enda kjósa geysilega margir
ferðir til suðrænna sólarlanda
fyrir sumarleyfið sitt, þar sem
þetta er að finna.
Einn staður i viðbót við alla
hina hefur bætzt við. Það er eyj-
an Malta i Miðjarðarhafinu.
Ferðamiðstöðin auglýsti ferð-
ir þangað siðastliðið haust, og
svo aftur um páskana.
Það er margt á Möltu, sem
stendur hinum sólarlöndunum
fyllilega á sporði, og margt i
viðbót, sem skarar framúr.
Sólin. Veðurmælingar i
hundrað ár sýna að á Möltu er
mesta sólskinið af öllum stöðun-
um við Miðjarðarhafið, þ.e.
norðan Afriku. Samt verður
ekki of heitt, vegna sjávargol-
unnar.
Loftslagið. Fáar verksmiðjur
sjávarstraumar og hafgola sjá
til þess, að mengun er ekki til,
hvorki i lofti né i sjó. Þess
vegna er óhætt að baða sig i
sjónum hvar sem er. Og hann er
svo tær, að ein aðalilja túrista er
oft að skoða sjávarlifið.
Vatnið. Tært, og óhætt að
drekka það beint úr krönunum.
Sólbaðsstrendur. Þær eru 11
talsins, dreifðar um eyjuna.
Engin strönd er þó við höfuð-
borgin Valletta, og ferða-
mannahótelin þvi byggð flest i
nokkurra km fjarlægð — við
beztu strandirnar. Möltubúar
auglýsa lika strendur sinar sér-
staklega, vegna þess að þar er
alltaf nóg pláss. Ferðamanna-
ctraumurinn hefur ekki lagt
unai' sig allt þar.
Skemmtanir. Næturklúbbar og
diskótek eru á við og dreif um
eyjuna, flest i höfuðborginni.
Iþrótta- og sportklúbbar i öllum
mögulegum greinum eru starf-
ræktir. Stór golfvöllur er lika á
Möltu.
Möltubúar halda mjög marg-
ar hátiðir — fiesta — yfir
sumarmánuðina. Þá er sungið
og trallað á kvöldin og flugelda-
sýningar eru. Við flest öll hótel
eru sundlaugr, fyrir þá lötu,
sem nenna ekki i sjóbað.
Ef einhver hefur skemmtun af
að sækja kirkju, þá ætti hann að
fá nóg af sliku á Möltu, þvi þar
eru svo óteljandi kirkjur. íbú-
arnir eru lika rammkaþólskir.