Vísir - 30.05.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 30.05.1974, Blaðsíða 16
16 Vfelr — Fcrftablafl 1974 Þor rignir um 280 dago á ári Fœreyjar: Forvitnilegt og „öðruvísi" ferðamannaland Þegar fólk hér á landi hugsar til Færeyja, þá er það sjaldnast, að hug- urinn beinist að þeim sem stað til að eyða sumarleyfi sinu á. En staðreyndin er nú reyndar sú, að Færeyjar hafa upp á ýmislegt að bjóða, sem gera þær vél þess virði að heimsækja þær. Sterk rök liggja að þvi, að islendingar ættu að geta notið vel sumar- leyfisferðar þangað, engu siður en til marg- mennis á sólarströnd- um. Færeyingar eru sú þjóð meðal Norðurlandanna, sem á hvað mest sameiginlegt með okkur Is- lendingum. Tunga þeirra og menning likist mjög svo okkar, og þeir eru orðnir ófáir Færeying- arnir, sem hafa ekki einhvern tlma leitað til íslands i atvinnu- leit, þegar verkefnin heima fyrir voru minni. Færeyjar eru „öðruvlsi” ferða- mannaland, þar er of skýjað til að stunda sólböð, of hvasst til sigl- inga of kalt til að stunda sjóböö. Færeyjar eru „óskaland” einstaklingsins, ef svo má aö orði komast. Þar má komast burt frá tilbúnum ferðamannaiðnaði til þess óvenjulega. Hjá þeim, sem eru orðnir þreyttir á mann- fjöldanum á sólarströndum Evrópu, getur tilbreytingarleysið virzt stórkostleg. Andstæður og tilbreyt- ingarleysi i einu Hér á 62. breiddargráðu er oft stutt á milli veðrabrigða. Vindur- inn rýfur göt á skýjabakkana, sól- in brýzt fram og eyðir þokuklökk- um. Júlimánuður er að jafnaði aðeins 7 stigum heitari en marz. Það rignir að jafnaði i 280 daga á ári. Það verður eiginlega aldrei heitt á sumrin né kalt á veturna. Þegar talað er um veðrið I Fær- eyjum, þá er aðeins hægt að lofa ferðamönnum einu, þvi óvænta. Gamalt og nýtt hlið við hlið Höfuðstaðurinn Þórshöfn er langstærstur bæja I Færeyjum, þótt þar séu aðeins um 11.000 ibú- ar. Bærinn hefur tekið ótrúlegum stakkaskiptum hin siðari ár. Gömlu tréhúsin, ýmist í marg- breytilegum litum eða svört, með torfþökum eða marglitum járn- klæddum þökum, standa við hlið nýtízkulegra stórbygginga úr járni og gleri. Þórshöfn I dag er nokkurs konar smækkuð mynd af nútlma stórbæ með bönkum og skrifstofubyggingum, kvik- myndahúsum, hótelum og stór- verzlunum. Ef einhver hefur heyrt það, en ekki trúaö því, þá er rétt að benda á það sem staðreynd, að eyjarnar eru „þurrar”, það er að segja, þar rlkir bann á sölu áfengis og áfengs öls. Að vísu fá eyjaskeggj- ar að kaupa inn áfengi og öl er- lendis frá, ef vissum skilyrðum er fullnægt, þar á meöal hafi þeir greitt öll sín gjöld til hins opin- bera. Þvi er það svo, að Þórshöfn er sennilega eina hafnarborgin I heiminum, sem ekki býður upp á bari og vlnsölustaði. Ibúafjöldi Færeyja er um 38.000, og á eyjunum eru um 70 þúsund kindur, og kindurnar eru aö heita má alls staöar við hvert fótmál að þvælast fyrir umferð- inni á vegunum og sem aðalréttur á matborðinu. Ferðalög innan eyjanna Tiltölulega auðvelt er að ferð- ast um og á milli stærri eyjanna (Streymoy, Eysturoy, Borðoy, Vágar Sandoy, og Suðuroy), og þá með ýmist áætlunarbilum, leigubilum, ferjum og póstbátun- um. Áætlanir standast yfirleitt nokkuð vel. Ferðir til minni eyj- anna tefjast oft vegna veðurs, og er því oft nauðsyn að gera ferða- áætlanir nokkuð sveigjanlegar. Helzti dvalarstaður ferðamanna I Færeyjum er Þórshöfn, og þar er gistiaðstaða mjög góð. Hótel Hafnia er þar stærst, rúmar 98 gesti, og kostar dvöl þar um 100 krónur (tæpl. 1450 isl.) á sólarhring. Hótel Föroyar er mun minna, en gistingin kostar þar um 60-80 kr. Einnig er um að ræða gistingu á sjómannaheimili og farfuglaheimili, og er það mun ódýrara, kostar gistingin á sjómannaheimili t.d. um kr. 40. Reikna má með, að hver máltið kosti sem svarar um 20 d. kr. Gistiaðstaða er einnig allgóð á hótelum I Runavlk, Klakksvik og Þvereyri, ennfremur eru gisti- heimili I mörgum af minni bæjun- um. Gistingu á einkaheimilum er einnig hægt að koma við vlða um eyjarnar, og hefur feröaskrifstof- an I Þórshöfn milligöngu um það. Hvernig kemst maður þangað og þaðan? Héðan frá tslandi verða ferðir tvisvar I viku I sumar með Flug- félagi tslands á sunnudögum og fimmtudögum. Fargjaldið þang- að er 13.254 kr. En völ er á sérstöku afsláttarfargjaldi, 14 daga fargjaldi, sem flestir hag- nýta sér, og er verðið þá 8.553 kr. Frá Færeyjum til meginlands Evrópu eru daglegar ferðir á veg- um SAS (um Skotland) til Dan- merkur. Skemmtileg hringferð Fyrir þá, sem vilja kosta meiru til og sjá sig meira um.i fram- haldi af Færeyjaferð, þá viljum við benda á skemmtilegan mögu- leika, sem býðst i framhaldi af slikri ferð. Fyrir þá sem hefðu áhuga á að skoða heimsborgina London „I leiðinni”, þá er hægt að fá miða þangað, sem er þannig, að unnt er að hoppa” milli staða á leiðinni, án þess að flugfargjaldið verði hærra en væri um beint flug Reykjavik-London-Reykjavik að ræða. Sem dæmi um slíka ferð mætti taka, að farið sé frá Reykjavik til Færeyja, viðdvöl þar I nokkra daga, þvínæst flogið frá Færeyj- um til Kirkwall á Orkneyjum. I Kirkwall eru nokkur mjög góð hótel, ef áhugi er fyrir dvöl þar. Frá Kirkwall væri siðan flogið til Glasgow. Fyrir þá sem á þvi hefðu áhuga, gæti flugmiðinn eins endað I Glasgow, eða þá hring- feröin væri til Kaupmannahafnar og siðan heim aftur. Verðið á slikri hringferð, sem endaði i Glasgow áður en snúið væri heimleiðis, er nú um 20.000 kr. Ef farið er til London, er verðiö um 24.900. Að sjálfsögðu er bezt að leita nánari upplýsinga um ferðir sem þessar og þá hjá skrifstofu SAS, Flugfélagi Islands eöa ferðaskrif- stofunum. — JR.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.