Vísir - 30.05.1974, Blaðsíða 10

Vísir - 30.05.1974, Blaðsíða 10
10 Vísir — Ferðablað 1974 BANGKOK Ævagamlar austurlenzkar hefðir ásamt vestrænum áhrifum setja mark sitt á milljónaborgina Bangkok. Óbrotin valviðarhús standa innan um stórverzlanir og stór fjölbýlishús. Á fljótandi mörkuðum hins liðna tima er líka hægt að gera innkaup. Einkum er fengur i silfurmunum og gim- steinum, sem fást þar á vægu verði. Vert er að hafa i huga, að listgrein viðskiptanna í Bangkok er sú að geta prúttað af nógu mik- illi snilld. Þegar tekin er ákvörðun um það, hvenær halda skuli til Bang- kok, er rétt að taka. tillit til þess, aö þar er hitabeltisloftslag, og er árinu skipt i þrjú timabil: „kalda timabil” nóv.-febr., hiti fer ekki undir 20 stig, „heita timabil” marz-júli, hiti nær þá oft allt að 40 stigum og loks „regn timabilið” júli-okt., en þá falla ein eða tvær regnskúrir úr lofti yfir daginn og þornar skjótt á milli. „Hvar er sólbaðsströndin?” spyr sjálfsagt einhver. Stærsta sólbaðsströnd Thailands er Pattaya á strönd Siamsflóans, en þangað er hálfs annars tima ferð frá Bangkok. En þeir, sem komnir eru alla leið til Bangkok, eru sjálfsagt, helzt á þeim buxunum að skoða sig um, úr þvi að til Austurlanda er komið. Og þeir, sem þannig eru stemmdir, skipta gjarnan á ströndinni og ferð til staða eins og t.d. Singapore, Penang, Tokyo, Hong Kong, Osaka, Kina, Delhi, Dacca, Saigon, Manila eða Dja- karta, svo eitthvað sé nefnd. SAS hefur skipulagt ferðir til Bangkok, en sé farið með þvi flugfélagi, getur ferð til Bangkok og ferð þaðan til einhverra ná- grannastaðanna, sem áður eru nefndir, kostað i kringum hundr- að þúsund isl. krónur. Til viðmið- unar má geta þess, að ferð beint til Hong Kong, til að mynda, getur kostað allt að hundrað og sjötiu þúsund krónur. AFRIKA SAS fer einnig til Afriku og fjölgar þeim stöðugt sem héð- an fara i þá áttina. Þar eru enn til óspjallaðir staðir. Þar er hægt að sjá nashyrninga og fíla, og á hin- um viðáttumiklu grasivöxnu sléttum má sjá stórar hjarðir af antilópum og visundum. Þar má lika sjá zebrahesta og tigulega giraffa, og i vatnsbólinu velta i V ' ' ■ w. v.' •;- ■ * , ' T3ÍX tScr-, Vv ' ^ m:, ■ > • , •v / '} fí Þegar minnzt er á ferðir til sól- arlanda, kemur manni ósjálfrátt i hug Costa del Sol og Mallorca. Þangað hefur landinn sótt i æ rik- ara mæli til að verða sér úti um brúnan lit á kroppinn. En það eru fleiri sólríkir staðir farnir að laða til sin tsiendinga upp á siðkastið og má þar m.a. nefna Möltu, sem fjallað er um hér á öðrum stað i blaðinu, auk staða eins og t.d. Suður-Portúgals, Kanaríeyja, Fiórida, ttaliu, Grikklands, Júgóslaviu og Rúmeniu. Og siðast en ekki sizt má nefna Bangkok, en þaðan er svo hægt að komast til enn fleiri staða, sem fæst okkar þekkja —ja, nema þá úr ævintýr- um.... Onnur bezta í heimi Ljósmyndavélar og útvarpstœki seljast bezt í Fríhöfninni •## Það, sem mest er selt af í Fri- höfninni á Keflavikurflugvelli, eru Ijósmyndavélar og útvarps- tæki, auk þess sigilda, sem allir fá sér, sælgæti, sigarettur og vin. Söluaukning licfur verið afar mikil á síðustu árum. Arið 1970 var selt fyrir 105 milljónir króna — árið eftir var upphæðin 151 milljón króna. 1972 var selt fyrir 205 milljónir króna og i fyrra fyrir 205 milljónir króna, sagði Sigur- jón Guðbjörnsson, þegar við ræddum við hann um Frihöfnina og það, scm mest er keypt þar. Frihöfnin á Keflavikurflugvelli er af kunnáttumönnum talin hin „önnur bezta i heimi”. Þegar talað er um aðra beztu er auðvitað miöað við verðlag. Það er sem sagt ódýrt aö verzla i fri- höfninni hér — aðeins frihöfnin á flugvellinum I Amsterdam selur að jafnaði á lægra verði, en fyrir kemur þar eins og annars staðar, að verðlag er hærra en hér. Hins vegar eru auðvitað til margar fri- hafnir viðs vegar um heim, sem hafa f jölbreyttara úrval á boöstólum en gerist á Keflavikur- flugvelli. Ljósmyndavélar og útvarps- tæki. Það eru þeir hlutir, sem flestir fá sér, þegar þeir koma við i Frihöfninni á leið til útlanda. En sá böggull fylgir skammrifi, að hámark þeirrar upphæðar toll- frjálst er innan við sex þúsund krónur, sem koma má meö i einum hlut. Þetta þýðir að yfir- leitt eru ódýrar ljósmyndavélar og útvarpstæki til sölu i Frihöfn- inni hér — af dýrari tækjum veröur að greiða toll umfram sex þúsundin. Fólk kaupir þvi nær undantekningarlaust þær vélar og tæki, sem kosta innan við sex þúsund krónur. Þessi tæki eru að miklum meirihluta frá Japan og er það vegna eftirspurnar — al- menningur vill kaupa japanskar vörur. Ekki liggja fyrir tölur um það, hvað mikið fólk sparar sér á þvi að kaupa ljósmyndavélar og út- varpstæki i Frihöfninni miðað við að keypt sé i verzlunum — slikt gefa starfsmenn Frihafnarinnar ekki upp, en allir vita, að það eru talsverðar upphæðir eins og tollum er háttað. Þess er rétt að geta, að fólk tekur vissa áhættu, þegar það kaupir slika hluti i Fri- höfninni. Það er aðeins gefin kassakvittun fyrir kaupunum og rétt að hafa þær, þegar komið er heim aftur og hluturinn sýndur tollvörðum. Til þess er ætlazt og án kassakvikkunarinnar hafa tollverðir enga vissu fyrir þvi, að keypt hafi verið i Frihöfninni á Keflavikurflugvelli. Starfsmenn Frihafnarinnar banna engum að kaupa hjá sér — en benda á þessar takmarkanir — og siðan er áhættan kaupandans einkum ef um dýrari hluti er að ræða. Þá er það hið sigilda. 1 reglu- gerö segir, að hægt sé að kaupa sælgæti innan eðlilegra tak- marka. Þessu er ekki framfylgt út i yztu æsar og talið aö hin eðli- legu takmörk séu 1500 krónur á mann. Nú, og það er talsvert slikkeri, sem fæst fyrir þá upphæð. Hver farþegi kominn á lögaldur má hafa meö sér toll- frjálst eina flösku af sterku vini, og einn lltra af léttu. Karton af sigarettum. En það er hægt að kaupa meira við heimkomu. Já, það má framvisa i tolli þreföldu magni, og er þá tekið ákveðið gjald af hverri flösku. Þetta getur munað talsverðu, miöað við útsöluverð i áfengisverzlunum hér, einkum ef um dýrari vintegundir er að ræða. Söluaukning hefur verið mjög mikil hjá Frihöfninni. Salan 1973 varð 101 milljón króna meiri en árið áður. Aukningin stafar af miklum hækkunum á innkaups- verði hjá Frihöfninni og fjáðari farþegum, auk þess, sem utan- ferðir hafa aukizt. Islendingar hafa yfirleitt alltaf talizt til hinna fjáöu farþega — en mikil breyting hefur orðið á þar hjá út- lendingum, sem koma i Fri- höfnina til að verzla. Erlendir farþegar Loftleiða eru nú mun fjáðari en þeir, sem ferðuðust með félaginu fyrir nokkrum árum. Likur eru á þvi I ár, að um mikla söluaukningu verði að ræða frá 1973. En snúum okkur aftur að verzlunarborðum Frihafnar- innar. Þar er fleira á boðstólum en það, sem nefnt hefur verið hér aö framan. Ilmvötn eru alltaf ofarlega á vinsældalista kvenfólksins — kveikjarar hjá karlmönnum, úr hjá báðum kynjum, svo fátt eitt sé talið. Þeir, sem ætla i utanför, geta einnig pantað ákveðinn hlut hjá Frihöfninni með góðum fyrir- vara, og tekið hann með sér, þegar að utanförinni kemur. flóðhestar sér makindalega i leðj- unni. í Austur-Afriku er sömuleiðis hægt að sjá frumstæðan land- búnað, töfralækna og galdra- menn, ævagamlar venjur og framandi trúarsiði, sem fylgt hafa ibúunum frá alda öðli fram á þennan dag. En það má ekki gleyma þvi að i Austur-Afriku er einnig að finna töfra borgarlffsins, þar sem gam- alt og nýtt blandast saman. Ein viöáttumesta og vinsælasta bað- ströndin á þessum slóðum heitir svo Mombasa við Indlandshaf. ÍTALIA ítalska Rivieran freistar margra. En sé farið til ttaliu, er óhjákvæmilegt annað en að skoða sig um i stórborginni Milanó eða þá Róm, borginni eilifu.” ítalía er, eins og sérfræðing- arnir segja, þrungin fegurð allt frá hinum töfrandi vötnum við rætur Alpafjallanna, Lago Maggiore og Como, suður til hinnar undurfögru eyjar Kapri. Feneyjar með rómantiskum „Gondóla”-ferðum og Markúsar- kirkjunni, listagersemar Flórens, Skakki turninn i Pisa, hin helga borg Assis og hinar dularfullu rústir Pompej, eru viðkomustaðir þeirra, sem vilja sjá það mark- verðasta á ttaliu — um leið og hörundið dökknar. PORTÚGAL Hagstætt verðlag og mikil aukning á allri aðstöðu fyrir ferðamenn hefur orðið þess vald- andi öðru fremur, að æ fleiri Islendingar fara i sumarleyfinu sinu til Portúgal. Höfuðborgin Lissabon, sem er reist á sjö hæðum við ósa árinnar Tejo, er gjarnan fyrsti áningar- staður þeirra, sem heimsækja Portúgal. Þetta er glaðvær borg á suðræna visu, og þar þarf enginn að vera iðjulaus, hvort heldur hann vill fara i búðir og verzla, skoða listasöfn og frægar minjar ellegar skemmta sér i samkomu- húsum. Aðeins 25 km frá Lissabon er svo einn af tizkubaðstöðum Evrópu, Estoril, en þar eru ný- tizku hótel, veitingahús, nætur- klúbbar og spilaviti. Og þá má ekki heldur gleyma portúgölsku eyjunni Madeira, sem er stærst fimm eyja i eyjaþyrpingu um 800 km suð- vestur af Lissabon. Þar er fjöl- brpytt fegurð, mikill gróður og aldrei óþægilega heitt. AÞENA Þeir, sem gera vilja hlé á Spánarferðum eitt sumar, en vilja samt verða sólbrúnir, leita margir til Grikklands. Þar er það Aþena, sem laðar að. Akrópólis gnæfir yfir borginni, sem geymir ótal margar minjar fortiðarinnar. Það getur verið gaman að reika um borgina: um Plaka, eða gömlu borgina, með fjörlegum markaðstorgum og sér- kennilegum krám, þar sem heyra má þjóðlög og sjá þjóðdansa, eða um glæsilegar breiðgötur og torg nýju borgarinnar, sem iðar af lifi nætur og daga. Það er til Aþenuborgar, sem mestu fjöldi auðkýfinga og kvikmyndastjarna leitar i frltim- um sinum. SPÁNN Það, að yfir 24 milliónir ferða- manna skuli hafa heimsótt Spán á siðasta ári, talar sinu máli. Þrátt fyrir hinn gifurlega fjölda ferðamanna, sem þar kemur, eru Spánverjar ósnortnir af áhrif- um þeirra. Þeir hafa jafnvel fæst ir lært tvö algengustu orð enskrar tungu, „Yes” eða „No”. Kunnáttuleysi þeirra i tungumál- um er þeim samt enginn fjötur um fót. Spánverjarnir geta bjarg- að sér með þolinmæðinni — ef ferðamaðurinn getur það sömu- leiðis. Annars eru það útsendar- ar ferðaskrifstofa, hótel- og skemmtistaðahringa, sem þjóna ferðamönnunum. Sjálfir eiga Spánverjar fæst þeirra hótela, sem risið hafa við strendur þeirra á undanförnum árum. Þeir láta sér lynda að vinna þar við lægst launuðu þjónustustörfin — nú eða þá þaö að byggja enn fleiri hótel. Verðlagið á Spáni á sennilega mestan þátt i þvi, hve vinsældir landsins eru miklar. Gisting, matur og annað þar fram eftir götunum er selt mjög lágu verði á okkar mælikvarða, enda er það einna helzt á Spáni, sem dag- launamaðurinn frá tslandi getur leyft sér að taka á leigu ibúð m.eð öllu tilheyrandi. Óþarft ætti að vera að telja hér upp vinsælustu sólbaðsstaði Spánar. Það hafa jú allir heyrt getið um Mallorca, Costa del Sol, Ibiza og Costa Brava. Frá þess- um stöðum er svo hæglega hægt að komast i eins eða tveggja daga ferðir yfir til Marokkö eða Algeirsborgar til að mynda. KANARÍ- EYJAR Þó að Kanarieyjaklasinn sé undir yfirráðum Spánverja, er rétt að geta þeirra hér sérstak- lega. Eyjarnar eru sjö talsins og liggja úti fyrir vesturströnd Af- riku. Gran Canaria er þriðja stærsta eyjan i eyjaklasanum, en þar eru Las Palmas og Playa, staðirnir, þar sem svo margir tslendingar hafa eytt dögum vetrarins. Þar eru tilvaldir staðir jafnt fyrir þá er leita vilja hvildar og friðar og þá, sem komast vilja á glæsilega og fjöruga nætur- klúbba. Sólin skin þar hins vegar jafnt yfir fjörkálfa og rólegheita- fólk. Nú, og svo er lika sólrikt i Júgóslaviu og Rúmeniu. — ÞJM '

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.