Vísir - 05.06.1974, Blaðsíða 16

Vísir - 05.06.1974, Blaðsíða 16
Austan eöa norðaustan gola eða kaldi. Skýj- að með köflum. Hiti f dag 9 til 12 stig, i nótt 7 til 8 stig. Vfsir. Miðvikudagur 5. júni 1974 Þegar Bandarikjamennirnir Bob Hamman og Bob Wolff frá Dallas urðu heimsmeistarar i tvimenningskeppni á dögun- um á Kanarieyjum, fékk Wolff mjög góða skor fyrir eftirfar- andi spil — fjögur hjörtu i suð- ur. Vestur spilaði út tigul- drottningu — og Wolff vann 4 hjörtu! A D762 V G42 ♦ Á6 * Á1052 A A83 V D93 ♦ DG85 * K86 4 K954 V 87 4 10742 * G74 4 G10 V AK1065 ♦ K93 * D93 Wolff tók útspilið á ás blinds og spilaði litlum spaða á gos- ann. Vestur tók á ás og spilaði aftur tigli. Tekið á kónginn og hjartaás spilað. Þá var tigull trompaður i blindum og hjarta svinað. Vestur fékk á drottn- ingu. Hann spilaði siðasta tigli sinum. Wolff trompaði og spil- aði siðan báðum trompum sin- um. Austur kastaði fyrst laufi — og þegar vestur lét spaða i siðasta trompið (mistök) kastaði austur aftur laufi (mistök). Nú hafði Wolff vald á spilinu — hann kastaði laufatiu úr blindum á siðasta tromp sitt. Laufi var spilað á ásinn og siðan litlum spaða frá blindum. Austur má ekki drepa þvi þá verður hann að spila spaða upp i D-7 blinds. Hann gaf þvi — Wolff fékk á ti- una og D-9 hans i laufi sá fyrir tiunda slagnum gegn K-8 vesturs. Á skákmótinu i Hastings i vetur kom þessi staða upp i skák Adorjan, Ungverjalandi, sem hafði hvitt og átti leik, og Basman, Bretlandi. 24. c6 — Hc4! 25. cxd7 — Hxd7 26. Hxd7 — Dxd7 27. Bc3 — Bd4 28. Re2 —Bxf2! 29. Kxf2 — Da7+ 30. Kel — Rg4 31. Rd4 — Hxd4! 32. Bxd4 — Dxd4 33. Dc5 — Dd3 34. Hc2 — Re3 35. Hd2 - Rxg2. Gefið. Reykjavik Kópavogur. Dagvakt:kl. 08.00— 17.00 mánud. — föstudags, ef ekki næst i heimilislækni simi 11510. Kvöld- og næturvakt: kl. 17.00 — 08.00 mánudagur — fimmtudags, simi 21230. llafnarfjörður — Garðahreppur Nætur- og helgidagavarzla upplýsingar i lögreglu- varðstofunni simi 50131. A laugardögum óg helgidögum eru læknastofur lokaðar, en læknir er til viðtals á göngudeild Landspitala, simi 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfja- búðaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgidaga- varzla apóteka vikuna 31. mai til 6. júní er i Lyfjabúðinni Iðunni og Garðsapóteki. Það apótek, sem fyrr er nefnt, annast eitt vörzluna á sunnu- dögum, helgidögum og almennum fridögum. Einnig næturvörzlu frá kl. 22 að kvöldi til kl. 9 að morgni virka daga, en kl. 10 á sunnudögum, helgidögum og almennum fridögum. Kópavogs Apótek. Opið öll kvöld til kl. 7 nema laugardaga til kl. 2. Sunnudaga milli kl. 1 og 3. Slysavarðstofan: simi 81200, eftir skiptiborðslokun 81212. Sjúkrabifreið: Reykjavik og Kópavogur simi 11100, Hafnar- fjörður simi 51336. Tannlæknavakt er i Heilsu- verndarstöðinni viö Barónsstig alla laugardaga og sunnudaga kl. 17-18. Simi 22411. Itafmagn: f Reykjavik og Kópa- vogi i sima 18230. 1 Hafnarfirði, simi 51336. Hitaveitubilanir simi 25524 Vatnsveitubilanir simi 35122 Simabilanir simi 05. Frá Kvennaskólanum I Reykja- vík. Þær stúlkur, sem sótt hafa um skólavist i Kvennaskólanum næsta vetur, eru beðnar um að koma til viðtals i skólann mið- vikudaginn 5. júni kl. 8 siðdegis og hafa með sér prófskirteini. Frá Orlofsnefnd húsmæðra I Reykjavik. Skrifstofa nefndar- innar að Traðarkotssundi 6 verð- ur opnuð þriðjudaginn 4. júni. Verður tekið á móti umsóknum um orlofsdvöl frá kl. 3-6 alla virka daga nema laugardaga. Árbæjarsafn 3. júni til 15. sept. verður safnið opið frá kl. 1-6 alla daga nema mánudaga. Leið 10 frá Hlemmi. Borgarspitalinn, Endurhæfingar- deild. Sjúkradeildir Grensási: Heimsóknartimi daglega 18.30- 19.30, laugardaga og sunnudaga einnig 13.00-17.00. Sjúkradeild Heilsuverndarstöð: Heimsóknar- timi daglega 15.00-16.00 og 18.30- 19.30. Reykjavik: Lögreglan simi 11166, slökkvilið og sjúkrabifreið, simi 11100. Kópavogur: Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan simi 51166, slökkvilið simi 51100 sjúkrabifreið simi 51336. Kvenfélag Bústaðasóknar 3ja daga sumarferð verður farin 21. júni austur að Kirkjubæjar- klaustri og i öræfin. Þær konur, sem ætla með, vinsamlegast mæti I félagsheimilinu 13. júni kl. 8.30. Ferðanefndin. D-lista skemmtun — fyrir starfsmenn yngri en 18 ára. Annað kvöld verður haldin skemmtun i Sigtúni fyrir það starfsfólk D-listans á kjördag, sem ekki hefur náð átján ára aldri. Skemmtunin mun hefjast kl. 9 og standa til kl. 1, hljóm- sveitin Islandia mun leika fyrir dansi ásamt söngkonunni Þuriði Sigurðardóttur, og auk þess munu verða skemmtiatriði. Þeir starfsmenn D-listans, sem ekki eru orðnir 18 ára, geta sótt boðsmiða á skrifstofu Fulltrúa- ráðsins að Siðumúla 8 og I Galtaíell, Laufásvegi 46, kl. 9-5 þriðjudag og miðvikudag. Heiðmerkurferð. I kvöld (miðvikudag) kl. 20, frá B.S.Í. Fritt. Kvenfélag Laugarnes- sóknar. Sumarferð verður farin laugar- daginn 8. júní kl. 1. e.h. Vinsam- lega hafið samband við Jóhönnu i sima 83971 eða Guðrúnu I sima 32777. Húsmæðrafélag Reykjavikur Aðalfundurinn verður þriðjudag- inn 11. júni 1974 i Félagsheimilinu Baldursgötu 9 og hefst kl. 8.30 e.h. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagskonur fjölmennið. Stjórnin. Frá orlofsnefnd hús- mæðra í Reykjavik. Skrifstofa nefndarinnar að Traðakotssundi 6 verður opnuð þriðjudaginn 4. júni, Verður tekið á móti umsóknum um orlofsdvöl frá kl. 3-6 alla virka daga, nema laugardaga. Kristniboðssambandið Fórnarsamkoma verður I kristni- boðshúsinu Betaniu, Laufásvegi 13, i kvöld kl. 20:30. Séra Halldór S. Gröndal talar. Allir eru velkomnir. Hörgshlið 12 Almenn samkoma — boðun fagnaðarerindisins i kvöld mið- vikudag kl. 8. Minningarkort Styrktars jóðs vistmanna Hrafnistu D.A.S. eru seld á eftirtöldum stöðum i Reykjavik, Kópavogi og Hafnar- firði: Happdrætti DAS. Aðalum- boð Vesturveri, simi 17757. Sjó- mannafélag Reykjavikur Lindargötu 9, simi 11915. Hrafnista DAS Laugarási, simi 38440. Guðni Þórðarson gullsm. Laugaveg 50a„ simi 13769. Sjó- toúðin Grandagarði, simi 16814. Verzlunin Straumnes Vesturberg 76, simi 43300. Tómas Sigvaldason Brekkustig 8. simi 13189. Blóma- skálinn við Nýbýlaveg Kópavogi simi 40980. Skrifstofu sjómanna- félagsins Strandgötu 11, Hafnar- firði, simi 50248. | í DAG j I KVÖLD | í DAG | í KVÖLP | Útvarp kl. 19,35: Landslag og leiðir Við Arnarfiðrð „Ég tala um Ketildali, Norð- urströndina, Selárdalinn og fleira i þessum seinni þætti minum um Arnarfjörð”. Þetta sagði Andrés Daviðsson liffræðikennari, sem sér um þáttinn „Landslag og leiðir” i kvöld. Hann talar um Hringsdal, en hann er kenndur við Hring, fornan kappa og hetju. Sagnir ganga um að sagan um Hring sé týnd fornsaga, en sagnamenn i Ketildölum kunna að rekja efni hennar. Nú, við vitum að Hannibal býr I Selárdalnum og fróðlegt að fá fregnir frá þeim dal. Anflrés minnist á Hrafnseyri, sem Jón Sigurðsson forseti er frá og fleiri góðir menn. Norður- ströndin er sagnasvið Guð- mundar Hagalins og fæðíngar- sveit. Sjálfur er Andrés alinn upp á kærleiksriku heimili I Ketildöl- um, svo að hann ætti að þekkja þarna vel til. _ f.VI— UTVARP 13.30 Með sinu lagi. Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Siðdegissagan: „Vor á bilastæðinu”eftir Chiistiane Rochefort. Jóhanna Sveins- dóttir þýðir og les (7). 15.00 Miðdegistónleikar: Nor- ræn tónlist. 16.20 Popphornið 17.10 Tónleikar 17.40 Þáttur fyrir yngstu hlustendurna.Sögur, söngv- ar og ljóð. Gyða Ragnars- dóttir sér um þáttinn. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvoldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Landslag og leiðir. Ein- ar J. Guðjohnsen fram- kvæmdastjóri talar um gönguleiðir úr Þórsmörk. 20.00 Norski blásarakvintett- inn leikur. Kvintett fyrir blásara op. 50 eftir Egil Hovland og Serenötu fyrir fimm blásara op. 42 eftir Fartein Valen. 20.20 Sumarvaka.a. Þáttur af Húseyjar-Gvendi. Halldór Pétursson segir frá. b. Brák. Guðmundur Þor- steinsson frá Lundi flytur frumort söguljóð, þar sem fjallað er um Egil Skalla- grimsson og fóstru hans Þorgerði brák. c. Kórsöng- ur. Kammerkórinn syngur lög eftir Isólf Pálsson, Pál ísólfsson, Björgvin Guð- mundsson, Salómon Heiðar og Sigfús Einarsson. Eygló Viktorsdóttir syngur ein- söng. Ruth L. Magnússon stj. 21.30 Utvarpssagan: „Gatsby hinn mikli” cftir Francis Scott Fitzgerald. Atli Magn- ússon byrjar lestur þýðing- ar sinnar. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvef. Örn Bjarnason sér um þáttinn. Meðhonum koma fram Ein- ar Vilberg og Hannes Jón. 22.40 Nútimatónlist. -v í V -v ' ■ í •••■*'•: a V"/; ' 'I t r ■ - ■■ 'J* Andrés Daviösson liffræðikennari bendir okkur á Arnarfjörö, en um hann fáum við að fræöast I kvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.