Vísir


Vísir - 14.06.1974, Qupperneq 6

Vísir - 14.06.1974, Qupperneq 6
6 Vísir. Föstudagur 14. júni 1974 visir tltgefandi: F’ramkvæmdastjóri: Kitstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastj. erl. frétta: Auglýsiu'gastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Askriftargjald 600 kr 1 lausasölu 35 kr. ein Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Ilelgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Ilverfisgötu 32. Simar ll(i(!0 Sfifill Hverfisgötu 32. Simi 86611 Siðumúia 14. Simi Sfifill. 7 linur á mánuði innanlands. takið. Blaðaprent hf. Kosningaveizla fjárglæframanna Smjörið er orðið ódýrara en smjörlikið, kartöfl- urnar ódýrari en útsæðið og mjólkin er á sama verði og undanrennan. Kosningaveizla rikisstjórnarinnar stendur nú sem hæst. Veizluföngin renna út eins og heitar lummur. Auðvitað keppast veizlugestir við að fylla frystikistur sinar af þessum veizluföngum. Og næst fara menn að leigja sér frystihús til að koma sem mestum veizluföngum fyrir, meðan veizlan helzt. Allir vita, að veizlan stendur rétt fram yfir kosningar og ekki stundinni lengur. Það merkilegasta við þessa veizlu er, að enginn borgar hana. Vinstristjórninni finnst slikt vera ómerkilegt atriði, sem viðtakandi rikisstjórn geti séð um eftir kosningar. Rikissjóður hefur ekki efni á þessari veizlu. Hann vantar tvo milljarða króna til að ná endum saman á fjárlögum ársins. Hann vantar þar á ofan marga milljarða i ýmsa helztu sérsjóði hins opinbera. Unga fólkið fær ekki húsnæðismálalán, af þvi að 1,3 milljarða króna vantar i þann sjóð. Og vegagerð stöðvast viða um land, af þvi að tvo milljarða króna vantar i vegasjóð. Fyrir utan þetta vantar svo ótalda milljarða til að hindra gjaldþrot og hrun ýmissa undirstöðuat- vinnuvega þjóðarinnar, sem verðbólgan hefur komið á heljarþröm. Lýsing hagrannsóknadeildar rikisins á þessu ástandi er stuttaraleg: „Efnahagsveðramótin framundan eru svo skörp og vandamálin, sem þeim fylgja, svo alvarleg, að varla er of fast að orði kveðið, þótt ástandið framundan sé nefnt: Hættuástand.” Samt þykist rikisstjórnin hafa ráð á að halda landsfólki öllu mikla kosningaveizlu i smjöri, mjólk, kartöflum og kindakjöti. Hún gerir það með þvi að gefa út gúmmitékka á ekki aðeins innistæðulausan, heldur stórskuldugan reikning i Seðlabankanum. í staðinn fær Seðlabankinn að minnka yfirdrátt bankanna og þeir fá að bæta sér það upp með þvi að binda 25% innflutningsverðmætis ofan á sjálft innflutningsverðmætið. Þetta er ekki aðeins ævintýralegur og ábyrgð- arlaus leikur með fjármuni. Rikisstjórnin stundar hreina og beina fjárglæfra. Þvi lengur sem gjaldþrota rikisstjórn fær að halda veizlur út og suður og setja allt verðmæta- mat á annan endann, þeim mun þyngri verður eftirleikurinn, þegar ábyrgum aðilum verður fal- ið að hreinsa út flórinn. Almenningur getur auðveldlega séð, hve grát- legur skripaleikurinn er orðinn, þegar i verzlun- um eru hlið við hlið vörur, sem ýmist eru nánast ókeypis eða rándýrar, og enn aðrar vörur upp- gengnar vegna hinna nýju innflutningshafta. Fólk veit, að fjárglæfrar rikisstjórnarinnar geta aðeins haft illan endi og þvi verri, sem þeir fá að standa lengur. Þess vegna munu ábyrgir kjósendur taka sam- an höndum 30. júni og ná tékkheftinu af veizlu- stjórum vinstristjórnarinnar, áður en þeir eru búnir að setja þjóðarbúið i heild varanlega á höfuðið. -JK SETUR ÆRUÞJÓFUM ÚRSLITAKOSTINA ,,Ég er ekki trúaður á, að það sé mögulegt ráðhcrra að móta utan- rikisstefnu Bandarikjanna, á meðan æra hans og traust eru dregin i efa”, sagði dr. Henry Kissinger utanrikisráðherra á blaðamannafundinum á dögun- um i Salzburg. ,,Ef það fæst ekki á hreint, þá segi ég af mér.” Þótt varpað hefði verið sprengju inn i fundarsalinn, er óvist að viðbrögðin, sem siðan hafa orðið viðsvegar um heim, hefðu orðið á nokkurn hátt meiri. Þetta var i anpað sinn á einni viku, sem utanrikisráðherrann lét tilfinningarnar yfirbuga sig, þegar simhlerunarmálið bar á góma. Almennt hafa menn brugðizt við þessum reiðisvörum Kissingers á þann veg, að þeir liti isvo á, að hreint engin ástæða sé fyrir hann að segja af sér. Þar fyrir utan skiptast menn i marga hópa, þegar þeir reyna að geta sér til um skýringuna á yfir- lýsingum Kissingers. Sumir vilja telja hann eðlilega þreyttan eftir 34 daga samningaþóf og þeyting milli deiluaðilanna fyrir botni Miðjarðarhafsins og alla þá spennu, sem þvi hlýtur að hafa verið samfara — Aðrir telja að hér geti verið tilraunir til að leiða athyglina frá „Watergatemál- inu” með þvi að „gera uppistand annars staðar” — sem sé greið- vikni við Nixon forseta. — Enn aðrir vilja svo halda, að þetta sé þvert á móti einmitt enn einn bresturinn, sem komi undan Watergateþrýstingnum. En langflestir eru þó þeir, sem eru svipaðrar skoðunar og Hubert Humphrey þingmaður, sem varð að orði: „Mig langaði til að segja við hann sem vin: Ekki hætta, slakaðu heldur ögn á”. Þótt einn og einn tæki i sama streng og Gerald Ford varafor- seti, sem sagði: „Afsögn mundi verða afdrifarik fyrir friðinn” — þá voru allmargir stjórnmála- menn, sem brugðust illa við hug- myndinni um að láta setja sér afarkosti. Þegar krafa Kissingers gat i augum sumra þeirra túlkazt sem svo: „Annaðhvort þegið þið, eða ég er hættur”, — vildu þeir spyrna ögn við fótum. Lowell Weicker, eini þingmaður repú- blikana, sem greiddi á sinum tima atkvæði gegn þvi, að Kissinger yrði gerður að utan- rikisráðherra sagði: „Við komum ekki til með að nema stjórnarskrá Bandarikjanna úr gildi fyrir nokkurn Ameriku- mann, sama til hve mikils er að vinna”. Upphaf þessarar uppákomu er að finna i ársgömlu máli, þegar Kissinger var kvaddur fyrir rannsóknarnefnd þingsins og krafinn skýringa á hvað hæft væri i þvi, að hann hefði fyrir- skipað, að simar starfsfólks utan- rikisráðuneytisins yrðu hleraðir. Þessar hleranir áttu að hafa þótt nauðsynlegar til að hafa uppi á og þétta siðan upplýsingaleka til fjölmiðla og annarra aðila úr ráðuneytinu. Kissinger þvertók þá fyrir að hafa gefið nein slik fyrirmæli. Kannaðist hann hins vegar við að hafa látið i té, þegar að honum var lagt, lista yfir þá starfsmenn ráðuneytisins, sem hefðu aðgang að trúnaðarskjölum og gætu fyrir þær sakir hafa lekið upplýsingun- um. Rannsóknarnefndin tók yfir- lýsingar Kissingers góðar og gildar, og i augum almennings var hann hreinsaður af þessum áburði — En einn og einn efa- semdamaður hefur þó af og til skotið upp kollinum, sem kynt hefur undir. Upp úr sauð hjá Kissinger, þegar núna á dögunum blaða- maður einn dró þetta gamla mál fram i dagsljósið og spurði hann enn og aftur, hvað væri hið sanna i málinu. — Honum varð auð- sjáanlega meira um spurninguna en svo, að hann væri búinn að gleyma henni tveim dögum siðar, þegar hann hélt blaðamanna- fundinn i Salzburg, þvi þar hóf hann sjálfur máls á henni og gömlu simhlerunarkærunni. Tildrög þess að blaðamaðurinn fitjaði upp á málinu á nýjan leik, var kvittur, sem kominn var aftur á kreik um, að Kissinger væri meira viðriðinn simahleranirnar en hann hefði viljað vera láta. New York Times fullyrti i frétt, að skýrsla FBI segði, að Kissinger eða fulltrúi hans fyrr- verandi hefðu fyrirskipað sima- hleranirnar. Joshua Eiiberg þingmaður, einn fulltrúanna i rannsóknar- nefnd þingsins, sagði berum orðum i viðtölum, að „rann- sóknarnefndin hefði öruggar sannanir fyrir þvi, að Kissinger hefði átt þátt i að hrinda sima- hlerununum i gang”. — „Gögn þessi stangast greinilega á við framburð hans, þótt ég segi ekki, að hann hafi logið”, sagði þing- maðurinn. Slikur áburður kastar óneitan- lega stærri skugga, þegar um er að ræða áhrifamann á borð við þingmann, sem þar að auki ætti að vita þeim mun betur, um hvað hann er að tala, sem hann á sæti i rannsóknarnefndinni, er fjallaði um málið. Kissinger krafðist þvi þess, að rannsóknarnefndin tæki málið fyrir aftur til athugunar og hann fengi annað tækifæri til þess að hreinsa sig af ámælunum. — Þvi hefur honum verið lofað, eins og fram hefur komið i fréttum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.