Vísir - 14.06.1974, Page 9

Vísir - 14.06.1974, Page 9
.8 Vlsir. Föstudagur 14. júni 1974 Visir. Föstudagur 14. jú.il 1974. 9 l/MM 74 Heimsmeistarakeppnin 13. júní - 7. júlí 1974 Júgóslavar óheppnir að vinno ekki Fyrsti leikur HM olli miklum vonbrigðum — allir höfðu búizt við miklu betri leik hinna miklu knatt- spyrnuþjóða, Brazillu og Júgóslaviu. Heimsmeistarar Brazillu höfðu nokkra afsökun vegna þess, að rigning var, þegar leikurinn var háður i gærdag i Frankfurt — þeir eru vanir sólbökuðum völlurn. Eftir að Brazilia hafði fengið tvö fyrstu tækifæri leiksins yfirtóku Júgóslavar leikinn drifnir áfram af frá- bærum leik Oblak, sem var langbczti maður vallarins. t siðari hálflciknum fékk lið Júgóslava ágætt tækifæri til aö skora — en tókst ekki, og hjálpaðist þar að nokkur óheppni, auk klaufaskapar. Taugaspenna einkenndi mjög leik beggja liða — nákvæmlcga sama og einkenndi fyrsta leik HM 1966 milli Eng- lands og Uruguay, og fyrsta leikinn 1970 milli Mexikó og Sovétrikjanna. Ekkert mark var þá skorað — frekar en nú. 62 þúsund sáu leikinn — 600 milljónir beint i sjónvarpi, og hundruð milljóna hlustuðu að auki á lýsingu i útvarpi. Það var hægt að velja úr mörgum tungumál- um á stuttbylgjunum I gær meðan leik- urinn stóð yfir. 1. deild Staðan í 1. deild eftir leikinn i gær- kveldi: Fram-Akranes 1:1 Akranes Víkingur KR Keflavik tBV Fram Valur Akureyri 5320 10:3 8 4211 6:4 5 4211 5:4 5 4202 6:5 4 4121 4:4 4 5032 6:8 3 4031 4:5 3 4103 1:9 2 Markhæstu menn: Matthias Hallgrimsson, Akran. 4 Kári Kaaber, Viking 3 Jóhann Torfason, KR 3 Steinar Jóhannsson, Keflavik 3 Teitur Þórðarson, Akran. 3 Næstu leikir: Laugardagurinn 15. júni i Vestmannaeyjum kl. 14.00 IBV- KR.....Keflavlk kl. 16.00 Keflavik- Vlkingur og Laugardalsvöllur kl. 14.00 Valur-Akureyri... Fimmtudagur 20. júni. Laugardalsvöllur. Vikingur-Akra- nes. 2. deild Staðan i 2. deild eftir leikinn i gær- kveldi: Breiðablik-Haukar 0:1 FH Breiðablik Iiaukar Þróttur Völsungur Selfoss tsafjörður Armann 4220 11:2 6 5221 13:2 6 5221 7:6 6 4220 7:4 6 4211 8:8 5 4202 6:8 4 4 0 1 3 1:13 1 4004 5:15 0 Markhæstu menn: Guömundur Þórðarson, Brciðab. 5 Ólaíur Danivalsson, FH 5 SumarliðiGuðbjartsson, Self. 4 Næstu leikir: t kvöld leika á Selfossi heimamenn og FH á morgun, laugar- dag, leika á Þróttarvelli kl. 16.00 Þróttur-Völsungur og á tsafirði tBÍ-Ar- mann. Já, boltinn hafði enn brotið rúðu kaupmannsins sparkað Þetta kemur aldrei framar fyrir Nú læt ég lögregluna hirða _ykkur! /——_ Haukar - spútnik- lið 2. deildar! meðhöndlun á hinum ýmsu brot- um. öll liðin i HM-keppninni hafa verið tekin fyrir og þar hefur ver- ið útskýrt af fulltrúum „17- liðsins” við hverju megi búast.... ef þetta og hitt komi fyrir. „Engum manni var visað útaf i siðustu HM-keppni I Mexikó”. sagði Aston. „Og við vildum gjarnan að það endurtæki sig hér — en ég persónulega á ekki von á þvi. Knattspyrnan I dag er miklu harðari og þeir sem eru i „17 liðinu hér” enn betri og ákveðnari en þeir sem dæmdu I Mexikó. Haukar léttu heldur betur róð- urinn fyrir FH I 2. deildarkeppn- inni i knattspyrnu I gærkveldi með þvi að sigra Breiöablik á’ Kópavogsvelli 1:0. Þessi úrslit komu mikið á óvart, þvl þótt Haukarnir hafi staðið sig vel i undanförnum leikjum var ekki búizt við að þeir sigruðu Breiðablik á heimavelli. „Við munum ekki gefa leik- mönnunum neitt eftir. Þeir verða undir smásjá okkar hverja einustu sekúndu i öllum leikjun- um. Sýni þeir einhvern rudda- skap eða verði með eitthvert múður við okkur, vita þeir hvað það þýðir fyrir þá.” Þetta voru orð fyrirliða „sautjánda liðsins” á HM- keppninni, Ken Astons, knatt- spyrnudómarans heimsfræga, sem mun hafa yfirumsjón með dómurum i keppninni, þegar hann kom til Vestur-Þýzkalands á dögunum. Til keppninnar voru valdir 34 dómarar viðs vegar aö úr heimin- um. Þeir komu allir til Frankfurt fyrir 10 dögum, og hafa síðan ver- ið i þrotlausum æfingum og próf- um og setið fjölda funda, þar sem linurnar hafa verið lagðar og ákvarðanir teknar um Haukarnir skoruðu sitt mark á 10. min. fyrrí hálfleiks og var Logi Eyjólfsson þar að verki. Hann komst á milli varnarmanna Breiðabliks og skoraði auðveld- lega. Leikurinn var mikill baráttu- leikur og ekkert gefið eftir. Haukarnir voru heppnir að fá ekki á sig mörk, þvi Kópavogsbú- arnir áttu mörg góð tækifæri — m.a tvö stangarskot og mark- vörður þeirra varði meistaralega hvað eftir annað. Þetta nýja „spútniklið” i 2. deild er nú komið með sex stig, eða jafnmörg stig og liðin, sem talin voru sigurstranglegust i mótinu.... FH, Breiðablik og Þróttur. 13ÁRA — og œtlar að synda yfir Ermarsund í dag ÍÞrettán ára gömul stúlka, Tina Spry, ætlar að gera 1 tilraun til að synda yfir í Ermarsund I dag. Tina ætlar / að synda frá Frakklandi-Cap 1 Gris Nez — og yfir til Eng- t iands. t Ef henni tekst að komast J yfir, er hún yngst allra, sem 1 hafa synt yfir Ermarsund. Sú sem á metið er banda- riska stúlkan Leonora Bodell, sem var 14 ára og fimm mánaða, er hún synti yfir Ermarsund árið 1968. Tina, sem er frá London, hefur undanfarna mánuði dvalið i Lancashire, þar sem hún hefur æft af krafti undir handleiðslu tveggja þjálfara, en það hefur veriö draumur hennar frá þvi að hún fyrst lærði að synda að komast Ermarsund. yfir Gríndin kominl „Ég vil taka það skýrt fram, að þetta er aðeins grindin af landsliöinu I ár. Einhvern næstu daga munum við bæta þrem mönnum við i þennan saut- ján manna hóp og siðan strika út menn og taka aðra inn, ef við teljum okkur þurfa þess með”. Þetta sagði Bjarni Felixsson, einn af nefndarmönnum I landsliðsnefnd KSt, er hann tilkynnti blaðamönnunum sautján manna landsliðskjarnann á fundi hjá KSt I gær. 1 hópnum eru þessir menn: Þor- steinn ólafsson IBK, Ástráður Gunn- arsson ÍBK, Karl Hermannsson ÍBK, Glsli Torfason IBK, Marteinn Geirs- son Fram, Asgeir Eliasson Fram, Guðgeir Leifsson Fram, Jón Péturs- son Fram, Diörik ólafsson Viking, Magnús Þorvaldsson Viking, Jó- hannes Eðvaldsson Val. Hörður Hilmarsson Val, Teitur Þórðarson ÍA, Matthias Hallgrimsson tA, Atli Þór Héðinsson tR, Ottó Guðmundsson KR, Ólafur Sigurvinsson ÍBV. ---klp beztu Svíunum! Hinum unga og efnilega sprett- hlaupara úr Armanni, Sigurði Sigurðssyni, hefur verið boðið að æfa og keppa með sænska frjáls- iþróttaliðinu Lidingö frá Stokkhólmi I a.m.k. tvo mánuði I sumar. Það er Hilmar Björnsson Iþróttakennari, sem er við nám i Sviþjóö, sem stendur á bak við þetta boð, en hann þekkir vel til hjá þessu félagi i gegnum skólann, sem hann stundar. Með Lidingö æfa margir af þekktustu frjálsiþróttamönnum Svia, og hjá félaginu starfa marg- ir góðir þjálfarar- m.a. einn þekktasti spretthlaupsþjálfari þeirra, og mun Sigurður verða undir handleiðslu hans, en hann hélt utan i morgun. Sigurður, sem er aðeins 16 ára gamall, setti á E.ó.P. mótinu á dögunum nýtt glæsilegt sveina- met I 200 metra hlaupi, hljóp á 23,7 sek. og nýlega jafnaði hann sveinametið i 100 metra hlaupi, en það er 11,1 sek. Kunnugir telja, að ekki sé langt að biða þess, að hann hlaupi undir 11 sekúndum i 100 metra hlaupi og undir 23 sekúndum I 200 metrun- um, sem yrði frábær árangur hjá pilti, sem nýlega er orðinn 16 ára gamall. -klp- Ókunnur maður, sem hafði horft á leik þeirra, kom til þeirra. 11 Þið ættuð að vinna i stað þess aö eyða tima ykkar á þennan hátt. Verðið þiö aldrei þreyttir á þessu Afsakiö ég heiti Siguröur Sigurðsson. Ljósm. Bjarnlelfur. Fœr að œfa með Sautjánda liðið á HM vel undir átökin búið! Eyleifur Hafsteinsson nr. 6, inn við vitateigspunkt, spyrnir knettinum yfir Simon Kristjánsson, en einnig yfir þverslá Frammarksins. Aðrir á myndinni eru Marteinn, Teitur og Jón Pétursson — og útlit vallarins sést vel. Ljósmynd Bjarnleifur EFSTA LIÐID DEILDI STIGUN- UM VID BIKARMEISTARANA — Fram og Akranes gerðu jafntefli í gœrkvöldi á gjörónýtum Laugardalsvellinum Það verður litil reisn yfir knatt- spyrnunni i Reykjavik I sumar, ef eitthvað rignir. Það rigndi I gær og Laugardalsvöllurinn varð eitt forarsvað — beinlinis ekki for- svarandi að láta leiki I 1. deild fara þar fram. Það var eiginlega undrunarefni hvað Fram og Akranesi tókst að sýna við þessar aðstæður i leik sinum i gærkvöldi — þar var oft mikil spenna, en mistök á báða bóga. Marktæki- færin hlóðust upp, þegar varnar- mönnum skrikaði kannski fótur i drullunni — en það var litið betra fyrir sóknarmennina. Þeir mis- notuðu auðveldustu tækifæri, jafnvelfrlir—einir —við mörkin. Jafntefli varð 1-1 og var það sann- gjarnt að mörgu leyti — en hætt við, að Skagamenn hefðu ekki sótt stig i greipar bikarmeistaranna ef þeir hefðu nýtt tækifæri sin I byrjun, þegar Skagavörnin var eins og gatasigti. Fram hefði auð- veldlega átt að skora þrjú mörk fyrstu 20 minúturnar. Já, Skagavörnin var hörmuleg framan af leiknum — aðeins Þröstur Stefánsson, sem lék þar af einhverju viti, og svo var Davið Kristjánsson i marki og bjargaði þvi sem bjargað varð — stórgóður markvörður, sem Akurnesingar geta öðrum fremur þakkað stigið i leiknum. Eftir 10 min. skoraði Fram Eggert Steingrimsson tók horn- spyrnu vel og Jón Pétursson skallaði hörkufast i mark. Fallegt. Rétt á eftir fékk Teitur Þórðarson tækifæri að jafna — en spyrnti framhjá af stuttu færi. Siðan var öll hættan hinum meg- in. Davið varði fast skot Rúnars Gislasonar — knötturinn hrökk til Asgeirs Eliassonar, sem stóð al- einn fyrir opnu marki. Gat gengið með knöttinn i mark — en spyrnti framhjá! Rétt á eftir var Rúnar i „dauðfæri” — hikaði of lengi og varnarmaður náði til hans. Knötturinn fór til Kristins — laust skot hans skoppaði i átt að opnu markinu, en Benedikt spyrnti frá á marklinu. Um miðjan hálfleikinn fóru Skagamenn að hressast — Matthias Hallgrimsson komst þá (rangstæður) að marki en Árni Stefánsson varði — og eftir mikil læti i vitateig Fram spynti Matthias svo framhjá. Jón Al- freðsson, bezti maður Skagaliðs- ins, skoraði með gullfallegu skoti frá vitateig á 29. min. en áður hafði félagi hans brotið á Fram- ara og aukaspyrna var dæmd. Sókn Akurnesinga þyngdist — Eyleifur átti skot yfir, og svo var dæmd vitaspyrna á Fram. Karl Þórðarson spyrnti fyrir frá kantinum — Sigurbergur Sig- steinsson kastaði sér fyrir knött- inn, sem kom á arm nans og brjóst. Ragnar Magnússon dæmdi umsvifalaust vitaspyrnu — harður dómur — og úr henni skoraði Teitur. Siðari hálfleikurinn var ekki eins skemmtilegur — enda fór þá að draga af leikmönnum i bleyt- unni. En tækifærin sköpuðust. Karl átti skot i stöng fyrir Skaga- menn — Matthias komst i færi en spyrnti framhjá — og þegar leið á leikinn fóru Framarar að- hress- ast. Kristinn, sem varla sást i leiknum, átti þá tvö hættuleg skot — hið fyrra yfir, en hið siðara varði Davið glæsilega, og knötturinn rann svo framhjá stöng i horn. A siðustu min. áttu Skagamenn gott upphlaup — Ey- leifur ætlaði að gefa á Matthias, sem var alveg frir inn við mark- teig — en knötturinn stanzaði i drullunni og Arni náði honum!! Þarna hjálpaði völlurinn Fram, en ósanngjarnt hefði verið, ef lið- ið hefði tapað leiknum. Laugardalsvöllurinn var þann- HEIMSMET Irina Szewinska, Póilandi, setti nýtt heimsmet i 200 m hlaupi kvenna á móti I Potsdam I Austur Þýzkalandi I gær, hljóp á 22.0 sek. og sigraði gamla methafann, Renata Stecher (22.1). — Það er fyrsta tap Stecher I ár. ig, að liðin gátu ekki sýnt góða knattspyrnu. Akurnesingar voru betri I samleiknum og með stór- hættulega sóknarmenn, Teit, Matthias, Karl, þó svo tækifærin færu forgörðum — en miklar veil- ur eru hjá liðinu. Varnarleikurinn oft hroðalegur — aðeins Þröstur, sem kann þar sina stöðu, Björn Lárusson leikinn, en varla bak- vörður frekar en áður. Jón Al- freðsson aðalvinnuhestur liðsins — Eyleifur og Haraldur Stur- laugsson eiga enn nokkuð langt i sina fyrri getu. Framliðið var án sins bezta manns í leiknum, Guðgeirs Leifs- sonar, og munar um minna. Ás- geir Eliasson var nú á miðjunni og óþekkjanlegur frá fyrri leikj- um — ágætur. En aðalmaður liðs- ins og bezti maður á vellinum var Marteinn Geirsson. Klettur i vörninni og miklu öruggari við það að fá Sigurberg við hlið sér. Dugnaður Jóns Péturssonar nýtt- ist lika betur i framvarðastöð- unni. En framlina Fram er slök — Rúnar þó liflegri en áður. Þá vakti athygli, að Simon Kristjánsson kom inn sem bak- vörður — og þessi ungi fram- herji stóð sig þar bara vel i viðureigninni við frænda sinn, Matthias Hallgrimsson. Dómarinn, Ragnar Magnússon, var ekki i essinu sinu á erfiðum vellinum. —hsim. Kœrðir „Við kærum leikinn gegn llauk- um á þeim forsendum, að þeir eru með ólöglegt lið. Þeir mega nota 4 pilta úr 2. aldursflokki, þar af ótakmarkað á siðasta ári, en þeir eru með 6 á skýrslunni. Við viljum i eitt skipti fyrir öll fá úr þvi skorið, hvers virði skýrslan er. Ef lið er ólöglegt i leik, þá kærum við, og ég held að öll lið myndu gera það i okkar sporum.” Þetta sagði Gunnlaugur fyrir að Magnússson, formaður knatt- spyrnudeildar FH, sem kært hef- ur leikinn gegn Haukum i 2. deild, en honum lauk með jafntefli 1:1 eins og við höfum áður sagt frá. Ef FH vinnur kæruna fá þeir bæði stigin og getur það munað miklu i baráttunni um sigur i deildinni og sætið i 1. deild næsta ár. „Þetta er einhver ömurlegasti iþróttaandi, sem ég veit um,” sagði Þorsteinn Friðþjófsson, vera of þjálfari Haukanna, er við rædd- um við hann um málið. „Og það sem gerir þetta enn ömurlegra hjá þeim, er, að þeir sögðust ekki kæra ef við tækjum eitt eða tvö stig af Breiðablik i vikunni. Ég var með sex pilta úr 2. flokki á skýrslunni, þar af einn á siðasta ári, sem má nota ótakmarkað af, og við vorum með undanþágu fyrir fjóra. Af þessum sex notaði ég fjóra i leiknum en tveir komu aldrei inn á völlinn. Þeir kæra svo ungir! þessa tvo, eða annan þeirra, fyrir að vera of unga á varamanna- bekknum.... ég hef aldrei heyrt annað eins, þegar um fullorðna menn er að ræða, og á ekki orð yfir þetta.” Kæran verður tekin fyrir i héraðsdómi á næstunni. En nokkur timi mun liða þar til úr þvi fæst skorið hvort FH fær bæði stigin eða hvort Haukar halda sinum báðum. -klp- 1AIM 74 Heimsmeistarakeppnin 13. júní - 7. júlí 1974 Áttum að vinna Fyrst við erum nú með I iokakeppni HM eftir 12 ár viljum við sýna að við getum leikið knattspyrnu, sagði þjálf- ari Júgóslava, Miljan Miljanic, eftir leikinn I gær. Okkur tókst það — þó svo framlinan hefði mátt ná betur saman. Hins vegar verður að llta á það, að við lékum við þrefalda heimsmeistara, Braziliu. Skiljanlegt, að leikmenn minir sýndu þeim of mikla virðingu framan af. En það hvarf og við hefðum átt að vinna leikinn. „Við sáum að Braziliu er hægt að sigra”, sagði þýzki landsliðsþjálfarinn Helmut Schoen,” en við verðum að taka með i reikninginn, að grasteppið var sleipt og erfitt að leika á þvi. „Ég er ekki ánægður”, sagði kóngurinn Pele — og greinilegt, að honum hafði mislikað leikur Braziliu. Uwe Seeler sagði, að Brazilia mundi eiga við erfið vandamál að strlða á HM ef liðinu tækist ekki að auka hraðann. „Það var lélegur hraði og slæmt út- hald, sem einkenndi leik Braziliu”, sagði Uwe. Liðin í dag Þrír leikir verða á HM I dag. Vest- ur-Þýzkaland og Chile leika I 1. riðli I Berlin. Liðsskipan verður þannig. V-Þýzkaland Maier, Vogts, Schwarzen- beck, Beckenbauer, Breitner, Höness, Cullmann, Overath, Grabowski, Muller og Heynckes. — Chile. Vallejos, Macuca, Figueroa, Quintano, Valdes, Rodriguez, Reinoso, Caszely, Ahu- mada, Veliz, Faribas. Austur-Þýzkaland og Ástralia leika I Hamborg. Liðsskipan. A-Þýzkaland. Croy, Fritsche, Bransch, Weise, Watz- licli, Pommerenke, Sparwasser, Irmscher, Hoffmann (Löwe), Streich og Vogel. Ástralia. Reilly, Utjesenevic, Wilson, Schafer, Curran, Alston, Bulje- vic. t Dortmund leika Skotland og Zaire. Liðsskipan. Skotland. Harway, Jardine, Holton, Blackley, McGrain, Bremner, Hay, Dalglish, Lorimer, Jordan og Ilutchison. BBC sagði seint i gærkvöldi að Denis Law mundi leika. Zaire, Kazadi, Mwepu, Mukombo, Buhanga, Lobilo, Kilasu, Mayanga, Manadaie, Kidumu og Kakoko. Þurfum tíma Mario Zagalo, þjálfari Braziliu, var ánægður með lið sitt eftir leikinn við Júgóslava. Hann sagði. Við áttum við vandamál að striða á blautum vellinum, en Júgóslavar eru vanir slikum aðstæð- um. Pressan var mikil á leikmenn — bæði lið voru ánægð með skiptingu stig- anna, þvi þau hafa alla möguleika að komast áfram. Úrslitin eru hálfur sigur og ég neita þvi, að Brazilia geti ekki leikið sæmi- lega á blautum völlum. Við sigruðum við slikar aðstæður I Sviþjóð (1958), en við þurfum tíma til að venjast þeim nú. Joe Havalange, hinn nýi formaður FIFA, var ckki eins ánægður meö leik sinna manna. „Við verðum að biða og sjá hvernig Braziliu tekst upp gegn Skotum,” sagði hann. Johan Cruyff, Ilollandi, sagði að leikurinn hefði verið slakur i fyrri hálfleik, en siðan lagast. „Júgóslavar fengu tvö auðveld tækifæri til að skora — og áttu að vinna”, sagði Cruyff.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.