Vísir


Vísir - 04.07.1974, Qupperneq 3

Vísir - 04.07.1974, Qupperneq 3
Vísir. Fimmtudagur 4. júli 1974 3 Þaö bættust viö tvö stór herbergi hjá Ctsýn, og kemur það sér mjög vel. Ekki veitir heldur af, þvi að islendingar eru ferðaglaðir i sumar. „ALLT ANNAÐ LÍF HJÁ OKKUR NÚNA" r — Utsýn eykur starfssemina. — Aldrei eins mikið um ferðaiög á fólki „Þetta er allt annað Hf hjá okkur núna. Það bættust við tvö stór herbergi, þannig að við fengum nýja afgreiðslu og nýtt húsnæði fyrir úrvinnslu”, sagði Örn Steinsson hjá Feröaskrif- stofunni Útsýn, þegar við röbb- uðum við hann í morgun, en tJt- sýn hefur nú aukið starfsemi sina. Skrifstofan hefur aðsetur sitt i Austurstræti 17, á götuhæð og á annarri hæð. Á annarri hæð er húsnæðið nú 250 fermetrar, en var 100 fermetrar áður. Og liklega veitir ekkert af stærra húsnæði, þvi að islend- ingar hafa liklega aldrei ferðazt eins mikið og i sumar til ann- arra landa. í fyrra voru fluttir 12000 farþegar á vegum Otsýn- ar en búizt er við 30% aukningu i sumar. Fólk hefur heldur aldrei byrj- að að panta eins snemma og i ár, byrjað var strax fyrir ára- mót, og siðan hafa pantanir streymt inn stöðugt. Fólk sækir helzt til Spánar og Italiu, og t.d. er uppselt i 10 fyrstu ferðirnar til Italiu, sem þykir mjög gott, þar sem verið er að byrja á þeim ferðum. Starfsfólk hjá Ot- sýn er um 40 manns, að starfs- fólki á Spáni og ttaliu meðtöldu. — EA Kvartað yfir gœðum japanskra fiskblokka í Bandaríkjunum „Allar stúlkur ó handfœri'7 segir 19 ára stúlka í Grímsey Frá þvi í april á þessu ári hefur útflutningur á fiskbiokk- um frá Japan tii Bandaríkjanna dregizt verulega saman. Nokkr- ar ástæður eru fyrir þessu, en helzt er þar um að ræða kvart- anir á gæðum freðfisksins og iækkað vcrð. Þá hafa verkföll i stórum geymsluhúsum haft sin áhrif, en fyrst fór að bera á kvörtunum seinni hluta ársins 1973. Japanir hafa flutt inn verulegt magn af fiskblokkum til Bandarikjanna, 14 ára strákur, sem fékk sér vinnu i sumarfriinu til að fá sér aura varð heldur óhress I fyrra- dag, þegar liann uppgötvaði, að hann hafði tapað 20 þúsund króna mánaðartekjum sinum. Hann hefur tapað fénu á milli 3 og 6, þegar hann var i verzlunar- ferð i miðborginni. Hann keypti fyrst úr i verzlun við Laufásveg- og á árinu 1973 var flutt inn fyrir 82,3 milljónir punda frá Japan. Mikil aukning átti sér stað á timabilinu jan.-apr. 1974 frá þvi á sama tima i fyrra. Samdráttur á sölu fiskblokka hefur verið almennur á þessu ári. Hvað þessi samdráttur á sölu japanskra fiskblokka hefur að segja fyrir okkur, er tvieggj- að, segja fróðir menn. Hann getur hjálpað okkur á vissan hátt, en einnig haft áhrif á sam- drátt fisksölu almennt. — EA inn en var svo mest á ferðinni við öðinsgötu og Skólavörðustiginn. Hann hefur misst peningana, sem voru lausir i vasanum, ein- hvers staðar á þessari ferð sinni. Ef einhver sklvis maður hefur nú gengið fram á þetta fé, yrði strákurinn þeim sama eilíflega þakklátur, ef hann skilaði fénu niður á lögreglustöð. — JB Ég mæli eindregið með þvi, að kvenfóik fari á sjó”, segir hin 19 ára gamla stúlka, Jóna Þorvalds- dóttir frá Ólafsfirði, sem nú rær á 3ja tonna báti, Haraldi i Grimsey. Jóna segir okkur, að hún hafi byrjað á handfæraveiðum um mánaðamótin mai-júni. Þau séu ýmist 2 eða 3 á bátnum og fari að morgi og komi aftur að kvöldi. Karlmennirnir heita Guðmund- ur Haraldsson og Haraldur Jó- hannsson, sem jafnframt er eig- andi. Formaðurinn ekki skattstjóri Það eru upp undir 7 önglar á hverju færi og rúllurnar ganga fyrir rafmagni. Stundum er fisk- ur á hverjum öngli. Aðalaflinn er þorskur og dálitið af ufsa. Ein- staka sinnum slæðist svo karfi með. Jóna segir okkur, að fiskurinn sé hausaður um borð. Fiskað er i kringum Grimsey. Stímið á miðin tekur u.þ.b. klukkutima. „Það er mikill munur á þessu og að vinna i verksmiðju”, segir i frétt i blaðinu á þriðjudag var Guöinundur Marinósson formað- ur yfirkjörstjórnar á Vestfjöröum titlaður skattstjóri. Iiann hafði samband við blaðið og bað um þá leiðréttingu, að hann væri alls ekki skattstjóri ó Vestfjörðuni, heldur starfsmaður skattstofunnar. Skattstjóri er Ilreinn Sveinsson. — ÓH Jóna, sem vann i súkkulaðiverks- miðjunni Lindu á Akureyri áður. ' — EVI — Grunsemdir vegna hvarfs myndavélar f frétt fyrir helgi var sagt, að maður einn saknaði myndavélar, og jafnframt að hann grunaði krakka úr hverf- inu eða stráka i hitaveitu- flokki. Auðvitað getur hver og einn haft sínar grunsemdir, en Visir vill taka fram, að i þessu tilfeili er ekki minnsta ástæða til að gruna þessa aðila öðrum fremur.Biðurblaðiðstrákana i hitaveituflokknum afsökunar á að flytja þessa ákæru mannsins þeim á hendur, svo og Kópavogskrökkunum öll- um. Strákarnir eru að vinna afskaplega vinsæltstarf þarna syðra, og er ekki að efa, að þeir éru einmitt aufúsugestir i hverri þeirri götu, sem þeir heimsækia með tæki sin. JBP — Týndi kaupinu sínu Skúli Þorvaldsson viö mynd Ragnars Kjartanssonar. „Þar sem hún stendur hér viö inn- ganginn I Þingholt þykir mér hún mjög táknræn”, segir Skúli. Ljósm. Visis: BG Óðinn og Ein- herjar ó „Hugmyndin að þessu verki varð til löngu áður en Ásatrúarmenn nútím- ans fóru nokkuð að láta á sér bæra og áður en farið var að tala að ráði um 1100 ára afmælið", sagði Skúli Þorvaldsson hjá Hótel Holti í viðtali við Vísi. Ragnar Kjartanssn mynd- höggvari hefur sett upp högg- myndá einn útvegg Hótel Holts. Myndin er i tvennu lagi og sýnir höfuðgoð Asatrúarmanna, Óðin. Ragnar byrjaði á verkinu fyrir þremur árum, sérstaklega fyrir Hótel Holt. önnur myndin af Óðni er eina táknmyndin, sem til er af hon- um úr heiðnum sið, og hefur Ragnar haft hana til fyrirmynd- Holti ar. Hin myndin er af Öðni rið- andi á Sleipni, og fyrir neðan riða Einherjar til þings. „Þetta er út af fyrir sig tákn- rænt verk fyrir Þingholt, fundarsalinn okkar. Þar eru haldin þing, ráðstefnor og fund- ir. A myndinni stefna Einherj- ar til þings”, sagði Skúli. Verk Ragnars er gert úr brenndum leir og múrað i vegg- inn. Hótel Holt er þekkt fyrir ýmis listaverk, sem þar prýða sali. Við spurðum Skúla, hvort i bi- gerð væri að koma fyrir fleiri listaverkum. „Það er núna verið að gera afsteypu af listaverki eftir Ein- ar Jónsson, sem faðir minn eignaðist fyrir nokkru. Af- steypan er gerð úti i Noregi og verður sett upp hérna, þegar þvi verki er lokið”, sagði Skúli. — ÓH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.