Tíminn - 26.01.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.01.1966, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 26. jannar 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Isafjarðarkaupstaður aldargamall í dag á höfuðstaður Vestfjarða, ísafjörður, aldaraf- mæli sem kaupstaður. Hinn 26. janúar 1866 var gefin ú± og staðfest af Kristjáni konungi hinum níunda reglu- gerð um að gera ísafjörð að kaupstað og um stjórn bæj- armálefna han*. ísafjörður á sér þó miklu lengri sögu sem verstöð, samgöngumiðstöð og verzlunarstöð, þó að hún verði ekki rakin hér. Kaupstaðurinn reis á Eyri við Skutuls- fjörð og bar það nafn fyrst, og hann var allt fram yfir tíma kaupstaðarréttindanna hluti úr Eyrarhreppi. Fiskveiðar hafa jafnan sett svip sinn á ísafjarðarkaup- stað sem aðalatvinnugrein, og var þar meðal annars mikil togaraútgerð um skeið og einnig vélbátaútgerð á síðari árum. Á síðustu árum hafa rækjuveiðar einnig sett svip sinn á atvinnulífið. Verzlunin var og ætíð miltíl, og áður en bílvegir komust á milli fjarða á Vestfjörðum var ísaf jörður miðstöð samgangna við þennan landshluta og er raunar enn. Á síðustu árum hefur iðnaður orðið æ meiri þáttur í atvinnulífi bæjarins og risið upp nokkur mjög myndarleg iðnfyrirtæki. Bærinn hefur og stækkað og fríkkað með hverju ári, myndarlegar byggingar risið upp, varanleg gatnagerð komin nokkuð á veg, og ýmsar þjónustufram- kvæsndir verið miklar. Á ísafirði hafa myndarlegar skóla stofnanir átt aðsetur langa hríð, og þeim hefur fjölgað og vaxið fiskur um hrygg með árunum. Nú er afráðið að stofna menntaskóla á ísafirði, og verður kaupstaður- iim þá í enn ríkari mæli höfuðstaður síns landshluta í sfeótemálum. Errm þáttur er nokkuð sérstæður í sögu ísafjarðar, en það er hin mikla þjónusta við fiskiskip. ekki sízt er- lend, er stundað hafa veiðar á djúpmiðum ifyrir Vest- fjörðum. Þangað leita erlendir togarar gjarnah inn, þeg- ar eitthvað fer úrskeiðis, og hafa jafnan fengið þar góða og mikilvæga þjónustu, jafnt læknishjálp sem viðgerðir á skipum, vélum og veiðarfærum, en vélaviðgerðir og netagerð hefur lengi verið veigamikill þáttur í atvinnu- lífi bæjarins. ísafjörður er fagur bær. Hann stendur á mikilli og sléttri sjávareyri í voldugu fjallaskjóli við djúpan fjörð, þar sem góð höfn myndast af náttúrunnar hendi. Þar hefur jafnan búið myndarlegt og athafn'asamt fólk og félagsleg menning staðið á traustum og gömlum rótum. Félagslíf hefur lengi verið með þrótti og blóma, og kaupstaðurinn í heild haldið vel hlut sínum og reisn, og mun svo enn verða. ísfirðingar munu vafalaust minnast merkisafmælis bæjar síns með þeim myndarskap, sem einkénnir líf þeirra sjálfra og bæjarbrag. Aðalhátíðahöldin munu þó ekki fara fram fyrr en á komandi sumri, enda sólin vart farin að sýna sig á ísafirði enn á þessu ári. í tilefni af- mælisins mun og koma út bók um ísafjörð eftir bæjar- fógetann, Jóhann Gunnar Ólafsson, og munu margir fagna henni frá hendi svo glöggs manns. Tíminn vill fagna með ísfirðingum á þessu merkisaf- mæli og gefur af þvi tilefni út aukablað, sem helgað er bænum og íbúum hans. Jafnframt óskar hann ísfirð- ingum gæfu og gengis á komandi árum og bæ þeirra vaxtar og viðgangs í miklu framtíðarhlutverki. ___TÍMINN ________________________________s <■’■■■■ ■■■ ■ ■■■■- ■— Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: Fimm öldungadeildarþingmenn skila merkilep nefntíaráliti Hættan, sem stafar af styrjaldar þátttöku Bandaríkjanna í Asíu VIÐ samkomu þingsins að nýju lýkur því-- tímabili, þegar forsetinn hefir notið óskoraðs trausts 60—70% þjóðarinnar. Ávallt hefir verið merkilegt, að þjóðin skuli hafa staðið í stríði, sem aldrei hefir verið skýrt nema mjög lauslega og aldrei verið rökrætt alvarlega. Þessi laumulegi ófriður hefir verið framkvæmanlegur vegna þess, að þjóðinni er gjarnt að treysta forsetanuim og menn gera tíð ast ráð fyrir, að þegar um er að ræða stríð eða frið á fjar lægu meginlandi, hafi hann að- stöðu til að vita betur en þeir. En nú er nýtt viðhorf komið til sögunnar. Forusta forsetans hefir nú verið reynd á vígvöll unum í Suðaustur Asíu í heilt ár. Þjóðin er nú smátt og smátt að komast að hinu sanna um gang og árangur stríðsins og á þann kvarða er nú að verða unnt að mæla það, sem henni hefir áður verið sagt um hern aðinn og horfurnar í styrjöld innL STR AUTVTH V ÖRFUM veldur skýrsla, sem birt hefir verið, en hún er byggð á könnun fimm öldungardeildarþingmanna und ir forustu Mansfields oíduhga deildarþingmanns, en hinir þing mennimir fjórir eru Aiken, Muskie, Boggs og Inouye. Þetta er í fyrsta sinn, er okkur berst í hendur trúverðug skýrsla um þetta stríð, samin af ábyrgð og byggð á öruggum upplýsing um. Til þessa hefir almenning ur orðið að láta sér nægja upp- lýsingar þær, sem fram hafa verið látnar koma í opinberum fréttatilkynningum og yfirlits skýrslum í Saigon og Washing ton, ef undan eru skildar frá sagnir fáeinna framtakssamra og óháðra blaðamanna. Ósamræmið milli opinberu tilkynninganna um stríðið og staðreyndanna, sem smátt og smátt hafa verið að koma í ljós, hefir grafið undan trausti almennings. Sannleikurinn er sá, þó ófagur sé, að af hinni laumulegu framkvæmd stríðs- ins eru sprottin alvarleg vand- ræði vegna skorts á tiltrú, eins og Goldberg aðalfulltrúi játaði núna fyrir skömmu. Þjóðin veit ekki, hverju hún á að trúa af því, sem henni berst frá Hvíta húsinu, utanríkisráðuneytinu, herstjórninni eða opinberum aðilum í Saigon. Eina leiðin til að endurvekja traust almennings á sannleiks gildi opinberra frétta og áreið anleika embættismanna er að taka málin til umræðu opinber lega. í Mansfield-skýrslunni er einmitt að finna það efni, sem með þarf til að byggja umræð urnar á, en þessi skýrsla á skil ið miklu meiri útbreiðslu en hún hefir hlotið til þessa. MEÐAL þess, sem hvað nauð synlegast er að ræða og * fá neitun ríkisstjórnarinnar á, ef hún getur á móti því borið, er sú niðurstaða. sem fram kemur Lmmommwmmm í eftirfarandi orðum Mansfield- skýrslunnar: „Tilkoma fjölmennra her- sveita Bandaríkjamanna og þátttaka þeirra í bardögum hefir að vísu hægt á framrás Viet Cong, en hvergi nærri stöðvað hana. Viðbrögð Viet Cong við aukinni aðild Banda ríkjamanna hafa verið fjölg un í eigin hersveitum með sjálfboðaliðum úr sveitum í Suður-Vietnam, aukning liðs afla úr norðri og þar af leið andi almenn aukning hernað arathafna. Af þessu leiðir, að mörk yfirráðasvæða styrjald araðilanna í Suður-Vietnam eru nú í megindráttum hin Mansfield foringi demokrata í öldungadeildinni. sömu og þau voru þegar Bandaríkjamenn byrjuðu að auka þátttöku sína í styrjöld inni.“ Styrjaldarþátttakan hefir sí- S fellt verið aukin í heilt ár. Ár- I angurinn knýr öldungadeildar þingmennina til að staðfesta á ný hina gömlu kenningu Banda ríkjamanna um styrjöld í Asíu: „Ef svo heldur fraim sem nú horfir, er ekki með neinu móti unnt að fullyrða, hve miklar hernaðarskuldbinding ar Bandaríkjanna kunna að þurfa að verða áður en átök in eru til lykta leidd. Sú er raunin, eins og hér stendur á og samkvæmt þeirri þróun, sem styrjaldargangurinn hefir tekið, að ekki er um að ræða að auka áhrif Bandaríkja- manna á ákveðið og afmarkað M hernaðarástand, heldur öllu fremur að auka aðild að hern aðarátökum, sem í raun og veru eru á hvoruga hlið af- mörkuð.“ Hér eru viðhófð um stríðið í Suðaustur Asíu ummæli, sem í raun og veru eru upprifjun þeirrar hernaðarkenningar, sem Bandaríkjamenn hafa til skamms tíma fylgt, eða að Bandaríkin eigi ekki að gerast J aðili að styrjöld á landi á megin ú landi Asíu, af því að slfk styrj jf öld yrði „á hvoruga hlið af- p mörkuð“, eins og komist er að l' orði í Mansfield-skýrslunni. ' Ástæðan er, að í Asíu verða Asíumennirnir a'ltaf fjölmenn Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.