Tíminn - 26.01.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 26.01.1966, Blaðsíða 16
HITAVEITAN ER I OLESTRI 1 20. tbl. — MiSvikudagur 26. janúar 1966 — 50. árg. til hjálpar í kuldaköstum. En hún hefur verið í hálfgerðu lama sessi síðan í fyrravetur. Hefði þó mátt ætla eftir reynslunni frá í fyrra, að sumartíminn yrði not aður til að koma henni í lag. Að- ilar, sem taka að sér að sclja hita, hafa skyldum að gegna við not- endur, en sinnuleysið varðandi toppstöðina virðist hafa aðra sögu að segja. Maður á Skólavörðuholtinu hringdi til TLnans og sagði að hjá sér væri fólk ekki undir það búið að hverfa aftur til fornald ar, hvað upphitun snerti. Nú væri mönnum sagt að kynda miðstöðvar, en áður hefði mönn um verið sagt aj5 taka þær burt. Hann sagði að þeir sem vöknuðu klukkan fjögur að nóttu fengju smáleka inn á kerfið, en á hádegi væri ekkert vatn í krönum. Úr Norðurmýr Framhald á bls. 14 Eins og kunnugt er hafa Norðmenn og Færeyingar lært af íslenzkum sjómönnum að nota kraftblökk við sfldveiðar. Á myndinni sést þegar sfldar nót er sett um borð í Kronprins Frederik, en ekki var vitað hvort viðtakandi í Þórshöfn væri íslendingur eða Færeying ur. Fundur ungra Fram sóknarmanna í Skagafirði Félag ungra Framsóíaiarmanna í Skagafirði gengst fyrir nokkr um almennum umræðufundum næstu mánuði. Sá fyrsti verður haldin í Bifröst, Sauðárkróki mánu dag 7. febr. og hefst kl. 20.30 Umr. efni verður stóriðjan og íslenzkur iðnaður. Framsögu annast Stefán Guðmundsson trésmíðameistari Sauðárkróki og Magnús Gíslason bóndi Frostastöðum. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir, og ungt fólk sérstaklega hvatt til að mæta. IGÞ-Reykjavík, þriðjudag. Það hefur sannast nú enn einu sinni, að meir en lítið er athuga vert við hitaveituna, geri kulda kast hér í Reykjavík. Fólki sárn ar eðlilega, að ekki skuli vera á hitaveituna að treysta, geri frost að einhverju ráði, og mestu máli skiptir að upphitun íveruhúsa sé í lagi. Þegar frostið komst í sextán stig í fyrrinótt, virðist sem stór svæði í bænum hafi orðið upp hitunarlaus eða upphitunarlítil. Hefur fólk á ýmsum hitaveitu svæðum í borginni hringt til Tím ans og kvartað undan gagnsleysi hitaveitunnar, og hefur rums stað ar jafnvel kveðið svo rammt að þessu, að vatnsleiðslur hafa sprungið í húsum, sem eru hituð upp með heitu vatn? Það er auðséð, að heitavatns- skorturinn fer vaxandi með hverju árinu sem líður, hvað sem öllum holuloforðum líður. Enda verður ekki annað álitið, en að nú um nokkurt skeið hafi heitt vatn til upphitunar verið þanið of vítt um borgina, og án þess að not endur þess hefðu fyrir því nokkra tryggingu að dygði til upphitunar, þegar mest á reyndi. Þetta er bæði vítavert og hættu legt athæfi, enda hlýnar fólki lítið á yfirlýsingum ráðamanna hitaveitunnar og góðum mein- ingum þeirra um úrbætur, sem því miður hafa ekki reynzt til neins gagns, hafi þær verið ein hverjar. Toppstöðin svonefnda við Elliðaár var ætluð til að koma FB—Reykjavík, þriðjudag. . angur ferðamanna og farmanna Fjármálaráðiíneytið gaf í dag við komu frá útlöndum. f reglu- út reglugerð um tollfrjálsan far-1 gerðinni er að finna ákvæði um Færð víðast sæmileg KT, Reykjavík, þriðjudag. í dag hefur á öllu landinu verið nokkru hlýrra veður en undan- farna daga, en víða snjóað. Færð hefur verið tiltölulega góð um allt land í dag en nokkrir fjallveg ir þó ófærir. Samkvæmt upplýsingum frá Veð urstofunni hefur verið miklu hlýrra í Reykjavík í dag en und anfarna daga, eða þriggja stiga frost kl. 14 og kl. 17. Hlýjast var á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, eða tveggja stiga hiti kl. 17. Á Suðurlandi snjóaði víða, en á Austurlandi var hins vegar stillt og bjart veður. Á Vestfjörðum var hvasst NA, 9 vindstig, en Norð anvindur með éljagangi á Norður landi. Útlit er fyrir áframhaldandi snjókomu fyrir norðan, en minnk andi hér sunnanlands. Færðin hefur ekki spillzt að marki vegna snjókomunnar, en þó helzt hér sunnanlands. Hellisheiði er ekki fær, en fært er um Þrengslaveg allt austur um Mýr dalssand öllum stærri bílum. Selja landsá mun hafa stíflazt á hluta og flæðir nú að einhverju leyti yfir þjóðveginn, og er litlum bílum ekki óhætt að aka þar yfir. Þá munu nokkrir vegir í Ámessýslu hafa lokazt vegna snjókomu. Vesturlandsvegur er fær öllum bílum í Borgarfjörð, en Bratta brekka og Holtávörðuheiði eru ekki færar litlum bílum. Þá er víða illfært á Snæfellsnesi. Á Norðurlandi er sæmilega fært um allt en fjallvegir flestir lokaðir á Austfjörðum. hvaða vörur menn mega hafa með sér til landsins án greiðslu að- flutningsgjalda, og hve mikið af hverju. Er þetta fyrsta reglugerð in, sem hér er gefin út um þessi atriði, að undansldldu einu reglu gerðarákvæði. sem í gildi hefur verið hérlendis um innflutning farmanna á tóbaksvörum. Hér eft ir er ferðamönnum heimilt að koma með varning til landsins fyrir 5000 krónui, 200 stk af vind lingum og % litra af áfengi, þó ekki yfir 47% og auk þess 1 lítra af víni undir 21% styrkleika. í fróttatilkynnmgu frá fjár- málaráðuneytinu segir að hér hafi tollmlnanir af farangri ferða manna og farmann-a löngum tiðk azt, en reglur ekki verið settar utan áðumefnd reglugerð um tób- aksvörur farmanna. Eigi að síður hafi skapazt vissar starfsreglur um þetta efni, en framkvæmd ver ið mjög erfið, ekki sízt vegna þess að ekki hefur verið hægt að gefa ferðamönnum skýrar og ákveðnar upplýsingar um hvað leyfist og hvers þeir mega vænta við komu til lancsins. „Úr þessu er ætlunin að bæta með setningu reglugerð arinnar. Jafnframt mun verða reynt að styrkja svo aðstöðu toll gæzlunnar, að framkvæmd regl- anna geti orðið viðunanleg”. „Um reglumar í heild má segja Framhald á bls. 14 Magnús Stefán SMÍDA KÍKI TIL LEITAR NEDANSJAVAR KT — Reykjavík, þriðjudag. Engar fréttir bárust í dag af leitinni að Flugsýnarvélinni, en eins og kunnugt er, hefur leit- svæðið nú verið takmarkað við ströndina umhverfis Norðfjarð arflóa. Á vélaverkstæði Flugmála- stjórnarinnar hefur að undan förnu verið í smíðum áhald, sem nota á við leit í hafinu út af Norðfjarðarflóa. Tæki þetta er sívalningslaga með gleri í öðrum enda og á sá endi að ganga niður í sjóinn. Hið nýja tæki á að gera mönnum kleift að sjá um 15 metra niður í sjó inn. Ætlunin er að reyna tæk- ið við fyrsta tæ.kifæri, eða þeg ar veður leyfir. Á meðfylgjandi mynd sést Jón Halldórsson, starfsmaður á verkstæðinu halda á hinum nýja „sjónauka", en Jón hefur unnið að smíðinni. Tímamynd—GE.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.