Tíminn - 28.01.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.01.1966, Blaðsíða 16
15 SM FYRIR OFAN HNÉ! GE-Reykjavík, fimmtudag. í dag fórum við á stúfana og öfluðum okkur upplýsinga um kjólatízkuna nýju, sem er næsta forvitnileg. Það eru ekki nema nokkrir áratugir síðan fótleggir kvenna voru svo að segja ó- þekkt fyrirbrigði, vendilega huldir undir mörgum hæiasíð- um piisum. Á undanförnum ár um hafa kjólar sífellt verið að styttast, og nú er svo komið, að tízkufrömuðirnir í I > róa að því öllum árum, að konan afhjúpi fótieggi sína svo mik ið sem auðið er og láti kjól ana ekki ná niður fyrir mið læri. Til þessa höfum við ekki orð ið mikið vör við þessa nýstar legu kjólasídd hér á landi, enda segja fróðir menn, að við séum alltaf langt á eftir tímanum hvað tízkuna áhrærir. Það er samt sem áður ekki ólíklegt að sumar íslenzkar konur vilji vera dyggir lærisveinar hinna háu herra í París að þessu leyti eins og svo mörgu öðru, og ef til vill verður þess ekki langt að bíða að þessi tízka ryðji sér til rúms hér. Okkur datt í hug, að spjalla dálítið við frú Sigríði Gunnarsdóttur skólastjóra Tízkuskólans og leita álits hennar á stuttu kjól unum. Sigríður kvaðst eiginlega hvorki með né á móti stuttu kjólunum, þeir væru klæðilegir fyir ungar stúlkur, sem hefðu fallegan vöxt, og fótleggi og síðast en ekki sízt falleg hné. Hins vegar sagði hún, að engin Framhald á bls. 14. Og þarna er sýnishorn af nýju kjólatízkunni, þessi kjóll tízkufrömuðs ins Louis Feraud fer óneitanlega vel á sýningarstúlkunni, en hvernig mundi feit og leggjastutt fertug kona líta út f honum? Skáld á heföurslssunum fær sömu upphæð og sendill á skellinöðru SJ—Reykjavík, fimmtudagur. Úthlutun listamannalauna er eitt aðalumræðuefni manna á með al og í einu dagblaðanna kom fram sú skoðun, að ekki þýddi að bjóða sendlum þau árslaun cr ríkið skammtar sínum kunnustu lista mönnum. Blaðið gerði af þessu til efni könnun á launum sendla. og kom í ljós, að sendíar, er starfa á eigin skellinöðru, hafa í mánaðar laun 6.500,00 kr. eða þrjú þúsund krónum hærri árslaun en nemur RÖGNVALDUR FERIHLJÚM- LEIKAFÖR TIL RÚMENÍU GE-Reykjavík, fimmtudag. í næsta mánuði mun Rögn- valdur Sigurjónsson píanóleik ari fara í tíu daga hljómleika. för um Rúmeníu í boði Ríkis stofnunar rúmenskrar lista- þjónustu. Mun hann leika D- moll konsert eftir Brahms með nokkrum sinfóníuhljóm- sveitum Rúmeníu undir stjórn Per Brayer, sem er norskur hljómsveitarstjóri, en hef- ur undanfarin ár stjórnað hljómsveit í Árósum. Pétur Pétursson, fram- kvæmdastjóri skrifstofu- skemmtikrafta sagði í við tali við Tímar.n í dag, að þetta boð hefði staðiö nokkuð leng enda þótt Rögnvaldur hefði ek... séð sér fært að fara fyrr en nú. Fyrir um það bil tveimur árum hefði verið hér á landi fulltrúi rúmenska ambassadorsins, og hefði hann haft hug á að bjóða einhverj um denzkum listamönnum til hljómleikahalds í Rúmeníu. Fyrir valinu hefðu orðið þeir Rögnvaldur og G. íundur Jónsson, og myndi Guðmundur fara utan síðar eftir ' í sem tími og ástæður leyfðu. Rögnvaldur heldur utan 21. febrúar o, . .n hanr ler’ meC sinfóníuhljómsvcitunum í Bukarest, Sibiu og Cluz. framlagi ríkisins til Iistamann- anna er skipa heiðursflokkinn. Byrjunarlaun sendla að 14 ára aldri eru samkvæmt taxta Vinnu veitendasambandsins 44,268,00 kr. og vantar þá tæpar 6 þúsund krón ur til að vera jafnokar þeirra 16 listamanna er hljóta 50 þúsund króna styrk, en þeir eru taldir blómi listamanna hverju sinni. Aftur á móti hafa sendlar 14—15 ára í árslaun kr. 54,252,00 og slá þeir út sextánmeningana í launum. Þessi samanburður er gerður hér meir til gamans, en öllu gamni fylgir nokkur alvara. Undanfarin ár hafa listamenn þráfaldlega bent á. að styrkur ríkisins til lista- manna nú væri hlutfallslega miklu minni en tíðkaðist fyrir nokkrum áratugum. í ár hækkuðu styrkirn ir aðeins um 300 þúsund krónur og sýnir það vel hvaða mat fjárveit ingavaldið leggur á störf lista- manna. OLÍUBRÁKIN AF SVARTOLÍU KT-Reykjavík, fimmtudag. Að því er framkvæmdastjóri Loftferðaeftirlitsins, Sigurður Jónsson tjáði blaðinu í dag er ekki talin ástæða til þess að efnagreina sýnishorn þau. sem tekið var af olíubrákinni, sem fannst út af Sandv'k fyrir skemmstu. Olíubrák þessi fannst um svipað leyti og björgunarvest- ið úr hinni týndu Flugsýnarvél og var um tíma talið að olíubrák in kynni að vera úr flugvélinni. Sigurður sagði hins vegar, að ekki væri um að villast að sýnis hornið væri af sömu tegund og olíubrákin, sem fannst inni á Norðfjarðarflóa fyrir skemmstu oe reyndist vera af svartolíu. HYGGJA Á UPPSÖGF SJ—Reykjavík, mánudag. Eins og kunnugt er af fréttum hafa um 50 starfsmenn Landssím ans sagt upp störfum i mótmæla skyni við úrskurð Kjaradóms varð andi laun þessara starfsmanna. Þar sem sögusagnir voru A kreiki. að fleiri starfsmenn hefðu sagt upp um áramótin. leitaði Tíminn frekari upplýsinga um málið en þessar sögusagnir reyndust ekki á rökum reistar. Aftui á móu er talið, að stórir hópar launþega Landssímans hafi í hyggju að segja upp, ef stofnuninn' tekst ekki að fá leiðréttingi á lrunum þeirra starfsmanna sem þegar hafa sagt c‘arfi sínu 1 usu. Forstöðumenn Landssímans hata þessi mál nú til athugunar og blasir nú sá vandi við þeim og f.iármálaráðherra að skera skjótt úr þessu vandamáli. Leitin hefur engan árang- ur borið enn FB—Reykjavík, fimmtudag. í dag var komið með tvo leitar hunda til Raufarhafnar í þeim til gangi að láta þá leita að Auðuni Eiríkssyni, pósti, sem týndist fyr ir nokkru á Ytra-Hálsi. Farið var með hundana upp á hálsinn og þeir iátnir snuðra þar um, en ekki bar leitdn árangur í dag frekar en undanfarna daga, og ekkert það sást eða fannst, sem gefið gæti hugmynd um, hvað komið hefur fyrir Auðun, eða hvert hann hefur farið, eftir að hann ytfirgaf jeppa sinn á hálsin- um. I kvöld var ekki búið að á- kveða, hvort leit yrði haldið á- fram á morgun. INNBROT HZ-Reykjavík, fimmtudag. í nótt var brotin rúða í skart gripaverzlun Halldórs Kristins sonar aú Amtmannsstíg 2. Virtist þjófurinn vera að flýta sér, því af öllu því sem útstillt var í glugganum, stal hann aðeins tveim gallhringum, karlmanns hring, 14 karata með svörtum steini og kvenmannshring með bláum aqua-marine steini, svo og silfurnælu með tveim rúbínstein um. Þýfið er virt á kr. 4500 og eru allir þeir, sem varir verða við framangreinda skartgripi að snúa sér til rannsóknarlögregl unnai í Reykjavík. HÆNSNA HÚSI BE-Sveinsstöðum. Á Hofi í Vatnsdal komst minkur inn í hænsnahús og drap þar fiðurfé allt, 25 hænur, með köldu blóði. Hænsnaihúsið stendur fyrir sunnan og ofan bæinn við hallaskil þar sem fjallið rís, og allstór lækur rennur. bar hjá. Hinn 7. janúar um morg aninn var lítil stúlka, Svan hildur, send með mat handa hænsnunum. Þegar hún Kom að husinu sá hún að mikið var af fiðri fyrir traman dyrnar. Svo gægðist nún mn urr gluggann og sá að hænsins mynd' vera dauð og hljóp heim með Dessi tíðindi. Eldri bróðir nennar Jóhannes Pétursson t'ór þá á staðinn og opnaði kofann Öl1 hænsnin voru bá dauð. og hafði verið nlaðið i ounka innan við uymar nema eitt lík lá á oalli innai kofanum, og minkunnn þar hjá og nvæsti Jón fór síðan heiro rii að safna liði og vopnum Þeir bræður gripu til vopna urunnai var með kúluriffil )j i‘Ti .Jón með gaffal eða j^m jú karl og systir þeirra, Mar- Framhald á bls 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.