Tíminn - 28.01.1966, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 28. janúar 1966
ANDRUMSLOFTID A ÞINOUM NORÐUR-
LANDA ER ALLS STADAR HID SAMA
innihaldsríkara lífs. Stökkbreyting
ar tækninnar skapa því aðeins nýj
an og betri heim, að manninum
takist jafnhliða að tryggja heil-
brigði sálarinnar, andlegt jafn-
vægi, og aíhliða þroskun hæfileika
sinna.
Margt bendir til þess, að hin-
ar fámennari þjóðir hafi betri
skilyrði en aðrir til þess að gera
sér þetta ljóst og haga sér eftir
því.
Háttvirtu ráðsmeðlimir, herrar
mínir og frúr!
Fyrir hönd forseta Norðurlanda
ráðs leyfi ég mér að bjóða ykkur
velkomin til 14. fundar Norður-
landaráðs. Ég þakka danska þjóð-
þinginu fyrir að hafa opnað hinn
fagra fundarsal sinn fyrir Norður-
landaráði. Stjórnmálamenn Norð-
urlanda gerast nú svo kunnugir
í þingum hvor annarra, að við
borð liggur, að okkur finnist við
staddir á heimaslóðum, hvar sem
fundir ráðsins eru haldnir og að
hverju sinni. Er það ótvíræð sönn
un um áhrif og nytsemi persónu-
legra kynna forystumanna hinna
náskyldu norrænu þjóða.
Andrúmsloftið í þingum Norð-
urlanda er alls staðar hið sama.
Það er andi lýðræðis og mann-
helgi, sem hér svífur yfir vötn-
unum. Það er trúin á rétt ein-
staklingsins til þess að njóta hæfi
leika sinna, friðar og hamingju í
réttlátu þjóðfélagi.
Þetta er í 4. skipti, sem No-ð
urlandaráð kemur saman til fund;
ar í hinni dönsku höfuðborg. f
raun réttri má segja, að hugmynd-
in um stofnun þessara samtaka
hafi fæðzt og mótazt hér í huga
Hans Hedtoft fyrrverandi forsæt
isráðherra. En hún var fyrst sett
fram á fundi Þingmannasambands
Norðurlanda í Stokkhólmi sumar-
ið 1951. Okkur greinir örugglega
ekki á um, að bá hafi gæfuspor
verið stigið.
Áður en lengra er haldið leyfi
ég mér að minnast eins ráðsmeð-
lims, sem látizt hefur á s. 1. ári. Að
eins mánuði eftir að Reykjavík-
urfundi ráðsins lauk lézt forseti
finnska þingsins. Kauno Kleemola
aðeins 58 ára gamall, mitt í mik-
ilvægu starfi fyrir land sitt og
þjóð. Hann tók margvíslegan þátt
í finnskum stjórnmálum eftir stríð
ið, og gegndi fjölþættum ábyrgð-
arstörfum. Norðurlandaráð átti í
honum einlægan og traustan stuðn
ingsmann. Kauno Kleemola. var
meðlimur í ráðinu síðan árið
1956, bæði sem þingmaður og
ráðherra. Af langvarandi starfi m.
a. sem samgöngumálaráðherra
leiddi það, að hann tók þýðingar-
mikinn þátt í störfum samgöngu-
málanefndarinnar, sem naut víð-
tækrar þekkingar hans á þessu
sviði. Hjartahlýja hans, gáfur og
drengileg framkoma sköpuðu hon
um marga persónulega vini meðal
okkar. Við tökum þess vegna rík-
an þátt í söknuðinum við fráfal!
hans.
Þróunin gengur sinn örugga
gang í þjóðfélögum Norðurlanda.
Hvert ár sem líður færir þessar
litlu lýðræðisþjóðir fram á við til
fullkomnari og réttlátari þjóðfé-
lagshátta. Ný verkefni og vanda-
mál skapast. Flestar þessar þjóð-
ir eiga t.d. við vanda vaxanci dýr-
tíðar að etja. Þeir efnahagserfið-
leikar, sem af því leiðir eru nokk-
urs konar vaxtarverkir velmegun-
arþjóðfélags, þar sem miklum
framkvæmdum er haldið uppi og
kröfurnar aukast stöðugt til lífs-
ins gæða. Það er eitt af eðlileg-
ustu lögmálum lífsins, að eins-
staklingarnir eru sjaldnast ánægð-
ir með ríkjandi ástand. Óánægjan
með það sem er, birtist í oþol-
inmæði og kröfum um breytingar
og umbætur. Þeim, sem stjórna
>ag ábyrgðina bera, kann að þykja
Ræða Sigurðar Bjarnasonar við setningu fundar Norður-
landaráðs í Kaupmannahöfn í dag.
kröfurnar ganga of langt. En í
raun og sannleika er það oþolm-
mæðin og gagnrýnin í lýðræðis-
þjóðfélagi, sem á sinn ríka þátt
í hraða þróunarinnar. Hinir „reiðu
ungu menn“ kunna að virðast
ósanngjarnir í dómharðri gagnrýni
sinni, en margt í ádeilu þeirra
á við rök að styðjast, einnig i
okkar norrænu velferðarþjóðíélög
Efnahagssamvinnan hefur um
langt skeið verið eitt af aðalum-
ræðuefnum á fundum Norður-
landaráðs. Á fundi ráðsins í
Reykjavík s.l. ár var skorað á rík-
isstjórnirnar að vinna að eflingu
efnahag'ssamstarfsins innan EFTA
og halda jafnframt áfram barátt-
unni fyrir víðtækari norrænni efna
hagssamvinnu innan vébanda
EFTA. Síðan hafa verið lagðar
fram nýjar tillögur af hálfu ein-
stakra ráðsmeðlima, sem snerta
þýðingarmikil svið norræns efna-
hagssamstarfs, m.a. um norræna
tollasamræmingu, sameiginlegan
markað fyrir landbúnaðarafurðir,
samræmingu atvinnulöggjafar og
skipulagða samvinnu á sviði verzl-
unar- og viðskiptamála.
Þessi þýðingarmiklu mál verða
vafalaust meðal aðalumræðuefna
14. fundar ráðsins. Á sameigin-
legum fundi forsætisráðherra
Norðurlanda og forseta ráðsins,
sem haldinn var í Imatra í Finn-
landi í október s.l. gerðu forsæt-
Sigurður Bjarnason
isráðherrarnir grein fyrir því und-
irbúningsstarfi, sem sérfræðingar
hafa unnið að undanfarið á þessu
sviði. Þetta starf kann að virðast
hægfara. En það stefnir tvímæla-
laust í rétta átt.
Ályktun síðasta ráðsfundar um
stofnun menningarsjóðs Norður-
landa er nú að komast í fram-
kvæmd. Það hefur að vísu valdið
vonbrigðum og gagnrýni, að rík-
isstjórnirnar hafa aðeins treyst sér
til að hefja starfsemi sjóðsins með
669 þús. d. króna byrjunarfram-
lagi í stað 3ja millj. d. kr. fram-
lagi eins og tillagan gerði ráð
fyrir. En hér er aðeins um fyrstu
framkvæmd að ræða. Gera verð-
ur ráð fyrir, að starfsemi sjóðs-
ins verði efld verulega strax á
næsta ári, ef hinn norræni menn-
ingarsjóður á að ná þeim tilgangi
sínum að verða þróttmikill afl-
gjafi menningarlegra samskipta
hinna norrænu þjóða. En það var
eindreginn vilji ráðsins þegar tii-
lagan um stofnun hans var sam-
þykkt. Á .ssurn fundi ráðsins he:
ur m.a. verið flutt tillaga af með
limum menntamálanefndarinnar
um hækkun á framlagi til menn-
ingarr
! Á sviði menningarmála hefur
norræn samvinna e.t.v verið ár-
angursríkari en á nokkru öðru
sviði. Hún hefur átt sinn ríka þátt
í að færa þjóðirnar saman, auka
kynni þeirra og treysta vináttu
d.
Á þessum miklu breytinga- og
byltingatímum er hinn menning-
arlegi, grundvöllur norræns sam-
starfs mikilvægari en nokkru sinni
fyrr. Aukin tækni og vélvæðing
er gagnleg og stuðlar að efna-
hagslegri uppbyggingu og aukinni
velmegun. En menningin, andleg-
ur þroski og siðferðisvitund fólks-
ins er grundvöllur mannlegrar
hamingju, fumskilyrði betra. og
Af öðrum aðgerðum Norður-
landaráðs á s.l. ári leyfi ég mér
að nefna rannsóknarráðstefnuna
í Helsingfors í apríl, sem ráðið
gekkst fyrir í samráði við ríkis-
stjórnir landanna. Tiigangur henn
ar var að stuðla að auknu nor-
rænu samstarfi á sviði vísinda og
rannsóknastarfsemi. Var hún sótt
af fjölda vísindamanna og
menntamanna, og er það von for-
seta ráðsins að verulegt gagn
muni af henni verða.
í júní gekkst ráðið fyrir ráð-
stefnu í Easselby í Svíþjóð fyrir
embættismenn og forvígismenn
ýmissa alþjóðlegra stofnana, sem
hafa höfuðstöðvar í Evrópu. Var
tilgangur hennar að veita upplýs-
ingar um samvinnu Norðurlanda,
form hennar og árangur og skapa
jafnframt tækifæri til gagnkvæmra
skoðanaskipta um alþjóðleg við-
fangsefni og vandamál. Mun þetta
fyrsta alþjóðleg ráðstefna, sem
haldin er fyrir alþjóðleg samtök
og því ekki ómerk nýjung. Var
það skoðun þeirra, er hana sóttu.
að hún har; teki"‘ vel.
Á þessu ári hefur verið ákveð-
ið að efna til ráðstefnu á vegum
Norðurlandaráðs um :ka amál og
framkvæmd þeirra. Verður til
hennar boðið ýmsum sérfræðing-
um fjármá’ "'nrðurlanda.
Með þeirri ósk og von, að
þessi fundur megi bera góðan ár-
angur og stuðla að því að treysta
hin víðtæku og nánu tengsl milli
hinna norrænu þjóða, lýsi ég því
yfir, að 14. fundur Norðurlanda-
ráðs set* ■.
Sextugur í dag:
Dr. Oddur Guðjónsson
Dr. Oddur Guðjónsson er sex-
tugur í dag. Hann er fæddur og
uppalinn í Reykjavík. Foreldrar
hahs, María Guðmundsdóttir og
Guðjón Gamalíelsson múrarameis1
ari voru greind mannkosta hjón,
sem margir gamlir Reykvíkingar
kannast við. Móðir Odds fórst í
flugslysi á Hvammsfirði fyrir all-
mörgum árum, en faðir hans var
dáinn fyrr.
Dr. Oddur lauk stúdentsprófi
1927. Stundaði nám í hagfræði við
háskólann í Kiel í Þýzkalandi frá
1927 til 1933 og lauk doktorsrit-
gerð við sama háskóla 1934. Sama
ár og hann lauk námi réðist hann
til Verzlunarráðs íslands, sem full
trúi og skrifstofustjóri þess.
Gegndi hann þvi starfi til ársins
1942. Flest árin, sem dr. Oddur
gegndi störfum hjá Verzlunarráð-
inu, eða eftir 1938, átti hann og
sæti í Verðlagsnefnd, Skömmtun-
amefnd og Gjaldeyris- og inn-
flutningsnefnd. Hann átti og sam-
tímis sæti í skólanefnd Verzlunar-
skóla íslands og stjórn Hagfræð-
ingafélags íslands, enda einn af
stofnendum þess félags og for-
maður þess um árabil.
í janúar ’ 943 var dr. Oddur skip
aður einn af forstjórum Viðskipta-
ráðs. Gegndi hann þvi starfi á
meðan að Viðskiptaráði entist ald
ur, en eftir að það hætti störfum
fluttist dr. Oddur i önnur sams
konar forstjórastörf í öðrum hlið
stæðum stofnunum, fyrst í Fjár-
hagsráði, síðan Viðskiptanefnd og
síðast Innflutningsskrifstofu.
Er Innflutningsskrifstofan hætti
störfum árið 1960, var dr. Oddur
settur í bili ráðuneytisstjóri í
viðskipamálaráðuneytinu í fjar-
veru þess er skipun hafði, en síð-
ar var hann skipaður viðskipta-
ráðunautur ríkisstjórnarinnar, en
starf það er hliðstætt starfi ráðu-
neytisstjóra. Fylgir þessu starfi
að vera fastamaður í nefndum er
annast opinbera viðskiptasamn-
inga við aðrar þjóðir. Hefur dr.
Oddur því hin síðari ár verið lang-
dvölum erlendis. Er hann það t.d.
nú, og skilur því vík milli vina
á afmælisdaginn.
Af stuttri upptalningu hér að
framan er ljóst, að á sextugsaf-
mælinu hefur dr. Oddur að baki
sér 23 ár í aðalstarfi hjá ísl. rík-
inu eða síðan i janúar 1943, og
að auki í 5 ár í ýmsum nefnd-
um, eða allt frá árinu 1938-
Öll hafa hin opinberu störf, sem
dr. Oddi hafa verið falin, staðið
í beinu sambandi við opinber af-
skipti gf viðskiptamálum. fjárfest-
ingamálum og öðrum hliðstæðum
þáttum efnahagsmálanna. en ein-
mitt þessi mál, þótt þau séu köll-
uð höft. þóttu og þykja enn hin
vandasömustu í ísl. stjórnarfari.
Að sjálfsögðu hefur ávallt verið
reynt að velja sem hæfasta menn
til að sjá um framkvæmd slíkra
mála, og ber að viðurkenna slíkt,
þótt deilt sé um leiðir og einstök
stefnuatriði í sambandi við málin
sjálf. Það ætla ég, að traustið á
manninum hafi valdið því, að dr.
Oddur gegndi lengur umræddum
störfum en flestir aðrir. sem til-
kvaddir voru til starfa á sama
vettvangi. Söun embættismennska,
gætni og skapstilling eru þættir
sem skipa öndvegi I manninum
dr. Oddi Guðjónssyni Ríkisvald-
inu var því á hverjum tíma ljóst,
að engin áhætta var tekin í sam-
bandi við val á manni til vanda-
samra starfa þar sem dr. Oddur
var. Þetta tel ég liðinn tíma sanna.
Dr. Oddur hefur skrifað tals-
vert um hagfræðileg efni, bæði í
ísl. dagblöð og ísl. og erlend tíma-
rit. Hann er því, bæði af þessum
sökum og hinum opinberu störf-
um sínum, löngu þjóðkunnur mað
ur. Tilgangur minn með þessum
fáu línuim er því ekki sá, að
kynna hann sem ókunnan mann,
heldur hinn, að þakka honum fyr
ir persónuleg kynni og alllangt
samstarf.
í nær því 20 ára samstarfi kynn
ast menn oft persónulega. Ég tel
slík kynni okkar dr. Odds hafa
leitt af sér gagnkvæmt traust og
nokkra vináttu, sem ekki hefur
glatazt þótt leiðir hafi skilið í
starfi fyrir nokkrum árum. í sam-
starfi okkar dr. Odds voru skoð-
anir oft skiptar, en aldrei skap-
aði slíkt tortryggni i a persónu-
lega fjarlægingu. Hygg ég að þar
hafi mestu um ráðið. hve trygg-
lyndui drengskaparmaður dr.
Oddur er. Aðal erindi mitt i dag,
með þessum línum, er að senda
honum hugheilar þakkir fyrir lið-
in ár og óska honum gæfu og geng
is á ókomnum árum.
Kona dr. Odds er þýzk að æti,
Lieselotter Marie Helene að nafni.
Mikil glæsikona. Börn þeirra njóna
eru þrjú. María sem er gift og bú
sett í Þýzkalandi. Lieselotte,
íþróttakennari og Þórir, sem stund
ar laganám hér við Háskólann.
Fjölskyldunni allri að Flóka-
tu I sl:a ég til namingju með
afmælisdagii.n
Stefán Jónsson.