Tíminn - 02.02.1966, Qupperneq 7

Tíminn - 02.02.1966, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 2. febrúar 1966 7 MINNING TÍMINN Umferöar- almanak Um áramótm gaf Hagtrygging h. f. út almanak, sem sérstaklega er helgað umferðaröryggi. Þar eru leiðbeiningar og áminningar til ökumanna varðandi akstur eft ir árstfðum. f janúar og febrúar eru leiðbeiningar um vetrarakstur inn, þær eru gagnorðar og skýrar., Þótt þær séu fáar, er þar minnzt á ýmis meginatriði, sem komið geta í veg fyrir fjölda slysa. Um þessar mundir hafa orðið fjölmarg ir árekstrar vegna erfiðleika vetr arakstursins, erfiðleika, sem öku menn hefir skort bæði leikni og þjálfun til þess að ráða við. Reynslan sýnir ótvírætt að mörg um ökumanni mun hollt að kynna sér þessi mál nokkru nánar og fara því hér á eftir 6 vetraröku- reglur úr almanaki Hagtryggingar. 1. Akstur í hálku krefst sér- þekkingar og þjálfunar, notið snjódekk eða keðjur. 2. Stillið hraða í hóf, hafið rúmt bil milli bifreiða í akstri. 3. Treystið ekki hemlum í hálku notið þá með sérstakri varúð. 4. Virðið ætíð umferðarrétt og haf ið vakandi auga á vegfarendum. 5. f horgarakstri er heillaráð að gera sér grein fyrir hvaða leið skuli valin milli áfangastaðar, áður en lagt er af stað. 5. Breytið aldrei urp akrein eða akstursstefnu að óyfirveguðu ráði. Samkvæmt skýrslum lögreglunn ar verða rúm 20% af bifreiða- árekstrum vegna þess að umferðar réttur er ekki virtur og tæp 20% «rsakast af því að of stutt er Frammild á ... 12 Myndin hér að neðan er frá setningu fundar Norðurlanda ráðs í Kaupmannahöfn og er Sigurður Bjarnason að flytja setningarræðuna. Mörg mál hafa verið fll umræðu á fund inum að venju, en einkum hafa efnahagsmálin verið rædd. Afhygfi vakti, að á sunnudaginn náðist samkomu lag í Hfnahagsmálanefndinnt, um að ríkisstjórnir landanna skyldu láta athuga möguleik ana á nánara samstarfi Norð urlanda á öllum sviðum efna hagsmála. Gömul tillaga og ný um staðsetningu ráðhúss f fjárhagsáætlun Reykjavíkur. borgar fyiir þetta ár, (1966) er m. a. 3 miUjóna fjárveiting til ráðhúsbyggingar en áður hafa verið veittar 25 millj. í ráðhiis sjóðinn en eytt 'úr honum 5,5 milljónum. Þetta, að safna fé til væntanlegra framkvæmda er gott út af íyrir sig, og gæti sýnt virð ingarverða fyrirhyggju. En í þessu tilfelli finnst þó mörgum að meiri nauðsyn væri á, að verja þessu fé til enn nauðsyn legri verka, sem cniða til almenn ingsheilla, t. d. að fuUgera Borg arsjúkrahúsið eða álíka aðkall- andi framkvæmda. Þeir, sem þannig líta á hafa áreðanlega mikið til síns máls, því sannleikurinn er sá, að okk ur liggur ekkert á að byggja þetta fyrirhugaða ráðhús og sízt af öllu eins og það er hugsað: sem skrauthýsi með samkomusöl- um og ýmsum óhagnýtum íhurði, en að mjög takmörkuðu leyti til praktiskra og almennra afnota. Ásta Þórðardóttir, meistari í kjólasaum, andaðist í Borgarspítal anum í Reykjavík hinn 25. jnaú- ar. Hún var fædd í Klöpp á Stokkseyri 22. ágúst 1901, dóttir hjónanna Sæfinnu Jónsdóttur og Þórðar Sigurðssonar. Hún fór ung að árum til Kaupmannahafnar og nam þar kjólasaum. Hún vánn í 12 ár hjá stórfyrirtækinu Magasin du Nord, en eftir heimkomuna til íslands stofnaði hún árið 1935 kjólasaumastofu ásamt systur sinni, frú Ingu Þórðardóttur leik- konu. Ég kynntist henni fyrst ár- ið 1943, þegar stofnað var Kjóla- meistarafélag Reykjavíkur. Ég hef sjaldan kynnzt elskulegri konu, en sem þó sýndi af sér alveg sérstakan dugnað við að koma félaginu í rétt horf og fá því til vegar komið, að kjólasaum- ur yrði viðurkenndur sem iðn- grein. Hún var formaður félags- Eins og kunnugt er, hefir þessu fyrirhugaða ráðhúsi verið ætlaður staður í norðurenda Tjamarinnar, — Þessarar höfuð p'rýði. R,eykjavíkur, (eða a. m. k. sem gæti verið), sem enginn vill missa. Hitt er einnig jafnframt lmnnugt, að megn óánægja hefir verið um staðarvalið og svo al- menn að taka hefði átt tillit til hennar. Hefði mátt ætla að þeir sem öðrum fremur þykjast vera merkisberar frelsis og jafnréttis og fleiri fagurra dyggða hefðu hér notað tilvalið tækifæri til að sýna í verki að þetta væri ekki allt yfirborðsháttur og orðaskúm, sem væri virt að vdttugi þegar mestu máli skipti. Þetta mátti gera með þeirri einföldu aðferð að láta Reykvíkinga sjálfa segja til um, eneð almennri atkvæða- greiðslu, hvort setja ætti Ráðhús ið í Tjörnina eða ekki. En þetta var ekki gert, — en reyndar mætti gera það enn —, því þá myndi vilji almennings koma í ljós, en ins frá september 1943 til maí 1954, er hún baðst undan endur- kosningu vegna veikinda. Þó féllst hún á, fyrir eindregin tilmæli allra félagsmanna, að sitja áfram í stjórn félagsins til 1958. Ásta Þórðardóttir var ein dug- legasta og\ smekkvísásta sauma- kona þessa lands, enda naut hún þar góðs undirbúnings og með- fæddra gáfna. Eftir að frú Inga tók að helga starfskrafta sína listum Thalíu, stl-órnaði Ásta ein saumastofu sinni meðan heilsa og kraftar leyfðu. — Vér, félagar í Kjólameistaráfélagi munum sakna Ástu Þórðardóttur í starfi voru. Syni hennar og nán. stu ástvin- um öðrum sendum vér dý ‘:tu sam úðarkveðjur. Meðan oss endist líf munv...i vér minnast hennar. Þökk fyrir samstarfið, Ásta mín. Henny tóss„-. það er einmitt hann sem sumir virðast óttast. Tillagan um stað- setninguna var upphaflega, knúð fram til samþykkis með pólitísku offorsi og er það vissulega einum um of að láta pólitisk viðhorf ráða afstöðu sinni um staðarval opinberra bygginga!! — En m. a. o., hvað segir náttúruverndarráð hér um? Og hefir þessi Tjarnar skerðing verið borin undir Reykvíkingafélagið. Secn betur fer er ekki enn haf inn neinn verulegur undirbúning- ur að byggingu tjarnarráðhússins svo það ætti ekki að vera nein goðgá þótt bent sé á annan stað, sem ætla má að betra samkomu lag næðist um. — Og því skal sú tilraun gerð. — Allir þekkja Arnarhól og Ingólfsstyttuna ,en ekki víst að jafnmargir viti hvað útsýnið það an er vítt og fagurt. Enn fegurra gæti það þó verið ef geymsluhúsa þyrpingin á austur-hafnarbakkan um ásamt Kolakrananum væru í burtu tekin. Myndaðist þá þarna opið svæði milli hafnarinnar og austurhluta Hafnarstrætis, allt vestur að Eimskipafélagshúsi. Ákveðið mun að þarna verði ein hverntíma hreinsað til allt vestur að Pósthússtræti og götum eitt- hvað breytt. M. a. verður hús Helga Magnússonar og Co að fara burt vegna þeirra breytinga Zimsenhúsin og önnur hús norð an Hafnarstrætis að Pósthússtræti fara einnig og svo auðvitað gamla „Smjörhúsið“ Hafnarstræti 22 og eitthvað meira af húsum þeim megin. — Verður þá þama öðru vísi um að litast en nú er. Þessi „hreinsun" opnar mögu leika til mikillar nýsköpunar og er þá mikið í húfi að þar tgkist vel til. bæði um útlit og skipulag Stækkun og útþensla borgarinn- ar skapai ný vandamál og ný sjón armið. En kjam' miðbæjarins verður áfram á sama tað. Alþing ishúsið, Dómkirkjan, Hótel Borg Reykjavíkurapótek, bankahúsin norðan við Austurstræti ásamt verzlunarhúsi Silla og Valda munu halda áfram að gegna þeim hlutverkum sem þau gera nú. Eimskipafélagshúsið og Morgun Framhald á bls. 12 Ásta Þórðardóttír BRÉF TIL BLAÐSINS Áthugasemd um bifreiða tryggingar Vegna yfirlýsinga, sem birzt hafa í blöðum og útvarpi frá bif- reiðatryggingafélögunum, um breytingar á hinu hefðdundna bónuskerfi, vill Hagtrygging h.f. taka fram eftirfarandi: 1. Svo sem kunnugt er, hóf Hag trygging starfsemi sína í apríl sl. með nýju iðngjaldafyrirkomu lagi, sem var frábrugðið því, er tíðkazt hafði hér á landi. 2. Þetta er ekki bónuskerfi, og því á ýmsan hátt frábrugðið hinu nýja formi á bónuskerfinu, sem flest hinna eldri trygginga- félaga hafa nú ákveðið að taka upp. 3. Kerfi Hagtryggingar er fjöl- flokkakerfi með mjög breiðu bili á iðgjaldasviðinu. 4. í kerfi þessu geta góði: og gætnir ökumenn með hagstæðan ökuferil komizt í lága iðgjalda flokka strax. 5. Færsla milli flokka cr veru- lega frábrugðin því, sem tíðkast í bónuskerfini.. 6. Minniháttar tjón valda ékki færslu milli flokka, .iema þá og því aðeins, að um mikla van- kunnáttu í akstri hafi verið að ræða, eða vanþekkingu á umferð ar. g_..m. Viss tjón, sem ökumaður getur ekki komið í veg fyrir, brátt fyrir fulla aðgæzlu og rétta hegðun í akstri, valda ekki færslu milli flokka. Undir þetta heyra i flest- um tilfellum rúðubrot. 7. Fullnaðarrannsókn á tjóna tíðni Hagtryggingar er enn ekki lokið, en tjónatíðni er greini- lega lægri en hjá hinum trygg- ingafélögunum eftir þeim upp- lýsingum sem hafa birzt opin- berlega. Ásíðastliðnu ári var Hagtrygg ing með iðgjöld fyrir góða öku- menn, sem voru allt að 50% lægri en hin almennu iðgjöld annarra tryggingafélaga. Mestu lækkanir, sem önnur tryggingafélög bjóða göðum öku mönnum, svara því nokkurn veg- inn til þeirra iðgjalda, sem Hag trygging hafði á sl. ári. 8. Þar sem iðgjaldakerfi Hag tryggingar hefur bæði reynzt vin- sælt meðal bifreiðaeigenda og einnig traustur rekstrargrundvöll ur fyrir fyrirtækið, verða að þessu sinni eingöngu gerðar smávægileg ar breytingar á kerfinu. Þessar breytingar munu þó miða að breikkun á iðgjaldabilinu þannig að hinum beztu ökumönn um með hagstæðan ökuferil eru nú boðin bcrti kjör en áður. Hins vegar mega þeir, sem títt valda tjónum, búast við, að tryggingar fyrir þá verði kostnaðarsamari en áður. 9. Við 'æssar breytingar á ið- gjaldakerfinu, er höfð hliðsjón aí þeirri reynslu á tjónatíðni, sem félagið hefur fengið, og sömu- leiðis tekið tillit til þeirra verð- hækkana, sem urðu á síðari hluta ársins 1965. Þessum verðhækkun- um er fyrirhugað að mæta að nokkru leyti með aukinni reKstr arhagkvæmni, og hindra þannig, að þær komi fram í iðgjöldum. 10. Félagið hefur athugað þá nýbreytni, sem eitt af tryggir.ga félögunum hefur tekið upp, að bjóða hinum tryggðu viðbótaröku mannstryggingu og sérstaka far- þegatryggingu. Mál þetta er í at- hugun og verður skýrt frá niður- stöðum þess, áður en trygginga- tímabilinu lýkur. Hagtryggiiw h.f

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.