Tíminn - 02.02.1966, Qupperneq 8

Tíminn - 02.02.1966, Qupperneq 8
8 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 2. febrúar 1966 AFLEIÐINGAR KROSSFERÐA TÍMA- BILSINS URÐU AFDRIFARlKAR iiiiii mmiiiiii—ii —i—ii ■■■■■■■■■—■—— ■himb—h ■■■iiii—i■— fslenzkir annálar geta þessa við árið 1096: „Hófsk Jórsalaferð af Norðurlöndum.“ Líklegt er, að menn á Norðurlöndum hafi tekið þátt í þessari krossferð, þótt nöfn séu ekki kunn. Sigurður Jórsala- fari heldur í krossferð 1108 og er sú ferð mjög fræg í sögum. 1217 segja annálar: „Hófsk Jórsalaferð hin mikla.“ í íslenzkum heimild- um öðrum er getið um Jórsala Björn og Jórsala Bjarna. Sá kross- ferðaráhugi, sem greip um sig í Mið-Evrópu skömmu fyrir alda- mótin 1100 náði einnig til Norð- urlanda. Norðurlanda menn þekktu mörgum betur til í Mikla- garði, meðan þeir stunduðu þar hermennsku undir merkjum keis- arans, en þar um lá leið kross- faranna. Ferðir til Landsins helga voru nokkuð stundaðar af Evrópu- mönnum, þar voru helgustu stað- ir kristinna manna og lengi vel eftir að Arabar ná Jerúsalem 638 fá kristnir menn að heimsækja hina helgu staði óáreittir. Píla- grímar lögðu leið sína þangað úr flestum löndum Evrópu og svo hélst þar til Seldjúkar (Tyrkir) taka borgina 1076. Þeir svívirtu hina helgu staði, drápu marga kristna menn í borginni og mis- þyrmdu pílagrímum. Fregnirnar af þessum hörmungum kristinna manna berast með pílagrímum til Evrópu. Um 1100 er þungamiðja heims- ins eins og Evrópumönnum lcom hann fyrir sjónir, við Miðjarðar- haf.' Páfinn sat í Róm og Róm og Konstantínópel voru höfuð- uðborgir heimsins, keistarinn í Byzanz sat í Miklagarði, sem var um þetta leyti eina stórborgin í Evrópu. Og þýzki keistarinn eða sá rómverski, eins og hann var þá nefndur varð aðeins keistari með krýningu páfanna og gerði ' tilkall til yfirráða á ítaliu. Hinum megin við Miðjarðarhafið réðu múhameðstrúarmenn. Baráttan við múhameðstrúarmenn hafði staðið lengi og skömmu fyrir 1100 fer heldur að halla á þá í við- skiptunum við kristnar þjóðir Ev- rópu. Innan Evrópu bar mest á deilunum milli keisara og páfa og samkomulag evrópsku ríkjanna og Byzanz var engan veginn gott. Kirkjan hafði klofið í rómversk- og grísk kaþólska kirkju 1054 og íbúar Miklagarðs litu á Evrópu- menn sem hálfgerða villimenn. Norðlægari þjóðir litu Austur-róm verska ríkið öfundaraugum, þar var langmestur auður saman kom- inn í Evrópu, austurlandaverzlun- in var I höndum borgarbúa að nokkru og menning og fagurlífi stóð þar á háu stigi sé jafnað við hálfsiðaðar þjóðir Evrópu. Hættulegustu fjandmenn býzánt íska ríkisins voru Arabar og enn hættulegri voru Seldsjúkarnir eða Tyrkir, þeir taka Jerúsalem 1076. Sýzanz keistari hélt með her gegn þeim, en beið hinn herfilegasta ósigur. Fregnirnar, sem berast til Evrópu um meðferð Tyrkja á kristnu fólki, vöktu þar ugg og skelfingu, auk þess taka nú austur rómversku keisararnir að beiðast aðstoðar evrópskra furs*"í til að verjast Tyrkjum. Páfarnir höfðu fullan hug á því að veita hinum aðþrengdu trúbræðrum aðstoð. Fyrst í stað er daufheyrst við þessum áköllum, deilurnar risu hátt um þetta leyti Tnilli keisara og páfa og fleira kom til. En áhuginn fyrir krossferð gegn heið- ingjum vaknar fyrir áróður og hvatningarprédikanir með almenn ingi. Sá, sem átti einna mestan þátt í að vekja þennan áhuga, var Pétur einbúi, sem ferðaðist um og prédikaði fyrir almenningi ásamt fleiri umferðamúnkum. Trú aráhugi almennings var einlægur og jarðvegurinn var undirbúinn, þegar Urban II páfi heldur hina frægu hvatningarræðu á kirkju- þinginu í Clermont 1095 um haust- ið. Það eru til fjórar frásagnir um þessa ræðu, áheyrendur voru fjölmargir svo að halda varð sam- komuna á akri utan borgarmúr- anna. Páfi hvatti alla kristna menn til að sameinast gegn heið- ingjunum, láta allar deilur niður falla og stefna sverði sínu gegn heiðnum hundum, en ekki gegn kristnum bræðrum, eins og und- anfarið hafði tíðkazt. Hann hvatti riddarana að láta nú til skarar skríða og hét öllum þeim, sem létu krossast syndafyrirgefningu. Ræðan vakti gífurlega hrifningu og lýðurinn hrópaði: „Guð vill það.“ Margir létu krossast á staðn- um og Pétur Einbúi hélt af stað 1096 fylgt af skipulagslausúm lýð, lítt vopnuðum og illa búnum. Lífskjör manna voru erfið á þessum tímum, heitið um eilífa sæluvist var lokkandi og einnig freistuðu ævintýralegar frásagnir um glys og auð austurlanda. Ef vel tækist [mátti búast við nógu landrými fyrir jarðnæðislausa bændur og staðfestulausir aðals- menn gátu vænzt rýmri kjara austur frá en gafst heima fyrir. Kaupmenn þekktu manna bezt austrænan varning og verðgildi hans, auðmenn Feneyja og ann- arra verzlunarborga á Ítalíu högn- juðust vel á ferðum pílagríma til hinna helgu staða, hvað þá þegar búast mátti við flutningi fjöl- mennra hersveita austur á bóginn. En þetta var allt meira og minna blaðndað trúarlegum hvötum, trú- in var kveikjan, sem hratt þessu á stað. Pétur Einbúi og lið hans lenti í miklum erfiðleikum og týndi liðið ört tölunni, en megin- hlutinn komst þó til Miklagarðs og þaðan yfir sundið til þess að verða brytjað þar niður af Tyrkj- um. Meginherinn hélt af stað síð- ar á árinu og nær Miklagarði í desember. Þessi her var af marg- víslegu þjóðerni, en meginstofn hans voru riddarar, þ. e. aðals- menn og fylgdarlið þeirra vel vopnað. Á þessu ári höfðu fleiri hópar lagt af stað úr sínum heimahögum áleiðis til Landsins helga, en fæstir þeirra náðu lengra en til Ungverjalands, þetta voru flokkar hálfgerðra misindis- manna, sem fóru um ruplandi, rænandi og myrðandi, hófu rán og morð strax í Rínardal, þar sem þetta bitnaði einkum á Gyðingum. Biskupar og furstar reyndu að hamla gegn þessu en fengu ekki við neitt ráðið, meginhluti bessa liðs var síðan brytjaður niður í Ungverjalandi og afgangunnn sneri heimleiðis aftur. Riddaraherinn saineiiiaðist tté'r austur-rómverska keisarans og heldur síðan yfir sundið til Litlu Asíu. Talið er, að riddaralið þessa fyrsta krossfarahers hafi ekki tal- ið meira en um 1500 og fótgöngu- liðið hafi talið um 10-11000 manns Auk þessa fjölda var alltaf nokk- ur hópur, sem fylgdi herjunum, konur hermannanna fylgdu sum- um og svo þjónar og aðstoðar- menn. Foringjar þessara herja voru Raymond greifi af Toulouse, Godfrey af Bouillon, Bohemond og Tancred. Herinn vann mörg afreksverk samkvæmt samtíma kvæðum og sögnum og þegar þeir litu Jerúsalem, er sagt, að marg- ur riddarinn hafi grátið fögrum tárum. Herinn sat um borgina í sex vikur. Sigurinn v?r blóðugur, sagt var, að krossfararnir hafi drepið um 10.000 múhameðstrúar- menn, en samkvæmt ,heimildum Tyrkja var talan mun hærri. Þessi manndráp ollu skelfingu með Tyrkjum og Aröbum og frá þess- um tímum er samnefni þeirra á Frönkum, en svo nefndu þeir Evrópumenn, „kristnir hundar.“ Framkoma evrópsku herjanna þarna austur frá vakti andúð bæði meðal Araba og íbúa Miklagarðs, áliti hinna síðast nefndu á Evrópu mönnum hafði ekki verið burðugt, en við nánari kynningu varð það enn óburðugra. Nú voru stofnuð kristin ríki á þessu landsvæði, sem nefnd voru samnefninu „Outremer“ eða land- ið hinum megin við hafið.“ Frá þessum tímum eru enn við lýði miklar kastalarústir, þar sem evrópskir furstar bjuggu og héldu hirð sína. Mörgum fátækum píla- grími ógnaði allur sá lúxus, sem landsdrottnar og verjendur hinn- ar helgu grafar tömdu sér, þeir stældu um margt lífernismáta Ar- aba, en þeir sköruðu langt fram úr Evrópumönnum um fagurlífi Ketill Indriðason, Ytra-Fjalli OPIÐ BRÉF til Eysteins Jónssonar, flokksins. Þakka vil ég þér síðustu ára- mótagreinina i Tímanum og þó einkum þann hluta hennar er laut að alúmínmálinu, svonefnda, og veit að þar mæli ég fyrir munn alls meginþorra flokkismanna okk ar og margra fleiri, en þó greinin væri góð, var einn ljóður á henni: sá, að þar sá ég ekki að örlaði á neinum áætlunum um, hvernig haga skyldi aðgerðum gegn þeim ófögnuði, sem ríkisstjórnin og al- þingismannalið hennar hyggst leiða yfir þjóðina með samningun um við svissneska alúmínhringinn en til þess ætlumst við af for- manni Framsóknarflokksins, að hann geri þess grein. Verði ekki meira að gert en að mótmæla; fyrst af miðstjórn Fram sóknarfl. og síðan þingmönnum hans á Alþingi, kviknar sá grun ur í brjósti fjölda manna. hvort hér sé að unnið af heilindum og alhuga — hvort ekki sé um handa þvott að ræða. Þvott, er minni á hinn heimskunna, austur í Gyðinga landi forðum daga. Við vitum um og þekkjum vinnu brögð ríkisstjórnarinnar og mála- liða hennar og höfum þolað henni margt illt, en allt hetur sin tak- mörk. og þetta mál rr,á ekki fram ganga og það er hægt að afstýra formanns Framsóknar- því, þó að stjórnin hafi merjandi meirihluta á Alþingi. Um það ber að ræða; fyrst þær aðgerðir, er allir hljóta að kaila löglegar — síðar aðrar, því nauðsyn brýtur lög. Réttindaafsal, æ ofan í æ, sbr. landhelgismálið, Hvalfjarðarmálið og nú í vatnsréttindum. Tilræði við þjóðerni og menningu, sbr. sjónvarpsmálið. Fyrirhugað skatt lagning á hvern ljósgeisla, er rýf ur svartnættið, í hendur útlendra auðmanna. Alls konar undanþágur og mismunun þeim til handa, á okkar kostnað, með mörgu fleira, hafa fyllt mælinn svo út af flóir og svipt stjórnina þeim rétti. er hún fer með. Skjölin á borðið og opinberar umræður. er því hin fyrsta krafa. Kosningar önnur: Nú í vor. ef stjórninni er það kappsmál. ann ars frestun allra samninga og að gerða til Alþingiskosninga 1967. Framsóknarflokkurinn er höfuð andstöðuflokkur stjórnarinnar að mannfjölda og þingmannatölu Því ber honum skýlaus skylda til að halda uppi forystu um andstöðu. fylgisöflun, og samninga við aðra stjómarandstæðinga ig hveria þá menn aðra sen, ekki hafa gengið óheillaflokkunum óatturkalíaniega á vald. Þetta á og má gera, bæði í ræðu og riti og með fundarhöld um og skriflegum mótmælum gegn samningagerðinni. Það er ýmislegt. sem aðskilur Framsóknarflokkinn og Alþýðu- bandalagið, en andstaða gegn auk inni erlendri ásælni. sem stofnað er til af fégræðgi einr.i saman er þe^m pó sameiginleg, og i heimi. þar sem vinur svíkur vin og bróðir bróður. eins og beizklega hefur sannast i þessu máti um einstaka Framsóknarmenn og fjölda annarra. þá verður að gera fleira en gott þykir Villta, og hálfvilltar þjóðir, er berjast innbyrðis. hafa þó löngum kunnað að snúa bökum saman gegn utanaðkomandi hættu Ætt um við að vera fávisari, eða er minni ástæða til að freista sam- stöðu við eldri mótherja. þó að hinir erlendu yfirgangsmenn njóti stuðnings nokkurra ísienzkra valda manna? Kommumstar eru neldur ekki I á þessum árum. Jerúsalem var tek- I in 1099 og þá er fyrstu krossferð Sigrinum var innilega fagnað í Evrópu, hinir helgu staðir voru nú aftur í höndum kristinna manna, samgöngur aukast við þessi landsvæði og útgerðarmenn skipa og kaupmenn efnast vel á samskiptunum við þessi nýju kristnu ríki. Riddarareglurnar eru stofnaðar um þetta leyti, Mustens- riddarar og Jóhannítar. f fyrstu voru þetta fámenn félög riddara, sem skyldu annast um fátæka pílagríma og sjúklinga. Bráðlega taka þessi félög að annast ýmis- konar fésýslu. Reglurnar auögast brátt og Musterisriddarar reka eina arðmestu bankastarfsemi í Evrópu á tímabili. Þessar reglur urðu víða ríki innan ríkjanna, hagsmunir reglubræðra voru sett- ir skör ofar en hagsmunir þess þjóðfélags, sem þeir byggðu og með auknu konungsvaldi hrakar hag þeirra. Þegar kemur fram um miðja 12. öld taka Tyrkir að ásælast þessi kristnu ríki. Páfinn er beð- inn um að hlutast til um nýja krossferð og einna mesti kirkjuleið togi samtímans, Bernard frá Clarivaux tekur að hvetja menn til krossferðar. Lúðvik VII lætur krossast og margir Frakkar fylgja dæmi hans. Bernard fer til Þýzka- lands og telur Konráð keisara á krossburð. Þessi ferð misheppnað- ist algjörlega (1147-49) og Sala- dín tekur Jerúsalem 1187. Það þótti mikill munur á framkomu Saladíns og herja hans og kross- faranna, við töku borgarinnar og varð ekki til þess að auka hróðui kristinna. Þegar Friðrik Barbar- ossa heyrði fréttina um töku Jerú- salem, sór hann við sitt rauða skegg að fara í krossferð, '~i hann gerði, en sú ferð varð hans síðasta, hann drukknaði á leiðinni til Landsins helga 1190. Filippus Augústus og Ríkharður Ljóns- hjarta tóku þátt í þessari ’tross- ferð, samvinna þeirra var ekki sem bezt, enda mennirnir olíkir um skapferli og auk þess taldist Framhald á bls. 12 þeir söimu og þeir voru — ekki í heild. Ungverjum Dlæddi ekki til einsk is, né fórnardýrum Stalíns í Rússlandi. Berlínarmúrinn er op ið og auðskilið tákn og deilur Rússa og Kínverja hafa svípt hul unni af þeirri blekkingu að komm únisminn tryggi friðsæld og bræðralag, þó að hann næði heims yfirráðum. Fátt eða ekkert gæti tremur komið alúmínhringnum til að end urskoða afstöðu sína en sameigin leg yfirlýsing allra miðstjórna stjórnarandstöðunnar og hana á að gefa fyrr en síðar f kjölfar hennar ber að taka upp samningagerð um samstarf og stöðu upp úr næstu kosningum. Eins og nú horfir getur fáum óhlutdrægum áhorfendum dulizt að Sjálfstæðisfl er háskalegastur sjálfstæð' þjóðarinnar og bætist honum liðsauki og fjárstyrkur er- lendra auðkýfinga. þá bíða dimm ir dagar allra þeirra. sem kjósa ísland fyrir íslendinga Hinir kunna at baða rósum: þeir æðstu mannvirðingum og auð- mjúkustu þiónustunni Það ætti lika að geta orðið Sviss um íhugunarefni, ef þeir fá að vita að staðfesting samninganna muni fara fram f hálftómum Al- þingissölum, en þeim mun þéttari mannsöfnuður til fyrirstöðu, þegar á að fara að skipa upp byggingar- efni og vélum. Vissulegast væri þó allsherjar verkfall. á sjó oa landi áður en afsalið fer fram. það sem ríkis- stjórnin skildi betur en allt ann að og það nægði til að koma vit- inu fyrir hana. Að því ber að stefna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.