Tíminn - 02.02.1966, Side 9

Tíminn - 02.02.1966, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 2. febrúar 1966 TÍMINN 9 Guðrún Kristinsdóttir og Kristján Þ. Stephensen. hér tónleika á sviði og í út- varpi. Kristján lék þrjú óbóverk með píanóundirleik Guðrúnar, sónötu eftir belgíska tónskáld ið J.B. Loeillet, fantasíukafla eftir danska tónskáldið Carl Nielsen og melodíu eftir brezka tónskáldið Morgan Nich olas frá Wales. Hið fyrstnefnda tónskáldið bera máske ekki margir kennsl á hér, og raunar ber ekki heimildum saman um hann og tvö önnur tónskáld með þesu ættarnafni, John Lo eillet og Jacques Loeillet., sem allir voru óbóleikarar m. a. og uppi samtímis á seinni hluta 17. aldar og nokkra áratugi fram á þá átjáandu, hafa senni lega verið ættmenn eða jafnvel bræður, tveir hinir fyrstnefndu settust að í Lundúnum sem hljóðfæraleikarar og tónskáld, en sá þriðji lék í hirðhljóm- sveitinni í Bæjaralandi. Jean Baptiste kom fyrstur fram með endurbætta gerð af flautu, sem síðan varð algeng, gaf út nokkrar sónötur og skrapp stundum til hljómsveitarstarfa við hirðir á meginlandinu. John Loeillet er einkum ruglað sam an við hann, þv| að þeir léku aðallega á sömu hljóðfærin, flautu og óbó, en einnig fleiri. John Lilly átti lika til að stafa ættarnafn sitt Lully, og því hefur honum og verið rugl að saman (jafnvel í tónleika- skrám) við hið fræga franska tónskáld Lully, sem var þó uppi nokkru áður. Pétur lék tvö cellóverk með píanóundirleik Gisla Magnús- sonar, fantasíukafla eftir Schu mann og sónötu í e-moll eftir Brahms, og er þarflaust að fara orðum um þá. Allur var leikur þessara ungu listamanna vandaður og skapmikill á köflum. Það var mjög góð stemning í salnum og listamönnunum innilega þakk að fyrir góða sunnudagsstund. G.B. menn í útvarpssal Áheyrendur hluta á Gísla Magnússon og Pétur Þorvaldsson, cellóleikara. Ljósmyndir TÍMINN-GE um vitnisburði, kom heim og er nú fyrsti óbóleikari i Sin- fóníuhljómsveit fslands. Þar er og bróðir hans, Stefán Þ. Stephensen, trompetleikari og léku þeir oft saman í lúðra- sveitunum áður. Systir þeirra er Guðrun leikkona, en faðir þeirra Þorsteinn Ö. Stephensen leikari. Pétur Þorvaldsson cellóleik- ari lék að loknu námi í Sin- fóníuhljómsveit íslands, en hann hefur í nokkur ár verið fyrsti cellóleikari f sinfóníu- hljómsveitinni í Árósum í Dan mörk, hætti þar í haust, kom heim og tók aftur við sínu fyrra starfi hér. Píanóleikarana Guðrún Kristinsdóttur og Gísla Magnússon er óþarft að kynna, þau eru svo oft búin að halda Ríkisútvarpið hóf þá ný- breytni á dagskránni á sunu- dag, að útvarpað var beint úr útvarpssal tónleikum ungra listamanna að viðstöddum gest um. Að þessu sinni komu fram fjórir ungir tónlistarmenn, Kristján Stephensen óbóleik- ari, Guðrún Kristinsdóttir píanóleikari, Pétur Þorvaldsson sellóleikari og’ Gísli Magnússon píanóleikari, en kynnir var Gunnar Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, og bauð hann gesti velkomna áður en tón- leikamir hófust, tilkynnti um leið, að þegar hefðu verið á- kveðnir tvennir tónleikar með þessu sniði síðar, næst mundi leika franskur kvartett í marz, og fyrir vorið mundi og verða útvarpað í gesta viðurvist söng Guðrúnar Á. Símonar óperu- söngkonu. Nýjasti listamaðurinn þeirra, sem fram komu á sunnudag, eða sá, sem nýlegast er kom inn utan frá námi, er Kristján Þ. Stephensen óbóleikari. Raun ar hafði hann oft komið hér fram áður á tónleikum, bæði með Lúðrasveitinni Svan og Lúðrasveit Reykjavíkur, og lék þá á klarinettu, og voru kennar ar hans hér Egill Jónsson og Gunnar Egilson. Síðan hélt Kristján til Englands og gerð ist nemandi í óbóleik hjá Sidn ey Sutcilff, frægum óbóleikara og kennara við Konunglega tónlistarskólan í Lundúnum. Út skrifaðist hann þaðan með góð- Ólafur I. Hannesson: Svar um sjónvarp Keflavíkurflugvelli 19 jan. 1966. Herra ritstjóri! í blaði yðar 15. janúar sl. er allt að því fjögurra dálka grein um „börn og dátasjónvar undir nafninu Oddný Guðmundsdóttir. Þar sem þér gefið frúnni svona stórt rúm í blaðinu, þá vonast Ag til, að þér ljáið mér rúrr fyrir svolitla athuga- -md. Varnarljðið á Keflavíkurflug velli hefur undanfarin ár starf- rækt sjónvarpsstöð og hefur hún verið fjölda .• lendinga til af- þreyingar og ánægju, ekki sízt í skammdeginu. Greinarhöfundur telur, að 35 þúsund íslendingar horfi á sjónvarpið, og dregur hún í efa, að þeir geti „sér að skað- lausu horft á glæpamyndir Játa sjónvarpsins"! Hún tal. u. dýrk endur dátasjónvarp. og kallar sjónvarpið frá Keflavíkurflug- velli, hvað eftir annað „svarta skóla“. Það hefur tíðkazt mjög að kalla háskólann í . .. ís Svartaskóla og sé það meining frúarinnar að leggja „dáta- sjónvarpið“ og Sorbonne há- skólann á sama bekk, þá hefur sjónvarpsstöðin á Keflavíkur- flugvelli aldrei fengið betri sam líkingu. Ég efast um, að sagan um Bon- anza sé rétt hjá frúnnL Allt, sem hún segir um sjónvarpið í heild, virðist vera skáldskap ur. Hugarórar persónu, sem ekki hefur fengið tækifæri til að fylgj ast með sjónvarpinu, er er að reyna að slá sig til riddara í augum „menningarvitanna“ 60, sem beint og óbeint hafa viður- kennt, að þeir hafa ekki kynnt sér sjónvarpsdagskrána, heldur nota sjónvarpsmálið svokallaða til að auglýsa sjálfa sig. Frúin talar um. að „ungmenn in í Svartaskóla Keflavíkursjón varpsins" lítilsvirði allt, sem ís- lenzkt sé. Hvaðan koma henni þessar fullyrðingar? Hún talar um „ameríska half- menntun". Hvað er hálfmennt- un, amerísk eða íslenzk? Ef til vill fréttamyndir, er sýna, hvað ger- ist á hverjum tíma, svo sem flug Lindbergs, upphaf og endalok nazisma og fasisma eða stofnun Sameinuðu þjóðanna. Þetta eru sögulegar staðreyndir. sem kennd ar eru í skólum. Hvaðan kemur Oddnýju sú hug n ynd, að orðaforði irna á £• ur nesjum hafi minnkað eftir til- komu sjónvarpsins? Þvert á móti hefur hann aukizt, því jdfn- framt þrf, að börnin hafa lært ensk hugtök af sjónvarpinu, þá hafa þau haft sína íslenzku- kennslu, eða dregur frúin í efa getu kennaranna? Hún segir, „að engin þjóð- menning hafi nokkurn -ma verið í meiri hættu en íslenzkt þjóð erni er nú. íslenzk börn eru að verða útlendri sníkjumenningu að bráð og eiga of fáa verjendur." Svona stóryrði nota aðeins þeir, sem ráðast gegn einhverju af blindu ofstæki og ekki geta rök- stutt mál sitt. Ætlar frúin cf til vill að bjarga íslenzkri menningu með því að loka fyrir sjónvarps hnettina, sem menningarþjóðir keppast við að setja I loft? Oddný Guðmundsdóttir for- dæmir sjónvarpið. Ekki vegna þess, að hún hafi fylgzt me„ því, heldur vegna þess, að systkin, sjö og átta ára gömul, sögðu henni, að hún hefði misst af Bonanza. Hún telur, allt það, sem banda- rískt er, vera slæmt fyrir Jón Jónsson íslending, og börn hans. Hún efast um, að sjónvarpið hafi sýnt endalok Rósenberghjón anna og atómsprengjuárásirnar á Japan, en fréttamyndir um þessa atburði hafa verið sýndar hvað eftir annað. Hún talar um 7000 Svartaskólah„-._iil; á fs- landi. Hún telur upp þau atriði, úr mjög gamalli sjónva. 's- dagskrá, sem hún telur ekki eiga heima fyrir augum íslenzkra barna. En hverju gleymir hún í voptalningunni? Guðsþjónust- unni, íþróttaþættinum, spurn- inga'.-.eppni skólanema, barna- þætti Walt Disney's og skemmti þætti Ed Sullivan's, sem meira að segja er viðurkenndur í 1-uskvu, svo sunnudagar séu að- eins nefndir að litlu leyti, og Bonanza Jeppt. ECa gleymdi hún Marteini frænda, Danny Kaye, Jimmy Dean og öllum hinum skemmti- og söngvaþáttunum að ógleymdum lögum unga fólksins og fræðsluþáttunum. Eg er hrædd ur um, að frúin hafi „gleymt" þessu viljandi, því sá er háttur öfgafólks, að sjá aðeins það, sem það telur svart á hverju máli, en loka augunum fyrir því .. i. Frúin Oddný ætti því að fá sér sjónvarp og fylgjast með dag- skrá þess um tíma og svo skulum við athuga, hvað hún hefur fram að færa til að betrumbæta ís- lenzka menningu. Ef hún r áfram sömu skoðunar, er réttara fyrir hana að snúa sér gegn íslenzkum fornritum, fréttum í Ikisút.„.p inu, Dreka og Kidda kalda í Tím- anum, James Bond í Morgun- blaðinu, Skugga í Vikunni, er- lendum útvarpsstöðvum og sjón- varpshnöttun. og tækninni á sviði þráðlausra sendinga, en gegn mátt lítilli sjónvarpsstöð á Keflavíkur- flugvclli.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.