Tíminn - 04.02.1966, Side 8

Tíminn - 04.02.1966, Side 8
FÖSTUDAGUR 4 1966 8 TÍMINN eftir Slaomir stjóri Baldvin Þjóðleikhúsið skipti um kápu leikskrár fyrir nokkrum árum og gerði þá fyrsta íslenzka leikskáld inu, sem nokkuð kveður að, Sig- urði Péturssyni sýslumanni, þann sóma að prenta sýnishorn úr hand ritinu að skopleiknum „Hrólfi“ framan á kápuna. Var það mak- legt og vel til fundið. Hitt gegnir aftur furðu, hve íslenzk leikhús hafa lengi látið undir höfuð leggj- ast að gera sér mat úr leikritum Sigurðar tveim, og hljóta allir að fagna því, að Þjóðleikhúsið lætur loks verða af því að kynna þenn- an veruiega frumherja íslenzkrar leikritunar með sviðsetningu fyrri skopleiks hans, „Hrólfs“ 170 ár- um eftir að skólasveinar í Hóla- vallaskóla frumfluttu hann. Líður vonandi ekki á löngu unz „Narfi“ kemst einnig á svið leikhúsanna hér í borg, leikritið, þar sem Sig urður sýslumaður hæðist að bæj- arbragnum í Reykjavík um næst- síðustu aldamót, svo og yfirvöld- unum, sem var meira en nóg boð- ið bersöglin, er skólasveinar léku Narfa á hinni síðustu Herranótt 28. janúar 1799, og hætti Sigurður þá að skrifa leikrit, illu heilli. Sigurður fór 15 ára gamall til Danmerkur með föður sínum og hlaut menntun í Hróarskeldu og Kaupmannahöfn, fyrst málfræði og heimspeki, síðan lögfræði. Skáldskapur hans síðar, ljóð og leikrit, bera þess vott, að hann hefur kynnzt allnáið bókmenntum samtímans á Hafnarárunum. í Ijóð um hans vottar fyrst fyrir áhrif- um frá Bellman í ljóðagerð hér- lendis, og leikritin minna nokk uð á Moliere og Holberg, þótt efniviðurinn sé innlendur. „Hrólfur," öðru nafni „Slaður og trúgirni," er sagður vera elzti leikhæfi, íslenzki sjónleikurinn. Og það sannaðist á frumsýning unni í Lindarbæ á dögunum, að hann er enn þann dag í dag hin mætasta skemmtun, þótt hátt sé á aðra. öld síðan leikritið var samið í skyndi handa skólasvein- um. Síðar bætti hann einum þætti við leikritið, en hann reyndist ekki bragarbót og er honum sleppt í sviðsetningu Þjóleikhúss- •ins. Þetta er hin spaugsamasta Þjóðlífslýsing, þó án ádeilu, sem gerir meira vart við sig í „Narfa.“ Leikurinn „opnast" allhressilega, og er síðan ekki dauður punktur á sviðinu allt til leiksloka. Þóra Friðriksdóttir og Bessi Bjarnason eru aldeilis hreint kjörin í aðal- hlutverkin, Margréti vinnukonu og Hrólf ferðamann, bæði að norðan, og Árni Tryggvas. í hinu þriðja aðal Mrozek, ieik- Halldórsson hlutverki, Auðuns, hins trúgjarna og fljótfæra bónda og lögréttu- manns. Leikur þeirra er fullur galsa og keyrir þó ekki úr hófi. Miklu hófstilltari er samt leikur Önnu Guðmundsdóttur og Valde- mars Helgasonar í hlutverkum Sigríðar konu Auðuns og Gissur ar bónda á næsta bæ, einkum beitir Anna skemmtilegum leik stíl við þetta hlutverk, sérkenni lega blæst á máli. Sverrir Guð- mundsson og Jón Júlíusson setja svip á þessa sýningu, og þó hættir Jóni allmjög til að ýkja leik sinn nú sem endranær, en samt sanna þeir það betur nú en áður, að þeir eru vaxandi leikarar. Margrét Guð Anna Guðmundsdóttir og Árni Tryggvason. mundsdóttir fer ósköp ljúf- lega með hlutverk Unu, og Gunn- ar Kvaran er að vísu með byrj- Bessi Bjarnason og Valdimar Helgason. andabrag í hlutverki Andrésar, en hann sýnist samt munu verða liðtækur síðarmeir. Búningar Lár- usar Ingólfssonar eru hreinustu þing, teiknaðir af mikilli þekk- ingu og smekkvísi, en sveitabæj Fátt er sameiginlcgt með Hrólfi og einþáttungnum pólska, Á rúm- sjó, sem sýndur er samtímis eða eftir hlé, nema fyrrnefndi sjón- leikurinn er nefndur gleðileikur og síðari gamanleikur. En sá er þó munurinn á því tvennu, að í siðarnefnda leiknum er gamanið allgrátt, nánar tiltekið hið napr- asta háð og heimsádeila í fjar- stæðu og þverstæðu stll, og mættu ýmsir taka þar sneið til sín. Þetta er allslunginn leikur að smíð, og girnilegt til fróðleiks að fá að kynnast pólskum og öðrum aust- ur-evrópskum leikbókmenntum. Samt fannst mér einhvern veg inn ekki allt koma til skila í hinni íslenzku túlkun. Sviðsmynd er góð svo og persónumótun í höfuð- dráttum. En því var líkast sem leikendur gætu ekki almennilega fótað sig, „komið fyrir sig fínu hljóðunum" og textakunnáttan var heldur bágborin, sem nú er ekki nýlunda lengur í Þjóðleik- húsinu. Máske er það misráðið að láta sömu leikendur fara með hlutverk í báðum þessum leikrit- um. Þeim tókst ekki rétt vel að hafa hamskipti. G.B. Kvöldvaka Ferða- r félags Islands Ferðafélag íslands hélt kvöld vöku 1. þ. m. í Sigtúni, þar var troðfullt hús, og urðu vist margir frá að hverfa, sem ekki gátu feng ið aðgangskort. Aðalefni kvöldvökunnar var að, Eyþór Einarsson grasafræðingur, hélt langt erindi um Grænland, og sýndi litmyndir þaðan. Eyþór var í fyrrasumar á nokkrum stöð um þar. Hann er líka búinn að vera þar áður á rannsóknarferðum, og sér til skemmtunar. Au'ðheyrt er, að Eyþór er hrifinn af þessu stóra landi. Tign þess með sína stóru jökla, og margbreytilegt gróð urfar. Þetta margbreytilega gróð urfar vekur undrun manns, inn an um þessa stóru jökla, og sífelld ar ísbreiður. — Á einum stað var það t. d. sem grasafræðingurinn mældi hitastig í lofti og niðri í jarðvegi, úti var 4 stiga hiti, en niðri í jarðveginum var 23 stiga hiti. Eyþór hefir dvalizt á mörgum stöðum á Grænlandi t. d. norður í Thule og safnað plönt um. Myndirnar báru með sér, að víða er stórfengleg náttúrufegurð á Grænlandi og gróður fallegur á þessari nóttlausu voraldar ver- öld, sem þarna er á sumrin. Einnig gat að líta fróðlegar myndir af lifnaðarháttum, dýralífi o. fl. Eyþór Elnarsson Þarna var einnig að sjá margt af Grænlendingum einkum börn um í hinum fegurstu búningum, að ógleymdum hundunum, sem hefir verið þarfasti þjónninn þar frá önd verðu. Sumar fjölskyldur eiga 20— 30 hunda. Kvöldið leið í hinum bezta fagnaði, og á fyrirlesarinn og Ferðafélagið þakkir skyldar fyr- ir skemmtunina. Reykjavík, 3. 2. 1966. H. Sig. Þjóðleikhúsið - Litla sviðið HRÓLFUR eftir Sigurð Pétursson, leikstjóri Flosi Ólafsson Á RÚMSJÓ ar leikmyndin finnst mér of þröng þyrfti ekki að vera svona nákvæmlega hefðbundin. Leik stjórn Flosa Ólafssonar hefur heppnazt mætavel, er fullgalsa fengin á köflum, en vinnubrögðin létt og snör. En kórónan á þessa skemmtilegu sýningu mundi ég segja, að væri músíkin, sem Leifur Þórarinsson hefur samið við leik inn, forn og fersk í senn. Það er orðið mikið tilhlökkunarefni að eiga von á leikhúsmúsík eftir okkar ágætu ungu tónskáld, Jón Nordal og Leif Þórarinsson, sem lagt hefur skerf með þessu móti til nokkurra leiksýninga hér í borg. Um sýninguna á Hrólfi í Lindarbæ vil ég aðeins bæta því við, slíkra vinsælda sem „þjóðleg“ skemmtileikrit njóta hér, að ekki kæmi mér á óvart, að Hrólfur staðnæmdist i Lindarbæ það sem lifir vetrar og verði jafnvel að halda áfram að sýna hann í haust.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.