Tíminn - 04.02.1966, Síða 13
FÖSTBDAGUR 4. fffiwðar 1966
TÍMINN ÍÞRÓTTIR
13
■
Flelshmann.
Li8 Dukla Prag. Aftari röð frá vinstri: König, Mrkvica, Havlík, Razek, Benes, Duda
Fremri röS: Mares, Krouský, Skarvan, Koneceý og Trojan.
Hvað gerist í kvöld?
FH og Dukla Prag mætast ■ kvöld í Laugardal
Landsliðsnefnd reyn-
ir þrjá nýja leikmenn
-gegn Dukla Prag á morgun
Alf—Reykjavík.
í kvöld, föstudagskvöld,
leika FH og Dukla Prag fyrri
Evrópubikarleik sinn. Fer
leikurinn fram í íþróttahöll-
inni í Laugardal og hefst kl.
20.40. Á undan fer fram for
leikur 2x10 mín. Satt að segja
eru litlar líkur til þess, að
FH-ingar sigri í viðureigninni
í kvöld, því að Dukla Prag
er örugglega eitt af þremur
sterkustu félagsliðum í heim
inum í dag.
Til ma-ks um styrkleika Dukla
Prag má geta þess, að á leið sinni
til fslands lék liðið gegn v-þýzka
landsliðinu og sigraði það rneð
sex marka mun, 26:20!
En engirn leikur er fyrirfram
tapaður eða unninn. f bikar-
keppni getur allt gerzt, og takist
Hafnfirð'ngum vel upp í kvöld,
geta þeir alveg eins ógnað tékk-
nesku meisturunum. Hraði FH-
inga hefur oft komið góðum lið-
um úr jafnvægi og skotharka
þeirra FH inga er annáluð. Von-
andi tekst FH-ingum vel upp í
leiknum, en allir sterkustu leik-
menn iiðsins verða með, þ.á.m.
Ragnar Jonsson, sem eki hefur
leikið tvo tyrstu leikina meg FH
í íslandsmótinu vegna meiðsja á
hendi.
Dukla Prag tefiir einnig fram
sínu sterkasta liði í kvöld, og
hættir ekki á neitt. Leikmennirn
ir eru allir margreyndir landsliðs
menn, en reynsluminni leikmenn
verða á áhorfendabekkjunum. Lið
Dukla Prag verður þannig skipað:
Benes (9) 14 landsleikir Duda
(11) 29 landsleikir, Havlík (6)
39 landsieikir, Konecný (5) 4
landsleikix. Mares (3) 63 lands-
leikir, Rada (7) 31 landsleikur,
KR-ingar kepptu
í 25 m hlaupi!
Valbjörn langefstur í sexþrautinni.
Fjórða greinin í sexþrautar-
keppni KR var með nýstárlegum
hætti. Keppt var í 25 m. hlaupi,
gerðar þrjár tilraunir og tekið
meðaltal. Sigurvegari varð að
þessu sinni Valbjörn Þorláksson,
en meðalárangur hans verður að
skoðast sem met í greininni, þar
eð ekki hefur verið keppt í henni
áður, svo vitað sé. Valbjörn hefur
nú sigrað í þremur greinum af
fjórum, sem keppt hefur verið í
og hlotið langfæst stig. Verður
ekki annað séð, en hann sé örugg
ur með sigur í þessari fyrstu inn
anhússþraut, sem keppt hefur ver
ið í hérlendis, samsettri af frjáls
íþróttagreinum. Valbjörn er nú-
verandi Norðurlandameistari í tug
þraut, svo sem kunnugt er. Keppn
in var háð í KR-húsinu míðviku
daginn 2. febrúar.
Úrslit í 25 m hlaupi:
1. Valbj. Þorláksson 3,77
2. Ólafur Guðmundsson 3,78
3. Gestur Þorsteinsson 3,83
4. Einar Frímannsson 3,87
5___6. Björn Sigurðsson 3.92
5___6. Trausti Sveinhjörnsson 3.92
7. Þórarinn Ragnarsson 4.13
8. Nils Zimsen 4.15
9. Magnús Jakobsson 4.34
Stigakeppnin, að loknum fjórum
greinum, stendur sem hér segir:
stig.
1. Valbjörn Þorláksson 5
2. Ólafur Guðmundsson 20
3. Gestur Þorsteinsson 23
4. Björn Sigurðsson 23,5
5. Þórarinn Ragnarsson 24
6. Niels Zimsen 26
Razek (4) 11 landsleikir Sviták
(8) 10 landsleikir, Trojan (10) 74
landsleikir Skarvan (1) 6 lands
leikir, Vicha (1) 53 landsleikir.
Dómari j kvöld verðoir Bent
Westergaard frá Danmörku. Þess
má geta, að síðari leikur FH og
Dukla fer fram í Prag 20. febrúar.
Alf-Reykjavík ,fimmtudag.
Landsliðsnefnd Handknattleik
sambands fslands hefur valið tii-
raunalandsliðið, sem leika á gegn
Dukla Prag á laugardaginn í
íþróltahöllinni í Laugardal. Liðið
er nokkuð breytt frá landsleikj-
unum gegn Pólverjum og Dönum,
og gerir Iandsliðsnefnd tilraun
með þrjá nýja ieikmenn, Sigurð
Dagsson, Val, Hermann Gunnars-
son, Val og Stefán Jónsson, Ilauk-
um. Þá kemur Guðjón Jónsson
aftur inn í liðið.
Þeir leikmenn, sem léku með
gegn Pólverjum og Dönum, og fá
hvíld núna, eru þeir Kari Jóhanns
son, Þórarinn Ólafsson, Ágúst Ög-
mundsson og að sjálfsögðu Ingólf-
ur Óskarsson, sem dvelur í Sví-
þjóð. Liðið verður þá þannig:
Hjalti Einarsson, FH
Þorsteinn Björnsson, Fram
Gunnlaugur Hjármarsson, Fram
Guðjón Jónsson, Fram
Sigurður Einarsson, Fram
Ragnar Jónsson, FH
Birgir Björnsson, FH
Sigurður Dagsson, Val
Hermann Gunnarsson, Val
Hörður Kristinsson, Ármanni
Stefán Jónsson, Haukum.
Um þetta lið landsliðsnefndar
er fátt eitt að segja. Mjög hæpið
virðist að taka Karl Jóhannsson
úr liðinu fyrir Sigurð Dagsson, en
tilraunin með Hermann — og
reyndar Stefán, á fullan rétt á
sér. Sem betur fer er landsliðs-
nefnd hafin yfir að taka mark
á barnalegum ábendingum um
skipan iiðsins, sem birzt hafa í
einu eða tveimur dagblöðum. Sann
leikurinn er sá, að vandamál sem
ísl. handknattleikur á við að glíma
í dag, stafa ekki af því, að skot-
^’óðum leikmönnum hefur verið
haldið utan við landsliðið. Mein-
semdin felst í því, að ísl. hand
knattleiksmenn hafa ekki tamið
sér nútímahandknattleik eins og
hann er leikinn víðast hvar í
Evrópu. Landsliðsþjálfarinn er að
gera tilraun til að byggja upp
„taktiskt“ lið, og menn ættu ekki
að örvænta, þótt slík tilraun taki
nokkurn tíma.
Firmakeppni Skíðaráðs
Rvíkur háð um helgina
Hin árlega Firmakeppni Skíða-
ráðs Reykjavíkur verður haldin
í brekkunum við Skíðaskálann í
Hveradölum n.k. sunnudag 6. febrú
ar. Um hundrað fyrirtæki hafa
veitt Skíðaráði Reykjavíkur sína
aðstoð og eru skíðadeildir Reykja-
víkurfélaganna mjög þakklátar
þessum fyrirtækjum fyrir þessa vel
vild í sinn garð.
Á s.l. starfsári gerði þessi ómet-
anlega aðstoð skíðafélögunum
kleift að senda keppendur á mót
innanlands svo og til keppni í
Noregi og ennfremur var hægt að
senda keppendur til æfinga í Aust
urríki á s.l. hausti.
Firmakeppnin á sunnudaginn er
forgjafarkeppni þar sem snjöllustu
skíðamenn bæjarins fá viðbót við
sína tíma. Þess vegna hafa allir
keppendur, sem ræstir verða, sama
tækifæri til að vinna sigur. Keppn
in hefst stundvíslega kl. 12 á há-
degi og er forráðamönnum fyrir-
tækjanna boðið að koma upp í
Skíðaskála og drekka kaffi með
keppendum og starfsmönnum
mótsins að keppni lokinni.
Mótsstjórn annast Lárus G. Jóns
son og Lárus Jónsson frá Skíða
félagi Reykjavíkur. Yfirtímavörð-
ur er Sigurjón Þórðarson formað-
ur skíðadeildar Í.R. Með honum
starfa ennfremur Valur Jóhanns-
son, K.R., Páll Jörundsson Í.R.
og Guðjón Valgeirsson Ármanni.
Ræsir er Jóakim Snæbjörnsson,
f.R.
Manchester
Ufd. sigraöi
Benfica 3:2
Manchester Utd. sigraði
portúgalska liðið Benfica í
3. umferð Evrópubikar-
keppni meistaraliða í fyrri
leik liðanna, sem fram fór
í Manchester í fyrrakvöld.
Urðu lokatölur 3:2. Áhorf-
endur sem voru 64 þús.
talsins, fengu að sjá góða
knattspyrnu og skemmtileg
an leik. Til að byrja með
sótti Manchester mun meira
en þrátt fyrir þag skoraði
Benfica fyrsta markið.
Herd jafnaði fyrir Manch.,
og Dennis Law náði forystu
2:1 Benfica jafnaði 2:2, en
Foulkes skoraði sigurmark
Manchestei. Síðari leikur
iiðanna fer fram í Lissabon.
Sveinamót í
frjálsíþróttum
Innanhússmeistaramót íslands í
frjálsíþróttum fyrir sveina (14—
16 ára) fer fram í íþróttahús-
inu á Selfossi. sunnudaginn 6.
febrúar kl. 2 e.h.
Keppt verður í hástökki, með
og án atrennu, langstökki og þrí-
stökki án atrennu.
Héraðssambandið Skarphéðinn
sér um mótið og skulu þátttöku-
tilkynningar sendar til Hafsteins
Þorvaldssonar, Selfossi.
Lögreglan varð að skakka leikinn
Slagsmálaleikur í Leeds milli heimaliðsins og Valencia
Það dró aldeilis til tíðinda i
Leeds í fyrrakvöld, þegar heima
menn mættu spánska liðinu Valen
cia í keppni borgarliða Evrópu,
en í síðari hálfleik lenti leik-
mönnum liðanna saman og varð
hinn heimsfrægi hollenski dómari,
Horn, sem dæmdi leikinn, að kalla
á lögreglu sér til liðsnnis við að
cViIia leikmennina.
Þegar það hafð tekizt, gerði dóm
arinn hlé á leiknum og kallaði
leikmenn beggja liða út af vellin
um í 10 mínútur til „kælingar",
en eftir það hófst leikurinn aftur
og lyktaði með jafntefli 1:1.
Upphafið að ólátunum er rakið
'ckipta þeirra Jack Charlton,
miðvarðar enska landsliðsinsi og
spánska markvarðarins. Spánski
markvörðurinn mun hafp sparkað
i Charlton og hann svarað i sömu
mynt — og heldur betur. Og
við þetta sauð upp úr, og nokkrir
leikmenn úr báðum li'ðum byrjuðu
að slást. Charlton og einum leik
manna spánska liðsins var vísað
af velli. Og litlu síðar varð annar
spánskur leikmaður að yfirgefa
völiinn.
Leeds og Valencia leika síðari
leikinn eftir tvær vikur í Vaiencia,
og er ekki ólíklegt, að til tiðinda
kunni að draga í þeim leik.