Tíminn - 05.02.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.02.1966, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 5. febrúar 1966 TlMINN 9 með því að setja hann niður á Horn? — Það virðist alveg mega ráða það af þeim viðtökum. sem launakröfur okkar hafa fengið. Sko, launagreiðsl ur til vitavarða hafa nefnilega fram að þessu byggzt á löngu, löngu úreltu hlunnindakerfi, sem byggðist einfaldlega á því að fyrir fjörutíu til fimmtíu árum voru lífsbjargarmögu- leikar fólks fyrst og fremst þeir að geta holað sér ein- hvers staðar í helvítinu niður til að geta lifað. Það átti ekkert skylt við þá möguleika, sem liggja fyrir núna. Nú, við sem sagt gengum frá greinargerðum um þetta allt þegar við stofnuðum félagið, og í fyrra gekk ég frá þessu og gerði tæmandi greinar- gerð yfir starfið á Horn- bjargsvita. Hinir vitaverðirn ir, nokkrir þeirra, gerðu hið sama yfir starfið við sína vita. Og ég setti fram kröfur ofckar alveg eins og við vorum búnir að ræða þær. Síðan send um við þetta til Starfsmanna félags ríkisstofnana. Við urð um fyrst að berjast fyrir því að fá skipunarbréf. Þau feng um við og jafnframt loforð um inntöku í lífeyrissjóð, en það er nú ekki búið að efna það enn. Vonandi verður það samt gert innan skamms. Nú gerðist það í samningum árið 1963, að þá var gengið fram hjá vitavörðum, eins og þeir væru ekki til. Þær upplýsingar, sem BSRB fékk frá vitamála- stjórn, voru þær, að það væri augljóst mál, að ekki gæti ver- ið um fullt starf að ræða hjá vitavörðum, af því launin væru frá tveim þúsund krónum og upp í sextíu þúsund á ári. Það voru einu rökin, sem hún hafði fraim að færa. Svo settum við málið í hend urnar á Starfsmannafélag- inu. Og úr því gátum við ekkert gert, og ákváðum að bfða eftir kjaradómi núna, er vísaði máli okkarhreinl. frá. Eg er með veðurtöku 8 sinnum á sólarhring. Veður urstofustjóri segir, að þetta sé það mikið starf, að það sé útilokað, að ein manneskja geti annað því. Og hún greið ir laun með tilliti til þess, að þar komi aðstoðarmann- eskja til greina. Skilyrði fyrir veitingu vitavarðarstarfs á Horni er það, að vitavörður- inn hafi aðstoðarmanneskju, þessir aðilar sameinaðir leggja því dæmið þannig fyrir, að þetta sé fullt starf fyrir þrjár manneskjur, en þó getur Kjara dómur ekki fallizt á, að þetta sé fullt starf fyrir eina mann- eskju, og því ekki hægt að setja hana í launaflokk. Við; skulum taka dæmi um Svalvogsvita. Þar er vitajörð. Landfræðileg aðstaða Sval- vogsvita jaðrar við það að vera í fyrsta flokki, einangrunin er svo mikil. Mig minnir, að kaup ið sé eitthvað um sjö þúsund krónur á ári. — Á hann þá að lifa á því, sem jörðin gefur? — Við eigum víst að lifa á þessari hlunnindastefnu vita málastjórnar. Það var hægt að búa á svona jörðum, þegar fólk var tilneytt og eygði enga aðra möguleika. En þessi hlunnindastefna er horfin úr sögunni, af því það er ekki lengur um nein hlunnindi að ræða. Yfirleitt og undantekn- ingarlaust eru þessar vitajarð- ir, einhver mestu helvítis harðbalakot, sem til eru á landinu. Það er öruggt mál. Það er þessi hlunninda stefna, sem þeir hafa reynt að halda dauðahaldi í, þannig, að ástandið er orðið fyrir neðan allar hellur, eins og sést bezt í dag á þeim laun- um, sem vitaverðir fá. Ef við snúum okkur að Reykjanesvita, þá þarf ekki um það að ræða, að þar er vitavarzlan fullt starf, og vita- málastjórn viðurkennir það. Vitaverðinum er ekki heim- ilt að víkja af staðnum, þótt hann verði óhjákvæmilega að hafa einhverjar aukatekj- ur. Mánaðarlaun Sigurjóns vitavarðar við Reykjanes- vita, og ég tek fram, að hann á tólf börn á aldrinum eins eða tveggja og upp í fimmtán eða sextán ára aldur, eru fjög- ur þúsund krónur. Og ég skal bæta því við, svo að það komi fram, að það hefur legið við að fjölskylda hans hafi orðið að stórlíða fyrir þetta. Þetta er slíkt reginhneyksli, að það tekur engu tali. Nú er augljós hlutur, að vitaverðir eru ekki að gera kröfur til að vitamálastjórnin eigi að sjá fyrir fjölskyldum þeirra. En lágmarkið er að greidd séu viðunandi laun fyr ir vitavörzlu, þar sem hún er fullt starf. — Þið þurfið að greiða allan ykkar kost af þessum launum? — Kost, jú. Allt saman. Vita málastjórnin leggur aðeins til húsnæðið og það sem því fylg ir. En við vitum, að sá háttur er hafður á núorðið, að þeir, sem vinna á vegum hins opin bera og í þess húsnæði, borga enga húsaleigu, en samkvæmt hlunnindareglunni, þá hefur húsnæðið verið metið til tekna þegar vitavarðalaun hafa verið ákveðin. — Eigið þið þá að búa á þessum stöðum. — Það virðist vera augljós skoðun vitamáiastjómar Oð sannleikurinn er sá, að vita- málastjórn heldur dauðahaldi i hlunnindastefnuna, eftir að öll hlunnindi eru úr sögunni. Teletype 10 cic. J.J. — Áttu að hafa rollur á Horni? — Ja, eigum við að hafa rollur? — Ef þú átt að hafa rollur, hvernig áttu þá að gæta vit- ans? — Það er einmitt þetta, sem er dálítið skemmtilegt. . Sko, þótt ekki hafi fengizt nokkur viðurkenning á því, að þetta sé fullgilt starf, þá krefst vita- málastjórn þess engu að síður, að það sem við gerum fyrir sjálfa okkur sé unnið í vinnu- tíma. Ég hef bent á það, að viðleguskylda á Hornbjargi væri svo algjör, að ekkert væri hægt að hreyfa sig, þá var mér tjáð, að ég gæti farið á berjamó. Við gefum þér sem sagt heimild til að fara á berja mó, var mér sagt. Það ömurlega í þessu er líka það, að á nokkrum vitum, þar sem vitaverðir voru láglaunað- ir, voru í fyrra hækkuð laun þeirra. Núna snýst öll baráttan um það að svipta þá þeirri hækkun. — Til hvers? — Ja, það er ekki talið að neinar forsendur séu fyrir því að greiða mönnum laun, sem eru bara með gasvita og þess- háttar. Það er rétt að starf þessara vitavarða er aukastarf. en að fara að svipta þá laun um, sem þeir eru búnir að fá er nokkuð langt gengið. — Þið fáið sérlega greitt fyr ir veðurþjónustu? — Já, og ég vil gjarnan að það komi fram, að Veðurstofu- stjóri hefur gengið fram í því, að veðurtökumenn fengju sóma samlega hækkun. Þannig að hækkunin hefur verið mjög ríf- leg núna. Veðurtakan á Hveravöllum er greidd með 270 þús. krón- um á ári. Fyrir hliðstæða veð- urtöku á Hornbjargsvita hef ég að ég held 28 þús. Ég held að á Hveravöllum sé frítt fæði auk húsnæðisins. Þegar Yeður- stofustjóri fer af stað með að staðsetja svona, þá tekur hann fullt tillit til þess, sem viður- kennt er í öðrum löndum, og viðurkennir hlutina. eins og þeir liggja fyrir. — Þetta með Hveravelli er náttúrlega mikil viðurkenning fyrir ykkur, sem gætið erfið ustu vitanna? — Vitaskuld. Það er mér al- veg ljóst. Landfræðileg aðstaða á Hveravöllum er að sumu leyti sambærileg við Horn. — Hefurðu gert þér grein fyrir þvi, hvað þú mundir gera þig ánægðan með í laun á Horni? — Þetta er spurning, sem á fullan rétt á sér, og liggur auðvitaf beint við í þessu við- tali. Vitamálastjórn gerir kröfu til aðstoðarmanneskju. Það er ekki um að ræða, að til sé eitt einasta fordæmi í þjóðfélaginu fyrir því, að starf, sem krefst aðstoðarmanneskju sé ekki greitt í samræmi við það. Vita- málastj. virðist á þessu stigi launaumræðna líta svo á, að starf aðstoðarmanneskju komi málinu ekki við. Vitavarðar- starfinu' fylgir mikil ábyrgð, og það er ekki hægt að vera á svona stað, nema vitavörð- urinn njóti aðstoðar. Ég er á því að borga eigi ein sameiginleg laun fyrir þetta, veðurþjónustu og vita- vörzlu. Með tilliti til þess, sem er greitt á Hveravöllum, sem er þó aðeins fyrir veðurtöku, þá verður ékki annað álitið en það sé rnjög sanngjörn krafa að greiddar séu 300 þúsund krónur árslaun fyrir saman lögð störf á Horni. — Hefurðu nokkrar skepn- ur eða_ hlunnindi? — Á nokkrum stöðum á vitamálastjórnin jarðnæði og hefur reynt að skapa einhver skilyrði til tekjuöflunar af bú- '•ekstri fyrir vitavörðinn. En þetta eru yfirleitt harðbalakot eins og ég sagði áðan, sem ekki geta gefið neitt af sér Það almesta sem mér er kunn- ugt um er hundrað kinda bú é einum stað á Kambsnesi fyr- ir austan. Á Hombjargsvita t d., er ekki um búskap að ræða. Það er útilokaður möguleiki. Meira að segja er það þannig þar að útilokað er að rækta éina einustu kartöflu eða rófu. Það hefur aldrei verið hægt, vorkuldarnir eru svo miklir þar. Ég var þarna með niu kindur síðastliðið ár, bara til að hafa kjöt, og svo er gaman að hafa þær hjá sér yfir vet- urinn. Það skapast tengsl við dýr, sem maður hefur hjá sér á svona stað. Vitavörðurinn, sem var á undan mér haíði tvær kýr og eitthvað þrjátíu kindur, en hann varð að heyja ekki aðeins á næstu víkum, heldur uppi í dölum og uppi á fjöllum, og varð meira að segja að fá hey að frá öðrum býlum, sem voru þarna austar. — Er ekki hægt að komast að Horni nema á sjó? — Það er útilokað. Ja, það er hægt að labba. Það er hægt að labba um allt ísland. Nú er allt komið í eyði inn á Snæfjallaströnd. Að austan- Þetta er landtakan við Horn. Um þessa ur5 hefur orðið að flytja bæði hjónin, þegar veikindi eða slys hefur borið að höndum þeirra. verðu má segja að allt sé kom ið í eyði að Ingólfsfirði. Ófeigs fjörður fór í eyði núna, en hún hefur verið ein af mestu hlunnindajörðum landsins. Drangar, sem hefur verið næsta jörðin, fara í eyði í vor. Og það er. útilokaður möguleiki að sækja aðstoð á landi vegna þess hvað þarna er um langar leið- ir og erfiðar að ræða. Það er engin aðkomuleið þarna nema á sjó, eða þá í kopta. — Hvernig er með mjólk á svona stað? — Ja, ég hef nú haldið því fram áður, að mjólkurdrykkja væri bara ávani, sem fullorð- ið fólk ætti að leggja niður. — En nú voru þið með börn in þarna áður en þau fóru í skóla? — Maður fékk auðvitað mjólk einstöku sinnum, þegar ferð féll. Nú, og ég hafði þarna tvær eða þrjár geitur. og mjólkin úr þeim leysti úr brýnustu þörfum, þegar börn- in voru. Og þótt hægt væri að heyja þarna, sjá allir hvaða erfiðleikum það væri bundið fyrir einn mann, sem þarf að sjá um veðurtöku á þriggja stunda fresti, jafnt alla helgi og frídaga sem virka daga. Og sést á því hver munur er á starfi annarra opinberra starfs manna og okkar, burtséð frá einangruninni og hættunni, sem því er samfara að lokast inni vegna veðurs. hvernig sem á stendur. Starf vitavarðarins stendur allan sólarhringinn, því fyrir utan veðurþjónustu þarf mað- ur að vera reiðubúinn að fara upp í ljósvitann í öllum hríð arveðrum á veturna, til að skafa af honum að utan og bera spritt á hann að innan svo glerin haldist.hrein. Á sama tíma og ’aun vita- varða eru fyrir neðan allar hellur, byggir vitamálastjórn- in yfir kýr fyrir milljónir. sam kvæmt þeirri kenninku, að hlunnindi skuli vitaverðir hafa. Nú vil ég taka það fram, að ég minnist ekki á þetta til að stefna því að viðkomandi vita- verði. Það á ekkert skylt við það. Heldur tek ég þetta dæmi til að sýna hve stefna vitamála stjórnar hefur verið fáránleg- Á Garðskagavita er ræktarland ið, sem vitamálastjórn á tæp- lega handa tveim kúm. Vita- vörðurinn sjálfur á þarna jörð, og hefur haft og hafði sex kýr, að ég held. Vitamálastjórnin byggir þarna, sem framhald á sinni hlunnindastefnu, fjós og hlöðu fyrir sex kýr, sem kost- aði upp undir tvær milljónir, á sama tíma og barizt er með kjafti og klóm gegn því að vitaverðir fái einhverja launa hækkun. Sannleikurinn er sá, að þetta er neðan við allar hellur. Það er enginn að fara fram á það svo við snúum okkur aftur að vitaverðinum á Reykjanesi, að vitamálastjórn eigi að sjá fyr- ir fjölskyldum vitavarðar. held ur að hún greiði þeim laun samkvæmt eðli starfsins. — Þeir eyða sem sagt tveim mílljónum i kýr á meðan þeir greiða hæst rúm 60 þús. á ári í vitavarðarlaun? — Já, og ekki nóg með það vitamálastjórnin á ekki rækt- arland, þar sem hægt er að heyja handa þessum kúm. Ég vi) að það komi fram. að það er svívirðing, sem er einsdæmi i landinu, að opin ber stofnun skuli knésetja starfsmenn sina svona misk unnarlaust. Pramhald á bls i*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.