Tíminn - 05.02.1966, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 5. febrúar 1966
IflUŒI G TÍMINN í DAG
Kirkjan
Kópavogskirkja. Messa kl. 2. Hallgrímskirkja. Barnaguðsþjón
Barnasamkoma klukkan 10.30. usta kl. 10. Messa kl. 11.
Séra Gunnar Árnason. Dr. Jakob Jónsson.
Kirkja ÓbáSa safnaðarins. Messa
klukkan 2. SafnaSarpresturinn.
Fríkirkjan. Messað kl. 2. Séra
Lárus Halldórsson messar. Séra
Þorsteinn Björnsson.
Neskirkja.Barnasamkoma kl. 11
og messað kl. 2. Séra Jón Thorar
ensen.
Bústaðaprestakall. Barnasam-
koma í félagsheimili Fáks kl. 10
og í Réttarholtsskólanum kl. 10
Guðsþjónusta kl. 11. Vinsamlegast
athugið breyttan messutíma.
Séra Ólafur Skúlason.
Mýrarhúsaskóli. Barnasamkoma
Grensásprestakall. Breiðagerðis-
kl. 10. Séra Frank M. Halldórs skóli> barMsamkóma kl. 10.30.
son' Messað kl. 2. Séra Felix Ólafsson
Elliheimilið Grund. Guðsþjón-
usta kl. 10 fyrir hádegi. Ólafur Laugarneskirkja. Messa kl. 2
Ólafsson kristniboði predikar. e- h Bamaguðsþjónusta kl. 10 f.
Heimilisprestur. h- Séra Garðar Svavarsson.
Ásprestakall. Barnaguðsþjónusta
í Laugarásbíói kl. 11. Messa í
Laugarneskirkju kl. 5
Séra Grímur Grímsson.
Háteigskirkja. Bamasamkoma
kl. 10.30. Séra Arngrímur Jóns-
son.
Messa kl. 2. Séra Jón Þorvarðsson.
Dómkirkjan. Messa kl. 11 séra
Jón Auðuns. Messa kl. 5. Séra
Óskar J. Þorláksson. Barnasam
koma í Tjarnarbæ kl. 11. Séra
Óskar J Þorláksson.
Hafnarfjarðarkirkja. Messa kl.
2. Séra Garðar Þorsteinsson.
Mosfellsprestak. Messa að Brautar
holti kl. 2. Séra Bjami Sigurðss
Langholtaprestakall. Barnasam
koma kl. 10.30. Séra Árelíus Níels
son. Guðsþjónusta kl. 2. Séra
Árelíus Níelss. Æskulýðsguðsþjón
usta kl. 5. Kristján Guðmundsson
stud. theol. predikar Nemendur
úr Vogaskóla leiða söng.
Æskulýðsfélagar annast
flutning pistils og guðspjalis.
Félagslíf
Hið þekkta leikrit Bertolt
Breeht, Mutter Courage, hefur nú
verið sýnt 10 sinnum í Þjóðleik
húsinu og verður næsta sýning í
kvöld. Helga Valtýsdóttir leikur
sem kunnugt er titilhlutverkið og
Langholtssöfnuður. Spila- og
kynningarkvöld verður í safnaðar
heimilinu klukkan 20 sunnudaginn
6. þ. m. Mætið stundvíslega
Bræðrafélag Langholtssafnaðar.
Fundur verður þriðjudaginn 0.
þ. m. kl. 20.30 Fjölbreytt dag-
skrá. Bræðrafélag Bústaðasóknar
mætir á fundinum. Stjórnin.
Kvenfélag Óháða safna'ðarins. Fé-
lagsfundur verður eftir messu á
sunnudaginn kemur. Ennfreimur
verða kaffiveitingar fyrir kirkjugesti
Aðalfundur kvennadeildar Slysa-
varnadeildar Reykjavíkur verður
hefur hlotið ágæta dóma fyrir túlk haldinn mánudaginn 7. febrúkr klukk
un sína á þessu erfiða og marg- an 20.30 i Slysavarnahúsinu við
þætta hlutverki. Myndin er af Grandagarð. Venjuleg aðalfundar-
Jóni Sigurbjörnssyni og Helgu í störf. Björn Pálsson flugmaður sýn
hlutverkuim sínum. ir litmyndir víðsvegar af landinu.
Fjölmennið. Stjórnin.
DENNI
DÆMALAUSI
—- Það er brýnni þörf fyrir aðra
liluti t. d. retðhj61.
Æskulýðsfélag Bústaðasóknar,
yngri deild.
Fundur í Réttarholtsskóla, mið-
vikudagskvöld klukban 20.30. Æslru
lýðsfélag Langholtssóknar kemur í
heimsókn. Stjórnin.
Æskulýðsfélag Bústaðasóknar,
eldri deild.
Fundur í Rétlarholtsskóla klukkan
20.30, mánudagskvöld. Stjórnin.
Bræðrafélag Bústaðasóknar.
Mætið þriðjudagskvöld klúkkan 20;
15 við Réttarholtsskóla vegna heim
sóknarinnar til Bræðrafélags Lang-
holtssóknar. Stjórnin.
komandi mánudag 7. febrúar klukk
an 20.30 að Sólheimum 13.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Kaffidrykkja.
3. Hörður Ágústsson listmálari held
ur erindi sýnir skuggamyndir um
þróun íslenzkra kirkjubygginga.
Stjórnin.
Fiugáætlanir
Kvenfélag Ásprestakalls.
Aðalfundur félagsins verður
næst-
Loftlelðir h. f.
Bjarni Herjólfsson er væntanlegur
frá NY kl. 09.30. Heldur áfram til
Oslóar, Kfiupmannahafnar og Hels
ingfors kl. 11.00 Þorfinnur karls-
efni er væntanlegur frá Kaupmanna
höfn, Gautaborg og Osló kl. 01.00.
Heldur áfraim til NY kl. 02.30.
'**mmm
MINNING
ólafur Thórarensen
f dag verður til grafar borinn
liér í Reykjavík Ólafur Thóraren-
sen fyrrv. útibússtjóri Landsbank
ans á Akureyri. Var hann nýflutt-
ur hingað til Reykjavíkur og hafði
verið heilsuveill hin síðustu ár, og
andaðist í Landsspítalanum 28.
jan. s. 1.
ölafur Thórarensen var fæddur
á Akureyri 8. des. 1892 og uppal
inn þar. Voru foreldrar hans hjón
in, Þórður Stefánsson gullsmiður
Thórarensen bónda í Lönguhlíð í
Hörgárdal Ólafssonar læknis á
Hofi Stefánssonar amtmanns Þór
arinssonar, og Anna Jóhannsdóttir
Eyjólfssonar.
Bjuggu þau Þórður og Anna
allan sinn búskap á Akureyri og
þóttu hin mestu sæmdarhjón, bæði
áf góðu bergi brotin. Var Þórður
hlédrægur maður og fáskiptinn,
laus við hégómaskap og tildur,
einn af hinum kyrrlátu og yfirlæt
islausu, þótti greindarmaður og
þéttur fyrir, en blandaði sér lítt
í dægurmálin. Þótti heimili
þeirra hjóna hið mesta myndar
heimili, vinnusamt og reglusamt
og börnin snemrna látin vinna fyr
ir sér eftir því sem getan leyfði.
bankastjóri
Svo var um Ólaf, hann gerðist
snemma starfsmaður við eitt og
annað í bænum, en gekk svo til
starfa skömmu eftir fermingu í
Útibú Landsbankans a Akureyri
T var þar til 1918, fluttist þá í
aðalbankann í Reykjavík og var
þar fulltrúi til 1931, en gerðist þá
útibússtjóri á Akureyri og var
það til 1961, er hann lét af störf
um. Hann var því í þjónustu bank
ans um rúmlega hálfraraldarskeið,
traustur og dyggur starfsmaður.
Ólafur Thórarensen fór snemma
að vinna fyrir sér, eins og getið
var, og naut því ekki mikillar
skólagöngu umfram barnaskól-
ann. En hann var uppalinn á
menningarheimili og aflaði sér
af sjálfsdáðum víðtækrar þekk-
ingar í þeim verkahring, er hann
valdi sér. Og víst var um það, að
enginn kom að tómum kofum, sem
ræða vildi við hann um söguleg og
hagnýt málefni. Því að hann var
vel lesinn og hinn mesti greindar
maður, þaulkunnugur ísl. at-
vinnuháttum og menningarlífi, og
kunni góð skil á því sem fánýtt
var og hinu sem til heilla horfði
fyrir einstakling og heild. Var
sjálfur allra manna lausastur við
tildur og hégóma, kyrrlátur mað-
ur sem hvergi tranaði sér fram
eða sóttist eftir völdum og veg-
tyllum. Hann gengdi þó ýmsum
trúnaðarstörfum, var m. a. um
skeið í bæjarstjórn Akureyrar, leit
á það sem borgaralega skyldu, en
þótti gott að fá að þoka þaðan
þegar færi gafst. Og ýmsu menn
ingarstarfi á Akureyri rétti hann
hjálparhönd, gaf t. d. trjágróður
á sínum tíma kringum sundlaugar
stæðið þar, og fleira af slíku tagi
lét hann sig varða, þótt lítið bæri
á.
Á sextugsafmæli Ólafs Thórar
ensen ávarpaði ég hann m. a.
þannig: — Á fáu ríður ríki voru
meir en að eiga góða starfsmenn,
trúa og dygga. Þar er Ólafur Thór
arensen til fyrirmyndar. Hann er
hinn sterki og reglusami húsbóndi
Útibúsins og ágæti þjóðarþegn
Enginn mun hafa af honu*r Önn
ur kynni. Sliku er vert að balda
á lofti r.ú, þegar Bakkus herjar
fast á liðsveitirnar hér og þar og
veldur eymd og óreiðu allt of
víða.
Sjálfsagt er það ekki vandalaust
að vera vörður og miðlari hins
„gyllta leirs“ nú á dögum, og hef
ir líklega aldrei verið það. Marg-
ur á þung spor í og úr banka. Oft
þarf að ræða þar persónuleg vanda
mál. Þá er gott að hitta þar fyrir
góðan mann, viðræðuprúðan, sann
gjarnan og drenglyndan. Góð ráð
eru þá stundum mikilvæg. hvernig
sem fer um kaup og sölu víxilsins.
En slík erindislok eru sem kunn
ugt er oft háð ýmsu því, sem lítt
eða ekki verður við ráðið. En það
ætla ég, að þá sé mikil þröng í
búi bankans ef heiðarlegir menn
þurfa að fara vonsviknir af fundi
bankastjórans. Góðvilji hans og
hjartahlýja sér um það, að svo
miklu leyti sem það getur til
hrokkið, því að banki verður líka
að sjá um sig. — Og um það
er óþarft að deila, að alltaf verða
einhverjir ósigrar á þessum leið-
um, hversu vel sem unnið er. Hitt
er höfuðatriði, að ráðdeild og
trúmennska sitji í öndvegi og
hæfnin og drenglundin haidi um
stjórnvölinn. Þá verður lengst kom
ist og mestu borgið á hvaða vett-
vangi sem er —.
Þannig var Ólafur ávarpaður
meðan hann var enn í starfi. Og
þannig reyndist hann meðan hann
gat störfum sinnt, — traustur og
samvizkusamur starfsmaður, sem
ekki mátti vamm sitt vita, og
drengur góður.
Árið 1919, hinn 27. sept. kvænt
ist Ólafur Thórarensen eftirlifandi
konu sinni, Maríu Frímannsdóttur
•Takobssonar trésmíðameistara og
konu hans Sigriðar Björnsdóttur.
hinni mestu ágætiskonu og móður
Var heimili þeirra hjóna glæsilgt
myndar- og menningarheimili, sem
öllum þótti gott að gista Eiga
þau hjón 2 börn á lífi, Þórð lög-
fræðing, kv. Halldóru Hjaltadótt-
ur og Sigríði, g. Friðjóni Skarp
héðinssyni bæjarfógeta.
Að svö mæltu kveð ég vin
minn Ólaf Thórarensen, þakka hon
um langa viðkynningu og bið hon
um blessunar á nýjum leiðum. Og
konu hans og börnum. og öðrum
vandamönnum, sendi ég innileg
ustu samúðarkveðjur.
Snorri Sigfússon.