Tíminn - 11.03.1966, Blaðsíða 12
12
TIMINN
FÖSTUDAGUR 11. marz 1966
Halldór Kristinsson
gullsmiður — Sími 16979.
Látið okkur stilta og herSa _
upp nýju bitreiSina. Fylg-
izt vel meS bifreiSinni.
BÍLASKOÐUN
Skúlagötu 32 Sími 13-100
GYLLI
SAMKVÆMISSKÓ
Afgreiddir samdægurs
Skóvinnustofan
Skipholti 70.
(inngangur trá bakhlið
nússins)
Vesturgötu 12, sími 13570
NITTG
Á VÍÐAVANGt
Framhald af bls. 3
neyzlufiski og smjörlíki, sem
ríkisstjórnin hafði ákveðið að
yrði frá og með 1. marz. Yfir-
lýsing Eggerts á Alþingi í gær
gefur til kynna, að glíman við
Jón standi enn og sé ekki til
lykta leidd. Munu ýmsir bíða
úrslitanna með nokkurri ó-
þreyju. Bót í máli er, að ríkis
stjórnin og verðlagsyfirvöld
eiga þegar tilbúnar og prentað
ar reglugerðarbreytingar og
nýjar verðskrár þessara vara
frá því um daginn, ef snögglega
þarf til að taka.
Kaupmenn - Kaupfélög
AUSTURLANDI
Höfum á boðstólum allskonar kjötvöru, svo sem:
Fars, pylsur, bjúgu, margskonar álegg, tólg og
margt fleira.
Kjötvinnsla Kaupfélags Héraðsbúa,
Reyðarfirði. sími 38.
MINNING . . .
JAPÖNSKU NITTO i
HJÓLBARDARNIR j
( flostum stærðum fyrirliggiandi
f Tollvörugoymslu.
FUÓT AFGREIÐSLA.
DRANGAFELL H.F.
Skipholti 35 —Sfmi 30 360
Trúlofunar-
hringar
afgreiddir
samdægurs.
Sendum um allt land.
H A L l D Ó R
Skólavörðustíg 2.
Framnaid aí a síðu.
aróttur sem húsmóður. Og sjón-
er þó reyndar sögunni ríkari.
Ekki ætla ég mér þá dul, að
leiða getum að því, hve löng hef-
ur verið venjuleg „vinnuvika" Guð
finnu á Hvoli á þeim árum, sem
hér ræðir um. En vissulega hefur
hún verið meira en 40 klst. Mætti
reyndar segja mér, að það mætti
margfalda þá tölu með þremur.
Því Guðfinna átti þess ekki kost,
að bregða sér í næstu búð og
kaupa þar hálftilreiddan eða altii-
búinn mat í þá mörgu munna,
sem hún þurfti að mata. Og ekki
gat hún heldur fengið keypt til-
búin fötin á þá mörgu kroppa,
sem hún þurfti að klæða. Nei,
hvort tveggja, matseldina og fata
gerðina þurfti hún að annast og
framkvæma sjálf með eigin huga
og höndum. Og það tókst henni
með þeim ágætum, sem við aug-
um blasti allra þeirra, er nokkur
kynni höfðu af heimili hennar.
Nú mætti ætla, að það mikia
starf, sem Guðfinna innti af hönd-
um um langa hríð fyrir heimili
sitt og nánustu ástvini hefði henni
fundizt ærið nóg, þótt ekki kæmi
fleira til og að hún mætti ekki
eyða tíma og kröftum á víðara
vettvangi. En ekki varð sú raun-
in á, því að hún var um langa
tíð virkur félagi í Kvenfélaginu
„Einingin" í Borgarfirði. Og fé-
lagssystur hennar þar munu geta
borið því vitni, að hún var þar
ekki aðeins til þess að fylla upp
í fé'lagsskrá, enda öll sýndar-
menska hemni svo fjarlæg, sem
mest má verða, því að málefnum
félagsins vann hún alla tíð af
sama áhuga, myndarskap og trú
mennsku og þörfum heimilis síns
og nánustu ástvina. Störf hennar
Dúnsæng
er fermingar-
/
gjofin
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljóf afgreiðsla.
Sendum gegn póst-
kröfu.
GUÐM. ÞORSTEINSSON
gullsmiðut
Bankastræii 12.
SÍMAR:
VESTMANNAEYJUM 1202
RE YKJ AV í KURFLU GVELLI 22120
Ávallt fyrirliggjandi:
Æðardúnssængur
Koddar, lök,
sængurver misl.,
hvítt damask,
og silkidamask.
FERMINGARFÖT
af öllum stærðum,
terriJín og ull.
Jakkaföt - Matrosföt
Fermingarskyrtur
PATTONSGARNIÐ
ný komið allir litir og
grófleikar.
Póstsendum.
EYJAFLUG
MEÐ HELGAFELLI NJÓTIÐ ÞÉR
ÚTSÝNIS, FLJÓTRA
OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA.
AFGREIÐSLURNAR
OPNAR ALLA DAGA.
VÉLAHREINGERNING
Vanir
menn.
Þægileg
fljótleg,
vönduð
vinna.
Þ R i F —
símar 41597
og 33049.
BJARNI beinteinsson
LÖGFRÆÐINGUR
AUSTURSTRÆTI 17 (SILLI & VALDI)
SÍMl 13536
* BiLLiNN
Rent an Ioeoar
3
að þessum félagsmálum sýna ekki
aðeins fágætt þrek hennar og at-
orku, heldur ekki síður ríkan þegn
skap og lofsverðan skilning á
þörfum og heill samfélagsins.
Börn Guðfinnu og Sigurjóns á
Hvoli eru þessi talin í aldursröð:
Geir fæddur 18. októher 1912,
Óskar fæddur 7. maí 1914, Guð-
björg fædd 26. júní 1915, Sólveig
fædd 3. júlí 1917, Herdís fædd
12. ágúst 1922, Margrét fædd 13.
ágúst 1926, Brynhildur fædd 21.
maí 1928, Guðrún fædd 23. októ-
ber 1929, Lára fædd 12. maí 1934.
Þótt hér hafi ekki verið rakin
ævisaga Guðfinnu Þórðardóttur
nema í stórum dráttum og á mjög
ófullkominn hátt, sést, að hún hef-
ur innt af höndum óvenjulega mik
ið — og heillaríkt ævistarf á sinn
hljóða og yfirlætislausa hátt. Það
er venjulega hljótt um slíkar kon-
ur og menn gefa þeim ekki þann
gaum ,sem skyldi á meðan þær
standa enn í sinni miklu önn. En,
þegar þær falla frá má segja, að
bresti traustur hlekkur í þeirri
keðju, sem þjóðfélagið saman-
stendur af.
Þegar Guðfinna Þórðardóttir er
horfin af þessum heimi er börn-
um hennar efst í huga virðing og
þakklæti. Þau blessa minningu
hennar og þakka hlýjum huga alla
þá ást, umhyggju og fórnarlund,
er hún auðsýndi þeim og minn-
ast þess, hversu trúlega hún studdi
þau og leiddi fyrstu spor þeirra
í þessari tilveru, einmitt þegar
þau þörfnuðust mest slíkrar hand-
leiðslu. Og eftirlifandi aldraður
eiginmaður hennar, þakkar langa
samfylgd og allt, sem hún veitti
honum, styrk, þor og þrótt í
langri og strangri lífsbaráttu.
Og samferðafólk Guðfinnu, sem
þó stóð það, sem kallað er „álengd
ar fjær“ minnist hennar með þakk
læti og virðingu og óskar henni
fararheilla á öðru ti'lverustigi.
Þorsteinn Magnússon.
SJÁLFSTÆÐ HUGSUN
Framhald af bls. 5.
sína, eru nú komin til þroska 3n
þess að lögregluógnir hafi rikt,
orðin tvítug og taka á næsta
áratug við ábyrgðarstörfum á
öllum sviðum. Breytingamar,
sem orðið hafa vegna aukins
frelsis almennings í Sovétríkj
unum síðan Stalín lézt 1953,
hefðu þá verið óhugsandi í
augum nálega allra, sem kennsl
báru á kommúnismann.
Verði breytingar álíka örar
arnæstu 10—15 ár er full
ástæða til að ætla, að aukning
frelsis verði hvað mest nber-
andi i þjóðlífinu. Hinar póli-
tísku stofnanir muni þá smátt
ag smátt þróast í þá átt, — og
þess verður raunar þegar vart,
— að mynda bakgrunn þjóð
félags, sem stjórnað er að lýð
ræðislegum hætti.
Embættismenn stjórnarstofn
anna gætu sem bezt nefnt sig
. koimimúnista, en merking orðs-
ins væri þá orðin önnur en nú.
Breytingarnar inn á við í Rúss
landi hefðu einnig áhrif á utan
ríkisstefnuna. Skipting Þýzka-
lands og afvopnunarmálið eru
nú aðalorsakir spennunnar milli
Austurs og Vesturs, en þegar
hér væri komið sögu kynni að
mega leysa vandann á þann
hátt, að báðir gætu vel við un-
að. Þá kynni og svo að fara, að
Kína væri í þann veginn að
ganga í fjölskyldu þjóðanna,
sem yrðu í æ ríkara mæli önn
um kafnar við að berjast gegn
hörmungum og fátækt hver í
kapp við aðra.
Þetta kann að hljóma eins og
fjarstæða, en sá sem tekur sér
þessi orð í munn, hefir við fátt
annað fengizt síðustu tvo ára-
tugina en að ráða táknin í
Rússlandi, og yfírleitt ekki ráð
ið þau rangt.
(Þýtt úr Berlingske Tidende)