Tíminn - 18.03.1966, Qupperneq 5
FÖSTUDAGUR 18. marz 1966
Útgefandh FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benedlktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gísiason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu-
húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti 7 Af-
greiðsluslmi 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Askriftargjald kr. 95.00 á mán. innanlands — í
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA hi.
Útreikningar Jóhanns
Það verður ekki haft af núverandi ráðherrum, að
þeir eru ósparir á útreikninga. Það er t. d. orðið erfitt
að koma tölu á, hve oft þeir eru búnir að lækka skatt-
ana samkv. þessum útreikriingum. Staðreyndin er samt
sú, að skattabyrðin hefur aldre; verið meiri en nú og
vitna fjárlögin bezt um það. Seinasta dæmið um þessa
reikningslist ráðherranna eru útreikningar, sem Jóhann
Hafstein heíur látið gera um hirn mikla gróða, sem á
að hljótast af raforkusölunni til svissneska álhringsins.
Jóhann talar um, að hann muni nema einum 900 millj.
kr. á 25 árum. Næstum öll atnðin, sem Jóhann byggir
þesa útreikninga á, eru þó óviss. Grundvöllurinn er
fyrst og fremst hugarburður, alveg eins og menn ætluðu
að fara að segja fyrir um það nú, hvernig fjárlögin eða
verðlagið verða eftir 25 ár. Þessa útreikninga á samt
að nota til að réttlæta það, að -áðizt verði í byggingu
hinnar erlendu álbræðslu til mðbótar þeirri ofþenslu
og óðaverðbólgu, sem fvrir er
Sannleikurinn er sá, að á þessu stigi verður vitanlega
ekkert endanlega fullyrt um tap eða gróða á umræddri
raforkusölu. Hverjar staðreyndirnar verða veit enginn
nú. Menn verða því að byggja her alveg á ágizkunum og
lfkum. Þær eru í stuttu máli þessar:
Samkvæmt þeirri áætlun, sem fyrir liggur um Búr-
fellsvirkjun, mun raforkuverðið, sem álhringurinn vill
greiða, standa sæmilega undir stofn og rekstrarkostn-
aði þess hluta Búrfellsvirkjunar, sem verður starfræktur
fyrir hann, en hann á að fá um 55% af orku virkjun-
arinnar. En þá er eftir að taka eftirfarandi inn 1 dæmið:
1. Allar hækkanir á stofn- og rekstrarkostnaði, sem
verða umfram það, sem áætiunin gerir ráð fyrir, en
það væri andstætt allri fyrri reynslu, ef þessar hækkan-
ir reyndust ekki verulegar.
2. Allan kostnað, sem verður vegna ísvandamálanna,
og ekki er innifalinn i áætluninni um Búrfellsvirkjun.
Engar áætlanir eru til um þennan aukakostnað, en ýms-
ir fróðir menn telja, að hann geti s'kipt hundruðum
millj. kr.
3. Stofn- og rekstrarkostnaður varastöðvar. Stöð þessi
er sögð dýr i rekstri, en mjög er deilt um það af sérfræð-
ingum, hve lengi þurfi að starfrækja hana árlega, með-
an ísvandamálin hafa ekki verið leyst.
Þegar þetta þrennt. ásamt ýmsu fleiru, hefur verið
tekið inn í dæmið, eru mjög takmarkaðar líkur til þess,
að raforkuverðið, sem álhringurinn vill greiða, standi
undir stofn- og rekstrarkostnaði þess hluta virkjunarinn-
ar, er verður starfræktur fyrir hann. Stórum meiri líkur
eru fyrir hinu gagnstæða.
Hér er hins vegar ekki allt talið. Sú raforka, sem ís-
lendingar fa sjálfir frá Búrfellsvirkjun, ef samið verð-
ur við álhringinn, verður þrotin eftir 7—8 ár. Samning-
urinn við hringinn mun þannig verða til þess, að ís-
lendingar verða vegna eigin þarfa að ráðast miklu fyrr
en ella í dýrari virkjanir en Búrfellsvirkjun er. Þeir
verða að nota dýru orkuna frá pessum nýju virkjunum
meðan hringurinn notar ódýru orkuna frá Búrfells-.
virkjun fyrir óbreytt ^erð.
Þegar litið er á alla bá óvissu. sem hér hefur verið rak-
in, sést bezt hve óráðiegt bað er að semja nú við sviss-
neska hringinn um fast verð á raforkunni næstu 25 árin
— verð, sem er um 20% lægra en það, sem Norðmenn
hafa nýlega samið um við sama hring. og hækkar þó
verðið hjá Norðmönnum skv. .vísitölu á 5 ára fresti.
TÍMINN 5
ERLENT YFIRLIT
Fellir Munsingermið Pearson?
Eitt mesta æsingamál í Kanada um langt skeið
SAMKVÆMT kanadískum
fregnum hefur sjaldan verið
stormasamara í kanadiska
þinginu en seinustu dagana í
sfðastl. viku og fyrstu dagana
í þessari viku. Tilefnið er hið
svonefnda Munsingermál.
Forsaga þessa máls er sú,
að siðan 1963 hefur minni-
hlutastjórn Frjálslynda flokks
ins farið með völd undir for-
ustu Lester Pearsons.. Stjórn
arandstaðan undir forustu
Jöhn Diefenbakers, fyrrv. for
sætisráðherra og formanns
íhaldsflokksins, hefur ver-
ið mjög hörð. Stjóm Pearsons
hefur haldið velli vegna þess,
að smáflokkarnir, sem eru í
þinginu, hafa veitt henni
brautargengi sitt því að
?eir hafa ella óttazt
nýjar kosningar. Síðastl. haust
áleit Pearson, að kosningahorf
ur fyrir Frjálslynda flokkinn
væru góðar og rauf því þingið.
Úrslitin urðu önnur en hann
átti von á. Frjálslyndi flokkur
inn hélt áfram nær óbreyttri
þingsætatölu, en íhaldsflokkur
inn vann heldur á, en fékk þó
færri þingmenn en Frjálslyndi
flokkurinn. Minnihlutastjóm
Pearsons hefur setið áfram
með óumsömdum stuðningi
litlu flokkanna.
Kosningaúrslitin urðu til
þess, að íhaldsmenn hertu
mjög andstöðu gegn stjóm-
inni í þinginu. Diefenbaker
hefur notað hvert tækifæri,
sem hugsanlegt hefur verið, til
að halda uppi málþófi og
knýja fram atkvæðagreiðslur,
sem væm óþægilegar fyrir
stjórnina. Takmark hans er að
fella stjórnina sem fyrst og
knýja fram nýjar kosningar.
í JANÚARMÁNUÐI síðastl.
var einum starfsmanni pósts-
ins í Vancouver, Spencer að
nafni, vikið úr starfi og hann
jafnframt sviptur rétti til eftir
launa. íhaldsflokkuriim tók
þetta mál upp í þinginu og
krafðist rannsóknar á því. Sú
skýring var gefin á málinu,
að Spencer hefði verið í kunn
ingsskap við tvo rússneska
sendisveitarmenn, sem voru
reknir frá Kanada á sjðastl.
ári, ásakaðir fyrir njósnir.
íhaldsflokkurinn tók þessa
skýringu ekki gilda, þar sem
dóönur hefði ekki verið látinn
ganga í málinu og óviður-
kvæmilegt væri að víkja
manni úr embætti, nema sakir
ans væru sannaðar. Ef hann
væri sekur um njósnir ætti
hann líka að sæta þyngri refs
ingu. Af hálfu Cardins dóms-
málaráðherra var þessu svarað
á þann veg, að málavextir
væru slíkir, að ekki væri hægt
að gera þá opinbera. Þetta
létu fhaldsmenn sér ekki
lynda, heldur héldu áfram að
heimta rannsókn. Pearson
mun hafa óttazt, að málið gæti
orðið stjórninni að falli og
féllst því á rannsóknina,
þrátt fyrir mótmæli dómsmála
ráðherrans. Cardin baðst þá
lausnar, en Pearson bað hann
að gegna ráðherrastörfum
áfram. .Féllst Cardin á það.
CARDIN hefur bersýnilega
Gerda Munsinger
hugað á hefndir vegna ósígurs
ins í Spencersmálinu. Síðastl.
fimmtudag hóf hann ðvænta
gagnsókn í þinginu. Hann lét
þau ummæli þá falla í þing
ræðu, að fleiri af ráðherrum
í stjórn Diefenbakers hefðu
verið í kunningsskap við þýzka
konu, Gerda Munsinger, er
hefði verið grunuð um njósn
ir. Jafnframt skýrði hann frá
þvf, að hún væri látin. Hann
kvað Diefenbaker og dóms-
málaráðherra hans, Davie
Fulton, hafa vitað Um þetca,
en þeir hefðu ekkert aðhafzt
og stungið viðkomandi gögn
um undir stól. Af hálfu íhalds
manna var því strax svarað, að
þetta væri dylgjur og rógur af
verstu tegund, þar sem Cardin
tilgreindi ekki einu sinni við-
komandi menn og grunur féll
því á alla ráðherrana í stjórn
Diefenbakers.
Ásökun Cardins vakti strax
slíka athygli og æsingar, að
fátítt er í sögu kanadiska
þingsins. Það dró ekki úr
þessu, þegar fréttamaður frá
„Toranto Star“ upplýsti, að
frú Munsinger hefði ekki lát-
izt í Austur-Þýzkalandi eins og
álitið hefði verið, heldur lifði
góðu lífi i Munchen og þai
hefði hann rætt við hana. Hún
rekur veitingastofu í Munchen
í stuttu máli virðist saga
frú Munsingers vera þessi:
Hún er 36 ára, fædd og ’jpp
alin í Austur-Þýzkalandi. Hún
fór strax frá Austur-Þýzka-
landi til Vestur-Þýzkalands
1948. Þar trúlofaðist hún
amerískum hermanni, Michael
Munsinger. og reyndi hann að
fá leyfi til þess, að hún mætti
flytjast með honum til Banda
rjkjanna sem þeitmey hans.
Þetta leyfi var ekki veitt og
synjunin byggð á öryggisástæð
um. Munsinger fór þá aftur til
Þýzkalands og kvæntist henni,
en ekki dugði það til þess, að
hún fengi leyfi til að flytjast
til Bandaríkjanna. Slitnaði
því upp úr hjónabandinu og
er Munsinger nú lögreglu-
þjónn í New York. Frú Muns-
inger fékk hinsvegar leyfi til
að setjast að í Kanada og
dvaldi hún þar í nokkur ár.
Hún vann þar fyrst sem veit-
ingastúlka, en síðar sem sýn-
ingarstúlka. Vegna þeirrar at-
vinnu, komst hún í kunnings
skap við heldra fólk og hafa
tveir ráðherrar í stjórn Dief
enbakers skýrt frá því, að þeir
hafi hitt hana í veizlum Hins
vegar mótmæla þeir, að þeir
hafi nokkuð heyrt um, að hún
væri grunuð um njósnir, og því
síður, að þeir hafi veitt henni
nokkrar slíkar upplýsingar.
í umræðum þeim, sem hafa
orðið þinginu, hefur ekkert
enn komið fram sem Oendir til
þess, að frú Munsinger hafi
fengizt við njósnir í Kanada.
Cardin dómsmálaráðherra virð
ist aðallega byggja fullyrðing
ar sínar á því, að frú Munsing
er fékk ekki leyfi til að setjast
að í Bandaríkjunum.
EFTIR AÐ íhaldsmenn
höfðu krafizt fullrar skýrslu
af Cardin um þetta mál og
stimplað aðdróttanir hans róg
einan, tilkynnti Pearson í þing
inu á mánudaginn, að hann
hefði falið tilteknum hæstarétt
ardómara að rannsaka málið,
íhaldsmenn héldu því fram, að
eðlilegra hefði verið að fela
þingnefnd rannsóknina.
Margt bendir til, að þetta
mál eigi eftir að verða mjög
sögulegt í Kanada. Formaður
Jafnaðarmannaflokksins, sem
hefur 21 þingmanni á að skipa,
hefur lýst yfir því, að hann B
muni styðja vantraust á stjórn I
ina vegna meðferðar hennar á B
þessu máli. Sé hér um sakir
að ræða, hafi stjórn Paersons
þagað um þær í mörg ár, unz
hún þurfti af pólitískum ástæð
um að ná sér niðri á andstæð
ingunum. Slík málsmeðferð sé
með öllu ósæmileg og ekki
væri það þó betra, ef sakir
reyndust engar. íhaldsmenn
hafa 97 þingsæti og ráða þeir
og Jafnaðarmannaflokurinn
því ekki yfir nema 118 þing
mönnum samtals gegn 131
þingmanni Frjálslynda flokks
ins. Úrslitin velta því á hjnum
tveimur flokksbrotum Soci-
al-Credit-flokksins, sem ráða
yfir 14 þingsætum. Sennilegt !
þykir, að þau bjargi stjórninni f
af ótta við kosningar. En fyrir
stjórnina er ekki nóg að van-
trausti verði afstýrt. Hún þarf
að koma fram ýmsum málum.
Það getur orðið Pearson meira .
en erfitt, og ekki bætir það úr
skák, að innan Frjálslynda
flokksins sjálfs sætir hann vax ,
andi gagnrýni, þar sem hann
þykir heldur lítill skörungur.
Þótt hann falli ekki beinlínis ;.
á Munsinger-málinu, getur það L,
orðið til að veikja aðstöðu |
hans og stuðla þannig óbeint *
að falli stjórnarinnar. Þ. Þ.