Tíminn - 18.03.1966, Page 7

Tíminn - 18.03.1966, Page 7
FOSTUDAGUR 18. marz 1966 ÞINGFRÉTTiR TÍMINN ÞINGFRÉTTIR Setja iðnaðinn enn skör en aðrar atvinnugreinar Frumvarp ríkisstjómarinnar um Iðniánasjóð var til 1. umræðu í neðri deild í gær. Frumvarpið ger- ir ráð fyrir, að ríkissjóður leggi Iðnlánasjóði til 10 milijón kr. ríkisframlag á ári í fyrsta sinn 1967. Einnig er lántökuheimild sjóðsins hækkuð úr 100 millj. í 130 millj. Auk þess er sjóðnum heimiit að taka 100 miHj. til láns í því skyni að endurveita iðn- fyrirtækjum sem hagræðingarlán og mega Ián þessi vera með betri kjörum en venjuleg stofirlán sjóðs ins. Jóhann Hafstcin, iðnaðarmála- ráðherra fylgdi frumvarpinu úr hlaði og sagði, að þar væri hald ið áfram á sörnu braut og áður, að efla Iðnlána- sjóð til þess að mæta nýjum við horfum iðnaðar- ins og svara nýj- um kröfum en auk þess væri tekið upp nýmæli um sérstök hagræð- ingarlán. Ráðherrann viðurkenndi að iðn aðurinn hefði verið vanbúinn að taka á sig samkeppni við erlend an iðnvarning á íslenzkum mark- aði og þess vegna vildi ríkisstjórn- in fara með gát í tollabreyting- um, sem rýrðu samkeppnisaðstöðu iðnaðarins og gefa honum ráð- rúm til aðiögunar. Þórarinn Þórarinsson sagði, að þetta frumvarp um eflingu Iðn- lánasjóðs fæli í sér viðurkenn- ingu af hálfu rík isstjórnarinnar á því, að hún hefði ekki nógu vel-að unnið í fyrri ráð stöfunum sínum í þessa átt og mikii þörf væri á að bæta hlut iðnaðarins í lánamálum, þar sem hún leggur nú fram nýjar tillögur svo skömmu eftir fyrri breytingar á lögunum um Iðnlánasjóð, og ganga þessar nýju tillögur tölu- vert lengra en hinar fyrri ráð- stafanir. Hitt væri þó jafnvíst, að þessar nýju úrbótatillögur gengju allt of siammt. Þórarinn minnti síðan á frum- varp það, sem hann flytur í deild- inni ásamt nokkrum öðrum þing- mönnum Framsóknarflokksins og sagði, að meginmunurinn á sínu frumvarpi og þessu væri sá, að frumv. stjórnarinnar gerði ráð fyrir föstu framlagi ríkissjóðs 10 millj. kr. á ári, en sitt frumvarp gerði ráð fyrir, að framlag rikis- ins yrði jafnhátt og sú fjárhæð sem iðnaðurinn greiddi til sjóðs- ins með sérstöku gjaldi og væri það sama meginregla og gilti um stofnsjóði annarra meginatvinnu- vega, landbúnaðar- og sjávarút- vegs. Munurinn á fjárhæðum yrði all- mikill og fengi Iðnlánasjóður miklu minna með þessu lagi á næstu árum. En þetta væri ekki ÖH sagan. Megin máli skipti, að með þessu sýndi ríkisstjórnin, að hún liti á iðnaðinn sem réttminni og lægri atvinnuveg en hina tvo. Þetta væri óhæfa. Varla væri til of mikils mælzt, að iðnaðurinn nyti nafnréttis. Hér væri verið að gera óhæfilega upp á milli at- vinnugreina, og enn haldið þeirri gömlu reglu, að iðnaður sé annars flokks atvinnugrein Komið væri mál til að veita honum jafnrétti. Þórarinn kvaðst því vilja vænta þess, að fyrst ríksistjórnin viður- kenndi nú þörfina á því að lag- færa lánamál iðnaðarins, og sýndi lit á því, þá féllist hún á að stíga skrefið til jafnræðis að fullu og veita iðnaðinum þá uppreisn, að Ríkisstjðrnin varpar frá sér árum í andófi gegn verðbólgunni Frumvarpið um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins var til ann- arrar umræðu í efri deild í gær og var síðan afgreitt frá deildinni á aukafundi. Karl Kristjánsson og Ólafur Jóhannesson flytja breyt- ingartillögu þess efnis, að á árinu 1966 sé ríkissjóði heimilt að verja á árinu 1966 allt að 10 millj. kr. til greiðslu vinnsluuppbóta á þeim stöðum, þar sem fiskvinnsla ber sig ekki vegna erfiðrar aðstöðu, svo sem af því, að hráefniskortur eða afli er sérstaklega dýr í vinnslu, enda sé vinnslan talin nauðsynleg vegna útgerðar á hlut- aðeigandi stöðum. Gils Guðmunds- son gagnrýndi ýmis atriði frum varpsins einkum | meðferð hagræð j ingarfjárins, og | taldi að reglur j um skiptingu þess væru engan veg inn raunhæfar, enda væru frystihúsin mjög mis- jafnlega á vegi stödd, sum hefðu ágætan vélbúnað og vinnsluskil- yrði, en önnur hefðu dregizt aftur úr. Hann benti á, að með frum- varpi þessu lýsti ríkisstjórnin yfir, að hún gæfist upp við að leggja fram skattaaukatilllögur fyrir út- gjöldum sínum. Kvaðst Gils sann- færður um, að til væri öetri leið til þess að afla þessara tekna en velta byrðinni út í verðlagið. Karl Kristjánsson mæiti fyrir tillögu sinni og Ólafs Jóhannes- sonar, sem getið er hér að fram- reyna að bólgunni, an, og kvað hana flutta til þess að bæta út þröf, sem væri mjög rík. Helgi Bergs kvað þetta frum varp marka að vissu leyti tíma- mót í efnahags- aðgerðum ríkis- stjómarinnar, því að þar kæmi fram upp- gjöf á því að hemil á verð- sem stjórnin teldi sig ekki geta lagt fram til- lögur til tekjuöflunar fyrir gjöld- um og velti útgjaldabyrðunum beint yfir á almenning, i þessu tilfelli á annað hundrað milljóna kr. Helgi sagði, að óðaverðbólgan þjarmaði nú mjög að atvinnuveg- unum og nauðsyn sjávarútvegsins, sem leysa ætti með þessu frum- varpi stafaði beint af henni. í sambandi við fiskverðssamningana hefði ríkisstjórnin neyðzt til þess að veita þá hjálp, sem þarna væri um að ræða, og hún gripi til síns gamla fangaráðs að leysa vandann með bráðabirgðaúrræðum, sem mögnuðu verðbólguna áfram. Helgi sagði, að það hefði verið séð fyrir áramót, að veita yrði sjávarútveginum þessa aðstoð, en samt hefðu fjárlög verið afgreidd án þess að gera ráð fyrir þessu. Nú væru samþykkt 80 millj. kr. ríkisútgjöld, án þess að tekjuöfl- un kæmi á móti. Þessi vinnubrögð væru stórlega vítaverð. Nú boðar ríkisstjórnin þau úr- ræði ein að jafna þessi met með því að minnka niðurgreiðslur vöru verðs. Þá hækkar vísitalan sem því nemur, og launin sömuleiðis. Af þessu mundi ríkissjóður sjálfu vafalaust þurfa að greiða a.m.k. 20 millj. á þessu ári í launahækk- un opinberra starfsmanna, og sjáv arútvegurinn sjálfur vafalaust all- margar milljónir í launahækkan- ir aðeins af þessari ráðstöfun, eða sá sem verið er að hjálpa. Til þess að veita þá 80 millj. kr. hjálp sem um er að ræða, verður að greiða á annað hundrað milljónir og þó ótal margar aðrar illar af- leiðingar og aukinn snúningshraði verðbólguhjólsins. Helgi sagði, að augljóst væri, að sjávarútvegurinn þyrfti á þessari hjálp að halda, svo illa væri hann leikinn af verðbólgustefnu ríkis- | stjórnarinnar, en hitt væri jafnvist jað finn yrði einihverjar aðrar leið ' ir, sem hefðu minni verðbólgu- áhrif en þau, sem af þessari leið ríkisstjórnarinnar leiddi, og kvaðst Helgi vilja vara við að halda lengra á þessari óheillabrau sem lægi beint út í ófæru. Einnig tóku ráðherrarnir Egg- ert Þorsteinsson og Magnús Jóns- son til máls og viðurkenndu, að ekki væri æskilegt að veita þess- um gjöldum þannig út í verðlag- ið, en töldu, að varla væri um annað að ræða og ekki yrði sam- staða um að leggja á nýja skatta til þess að mæta þessum gjöldum, enda óséð, að það yrði almenn- ingi léttbærara. lægra líta hann sömu augum og aðrar meginatvinnugreinar landsins. Þórarinn sagði, að verðbólgan hefði stórhækkað allan rekstrar- kostnað iðnarins og samkeppnis- aðstöðu hans við erlendan iðn- varnig mjög hrakað. Svo brýnt sem það væri að bæta stofnlána- kjör iðnaðararins, væri þó líklega enn brýnna að bæta úr rekstrar- fjárþörfinni. Kvaðst Þórarinn skora á þingdeildina að leysa úr þessum vanda iðnaðarins með því að samþykkja tillögu hans um endurkaup Seðlabankans á hrá- efnavíxlum iðnaðarins. í því efni væri raunar ekki um annað eða meira að ræða, en að framfylgja áður yfirlýstum þingvilja, og óhæft væri að láta Seðlabankanum hald- ast uppi að virða hann að vettugi. SERVIETTU- PRENTUN SÍMI 32-191. Loðdýrafrumvarpið samþ. í neðri deild í neðri deild fór í gær fram atkvæðagreiðsla um loðdýrafrum- varpið til 3. umræðu. Tillaga minnihluta landbúnaðarnefndar um að vísa málinu til ríkisstjórn- arinnar var felld að við- höfðu nafnakalli með 20 atkv. gegn 16 Breytingartillögur meiri hlutans voru allar samþykktar og frumvarpið sjálft með 21 atkv. gegn 13. FRÍMERKI FyriT hvert islenzkt frí- merkJ sem þér sendið mér fáiö þér 3 arlend. Sendið minnst 36 stk JÓN AGNARS P. O. Box 965. Reykiavík. Verzlun til sölu Starfandi verzlun í næsta nágrenni Reykjavíkur er til sölu, þ.e. 150 ferm. verzlunarhúsnægi ásamt tilheyrandi eignarlandi, 2 ha. að stærð, og öllum áhöldum og vörubirgðum. Semja ber við undirritaðan, sem veitir ailar nán- ari upplýsingar. Þorvaldur Þórarinsson, hrl., Þórsgötu 1 Reykjavík, sími 16345. Samkeppni Náttúruverndarráð hefur ákveðið að efna til sam- keppni um merki, er það hyggst nota til þess að auðkenna friðlýst svæði og náttúruvætti, svo og bréf og fleira. Merkið sé uppdráttur eða lágmynd. Það skal vera táknrænt fyrir náttúruvernd en gerð þess er að öðru leyti óbundin, nema hvað bókstafir og nöfn skulu eigi vera í því. . Úrlausnum skal skila á góðum pappír, er sé 29.7x22 sm að stærð. Sé í.?m lágmynd að ræða, skal henni skilað á jafnstórum fleti og uppdráttur af henni skal fylgja í þeirri stærð, er áður greindi. Uppdrátturinn skal auðkenndur með merki og honum fylgi í lokuðu umslagi, auðkenndu sama merki, nafn þess, er úrlausnina gerði. Verðlaunaupphæð er ákveðin kr. .20.000,00 og verður henni allri úthlutað. Teljist einhver úrlausnanna hæf til notkunar, hlýtur hún 10.000,00 króna verðlaun, en afgangi fjárins verður svo skipt milli annarra úrlausna, sem hæfar þykja. Úrlausnum sé skilað fyrir 1. júní n.k. Nánari upplýsingar gefur Gunnar Vagnsson, Stangarholti 323, sími 19234. Náttúruverndarráð. AVA'AVAT • t ♦ ♦ 4 *V ■................... CREPE NYLON SOKKAR

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.