Tíminn - 18.03.1966, Side 9

Tíminn - 18.03.1966, Side 9
FOSTUDAGUR 18. marz 1966 TÍMINN 9 Magni Guðmundsson, hagfræðingur: Engin haldbær rök fyrir erlendri stóriðju — Já, það mál er í athugun að reisa hér verksmiðju til framleiðslu á gaffalbitum og talsverður áhugi meðal margra einstaklinga, sem vilja gerast hluthafar, þetta er hugsað sem almenningshlutafélag. Slík verksmiðja mundi ekki kosta svo ýkja mikið, einar sex til sjö milljónir, og er verið að þreifa fyrir sér með möguleika lánsfjár. Slík verksmiðja mundi geta orðið til góðs hér og með starfrækslu hennar mundi notast vinnukraftur, sem fá verkefni eru fyrir hér enn sem komið er. Þessi hug- mynd hefur sem sagt fengið mjög góðar undirtekir hér. — Heldur þú, að þetta kaup tún flýti fyrir mönnum að yf- irgefa jarðir sínar og flytja hingað? — Það tel ég ekki og veit ekki til að það sé skoðun fólks hér almennt um slóðir. Yfir- leitt bera bændur og búalið hér á Héraði góðan hug til kauptúnsins, ég hef fáa heyrt halda því fram, að þorpið hér dragi úr búskap. Þvert á móti telja margir, að hægt sé að treysta búskapinn með því að hafa hér nokkurn markað og einnig þjónustu. Sem betur fer er sú raunin, að það er mjög góð samstaða fólks í þessum sveitum og þorpinu hér. EMIL R. B. JOHANNSSON Borinn er til moldar í dag vin- ur minn Emil Rafn Breiðfjörð Jóhannsson, (sem í daglegu tali var meðal vina og kunningja kall- aður Búddi). Emil var dæddur 12. janúar 1925, en andaðist snögg- lega 12. marz 1966. Hann hafði þjáðst af magasári undanfarin ár, en nýlega tók hann sér frí til að dvelja hjá móður sinni meðan tog- arinn, sem hann var á, fór í sölu- túr. En skyndilega veiktist hann svo hastarlega, að maginn sprakk, og gátu læknar ekkert að gert. Emil stundaði sjómennsku um langt árabil á togurum. Með prýði sá hann móður sinni far- borða og gladdi að jafnaði vini sína, en sjálfan sig lét hann mæta afgangi af þessa heims veraldar- gæðum. Hann var eftirsóttur sjó- maður og þótti það rúm, er hann skipaði vel skipað, svo að yfir- menn hans fýsti ekki að fá ann- an í hans stað. Glaðastur var hann þegar hann gat miðlað öðr- um. Móðir hans fór sízt varhluta af gjafmildi hans. Þegar Búddi kom af sjónum til heimilis síns í Haðarstíg, voru það ekki sízt bömin við götuna sem fögnuðu honum ákaft, því aldrei kom hann svo heim úr erleadri sjóferð, að hann ekki gleddi þau öll ásamt móður sinni og vinum. Nú er stórt skarð höggvið í sjó- mannastéttina við fráfall Eimils. Hans er sárt saknað af vinum og kunningjum, en þó ekki hvað sízt af móður, systkinum og ungri dóttur. Ég vil hér með þakka Emil góða samfylgd á lífsleiðinni og vona að við eigum eftir að hittast síðar bak við móðuna miklu. Votta eftirlifandi ástvinum hans innilega samúð. Guðjón Andrésson. Frá FUF, Kópavogi Félag ungra Framsóknarmanna i Kópavogi mun efna til stjórnmála námskeiðs. Námskeiðið nefst sunnudaginn 27. marz n. k. .d. 3 síðdeg's í félagsheimilinu Neðstu tröð 4. Væntanlegir þátttakendur snúi sér til fulltrúa stjórnarinnar sem eru til viðtals í félagsheimil inu frá 8—10 þriðjudaga, miðviku daga og fimmtudaga. Veita þeir allar nánari upplýsingar. Ég hef ekki enn heyrt í ræðu eða séð á prenti nokk- ur sannfærandi rök fyrir er- lendri stóriðju á íslandi. Áhug inn, sem ráðandi menn hafa á henni, verður ekki skýrð- ur, nema kafað sé eitthvað dýpra. Frambornar ástæður hafa breytzt. Þær ástæður, sem fram hafa verið bornar erlendri stóriðju til réttlætingar, hafa breytzt frá ári til árs. Fyrst var hamr- að á svonefndu markaðsöryggi, sem nú er tæpast lengur á minnzt. Þá var því mjög á loft haldið, að með erlendu einka- fjármagni til atvinnurekstra flyttist tæknireynsla inn í landið. En nokkuð langt þótti seilzt að bjóða útlendingum auðlindir okkar til þess að læra af þeim vinnubrögð — fremur en senda syni okkar út til tækniþjálfunar, ellegar þiggja tækniaðstoð frá alþjóð- stofnunum, sem jafnan stend- ur til boða, og er þessum rök- um minna hampað núna. í seinni tíð er lögð á það megin áherzla, að nú séu síð- ustu forvöð til stórvirkjana, því að kjarnorka verði innan fárra ára ódýrari en rafmagn frá vatnsafli. Líklega eru þetta þó hæpn- ustu rökin fyrir alúmínverk- smiðju á vegum útlendinga, því. að slík verksmiðja yrði einfaldlega lögð niður, ef kjarn orka gæti tryggt lægri rekstr- arkostnað, og væri þá verr af stað farið en heima setið. Enn barnalegra er að sjálfsögðu að gera sér í hugarlund, svo sem einhvers staðar hefur fram komið, að kjarnorkan verði ná- kvæmlega þeim mun ódýrari en rafmagn, að eldri vatnsafls- stöðvar muni standast sam- keppnina, en nýjar ekki! En þessi staðhæfing um „síðustu forvöð“ hefur áróðurs gildi; við verðum sem sagt að flýta okkur, ef við ætlum ekki að missa af strætisvagninum.r Við getum naumast tekið okk- ur tíma til þess að hugsa mál- ið. Þessu bragði var beitt, þeg- ar til umræðu var að ganga í Efnahagsbandalagið. Eitt dag blaðanna birti fyrir nokkrum árum stórfyrirsögn þess efnis, að slíkt yrði að gerast án taf- ar, helzt áður en sú vikan væri liðin, svo að við biðum ekki meiriháttar tjón. Við höfum ekki gengið í Efnahagsbanda- lagið enn og lifum þó sæmilegu lífi. Ódýr slagorð. Nokkuð hefur borið á lág- sigldum áróðri og slagorðum í þessu máli. Um tíma var reynt að veifa kommúnista-grýlunni framan í alla, sem andæfðu er- lendri stóriðju. Þegar ljóst varð, að menn úr öllum flokk- um voru þarna á öndverðum meiði við stjórnarvöldin, var blaðinu snúið við. Þessir menn voru ekki lengur róttækir, held ur afturhaldsseggir á borð við þá, sem stóðu á sínum tíma gegn talsíma og öðrum fram- förum. En érlend stóriðja telst þvi miður ekki til framfara. Þvert á móti er hér um að ræða aft- urhvarf, fyrsta skrefið frá dög Magni Guðmundsson um lýðveldisins, til fyrri tíð- ar, er atvinnutækin voru nær öll á vegum útlendinga (Dana). Er hollt að minnast þess, að þá fyrst hófst öld framfara á íslandi, er verzlun, útgerð og iðnaður komst í hendur lands- manna sjálfra. Vel metinn þingmaður — en þeirrar náttúru að fljóta jafnan með straumnum — lét svo um mælt- nýlega: „Erlend stóriðja er það, sem kemur; er gagnlaust að reyna að spyrna gegn henni.“ Þessu skýtur skökku við. Fjárfesting stórvelda í iðnað- arlega vanþróuðum löndum er á fallanda fæti. Víða um heim eru gerð átök, stundum blóð- ug, til þess að losna undan oki auðhringanna. Og með tilkomu Sameinuðu þjóðanna, Alþjóða- bankans o. fl. stofnana og sjóða var fátækum þjóðum einmitt gefinn kostur þess að nýta auð lindir sínar og byggja upp at- vinnuvegina sjálfar með hag- stæðum lánum og styrkjum í einu formi eða öðru. Aðeins ein gild rök. Sannleikurinn er sá, að er- lend stóriðja er aðeins réttlæt anleg, ef alvarlegt atvinnuleysi ríkir. Sú var ástæða þess, að Norðmenn, sem oft er til vitn- að, lögðu út á þá braut, en að öðru leyti er samanburður við þessa frændþjóð okkar út í hött, því að hún telur milljón ir íbúa og hefur aga og her. Er þess tæplega að vænta, að við, minna en 200 þús. talsins, getum með sama árangri stað- izt ásókn útlendinga. Nú er kunnara en frá þurfi að segja, að hér er ekkert at- vinnuleysi, þvert á móti of mik il atvinna, launaskrið og verð- bólga. Á slíkum tímum er ekki aðeins fásinna að hefja erlenda stóriðju, heldur er slíkt t il- ræði við stofnatvinnuvegina, útgerð og landbúnað. Staðhæíingar „sérfróðra" um, að öllu sé óhætt, eru óábyrgar. Hvað gengur þeim tU? Þannig vantar bæði grund- völl og frambærileg rök fyrir erlendri stóriðju. En hví eru sumir íslenzkir stjórnmála- menn þá svo áhugasamir um hana? Þessu er vandsvarað. Undir- rótin er líklega ótti þeirra við einhæfni atvinnuveganna og vald ASÍ. Verkföll á td. fiski- Framhald á bls. 12.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.