Tíminn - 18.03.1966, Page 11
FÖSTUDAGUR 18. marz 1966
TÍMINN
VERDIR LAGANNA
TOM TULLETT
18
bíll sig út úr umferðinni og stanzaði við gangstéttarbrúnina
fyrir framan bekkinn þar sem Bergeret sat. Konan sem
stýrði bílnum fór ekki út, opnaði aðeins hurðina fyrir Berge-
ret, sem fór rakleitt inn í bílinn. Hann lagði aftur af stað,
en nú elti hann Renault-bíll alla leið til Rue Bonnet í 18.
hverfi, þar sem skötuhjúin hurfu inn í sambýlishús.
Ekki var langrar stundar verk að komast að raun um að
konan var Marie Tomarz, hálffertug og bjó með Maríus Meys-
son, manni 'sem komizt hafði í kast við lögin. Upp frá því
var þeim öllum þrem veitt eftirför. Til allrar hamingju kunni
Marie ein að aka bíl, karlmennirnir notuðu almenningsfarar-
tæki, og Ijóst virtist að hún væri þýðingarmest þeirra þriggja.
Hún var lagleg, hafði aldrei komizt á sakaskrá og var ólík-
leg til að vekja grun. Ekki var auðvelt að elta hana, því
hún ók eins og fantur og hristi skuggann af sér nokkrum
sinnum. Hvenær sem það kom fyrir fóru þolinmóðir leyni-
lögreglumenn á vörð við húsið við Rue Bonnet og biðu
þangað til hún birtist. Sjaldnast þurfti lengi að biða, en
einu sinni var hún týnd frá föstudegi fram á þriðjudags-
morgun. Þá missti lögreglan af henni á suðurleið frá París.
Fjórum dögum síðar gat fylgifiskurinn skýrt frá því að
Marie Tomarz og Antoine Bergeret væru stödd í verzlun,
sem seldi efnarannsóknartæki. Skömmu síðar var tilkynnt
að þau hefðu komið tækjum fyrir í bílnum og væru lögð
af stað suður á bóginn út úr París. Bailleul skipaði mönn-
um sínum að fylgja þeim fast eftir, og í tæpa tvo klukku-
tíma héldu þeir sig í humátt á eftir Marie, sem fór ýmsar
krókaleikir, stanzaði og fékk sér sígarettu og fór stundum
sömu leið góðan spöl til baka áður en hún breytti um stefnu
við vegamót. En í þetta skipti var heppnin henni ekki hlið-
holl, því leynilögreglumennirnir voru enn á hælum henni
þegar hún ók upp að Villa Castelran í Montgeron.
Leynilögreglumennirnir þurftu ekki annað en líta á húsið
til að sjá að það var vel valið. Það stóð eitt sér og mjög
torvelt var að njósna um það með venjulegum aðferðum.
Svör við fyrirspurnum þeirra styrktu gruninn. Nágrannar
sögðu að þangað kæmu um hverja helgi lagleg kona og
karlmaður í fylgd með henni. Þeir gáfu í skyn ao þarna
ættu hjónaleysi sér afdrep, en í raun og veru var þetta
eiturlyfjaverksmiðjan. Af hvaða ástæðu annarri gat ferðinni
þangað verið hagað svona laumulega? Nú var eftir að vita
hvernig bezt væri að haga eftirliti með húsinu og fjdgjast
með ferðum fólksins sem í hlut átti.
Ekki var um nema einn möguleika að ræða. Innan við
hundrað metra frá húsinu stóð kofi og í honum hafðist við
gamall einbúi. Ekki var undir eigandi að skýra honum frá
málavöxtum, og úr því koma þurfti upp fjarskiptatækjum
létust lögreglumennirnir vera verkfræðingar að mæla trufl-
anir frá nýju rafmagnsjárnbrautinni. Ekki var lengi verið að
fá gamla manninn til að leigja þeim kytru.
Gott útsýni var til hússins úr glugga lögreglunnar, og brátt
var komið á útvarpssamband við næstu lögreglustöð. í
hva^fi á veginum til beggja handa biðu hraðskreiðir bílar
sem hafið gátu eftirför við kall í talstöðinni.
Og ekki var látið við þetta sitja. Við eftirlitsgluggann var
komið fyrir myndavél með fjarlægðarlinsu, svo hægt var
að mynda alla sem til hússins komu. Öll fjarskipti fóru fram
á dulmáli, því í Frakklandi eins og víðar hafa afbrotamenn
fyrir sið að hlusta á lögreglubylgjunni í von um að verða
varir við ef hætta er á ferðum.
Allir sem til hússins komu voru Ijósmyndaðir, og þar á
ofan var þeim veitt eftirför þegar þeir héldu á brott. Fjór-
'um dögum eftir að varðstaðah hófst óku Marie Tomarz, Berge-
ret og Meysson frá húsinu. Samstundis var bíllinn sem beið
kallaður upp og hann hóf eftirförina tvo kílómetra frá staðn-
um. í þetta skipti var notaður fornfálegur leigubíll, og lög-
reglumennirnir sáu þau þrjú berja að dyrum í húsi í út-
borginni Le Perreux. Þegar dyrnar voru opnaðar séu þeir
andliti Marius Ansaldi bregða fyrir, og vissu nú loks hvar
manninn sem þeir höfðu leitað svo lengi var að finna. Hann
hafði sloppið úr gildrunni sem John Cusack lagði en nú
beið hans önnur.
Annar ljósmyndaflokkur tók sér stöðu með útsýni til húss-
ins í Le Perreux, og næstu daga sást sama fólkið hvað eftir
annað koma með böggla. í þeim hópi, þekktist einn maður,
Dori Franchi, og hann hafði áður hlotið dóm fyrir eitur-
lyfjasölu. Ljósmyndavél hafði einnig verið komið fyrir í Rue
Bonnet, þar sem Marie Tomarz bjó með friðli sínum. Að
UNG STÚLKA ÍRIGNINGU
GEORGES SIMENON
12
húsgögn, sem ég hef erft frá for-
eldrum mínum. Þótt hún reyndi
að fara leynt, þá fann ég samt
oft brauðmola hjá henni og pulsu
bréf og þess háttar.
— Var hún ein á herbergi sínu
oftast?
— Já, venjulega. Hún var ekki
heiman nema einu sinni tvisvar
í viku.
— Klæddi hún sig þá upp á?
— Hún átti ekki nema fötin,
sem hún stóð í. Síðasta mánuð
gerðist það loks, sem ég hafði bú
izt við.
— Hvað þá?
— Að hún átti ekki lengur fyr-
ir húsaleigunni.
— Og borgaði ekki?
— Hún borgaði mér smávegis
upp í það, og hét því, að ljúka
greiðslunni í vikulokin. Þegar
leið að helginni, reyndi hún að
forðast mig eins og hún gat. En
ég kom henni í opna skjöldu. Þá
sagðist hún fá peninga eftir tvo
daga. Þér megið ekki halda, að ég
sé ágjöm. En ég þarfnaðist líka
peninganna. En hefði hún bara
komið betur fram, þá hefði ég
líka verið þolinmóðari.
— Þér sögðuð henni upp?
— Já. Fyrir þrem dögum. Dag-
inn áður en hún hvarf. Ég sagði
henni einfaldlega, að ég byggist
við ættingja mínum utan af landi
og þyrfti á herberginu að halda.
— Hvernig brást hún við því?
— Hún sagði bara jæja.
— Viljið þér sýna okkur her-
bergið?
Gamla konan stóð upp, virðu-
leikinn uppmálaður.
— Gerið svo vel. Þér munuð sjá,
að hún hefur hvergi getað fengið
jafn gott herbergi.
Það var hárrétt, að herbergið
var stórt og bjart með stórum
gluggum. Eins og dagstofan var
það búið húsgögnum í fyrri aldar
stíl. Rúmið var úr mahogni og
milli glugganna stóð skrifborð í
empire-stíl sem sýnilega hafði ver
ið í eigu manns hennar. Fyrir
gluggum voru þung flauels-
tjöld og á veggjum héngu gamlar
fjölskyldumyndir í gylltum römm
um.
— Eini gallinn er sá, að við
urðum að nota sama baðherberg-
ið. Ég lofaði henni að fara þang-
að fyrst á morgnana og bankaði
alltaf áður en ég opnaði.
— Þér hafið ekkert tekið síðan
hún fór?
— Nei, vissulega ekki.
— Tók hún sjálf eitthvað með
sér?
— Nei. Þér getið sjálfur séð.
Á kommóðunni lá greiða, hár-
bursti, ódýr snyrtiáhöld og ódýr-
asta púðurdós. Einnig töflur við
svefnleysi og höfuðverk.
Maigret opnaði skúffurnar en
fann aðeins lítilsháttar af undir-
fötum og rafmagnsstraujárn vafið
í nælonundirkjól.
— Vissi ég ekki! hrópaði frú
Cremiuex.
— Hvað þá?
— Ég hafði líka bannað henni
að þvo og strauja. En það var
einmitt það sem hún hefur verið
að gera á kvöldin þegar hún lok-
aði sig inni á baðherberginu!
Og þess vegna læsti hún dyrun-
um.
í annarri skúffu lá askja með
venjulegu bréfsefni, tveir blýant
ar og penni.
f skápnum var baðmullarslopp-
ur og í einu horninu blá ferða-
taska. Hún var læst og engir lykl-
ar á staðnum. Maigret tókst að
opna lásinn með vasahníf sínum.
Taskan var tóm.
— Kom aldrei neinn að spyrja
eftir henni?
— Nei, aldrei.
— Og þér haldið ekki að neinn
hafi verið í íbúðinni meðan þér
voruð í burtu.
— Ég hefði strax tekið eftir því.
— Var hringt til hennar?
— Aðeins einu sinni.
— Hvenær var það?
Fyrir um það bil tveim vik-
um. Nei, það er lengra um liðið.
Kannski mánuður. Eitt kvöldið um
áttaleytið var hringt til hennar.
Hún var inni hjá sér.
Karlmaður?
— Nei, kona.
— Getið þér munað hvað sagt
var?
— Er ungfrú Laboine heima?
— Svo sagði ég henni að það
væri síminn til hennar. Hún virtist
hissa. Mér virtist hún útgrátin.
— Fyrir eða eftir hringinguna?
— Fyrir. Þegar hún kom úr
herberginu sínu.
— Var hún fullklædd?
— Nei, hún var berfætt á inni-
slopp.
— Heyrðuð þér hvað hún sagði
— Hún sagði ekki neitt. Bara
já . . . já . . . jæja . . hver . . .
kannski . . . Og bætti svo
við: — Ég verð þar eftir andar-
tak.
— Og fór svo?
— Já, tíu mínútum seinna.
— Hvenær kom hún aftur það
kvöld?
Hún kom alls ekki heim þá
nótt. Klukkan var orðin 0 um
morguninn. Ég beið eftir henni
og hafði ákveðið að reka hana
á dyr. En svo sagðist hún hafa
neyðzt til að vera um nóttina hjá
sjúkum ættingja. Hún virtist ekki
hafa verið að skemmta sér. Hún
fór í rúmið og fór ekki út 1 tvo
daga. Ég gaf henni aspirín og sá
henni fyrir mat. Hún sagðist hafa
flensu.
Smám saman fullmótaðist 1
i huga Maigrets mynd þessara
tveggja kvenna sem hafzt höfðu
við í íbúðinni. Gömlu konuna
hafði hann fyrir framan sig, Örð-
ugra var að gera sér í hugariund
ungu stúlkuna. rödd hennar fas
og hugsanir.
Nú vissi hann nafn hennar ef
_____________________________ 11
það var þá rétta nafnið. Hann
vissi hvar hún hafði búið og hvar
hún hafði haldið sig flest kzöld
Hann vissi líka húnh afði komið
á Rue de Douai til að fá latgðan
samkvæmiskjól. Fyrra sinnið hafði
hún borgað. í «einna sinnið hsíði
nún varla peninga fyrir fáirom-
ustu máltíð.
Hafði það verið eftir uppnrmg-
t na sem hún hafðí farið til made-
rroiselle Iréne? Það var freinur
ó.fklegt.
Hún hafði verið í sínum eigir.
fötum þegar hún kom heim aftur
um sex-leytið. Það var loku fytir
bað skotið að hún hefði tyrit
þ?rn tíma verið búin að skila
k.ióJnum til mademoiselle Iréne.
Af öllu varð Ijóst að hún hafði
r.aft nóg að bfts og brenna þeg
ÚTVARPIÐ
í dag
Föstudagur 18. marz.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegis
ötvarp. 13.15 Lesin dagskrá
næstu viku. 13.30 Við vinnnna:
I Tónleikar.
14.40 Við, sem
I heima sitjum.
Rósa Gestsdóttir les Minningar
Hortensu Hollandsdrottningar, f
þýðingu Áslaugar Árnadóttur (2).
15.00 Miðdegisútvarp. 16.00 Síð
degisútvarp. 17.00 Fréttir. 17.05
í veldi hljómanna. Jón Örn Mar
inósson kynnir sigilda tónlist fyr
ir ungt fólk. 18.00 Sannar sögur
frá liðnum öldum. Alan Boucher
býr til flutnings fyrir börn og
unglinga. Sverrir Hólmarsson les
söguna af bóndadótturinni, sem
gerðist hermaður. 18.20 Veður-
fregnir. 18.30 Tónleikar. 19.30
Fréttir. 20.00 Kvöldvaka. a. lestur
fornrita: Færeyinga saga. Ólafur
Halldórsson cand. mag les. b.
Alþingiskosningar og alþingis-
menn i Árnessýslu. Jón Gfslason
póstfulltrúi flytur fyrsta erindi
sitt: Jón Jónsson frá Ámóti —
Álaborgar-Jón. c. Tökum lagið!
d. Stefjamál. Helga Sigurðardótt
ir frá Hólmavík flytur frumort
kvæði og stökur. e. í slóð fteyni-
staðarbræðra. Andrés Bjömsson
flytur þátt eftir Þormóð Sveins
son á Akureyri. 21.30 Útvarpssag
an: „Dagurinn og nóttin" eftir
Johan Bojer. Hjörtur Pálsson les.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
Lestur Passlusálma (34). 22.20 ís
lenzkt mál. Dr. Jakob Benedikts
son flytur þáttinn. 22.40 Nætur
hljómleikar: Tvö tónverk eftir
Haydn. 23.20 Dagskrárlok.
Laugardagur 19. marz
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Iládeg-
isútvarp. 13.00 Óskalög sjúkl-
Á morgun
inga.
Kristín
Anna
Þórarinsdóttir kynnir lögin. 14.
30 í vfkulokin. Þáttur undir
stjórn Jónasar Jónassonar. 16.00
Veðurfregnir. Umferðarmál. 16.
05 Þetta vil ég heyra. Guðrúy
Helgadóttir ritari velur sér
hljómplötur. 17.00 Á nótum æsk
unnar. Jón Þór Hannesson og
Pétur Steingrímsson kynna létt
lög. 17.35 Tóonstundaþáttur
barna og unglinga. Jón Pálsscm
flytur. 18.00 Útvarpssaga barn-
anna: „Tamar og Tóta" eftir Ber
it Brænne. Sigurður Gunnars-
son kennari byrjar lestur á
norskri sögu, sem hann hefur
Þýtt (1). 18.20 Veðurfregnir. 18.30
Söngvar i léttum tón. 18.45 Tll-
kynningar. 19.30 Fréttir. 20.00
„Sígaunabaróninn". 20.30 „For-
vitnar meyjar", leikur eftir Carlo
Goldoni. Þýðandi: Hulda Valtýs
dóttir. Leikstjóri: Helgi Skúla
son. 22.00 Fréttir og veðurfregn
ir. Lestur Passíusálma (35). 22.20
Dansað í góuloldn. 01.00 Dag-
skrárlok.