Tíminn - 22.03.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.03.1966, Blaðsíða 9
ÞRTÐTIJDAGUK 22. marz 1966 TfJVUNN 21 VERÐIR LAGANNA TOM TULLETT 21 Marseille, þegar öflug sprenging braut þar allt og bramlaði. Alexis hlaut mikla áverka, en Francis bróður hans tókst að drasla honum út og faldi hann í smáhýsi, sem hann átti. Að tveimur vikum liðnum dó Alexis af áverkunum, og skömmu síðar brann Francis inni í húsi sínu. Svipaað fór fyrir Michel Casanova. Hann gekk laus gegn tryggingu og beið réttarhaldanna ásamt félögum sínum, þeg- ar Iögreglan fann við húsrannsókn hjá honum ávísun á millj- ón franka. Hún var tafarlaust afhent skattalögreglunni, sem kallaði Casanova fyrir sig og bað hann að gera grein fyrir þessari fjárfúlgu. Honum varð svo mikið um að hann fékk samstundis hartaslag og dó eftir fáa klukkutíma. í samanburði við þetta voru hinir samsærismenn- irnir, Reppelin og Montainti, stálheppnir. Þeir sluppu með nokkurra ára fangelsisvist. Fimmti kafli. J. Edgar Hoover, hinn frægi yfirmaður ríkislögreglunnar bandarísku varð manna fyrstur til að leggja Alþjóðalögregl- unni lið 1946, og 1 nokkur ár var hann áhugasamur aðili. Hann skrifaði margar greinar í „Alþjóðlega sakamálalög- regluritið,“ þar á meðal um erkibófann A1 Capone, og bar fram ýmsar tillögur um ráðstafanir til að hemja vaxandi glæpafaraldur. En svo sagði hann sig úr stofnuninni 1950 sökum þess, að Tékkóslóvakía hafði með milligöngu Alþjóða- lögreglunnar krafizt framsals tíu manna, sem strokið höfðu til Vestur-Þýzkalands. Hoover, sem að líkindum er voldug- asti lögreglumaður í heimi, taldi þetta misnotkun á stofnun- inni, sem byði heim frekari pólitískum afskiptum Sovétrikj- anna og fylgiríkja þeirra. Hann vitnaði máli sínu til stuðnings í þessa grein í starfsreglum Alþjóðalögreglunnar: „Markmið Alþjóða lögreglusamtakanna er að tryggja og ýta undir af opinberri hálfu viðgang fyllsta gerlegs gagn- kvæms samstarfs milli allra sakamálayfirvalda innan þeirra takmarka, sem lög hvers lands um sig setja, að koma á fót og efla allar stofnanir sem líklegar eru til að stuðla að því að hefta afbrot gegn almennum hegningarlögum, en forðast vandlega öll afskipti af málum, sem eru pólitísks, trúarlegs eða kynþáttarlegs eðlis.“ Hoover kann að hafa sett það jafnvel enn meira fyrir sig að í „Alþjóðlegu sakamálalögregluritinu" birtist þráfald- lega með stóru letri þessi yfirlýsing: „í málum, sem varða stjórnmál, trúmál eða kynþáttamál verður Alþjóðalögreglan mállaus og heyrnarlaus.“ Hvað sem því líður hefur kennsludeild bandarísku ríkis- lögreglunnar samvinnu við lögreglustjórnir víða um heim. Skipti hennar á fingraförum við kennsluleildir annarra landa hafa stuðlað að bættri löggæzlu. Fingraförin auðvelda ekki einungis yfirvöldum og málaflutningsmönnum að fá yfirsýn yfir allan afbrotaferil hlutaðeiganda, heldur koma þau oft að gagni þegar sanna þarf að maður handtekinn í öðru landi en því, sem var vettvangur afbrots hans sé í raun og sannleika sakamaður á flótta. Ár hvert eru fingraför hundr- uða manna send frá Washington út um heim, og þangað berast fingraför þúsundum saman til samanburðar við banda rísku skrána. Kennsludeild F.B.I., eins og bandaríska ríkislögreglan er jafnan nefnd, hefur til umráða tvær aðal fingrafaraskrár. Önnur nefnist sakamannaskráin, og þar er að finna fingra- för allra þeirra, sem handteknir hafa verið í Bandaríkjunum fyrir saknæman verknað og allra þeirra sem hnepptir hafa verið í fangelsi. í hinni skránni eru fingraför þeirra, sem gegnt hafa herþjónustu í Bandaríkjaher, opinberra starfs- manna og starfsliðs í hergagnaverksmiðjum. Auk fingrafara eru geymd lófaför, iljaför, gælunöfn og útlitslýsing. Gott dæmi um, hversu gagnleg þessi þjónusta getur verið, er frá 1944. Þá bárust fingraför frá lögreglustjórninni í Dublin. Af skýrslunni sem fylgdi, sást að 19. marz 1944 hafði kona í Dublin, að líkindum eiginkona þess, sem í hlut átti og móðir tveggja ungra barna, veikzt og verið flutt á sjúkrahús, en var látin áður en þangað kom. f ljós kom, að banamein konunnar var blásýringseitrun, og að rannsókn afstaðinni var maður hennar ákærður fyrir morð. Lögreglan í Dublin var ekki ánægð með framburð hans, og bað nú F.B.I. aðstoðar við að kanna feril hans nánar. í bandarísku skránni kom í ljós, að þessi maður hafði gengið undir öðru nafni i Bandaríkjunum, og sakaferill hans náði allt aftur til 1919. Hann hafði strokið úr vinnubúðum í Greencastle í UNG STÚLKA í RIGNINGU GEORGES SIMENON 15 Þér vitið ekki hvað stúíkan var lengi á Rómeo? — Eins og ég hef þegar sagt, ég spurði manninn sem tekur á móti gestum. — Áttu gestir að'sýna boðskort við innganginn? — Nei. Sumir gerðu það, aðrir ekki. Rouget minntist þess, að unga stúlban koim skömmu fyrir tólf, í sömu mund og dansinn hófst. Hann hleypti henni inn einmitt vegna þess, að hún virtist ekki vanagestur á staðnum, hélt hún væri vinkona brúðarinnar. — Og hún var það sem sagt í kortér? — Já, ég spurði barþjóninn. — Var hann á staðnum til morg uns? Lognon svaraði blátt áfram: — Nei, hann býr í einu út- hverfanna, ég skrapp heim til hans. Hann var sofandi. Han hlaut að hafa ferðazt tugi kílómetra um nóttina, fyrst fótgangandi, síðan i strætis- vögnum, þögull og samanbitinn þokaðist hann úr einum stað í an an, þrjózkur og fullur seiglu og gafst ekki upp. Sennilega voru ekki margir lög reglumenn haldnir jafn óþrot- legri seiglu og þó hafði honum ekki tekizt að ná marki þrátt (fvrir 20 ára starf Að vísi át‘.J skapsmunir hans nokkurn þátt í því og ennfremur skorti hann þá menntun, sem til þurfti að verða leynilögreglumaður. — Hvað sagði barþjónninn? Lognon lagði fram nýjan miða með nafni og heimilisfangi. — Hann hafði tekið eftir henni strax og hún birtist í dyrunum. Yfirþjónninn gekk að henni og spurði hana, einhvers og hún svar aði neitandi. Því næst ruddi hún sér braut meðal gestanna. Margir þeirra stóðu upp á endann. Það var ekki aðeins dansað á gólfinu heldur líka á milli borðanna. — Talaði hún við brúðina? — Það tók hana dálitla stund að komast að brúðinni. En loks náði hún í hana og þær töluðu samán nokkuð lengi. Santoni varð óþolinmóður og greip fram í tvisvar. — Gaf brúðurin henni eitt hvað? — Því gát hann ekki svarað. — Virtust þær rífast? — Frú Santoni virtist kulda- leg í viðmóti og hristi oft höfuðið. Svo missti barþjónninn sjónar á ungu stúlkunni. Þér hafið þó ekki náð I yfir þjóninn? Maigret var orðið skemmt. — Hann býr í hinum enda bæj arins, Rue Caulaiencourt. Hann svaf líka. Lognon hafði líka verið þar. — Hann staðfesti það, sem bar þjónninn hafði sagt. Hann hafði gengið að ungu stúlkunni til að spyrja, að hverjum hún væri að leita og hún kvaðst vera vinkona brúðarinnar og vildi segja við hana nokkur orð. Nú reis Lognon á fætur til merk is um, að hann hefði ekki meira að segja. — Þér hafið sannarlega unnið gott verk, vinur minn! —Ég hef gert skyldu mína. — Farið nú heim í rúmið. Þér verðið að gæta að heilsunni. — Ég er bara dálftið kvef aður. — Já, en ef þér farið ekki var lega, getur þetta orðið bronkít is. — Ég fæ bronkítis á hverjum vetri og fer þó aldrei í bælið. Nú hefði Maigret falið einhverj um öðrum manna sinna fram- haldsrannsókn, ef einhver annar en Lognon ætti í hlut. En Lognon fyndist hann sjálfsagt svikinn og beittur brögðum, ef hann fengi ekki að halda áfram sjálfur. — Hvað álítið þér sjálfur um þetta? — Ef það er ekki ætlun yðar að setja í þetta annan mann . . . — Alls ekki. Ég á aðeins við, að þér þarfnizt hvíldar. — Ég fæ nægan tíma til að hvíla mig, þegar ég kemst á eftir laun. Enn hef ég ekki haft tóm til að fara í ráðhúsið þar sem brúð kaupið átti sér stað, og ekki held ur á Hótel Washington, þar sem brúðurin bjó. Ég býst við, að ég gæti haft uppi á nafni og heim ilisfangi hinnar myrtu, ef ég héldi áfram. — Síðustu tvo mánuði bjó hún Rue de Clichy hjá frú Cremieux nokkurri, ekkju, sem leigði henni herbergi í íbúð sinni. Lognon beit saman vörunum. — Við vitum efckert, hvað hún hafði fyrir stafni fyrir þann tíma. Hún sagðist heita Louise Laboine. — Má ég halda rannsókn minni áfram? Hvað þýddi að halda aftur af honum? — Vitaskuld, ef þér óskið. En ofreynið yður ekki. — Þakka yður fyrir. Þega Lognon lögregluþjónn var farinn, sóttu ýmsar spurningar á huga Maigrets. Hafði Louise varið síðustu mánuðunum til að leita uppi Jeanine ? Til dærais gat verið að hún hefði séð í blöðunum að Jeanine ætlaði að giftast og í því tilefni væri veizlan í Romeo. Þá hafði hún lesið blöðin seint sama daginn, því klukkan var rúmlega níu, þegar hún kom ask vaðandi til mademoiselle Iréne til að fá samkvæmiskjól. Hvað hafði hún haft fyrir stafni kl. 10-12. Hafði hún reikað um göturnar og hugsað sitt ráð? Skýrsla dr. Pauls lá ennþá skrif borðinu. í henni stóð, að hin myrta hefði verið undir áhrifum áfengis. En að sögn yfirþjónsins hafði unga stúlkan ekki haft ráðrúm til að innbyrða neitt áfengi, meðan hún stóð við í brúðkaupinu. Annaðhvort hafði hún drukk ið áður til að herða hugann, eða eftir á, þær tvær klukkustundir, sem liðu, unz hún var myrt. Hann kallaði á Janvier. — Eg hef verk að vinna fyrir þig. Farðu til Rue de Douai. Það an ferðu gangandi til Rue Cau- martin, ferð inn á hvern bar og öl krá og sýnir ljósmyndina. — Myndina af henni í sam- kvæmiskjól? — Já, spurðu, hvort nokkur hafi séð hana á mánudagskvöld milli klukkan 10 og 12. Þegar Janvier var farinn, leitaði Maigret upplýsinga um Santoni hjá starfsbróður sínum í siðferðislögreglunni. Santoni vissé ekki aura sinna tal, var honum sagt, enda eyddi hann fé á báða bóga,' og hélt sig ríkmannlegá, kvennagull mikið og hafði yndi af góðum mat og lúxusbílum. — Hefur hann gert nokkuð af sér? — Hreint ekki neitt. Hann er af góðum ættum frá Milano, Pabbi hans var vínframleiðandi, og Marco er umboðsmaður í Frakk landi. Hann sækir barina kringum Champ-Elysée, þar sem von er kvenna. Fyrir nokkru festi hann sér eina. — Jeanine Armenieu? — Ég veit ekki, hvað hún heit- ir. Við höfum enga ástæðu til að fylgjast með líferni hans. — Mér þætti nokkurs um vert, ÚTVARPIÐ Þriðjudagur 22. marz 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádeg isútvarp 13.15 Erindi bændavik unnar 14.15 Við vinnuna. 14.40 Við, sem heima sitjum. 15.00 Mið- degisútvarp 16.00 Síðdegisútvarp 17.20 Framburðarkennsla i dönsku og ensku. 18.00 Tónlistar timi barnanna. 18.20 Veðurfregn ir 19.30 Fréttir 20.00 íslenzkir tónlistarmenn flytja verk is- Ienzkra höfunda; III. 20.20 Frá Grænlandsströndum Þon'aldur Steinason flytur þriðja erindi sitt. 20.40 Stuttir þættir fyrir fiðlu, flautu og sembal eftir Philipp Bmanuel Bach. 21.00 Þriðjudagsleikritið: „Sæfarinn" 21.40 Suisse Romande hljómsveit in leikur. 22.00 Fréttir og veður fregnir. 22.20 „Heljarslóðaror- usta" Lárus Pálsson leikari les (3) 22.40 „Hviti hjörturinn" og önnur alþýðulög og þjóðlög. Krosskórinn í Dresden syngur Á hljóðbergi. Björn Th. Björnss. stj. 23.45 Dagskrárlok. í dag Miðvikudagur 23. marz 7.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegis útv. 13.15 Fræðsluþáttur bænda vikunnar. 14.40 Við, morgun 14.15 Við vinnuna. sem heima sitjum. I 15.00 Miðdegis- útvarp. 16.00 I Síðdegisút- varp 17.20 Framburðarkennsla í esperanto og spænsku. 17.40 Þingfréttir. 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Tamar og Tóta" 18. 20. Veðurfregnir. 18.30 Tónlelk ar 19.30 Fréttir 20.00 Daglegt mál Árni Böðvarsson flytur þátt Inn 20.05 Efst á baugi Björgvin Guðmundsson og Björn Jóhanns son tala um erlend málefni 20. 35 Alþingiskosningar og alþing ismenn í Árnessýslu. Jón Gísla son póstfulltrúi flytur annað erindi sitt. 21.00 Lög unga fólks ins Bergur Guðnason kynnir. 22. 00 réttir og veðurfregnir. 22.20 „Galdragull", smásaga eftir John Collier. Helgi Skúlason leikari les 22.50 Kammertónleikar: 23.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.