Tíminn - 22.03.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.03.1966, Blaðsíða 12
árg. Þýzkur sjómaður lézt afslysförum SK—Vestmannaeyjum, mánudag. Á laugardag komu þrír þýzkir togarar með slasaða skipverja til Vestmannaeyja. Tveir þessara manna liggja nú á sjúkrahúsinu í ÞUNG FÆRÐ KT—Rvík, mánudag. Blaðið hafði í dag sam- band við Hjörleif Ólafsson hjá Vegamálaskrifstofunni til þess að spyrjast fyrir um færðina um landið. Sagði Hjörleifur, að Hellisheiði hefði lokazt í gær, en fært væri um Þrengsli og allt Suðurlandsundirlendið aust ur að Vik, en aðeins stærri bílum þar fyrir austan. Ágæt færð væri fyrir Hval fjörð um Borgarfjörð, en fjallvegir, svo sem Fróðár heiði og Kerlingarskarð á Snæfellsnesi væru ófærir. Þá væru Brattabrekka og Holtavörðuheiði þungfær- ar eða ófærar, en vonir stæðu til þess, að allir þess ir fjallvegir opnuðust á morgun. Þá yrði fært norð ur á Hólmavík, um Snæfells nes allt og í Dalina, og norður í Skagafjörð. Um Vestfirði sagði Hjör leifur, að þar væri flest lok að, en opið væri frá Súða- vík til Bolungarvíkur. Á Austfjörðum væri ástandið með skásta móti. Snjókoma hefur verið í Reykjavík í dag og í gær, og hafa ýmsar truflanir og tafir orðið af þeim sökum. Hafa menn átt í erfiðleik- um með að koma bílum sín um í gang á morgnana og hafa jafnvel fest bílana í snjó á nokkrum stöðum. Eyjum, en hinn þriðji lézt af sár um sínum. Áðurnefndir þrír togarar komu með stuttu millibili til Eyja á iaugardag. Á einum þeirra hafði maður slasazt, er hann féll aftur fyrir sig og lenti á polla með þeim afleiðingum, áð flytja varð hann á sjúkrahús. Á öðrum togar anum hafði maður skorið framan af fjórum fingrum, og var gert að sárum hans á sjúkrahúsinu í Eyjum. Liggja þessir menn báðir á sjúkrahúsinu nú. Þriðji togarinn kom með mann, sem skorizt hafði hroðalega á hálsi og höfði. Þegar togarinn kom með hann til Eyja, tók á móti honum héraðslæknirinn, en tilraunir hans til þess að bjarga manninum komu ekki að haldi. Lézt hann af sárum sínum. Allir togararnir héldu þegar út til veiða. Myndln er tekln vlS endurvígslo GarSaldrkju. ÞRIGGJA ALDA ÁRTÍÐ JÓNS VÍDALÍNS MINNZT MEÐ FYRIRLESTR- UM, MINNINGARHÁTÍÐUM OG KIRKJUVÍGSLU. GARÐAKIRKJA ENDURVÍGÐ um Fundur iðnaðarmál Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur almennan fund um iðnaðar mál miðvikudaginn 23. þ.m. kl. 20.30 í Framsóknarhúsinu við Frí kirkjuveg. Framsöguerindi flytja: Björn Sveinbjömsson, verkfræðingur, Harry Frederiksen, forstjóri, og Kristján Friðriksson, forstjóri. Allt Framsóknarfólk er velkom ið á fundinn, meðan húsrúm leyf ir. Margir eru uggandi um fram- tíð íslenzks iðnaðar í ört vaxandi samkeppni við erlendar iðnaðar- vörur og sumir spyrja: Hvort er j hagkvæmara frá þjóðhagslegu j sjónarmiði að framleiða vöruna hér innanlands eða flytja hana inn fullunna? Þessu munu framsögu menn fundarins svara, en þeir! hafa allir um árabil stjórnað um-1 fangsmiklum iðnfyrirtækjum. Fjölmennið og mætið stundvís | lega. Stjómin. j FB—Reykjavík, mánudag. Þriggja alda afmælis Jóns bisk ups Vídalíns, sem er í dag, mánu dag, hefur verið minnzt á marg víslegan hátt nú um hclgina. Jóns Vídalíns var minnzt við guðsþjón ustur í öllum kirkjum landsins, Vídalínsminning var í Háskólan- um á sunnudaginn, og sömuleiðis í Skálholtsdómkirkju á sunnudags Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson flutti erindi um Jón Vídalín. ÞaS gekk ekki öllum vel að komast áfram í Reykjavik og nágrenni «m> helgina, eins og sjá má á þessari mynd, sem GE tók ■ Kópavogi á sunnudaginn. kvöldið, og Steingrímur J. Þor- steinsson, prófessor, hélt erindi um meistara Jón í útvarpið á sunnudagskvöld, og heldur annað erindi um hann í útvarpið í kvöld. Síðast en ekki sízt var svo endur vígð Garðakirkja á Álftanesi, og var vígsludagurinn valinn með til liti til minningar Jóns Vídalíns, sem fæddur var í Görðum, og var þar prestur í eina tíð. Síðdegis á sunnudag var Vída- línsminning í Háskólanum, og var hún fjölsótt. Þar flutti dr. Stein grímur J. Þorsteinsson, prófessor erindi, og las kvæði Einars Bene diktssonar, Meistara Jón, og Þor steinn Ö. Stephensen leikari las úr predikunum Jóns Vídalíns. Tónlist var flutt í umsjá dr. Ró- berts A. Ottóssonar, og guðfræði- nemur sungu gamalt tvísöngslag. Klukkan 9 um kvöldið átti svo að hefjasf minningarhátíð í Skál- holtsdómkirkju, en héðan úr Reykjavik fóru um 30 manns til þessarar hátíðar. Alls munu hana hafa sótt um 80 manns, en veður hamlaði nokkuð, að þangað kæm- ust eins margir og vildu. Dr. Stein grímur J. Þorsteinsson flutti þar annað erindi um Jón Vídalín, jg hr. Sigurbjöm Einarsson, biskup, las upp úr postillu Vídalíns. Einn ig las sr. Bernharður Guðmunds son upp. Orgelleikur var og guð fræðistúdentar sungu undir stjórn Roberts A. Ottóssonar, en for- söngvari var Kristinn Hallsson. Almennur söngur fór fram og bænagjörð, sem sóknarpresturinn Kaffiklúbbur Fram- sóknarfélaganna í Reykjavík. Haraldz*"hagfræð ..jgwli maður Efnahags- jflwB stofnunarinnar JhHI svarar fyrirspurn um um efnahagsmál. Allt Fram sóknarfólk velkomið meðan hús- rúm leyfir. Framsóknarfélögin. sr. Guðmundur Ó. Ólafsson ann- aðist. Erindi þau, sem dr. Steingrímur J. Þorsteinsson flutti í útvarpið um Jón Vídalín nefndust, á sunnu dagskvöld Ævi og athafnir, og f kvöld, mánudagskvöld, Kennimað- urinn. Endurvígsla Garðakirkju á Álftanesi fór fram á sunnudaginn. Biskupinn, herra Sigurbjöm Ein- arsson, framkvæmdi vígsluna, en ellefu prestar vom viðstaddir og auk þess Ásmundur Guðmunds- son, fyrrverandi biskup. Mikið Frambald á bls. 22. Seldu hund fyrir brenni- vínsflösku HZ—Reykjavík, mánudag. Það var á laugardags- kvöldið, þegar þýzkur tog- ari kom til Vestmannaeyja og var að leggjast að, að nokkrir piltar höfðu hug- boð um, að vín gæti verið um borð og þessvegna gripu þeir hund á bryggj- unni og seldu Þjóðverjun- um hann fyrir eina brenni- vínsflösku og voru báðir á- nægðir með kaupin. Ekki var hundeigandinn jafn á- nægður, þegar honum barst til eyrna, að hundur hans væri orðinn þýzkur skips- hundur. Hann hringdi án tafar í lögregluna og bað hana að bjarga málunum. Lögreglan vildi sem minnst afskipti af málunum hafa og bað hundeigandann að snúa sér til þýzka konsúls ins. Það gerði hann og inn- an stundar örkuðu þeir nið ur á bryggju, út í togarann og náðu í hundinn. TO'gar- inn var á förum, þegar það gerðist, og því tókst eigi að láta Þjóðverjunum í té flöskuna — enda mun hún hafa verið tæmd þá. •* 'ft'T' f 'K *y >'<» i >■ v y r, f,r. f rx'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.