Tíminn - 27.03.1966, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.03.1966, Blaðsíða 6
r 18 HaBIdór SCristjánsson: Ábyrgðartilfinn- ing ela ómennska TIMINN í sambandi við áfengismáiin erum vi5 farin að venjast tölu- verðu af fullyrðingum, en minna finnst mér gæta ítarlegra um- ræðna um þau efni. Væri þó sann arlega ástæða til að reyna að kryfja þessi örlagaríku mál til mergjar. Ýmsir fullyrða, að bannlög og hömiur í áfengislöggjöf hafi brotið niður bindindissemi og hófsemi hér á landi. Þó hefur þró un áfengismála víða um lönd ver ið sams konar og hér. Danmörk var aldrei banniand, hefur búið við tiltölulega frjálslega áfeng islöggjöf — og ótakmarkaðan bjór — en þó er þróunin þar hin sama og hér: Áfengisnautn og ölæði meðal kvenna og unglinga vex hraðfara. Krakkar um fermingar- aldur sækjast eftir að drekka sig fulla og hópur ungra kvenna er iagztur í ofdrykkju — áfengissjúkl- ingar. Hér heyrist, það stundum, að hömlur og lögbönn valdi því, að sú skoðun komist inn hjá ungling um, að áfengi sé hættulegt. Hitt er þó staðreynd, að engin þjóð hefur búið við svo mikil frjáls- ræði í áfengiSmálun að áfengið yrði henni ekki hættulegt. Frakk- ar eru td. að átta sig á þvi núna, að áfengið er þeim mikil ógæfa. Og eins og allar aðrar þjóðir, seni sjá sig tilneyddar að sporna við óhóflegri áfengisneyzlu, með op inberum aðgerðum, beita þeir til þess hömlum og lögbönnum. Að bann sé í sjálfu sér sálfræði leg rökvilla, sem aldrei gæti náð árangri, er kenning, sem ég sé ekki að nokkur maður taki mark á í alvöru. Að minnsta kosti ham ast Sameinuðu þjóðirnar gegn eit urlyfjaverzlun með lögbönnum og skammt er síðan Johnson Banda- ríkjaforseti lagði áherzlu á, það að eiturlyfjasalar teldust og ættu að teljast til glæpamanna. Ég hef engan vitað andmæla slíku. En hver er þá orsök þeirrar óheillaþróunar, sem orðið hefur í áfengismálum um öll nálæg lönd? Fróðlegt væri að vita það. Mér finnst, að góð og gagnleg hugleið- ing í því sambandi sé grein sú, sem ég hef endursagt útdrátt úr hér á eftir. Hún er eftir norskan mann, Stein Fossgard að nafni. Tímabilið milli heimsstyrjald anna 1919-1940 var enginn ham- jngjutími hér á landi né annars sísðsr. Siðfræðilegar hugsjónir sem áð- ur voru tignaðar urðu úti í skot- gröfunum í fyrri heimsstyrjöldinni. Ef þær létu eitthvað á sér kræla, voru þær kveðnar niður með eftir stríðsbókmenntum, sem gerðu að engu öll siðfræðileg stefnuráð og siðferðilega skipan. Gott dæmi um slíkar bókmennt- ir er Sól og syndir eftir Sigurð Hoel. Hún kom út 1927 og segir frá ungu fólki í sumarfríi. Það er fólk, sem afneitar öllum sið ferðilegum fyrirmælum, þegar það gerir upp reynslu sína verður nið urstaðan: Svik á öllum sviðum sem snertu siðferðileg mið og skipan. „Hverjir voru það, sem höfðu farið á ströndina að láta sér líða vel og vera laus við áhyggjur og erfiði? Við. Hverjir voru það, sem ætluðu að útrýma sjálfsblekkingunni og mynda nýja kynslóð, sem horfðist í augu við hvað sem var — jafn- vel það, sem örðugast yrði? Við. Hverjir voru það sem voru sviknir af öllum vonum sínum? Við.“ Iðruðust þau. Ætluðu þau að reyna nýjar leiðir eða finna nýjan grundvöll til að standa á? Nei. Hér hittum við siðfræði- lega nihilista, ungt fólk án sið- fræðilegrar stefnu og hugsjóna. „Sarnt sem áður — hvað gerði þetta til? Við vorum ung og höfð um nógan tíma til að gera heimskupörin aftur og það mörg- um sinnum.“ Sigurð Hoel var ágætt dæmi um þau skáld á fjórða tug aldarinnar, sem hvorki höfðu mátt né vilja til að fást við siðfræðilegar úrlausnir. Hann skorti lífsskoðun, og var siðfræðilegur nihilisti eins og öll sú tegund. Þessar bókmenntir fengu nær- ingu frá nýrri sáifræði. Sál greiningin sagði okkur, að maður- inn væri mótaður og örlög hans ráðin af bemskureynslunni. Maðut inn gæti því ekki borið persónu- lega ábyrgð á sjálfum sér. Ábyrgð in væri hjá samfélaginu og heim- ilinu. „Maðurinn er útkoman af for feðrum og bamfóstrum, lofts lagi og veðurfari, fæði og klæð um.“ Dyggðir og lestir er framleiðsla eins og sykur og skinnalitur," sagði einn af leiðtogum þessara fræða. Maðurinn getur yfirleitt ekki borið ábyrgð á neinu, sem fyrir kemur. „Það, sem gerist, gerist, og annað veit ég ekki,“ segir í al- kunnri vísu í revíu frá árunum eft ir stríðið. Þetta álit, að maðurinn hafi engan fijálsan vilja til að velja og hafna, en önnur öfl ráði gerðum hans, er gamalt. Kenningin um náðarákvörðunina var fyrr á tím- um deilumál guðfræðinga. Nú er þetta orðin trú fjöldans Dæmdur maður var spurður, hvers vegna hann hefði gert eitthvað. „Ég hef engan frjálsan vilja“, sagði hann. Ég hef á síðust árum hitt ýmsa úr röðum yngri kynslóðarinnn ar, sem afsaka mistök sín með því, að þeir séu svona, við það geti þeir ekki ráðið og við því sé ekkert að gera. Þetta viðhorf kom greini- lega fram á stórþinginu 29 mai 1962, þegar rætt var um afbrot unglinga. Þingm. nokkur sagði sögu um sálfræðing og mann, sem átti son, sem kominn var á villi- götur: „Hvað hef ég gert öfugt? Er þetta mét að kenna?“ spurði faðirinn. Og sálfræðingurinn svar aði: „Þú getur allt eins spurt hvers vegna maðurinn þarna sé með freknu á nefinu. Ekki veit ég af hverju það er, en það er að minnsta kosti ekki honum sjálfum að kenna". Það hefur kannski verið rétt af sálfræðingnum að hugga föðurinn með þessu. En þessi hugsunarhátt- ur er bláttt áfram lífshættulegur. Árangur af þessum hugsunar- hætti var sá, að í staðinn fyrir kröfu um ábyrgð kom fram krafa uai persómulegt frelsi Barnið átti að alast upp í frelsi, án þess, að uppeldisfræðingar og aðrir óviðkomandi væru að grípa þar inn í. Unga kynslóðin átti að lifa hömlulaust, fá fulla útrás fyr- ir allar hvatir og krafta. Hömlur og ábyrgð var fjandsamlegt mann legri hamingju, sögðu sál- fræðingarnir. Áhrifa þeirra gætti skjótt í upp- eldisvísindunum. Þar skyldi ríkja frelsi til að sitja uppi á borðinU eins og að sitja við það, frelsi til að brjóta glasið eins og að drekka úr því, frelsi til að brjóta gefið heit eins og að heita einhverju, frelsi til að vanrækja verk sitt, eins og að sinna því, frelsi til að taka laun fyrir unnið verk eins og að taka greiðlsu fyrir tíma sem sóað var til einskis, jáL frelsi til að nota sér aðra jafnt og að þjóna þeim. f staðinn fyrir frelsi með ábyrgð var það nú frelsi án ábyrgðar. Lífið skyldi veita frelsi til að njóta á kynferðissviðinu án skuld bindandi ábyrgðar, njóta stundar- innar án þess að leiða hugann að því, á hverjum það bitnaði. Þetta blasir víða við í norskum, sænsk um og dönskum bókmenntum eftir stríðið. f mörgum þeirra bóka, eru menn áhugalausir um allt, nema konur og áfengi. Þessi lítilsvirð ing á siðferðilegum viðhorfum hef ur étið sig inn í hugsunarhátt unga fólksms almennt og kemur víða fram. Bróðurhugurinn, sem er sprott inn upp af kristinni siðfræði og setur ábyrgð og umhyggju gagn- vart samferðamönnum öllu ofar, varð að þoka fyrir kenningunni um frjálsar ástir, en sú kenning spratt af skoðun hinnar nýju sál- fræði á manninum og eina tal- mark hennar var persónuleg svöl- un og fullnæging. Menning okkar lífsskoðun og lífsstefna var byggt á kristinni sið fræði. Ef grafið er undan þessari siðfræði riðar allur grundvöllur lífs okkar nema eitthv. komi í stað inn. Enn er það ekki komið í Ijós. Svo kom seinni heimsstyrjöld- in. Þá sýndi það sig í baráttunni milli nazismans með herra- og þrælasiðfræði sína og lýðræðisins, með virðinguna fyrir hinum ein- staka manni sem aðalatriði, að það, sem mestu máli skipti, var sið fræðilegt viðhorf einstaklings- ins. Þá stóðum við augliti til aug- litis við verkefni, sem tóku hug okkar allan, og þá reyndum við það, sem austurríski sálfræðingur inn, Frankl prófessor, heldur fram að ekkert er það, sem gerir menn jafn hæfá til að þola og halda þrótti sínum og mætti, sem með- vitund um hlutverk í lífi sínu. Eftir stríðið drógu sumir álykt- anir af þessari reynslu. En margir svokallaðir forustumenn í and- legu lífi á Vesturlöndum, híirfu aftur að lítilsvirðingu sinni á sið- fræðilegum verðmætum. Eftir stríðið hefur áhuginn eink um beinzt að tækni iðnaði og hag vexti. Hagnýtt er lausnarorðið, hag- nýt fræðsla, hagnýtar vélar, hag- nýtt fólk, sem getur aðlagazt mannfélagsvélinnl — aukin fram leiðsla og framleiðni og hraðari hagvöxtur. Þau einu stefnumið, sem vekja almennan áhuga, verða mat- og mjólkurverð, vegamál og skóla byggingar, sjúkrahús og húsnæðis mál — allt gott og blessað og óhjá kvæmilegt. Nú er Ktill áhugi á siðfræði- legum viðhorfum svo vítt sem vest ræn menning nær. Fræðimaður í bókmennta- sögu prófessor Gleichsberg í New York, sagði árið 1949: Að svo miklu leyti, sem ég get um það dæmt, út frá bókmenntum hefur samtíð okkar náð svo nei- kvæðri stöðu, að það á sér enga hliðstæðu í mannkynsögunni. Rit höfundar, málsvarar þessarar kyn- slóðar, eru gjöreyðandi niðurrifs- menn í viðhorfum. Það sem mæt- ir okkur í bókmennturn, er raunar flóðbylgja niðurrifs og afneitunar. Rithöfundarnir hafa gefið upp bar áttuna fyrir því að finna lífsins tUgang og verkum sínum jákvætt innihald." Sums staðar þykir fara vel á Því, að menn segist ekki hafa neina Iffsskoðun. Það er merki þess, að menn fylgist með tímanum og séu óháðir gömlum kreddum. En í raun og veru sýnir það bara að menn hafa ekki leitt hugann að siðfræðilegum vi|ifangsefnum. Það er þeirra aðferð til að smeygja sér undan ábyrgðinni. „Það er indælt að hafa enga lífsskoðun,“ sagði konan. ,Þá hefur ekki sam- vizkan svo mikið að segja. Við lát um bara reka. Einhvers staðar ber okkur að landi." Við lifum í siðfræðilegri heims- kreppu, sem gerir menn öryggis lausa, reikula, taugaveiklaða, kvíða fulla og upptekna af sjálfum sér. Upphaf þeirra kreppu var miklu fyrr en 1914. Hér á Norðurlönd- um hófst hún í Svíþjóð. Þar hófst hún árið 1911 ,þegar Axel Höger- ström, prófessor, í hagnýtri sálar- fræði við háskólann í Uppsölum, hélt því fram í fyrirlestrum sín- um um siðfræðina, að ekkert væri fortakslaust gott og rétt og satt og ekkert fortakslaust illt og rangt og ósatt. Dansku lærisveinn hans, Alf Ross, dró af þessu rökrétta ályktun, þegar hann sagði: „Trúin á réttiæti þýðir myrkur og falska vita.“ Slíkir heimspékingar opnuðu dymar fyrir þeim siðfræði- lega nihilisma, sem senn hefur verið áberandi í hálfa öld. Engin skýlaus siðfræðileg verðmæti eru tiL Verðmæti er það, sem ég get not að. Rétt er það, sem verður mér til hagnaðar. Slík siðfræði eða skortur á sið fræði — veldur andlegri hnign un og andlegu sjálfsmorði og raunar oft og einatt líkamlegu sjálfsmorði einnig. Fyrir þann, sem ekki hugsar um siðfræðileg viðhorf, skortir lífið tilgang og takmark. SUNNUDAGUR 27. marz 1966 Manninum verður sama. EJfk ert hitar honum í skapi. Viktor E. Frankl, austurrískur prófess- or í tauga- og geðlækningafræði, kallar þetta fjarsýnistap. Hann hefur þreifað á því, að maður, sem tapar lífsskoðun, missir líka trú á lífið og ábyrgðartilfinning minnk- ar í sama mæli. Það er lífsins of- raun. Aðeins þeir, sem hafa fund ið tilgang í lífinu, — eiga sér eitt hvað til að lifa fyrir, takmark til að keppa að — aðeins ef þeir hafa dug og dáð til að bera alla erfið- leika og áreynslu. Hann teflir nýrri kenningu fram á móti hinni gömlu kenningu sál- greiningarmanna. AUir menn þurfa að finna tilgang í lífinu. Finnir þú ekki þann tilgang, verð ur þú niðurbeygður og vonsvikinn- Það er eitthvað andlegt og ómeð- vitað í manninum. Einkenni mannsins er hæfileikinn að finna til ábyrgðer — ábyrgðartilfinning- in. Þar sem Adler gerði hefðar- þrána og vanmáttarkenndina þýð- ingarmestar í mannlegu eðli, og Freud lagði áherzlu á kynhvötina, og bernskureynsluna, bendir Frankl á, að maðurinn er ekki mað ur, nema þegar hann sýnir í verki, að hann finnur til ábyrgðar. Maðurinn hefur ekki rétt til að spyrja lífið, hvort það hafi tilgang en honum ber skylda til að svara því í verki, þvi sem lífið leggur fyrir hann. Með því móti einu finnur hann tilgang í l£fi sínu. Hvað snertir þetta svo bindindis starisemi? í fyrsta lagi er bindindishreyfing siðfræðileg hreyfing, sem skírskot ar til ábyrgðartilfinningar, sam- úðar og bróðurhugar. Þegar lítill áhugi er á siðfræðilegum efnum, er engin von til þess, að bindindis hreyfing sé fjöldahreyfing. Þess er ekki að vænta fyrr en siðfræðileg verðmæti hafa náð tökum á huga almennings. í öðru lagi er það svo næsta furðulegt, ef hið almenna tómlæti um andleg mál og siðfræðil. verð mæti, léti ekkert á sér bera í þeirra hópi, sem eru þó bindindis- menn í hugsun og háttum. Aldar andinn dregur mátt úr öllu félags- lífL Ég sé ekki ástæðu til að fylgja þessari endursögn eftir með mörg- um orðum að þessu sinni. En ég held, að hér sé bent á atriði, sem eiga jafnt við í Noregi, Finnlandi Og íslandi, er voru bannlönd ucn skeið, og Danmörku og Svíþjóð, sem aldrei voru bannlönd. Auk- inn drykkjuskapur — einkum kvenna, og unglinga, á sér senni- lega sameiginlega ástæðu um öll þessi lönd, fremur en mis- munandi atriði í áfengislöggjöf ein stakra landa. Skyldi það ekki vera rétt, að sljóvgaðri ábyrgarðtilfinningu fylgi ómennska — bæði ofdrykkja og margs konar ómennska önnur? gjes'íha Útvegum hinar þekktu vestur-þýzku HRÆRIVÉLAR Verð frá kr. 6750,00 £jSSÚUl umboðið HARALD ST. BJÖRNSSON Lindarbæ, Lindargötu 9, Sími 13760 — Pósthólf 887.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.