Tíminn - 27.03.1966, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.03.1966, Blaðsíða 7
19 SCNNUDAGUK 27. man 19«6 TÍMINN Sveinbjörn Óskarsson: VD KREFJUMST FRÆDSLU Grein þessi er rituð vegna bind- indisdags 27. marz 1966 að til- hlutan Landssambandsins gegn á- fengisbölinn. Það hefur löngum verið básún- að út um allar jarðir, hversu illa íslendingar fara með vín. Ég vil hvorki vefengja það né taka undir. Hins vegar eru til þeir hlutir, sem mætti ræða um á opinberum vett- vangi en er of lítið gert af nú. Hér er átt við fræðslu. í áfengis- löggjöfinni eru ákvæði um fræðslu um áfengi. Samkvæmt þeim skal fræðsla fara fram í öllum skó'um, sem eru reknir af hinu opinbera eða njóta styrks af almannafé. Markmið fræðslunnar er að koma í veg fyrir, að unglingar hefji neyzlu áfengra drykkja. Fræðslu skal veita um, hvaða afleiðingar ofnautn áfengis hefur á einstakl- inginn og þjóðfélagið og auk þess, hvemig bezt er að forðast hana. Fræðslumálastjórnin skal annast útvegun kennslubóka, kvikmynda og annarra 'gagna, sem nota má til þessarar fræðslu. í viðbót við laga- ákvæði var gefin út reglugerð, er segir nánar til um, hvernig fara eigi að til að fræða unglingana. Ungum nemendum skal veitt fræðsla um áhrif áfengis á ein- staklinginn og fjölskyldu hans, en eldri nemendum skal veitt fræðsla um áhrif þess á þjóðfélagið í heild. Siðan er sagt, að fræðslan eigi að fara fram þegar ákveðin fög eru kennd. Fögin eru: Heilsufræði, líf- fræði, líffærafræði, íþróttir, félags- fræði, náttúrufræði, siðfræði, krist- in fræði, efnafræði, átthagafræði og sagnfræði, einkum í framhalds- skólum, þar sem engin sérstök kennslubók er til um áfengi. Hver aemandi á að fá fræðslu sem svar- ar til tveggjá klukkustunda á mán- uði á kennslutímanum. í kennara- skólanum skal lesið með kennara- efnum bókina „Handbók kennara um áfengi og tóbak.“ Fræðslumála- stjóri á að hafa nákvæmt eftirlit með, að lögum og reglugerð sé framfylgt Nú hefur verið gerð grein fyrir núgildandi ákvæðum um fræðslu um áfengi. Það er alveg áreiðan- legt, að þau eru mjög góð og full- komin. En þetta er aðeins önnur hliðin á málinu. Hin hliðin er svo framkvæmdirnar. Þær hafa verið þannig, að gildandi ákvæðum um fræðslu hefur verið slælega fram- fylgt. Svo virðist sem Það sé und ir kennurum komið, hvort nemend- ur fái yfirleitt nokkra fræðslu. Sjálfsagt eru þeir kennarar til sem gera skyldu sína í þessum efnum, en þeir eru í miklum minnihluta. Ég vil ekki ásaka neinn einstakan mann fyrir, að svona er ástatt um mikilvægt málefni. Líklega er um að kenna skipulagsleysi og skorti á gögnum til að fræða kennara, svo að þeir geti framkvæmt þá skyldu, sem um ræðir. Þetta bitnar vitanlega mest á unga fólkinu. Ég veit ekki til, að bókin „Handbók kennara um áfengi og tóbak" sé lesin með kennaraefnum og er það illt, þar sem mikill fróðleikur er í þeirri bók. Það er deginum ljósara, að ekki er hægt að búa við svona ófremd- arástand lengur. Eitthvað verður að gera til að bæta úr. Það eru sjálfsagt til ótal leiðir, sem hægt er að fara. Nú sem stendur starfar á alþingi milliþinganefnd, sem er að yfirfara áfengislöggjöfina. Ekki er mér kunnugt um, hvaða tillögur hún muni koma með til úrbóta. En vonandi kemur þó eitthvað raunhæft. Sú leið, sem helzt kem- ur til greina að mínum dómi, er sú, að gerð sé áætlun um fyrir- komulag fræðslu um áfengi. Til þess að hún sé haldin, verður sér- stakur starfsmaður að fara milli skólanna. Það má ef til vill nefna þann mann námsstjóra. Það verð- ur í verkahring hans að skipu- leggja fræðsluna í framtíðinni og afla nauðsynlegra gagna. Við, unga fólkið, verðum að fá fræðslu. Nú bregður svo við, að ekki er allt ungt fólk við nám í skólum. Það unga fólk fær enga fræðslu og er hvergi gert ráð fyrir að það' fái hana. Til þessara unglinga verð- ur að ná, hvað sem það kostar. Það má ekki láta trassaskap og skipulagsleysi valda því, að ungt fólk fái ekki fræðslu um áfengi og það böl, sem af því getur leitt. Það hlýtur því að vera krafa ungs fólks á hendur stjórnendum þess- arar þjóðar, að úr þessu ófremd- arástandi verði bætt hið fyfsta. , Við krefjumst fræðsíu. Sveinbjörn Óskarsson. ÁSKORUN Málfundur Mímis, félags mennta skólanema að Láugarvatni, hald- iin 27. febrúar 1966, samþykkir einróma eftirfarandi: 1. að skora á hæstvirtan mennta málaráðherra og hæstvirta þing- menn Suðurlandskjördæmis að beita sér án tafar fyrir byggingu nýs mötuneytis að Laugarvatni. 2. að vekja eftirtekt fyrr- greindra aðila á því, að hér er iim mjög áriðandi mál að ræða, þar sem skortur á mötuneyti stendur stækkun Menntaskólans að Laugarvatni fyrir þrifum. 3. að vekja athygli fyrrgreindra sðila á því, hve tilfinnanlega hin auknu samskipti skólanna að Laugarvatni vantar aukið húsrými samfara auknum fjölda nemend- anna. Virðingarfyllst, Kristján Guðmundsson, form. Málfundanefndar. (sign.) Sveinn Ingvarsson, ritarL (sign.) Kristinn E. Eyjólfsson, form .Mímis, fundarstjórL (sign.) Örlygur Jónasson, ritarL (sign.) c.c. Menntamálaráðherra Þingmenn Suðurlandskjördæmis Dagblöðin í Reykjavík Blöðin Suðurland og Þjóðólfur Skólaráo Laugarvatns Greinargerð. Þegar Menntaskólinn að Laug- arvatni var stofnaður árið 1953, var það árangur langrar þróunar í kennslu Héraðsskólans að Laug arvatni. Af dugnaði og framsýni ráðamanna hans var byrjað á kennslu í námsgreinum mennta- skóla, og upp úr þeirri mennta- skóladeild Héraðsskólans spratt svo Menntaskólinn að Laugar- vatni. Þar með rættist sú hugsjón margra ágætra manna að stofna menntaskóla í sveit, þar sem nem- endum gæfist kostur á að stunda nám fjarri glaumi borgarlífsins og á ,sem ódýrastan máta. Árangur- inn sýndi sig strax í upphafi, því aðsóknin öx ört og þar kom, að vísa varð meir en helming um- sækjenda frá vegna skorts á heima vistarhúsnæði. í árslok 1964 veitti alþingi Ioks fé til aukinnar heima vistar við skólann, og nú í haust hófst svo fjölgun nemenda með helmingi stærri 1. bekk en áður var. Þetta er vissulega ánægjuleg þróun og í rétta átt. En aukinn nemendafjöldi krefst ekki aðeins rýmri heimavistar, heldur einnig aukins mötuneytis. Eins og áður er getið, þróaðist Menntaskólinn að Laugarvatni upp úr menntaskóladeild Héraðs- skólans. Nemendur þeirrar deildar voru þá nemendur við Héraðsskól- ann og snæddu því í mötuneyti Jnns. Þegar Menntaskólinn að Laugarvatni var svo formlega G ofnaður, samþykktu ráðamenn bessara skóla, að oiötuneytið við í éraðsskólann skyldi áfram vera 6 imeiginlegt skólunum. Þriðji STÓlinn hefur einnig notið velvild- ar forráðamanna Héraðsskólans, þ. e íþróttakennaraskóli íslands. Þetta samát hefur í alla staði far- il ákjósanlega fram, og um leið lekkað þann kostnað, sem matar- þörfin leggur á nemendur. Fyrir þá stækkun, sem hófst í Ihaust, og áður er getið, voru nem- endur við Menntaskólann 107, remendur við Héraðsskólann tæp- ílrga 130 og nemendur við íþrótta- ikennaraskólann 14. Af öllum þess- um mannfjölda voru aðeins 10 af sraðnum, en hinir allir kostgang- arar í mötuneyti Héraðsskólans. í haust snæddu 244 nemendur í mötuneytinu, ásamt breytilegum fjölda kennara og verkamanna. Borðsalur þessa mötuneytis er um 185 m2 að stærð og eldhúsið um 80 m2. í mötuneytinu eru: Einn frystiklefi, tæpl. Vz rúmm. 2 rúmm. að stærð mjólkurkælir er fyrir 300 1. (þ.e. dagneyzla). Mest allar matarleifar verður því að geyma við venjulegan stofu- hita. Aðbúnaður að starfsstúlkum er mjög slæmur. íbúð þeirra er léleg kjallaraíbúð (niðurgrafin), án baðs og því vart mönnum bjóð- andi. Það er því vel skiljanlegt, að illa helzt á starfskröftum. Má telja einsdæmi, ef nokkur stúlka tollir lengur en einn vetur, og þykir gott, ef hún er svo lengi. Eins og nærri má geta nafa þess ar lélegu aðstæður valdið minnk- andi samlækkun á fæðiskostnaði nemenda, enda hafa nokkrir nem- endur ekki séð sér annað fært en að segja sig úr mötuneytinu af fjárhagsástæðum. Það er því aug- Ijóst, að þetta mötuneyti getur ekki þjónað auknuna fjölda kost- gangara með sem ódýrustum hætti Þess má og geta, að mötuneytið er þegar orðið of lítið fyrir þarn hótelrekstur, sem hér fer fram yf- ir sumartímann. Mötuneyti það sem um ræðir er í kjallara Héraðsskólans, að hálfu leyti niðurgrafið. Stækkun þess yrði því mjög kostnaðarsóm og aldrei nema skammæ bráðabirgða- lausn, miðað við þann ávinning, sem mundi nást við byggingu nýs mötuneytis. Aukin samskipti skól- anna inn á við skortir og húsnæði. sem auðvitað fer vaxandi með auknum fjölda nemenda. Sameig- inlegt bókasafn er æskilegt. Hið dýrmæta bókasafn Héraðsskólans liggur undir skemmdum vegna lé- legs umbúnaðar og bókasafn Menntaskólans er á hrakhólum með húsnæði. Enginn skólanna hefur upp á Framhald á bls. 22. ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Safnaðarstörf Sú breyting, sem nú gerir stöðugt meira vart við sig í starfsháttum kirkjunnar, stefnir í þá átt að gjöra sem flesta virka í hverjum söfnuði vekja ábyrgðartilfinningu hvers ein- staklings eða sem allra flestra fyrir sínu sérstaka hlutverki og aðstöðu í uppbyggingu og átök- um til eflingar kristilegri menningu. Takmarkið er „gróandi þjóð- líf með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkisbraut. ‘Ilug sjónin guðsríki er þá réttlæti, friður og fögnuður í sálum og samfélagi manna, einkum hið ytra. En safnaðarvitund — eining og bræðralag sem flestra, ætti að verða árangurinn hið innra, en sú hugsj. hefur verið nefnd samfélag heilagra á máli kirkj- unnar. Hér verður nú með Örfúum orðum getið helztu samtaka eða starfshópa innan safnaðar eða safnaða, sem mætti telja grein blómlegs kirkjulífs nú á dög- um, t.d. hér á íslandi, og verð- ur þá beinlínis miðað við þann söfnuð, þar sem þessi störf eru hafin. Fyrst mætti auðvitað minn- ast á þann hóp, sem aldrei verð ur beinlínis félagsbundinn, en finnur samt til ábyrgðar sinnar fyrst og fremst, en það er fólk- ið sem sækir kirkju flesta daga og tekur virkan þátt í guðs- þjónustunni. Á því fólki bygg- ist allt hitt, sem síðar verður getið. Kirkjurækna fólkið er bæði ívaf og uppistaða hins mikla helgiklæðis, sem mætti líkja blómlegum söfnuði við. Kirkjusóknin — kirkjugestir hvers safnaðar er bæði grunn- urinn eða homsteinninn, sem allt byggist á og sá vermireit- ur sem allt hitt er ræktað í að minnsta kosti í byrjun. Góð kirkjusókn er því bæði tæki og tilgangur blómlegs safnaðarlífs. Án góðrar þátttöku í guðsþjón- ustu gerist aldrei mikið í safn- aðarstarfinu. Þar er að vissu leyti bæði upphaf og endir. Að- alatriðið er að boðskapur, áhrif og helgun kenninga og krafts Krists snerti sem flesta, bæði hugi þeirra, hjörtu og viljakraft Fyrsta safnaðarfélagið má því telja . kirkjukór eða söng- félag hverrar kirkju. Það er fólk, sem safnaðarlífið byggist á, svo að segja má, að með söngfólki kirkjunnar standi og falli kraftur safnaðarstarfs næst prestinum sjálfum að minnsta kosti. Og góður kór syngur ekki einungis vel og æfir vel 'við og fyrir hverja guðsþjónustu, heldur hefur og söng- og músfk- samkomur og undirbýr jólavök- ur og páskavökur, söngmót og hátíðakvöld, auk helgisöngs í gleði- og sorgarathöfnum kirkj unnar. Söngstjórinn, organist- inn er því samkvæmt eðli starfs síns nær því jafn þýðigarmik- il persóna í söfnuðinum eins og presturinn og er því mjög þýðingarmikið að samstarf þeirra sé gott og þar ríki gagn- kvæmur skilningur og þekkin hvors á annars viðfangsefnum. Fórnfús kirkjukór safnar víða í sjóð til hljóðfærakaupa og ferðalaga og eftir hið almenna safnaðarstarf og framkvæmda lff kirkju sinnar með ráðum og dáð syngur á fundum og félags mótum. Kvenfélag er það safnaðar- félag, sem telja mætti næst kórnum að gildi fyrir starf kirkj unnar. Það safnar fé til kirkju- bygginga í nýjum söfnuðum, en bætir og prýðir eldri kirkjur með helgigripum og listaverk- um. En fyrst og fremst eflir kvenfélagið menningu og fram- farir safnaðarins og kynningu safnaðarfólks með fjölmennum fundum þar sem fram fara ým iss konar umræður og dagskrár- atriði til gagns og gleði auk borðhalds, kaffikvölda og veizlu fagnaðar. Kvenfélagið vinnur svo sérstaklega bæði sérstakt og í sambandi eða samstarfi við önnur félög og nefndir að marg þættum líknarmálum og hjálp við bágstatt fólk og má segja að góðgerðastarf sé takmark og meginþáttur margra kvenfélaga við kirkjurnar. Bræðrafélag er hliðstætt kven félagi, en þar starfa karlmenn á svipaðan hátt og með svip- uðu eða hliðst. fundarefni og fyrirkomulagi og kvenfélagið. Heppilegast þykir að þessi fé- lög hafi félagsfundi alltaf reglu- lega einu sinni eða tvisvar í mánuði. Hvert félag hefur sinn ákveðna dag og bezt er að þau geri starfsáætlun fyrir hvert starfstímabil strax í upphafi á hverju hausti. — Þannig fæst mest festa í framkvæmdir. Bræðrafélag og kvenfélag vinna í nánu samstarfi og hafa stundum sameiginlega fundi og útvega fyrirlesara til sameig- inlegrar fræðslu um kirkjuleg og kristileg málefni og starf- semi. Bræðrafélagið gengst fyrir ýmiss kon|r fjáröflun, t.d. með útgáfu korta bóka og blaða og sölu þeirra. Ennfremur efnir það til kirkjukvölda og kirkju viku, þar sem samkomur eru haldnar með ræðum, söng og sýningum fyrir almenning að minVista kosti einu sinni á ári. Ennfremur undirbýr það og vinnur að jólasamkomum fyrir börn, aðstoðar við barnaguðs- þjónustur og helgisamkomur i kirkjunni og efnir til fræðslu- kvölda I sambandi við tyllidaga stórmenna, t.d. Haligrímskvöld, minningarkvöld um Eina Bene- diktsson, Matthías Jochumsson eða Jón Vídalín. Æskulýðsfélag er aðallega byggt upp og starfrækt af ferm ingarbörnum safnaðarins. Þar er mest hreyfing og breyting á öllu. Árlega vex, ef svo mætti segja, fjöldi fólks upp úr þessu félagi, en venjulega bætast þó miklu fleiri við úr hópi þeirra, sem fermast ár hvert. Það vinn ur aðallega i tveim deildum, eldri og yngri deild. Þetta félag hefur fundi einu sinni í viku yfir starfstíma vetr arins og vinnur að því að festa áhrif fermingarheits og ferm- ingarathafnar í vitund unga fólksins, auk þess sem því er leiðbeint um félagslíf og skemmtistarfsemi á hollum grundvelli, háttvísi og bipdind- is. Auk fjölþættrar fundarstarf- semi þar sem félagar undirbúa sjálfir dagskrárefni, starfa ýms ir áhugaflokkar, svonefndir „klúbbar" innan vébanda félags ins, t.d. Framsagnardeild, þar sem leiðbeint er um leiksýn- ingar og upplestur. Þjóðdansa- deild, þar sem kenndir eru þjóð Framhald á bls 22.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.