Tíminn - 03.04.1966, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.04.1966, Blaðsíða 10
i \ $ w ^ TÍMIWN MINNING Guðrún Sigurðardóttir Flatey, Mýrum Bg var að koma frá jarðarför í gærkvöldi. Til grafar var borin Guðrún Sigurðardóttir húsfr-eyja í austeribænTnn í Flatey á Mýr- um. Ellefta þessa mánaðar var mér sagt frá símstöðinni Árbæ á Mýrnm, að Guðrún í Flatey væri látin. Við Flatey var þessi merka Irúsfreyja venjulega kennd. Það var eins og Flátey stækikaði þegar GaBrún var nefnd £ sambandi við hana Þessi dánarfregn kom bvcæki mér eða öðrum, sem til þeffifcta á óvart, það er gangur HtftÆns hvert sem litið er, að göm- ui sprek falla, sem næðingar lffs- ins bafa numið á um langan tíma. Og, nu var Guðrún komin hátt á nfmtda árateginn, þegar hún féll 'm. Gaðrún var talin ein með merk- uste rfsfreyjnm austur hér. Hún var greind, vel verki farin og mannkosta manneskja. Gnðrún var fædd í austurbæn- tnn f Fiatey 25. 3. 1879. Þar lágu beamskusporin, þar varð hún full- þmáfca heimasæta, þar gekk hún étf'fiddste alvöru lífsins, hjúskap- inn. ÁrfiS 1902 á sólbjörtum sumar- ■ degi gengu þau Guðrún og Jón Jónsson, ættaður úr Suðursveit, í hjónaband. Var vel til þessa hjú- skapar stofnað, enda kom það fram f sambúð hjónanna, þar ríkti ást og friður og virðing í hvívetna frá beggja hendi. Slík hjénabönd eru til fyrirmyndar í okkar landi. Jón var vel gefinn maður, greind- ur og glöggur á margt, öll verk fóru honum vel úr hendi og dreng- skaparmaður var hann hinn mesti. Hér hallaðist því ekki á um mann- kosti og myndarskap þeirra hjóna. Veðurtepptir í Surtsey • GB—Reykjavík, laugardag. Fimm íslenzkir vísindamenn fóru í morgun með varðskipinu Óðni suður að Surtsey og síðan í land. En þeir höfðu ekki lengi verið í landi á eynni, er hvessti svo og gerði illt í sjó að ófært varð á báti milli lands og skips, og voru vísindamennirnir enn veðurteptir úti í Surtsey, er blaðið var að fara í prentun í kvöld. Frímerkjavat! Kaupum íslenzk frímerlti hæsta verði. Skiptum á er- lendum fyrir íslenzk fri- , merki — 3 erlend fyrir 1 islenzkt. Sendið minnst 25 stk. FRÍMERKJAVAL, pósthólt 121, Garðahreppi. ______________________I LátiS okkur »tilla og herða upp nýju bitreiSina Fylg izt vel með bifreiSinni. BÍLASKOÐUN Skúlagötu 32 Sími 13-100 Þau Guðrún og Jón eignuðust fimm börn, þrjár dætur og tvo sonu, hafa tvö þeirra dvalið heima, Guðjón og Steinunn, bæði ógift, og rekið búið með foreldrum sín- um meðan bæði lifðu, en svo með móður sinni eftir að faðir þeirra lézt. Eftir að móðir þeinra var hjálparþurfi hafa þau verið henn- ar stoð ásamt Sigurði Vilhjálms- syni frá Gerði, sem þau hjón Guð- rún og Jón ólu upp. Hin böm þeirra festa ráð sitt. Lovísa, gift Stefáni Einarssyni, Brunnlhól, Mýrum. Bjuggu þau fyrst á föður- leifð hans, Brunnhól. Síðan flutt- ust þau á Höfn, og nú fyrir rúmu ári til Reykjavíkur. Guðný, gift Vilhjálmi Guðmundssyni frá Skálafelli í Suðursveit, sem í fleiri áratugi hefur verið endur- skoðandi Kaupfélags Austur-Skaft fellinga, hafa þau búið á Gerði í Suðursveit í 28 ár. Nú er víst ráðið, að þau flytji frá Gerði, í vor í Höfn, með Halldóri syni sínum, sem hjá þeim hefur dvalizt og borið hita og þunga af búskapnum, ásamt Gunnari bróður sínum, sem lézt af slysförum á síðasta sumri á bezta skeiði. Mikið sjá sveitungar og ná- búar eftir fólkinu frá Gerði. Þriðji sonur Guðrúnar og Jóns var Sigurður, giftist Hildi Hall- dórsdóttur, systur Snorra héraðs- læknis á Breiðabólstað á Síðu. Eft- ir nokkurra ára sambúð missti Sigurður konu sína, bjuggu þau þá í Höfn. Eítir lát hennar fluttist Sigurður til Reykjavíkur og býr þar. Tveir piltar voru fóstraðir upp í austurbænum í Flatey af þeim Guðrúnu og Jóni og þeirra böm- um, Sigurður Vilhjálmsson, áður nefndur og Garðar Sigurjónsson frá Vestmannaeyjum. Um langt árabil var Flatey f þjóðbraut þegar vegurinn lá um Melafjörur og farið var á bát yfir Hornafjörð til Hafnar. Á þeim tíma og að vísu oftar var mann- kvæmt í Flatey. Þegar ég fór að ferðast var þar þríbýli, oft mátti segja að húsfyllir væri í öllum þessum bæjum af gestum marga nótt. Allstaðar voru móttökur með sömu höfðingslund. Oftast var það svo, að hver gestur átti sinn bæ sem gististað, þar sem hann gisti á ferðum sínum og eins var hér. Það var haustið eftir að ég fermdist, að ég fór mína fyrstu ferð með fjárrekstur til slátrunar, en slátra átti f Höfn í Hornafirði. Venjulegast voru tólf heimili og maður frá hverju, sem héldu hóp með þes^a rekstra. Einn gististað- urinn meðal annarra var Flatey. Þá var mannmargt í Flatey nótt eftir nótt. í þetta sinn vorum við seint komnir á gististað, sem var Flatey, aldimmt mátti kalla, þeg- ar við vorum búnir að hýsa féð. Hélt þá allur hópurinn heim að Flatey ásamt nokkrum hedmamönn um, sem hjálpuðu okkur við hýs- inguna. En það fór fyrir mér eins og Skarpíhéðni Njálssyni og fleir- um að skóþvengur minn bilaði, dróst ég þá aftur úr hópnum. En til að hjálpa mér við aðgerðimar á þvengnum tók ég upp vasahníf minn, en varð dálítil leit að hon- um, því að þegar ég ætlaði að taka hann aftur, hafði ég óvart sett fótinn í hann svo að hann valt frá mér. Af öllu þessu dróst ég það aftur úr ferðafélögum mín- um, að þeir voru búnir að taka sér gistingu þegar ég kom heim. Leiðin lá um hlaðið á austur- bæmun í Flatey. Ég nam staðar framan við ibúðarhúsið á þeim bæ og fór að velta fyrir mér hvar ég ætti að gista. Ég fór að vappa þama um og einhver smæðartil- finning greip mig. Það var eins og ég væri í vandræðum með sjálf- an mig. í þessu opnast eldhús- glugginn og kvenmaður kallar til mín: — Er þetta Steinþór á Hala. Eg játti því. Komdu inn, góði, þú gistir hjá okkur í nótt. Ekki hafði ég rænu á því að þakka fyr- ir boðið, en labbaði hálf rænu- leysislega að dyrunum. Kemur þá kona fram í dymar. Ég heilsaði henni heldur stuttarlega eins og mörgum unglingum er títt, en hún tók því hlýlegar kveðju minni, bauð mér inn, en bætti við. Þú gistir framvegis hjá okkur þegar þú ert hér á ferð. Ég játti þessu án þess að láta neina ánægju í ljósi yfir boðinu. Þetta var þá húsfreyjan í austurbænum í Flat- ey, Guðrún Sigurðardóttir. Þetta voru okkar fyrstu kynni, en þau óttu eftir að aukast. Þetta var þá fyrsta nóttin, sem ég gisti í Flatey. Hún er sérstak- lega minnisstæð fyrir það, hvað viðtökurnar voru vinalegar. Ég hefði haft gaman af að eiga tölur yfir þær nætur, sem ég gisti í Flatey, en það eitt er víst, að þær voru margar. Það var alltaf gam an að koma á þetta heimili. Við- tökurnar voru hinar ljúfmannleg- ustu, þá talar maður ekki um það, sem fram var reitt í mat og dryk og fóður handa hestum. En það sem mestu skipti, fólkið, var svo einstaklega glatt, og við gestim- ir reyndum að vera það líka. Sum- um okkar var glens í blóð borið og á svona heimili var ekki legið á því. Þetta gerði margar stundir í austurbænum í Flatey ógleyman legar og gerði gestum og heima- fólki létt lífið. Það er gaman að rifja upp þess- ar liðnu stundir og því ánægju- legra þegar maður finnur hvað þær voru sannar. Sólin var að síga bak við vestur- fjöllin, þegar ég sté inn í bílinn við félagsheimili þeirra Mýra- manna eftir að hafa þegið þar ásamt öðrum, sem við jarðarför Guðrúnar frá Flatey voru, miklar góðgerðir. Þó kaldur marzdagur væri fór einhver innri ylur um miig þegar ég var seztur í bílinn. Ég hugsaði til konunnar, sem ég hafði nýlega séð lagða í skaut móður jarðar, ég hugsaði um þá heiðríkju, sem ævinlega var í sál hennar, og þann góðvilja, sem hún sýndi bæði mönnum og dýr- um. Mér varð hugsað til þess, að þessi kona hafði sérstaka ánægju af því að sjá lífið gróa f hvaða mynd sem var, og hún lagði ótrauð hönd á verk að það mætti verða. Þetta munum við, sem eldri erum og mundum Guðrúnu vel. Er það ekki svo með okkur öll, þegar við förum að spreka, þá gleymumst við smátt og smátt, hul tímans fellur jafn vel yfir það, sem við höfum bezt gert. En við lokadægur, þegar skeiðið hefur verið runnið, rifjast alltaf eitt- hvað upp aftur í huga þeirra, sem eftir standa og mæna til hins látna og svo mun hafa verið með þá mörgu, sem fylgdu Guðrúnu sálugu til grafar. Minningarnar komu og töluðu sínu máli, þá stóð ljóst fyrir augum allra, sem komu að Flatey þennan dag, að við vor- um að kveðja merka konu. Skrifað 20. 3 1966. Steinþór Þórðarson. BIFVÉLAVIRKJAR ramhald af 24. siðu. mögulegt að 'hafa þessa fjarlægð enn styttri. Við stilling ljósanna kemur ým islegt fram. f notkun eru margar gerðir af ljósum, sumar gerðir henta ekki og er ekki hægt að stilla þar sem svo mikill munur er á háum og lágum geisla. Þá eru ’hægri handar umferðarljósin vandamál hér. Allir bílar, nema þeir, sem fluttir eru inn frá Bret landi og Sviþjóð, eru með stilling ar fyrir hægri handar akstur og þarf að gera breytingu á þeim bíl um. Það er dálítill kostnaður sam fara því að þurfa að henda hlut- um, sem annars eru í lagi. Þá er ekki samræmi í styrkleika per- anna — í reglugerð segir, að styrk leiki þeirra eigi að vera 40- 50 en í reynd eru þær 60—75. Ljósastillingar áður fyrr voru oft ákaflega hroðvirknislegar, þó að beðið hafi verið um vottorð um, að ljósin væru í lagi. Nú hafa bílainnflytjendur látið stilla ljós in á nýjum bjlum í samræmi við nýju reglurnar, sem eru í sam- ræmi við evrópskar reglur. Áður átti styttir geislinn að Iýsa 18 m fram á veginn, nú 30. Lengri geislinn átti að lýsa 70 m nú 100 m. Mörgum ökumönnum finnst akstur öruggari nú en oft er þó kvartað yfir, að of margir bílstjórar lækki ekki ljósin í tæka tíð. Nú, eins og áður þurfa menn að hafa lokið öllum nauðsynlegum lagfæringum áður en komið er með bflana til skoðunar. Hjá mestu trössunum er oftast nær margt athugavert og ekki er hægt að gefa ótakmarkaðan frest. Þeir sem ekki hlíta reglunum verða að láta sér lynda að fara ferða sinna fótgangandi. Að lokum sagði Gestur, að allt of þröngt væri við Borgartún og hefði fyrir löngu þurft að reisa sérstakt hús við stórt opið svæði í sambandi við skoðun bifreiða. Einhver von er til, að þetta breyt ist til batnaðar á nœstunni. Þeg ar allt að 300 ökutæki koma við í Borgartúni á einum og sama degi, hafa margir orðið að þola langa bið og koma þá eðlilega fram óánægjuraddir hjá þeim, sem þurfa að bíða eftir afgreiðslu Bifreiðaeftirlitið er á móti því að þurfa að innheimta öll gjöld um leið og skoðun fer fram ef gjöldin eru t.d. greidd um árarnót gæti Bifreiðaeftirlitíð byrjað mun fyrr að taka bílana til skoðunar og þyrfti þá ekki að eyða hálfu ári til að gefa skoðunarvottorð. LOKAÆFINGIN Framhald af bls. 19. var sem líkust því, sem er á tunglinu. Verkfræðingarnir voru ekki lengi að því að finna upp hluti, sem hæfðu vel þessum tilgangi. Ein aðferðin er sú, að við er- um látnir hanga í böndum, á þann hátt, að við göngum með aðeins einn sjötta af þyngd okkar á hallandi borði. Önnur aðferð er einna líkust því, þeg ar leikarar eru látnir fljúga yfir leiksvið í leikhúsi. Sum æfingatækin okkar eru svo margbrotin að þau kosta milljónir dollara. Þau munu þó hafa þjónað tilgangi sínum, ef þau eiga eftir að koma í veg fyrir slys síðar meir. í sam- bandi við eitt þessara tækja er rafeindaheili, en í því æfum við allt það, sem gera þarf á leiðinni til tunglsins. Geimfar inn fær upplýsingar um aHt, sem er að gerast, í gegnum tækin, og út um gluggann sinn sér hann tunglið nálgast óð- fluga. í þessu tæki æfum við hvert einstakt atriði, þangað til það kemur eins og af sjálfu SUNNUDAGUR 3. apríl 1966 sér. Ef við gerum einhverja vitleysu styðjum við einfald- lega á hnapp, og ferðin hefst aftur. Við höfum verið að gera að gamni okkar og sagt, að komumst við í einhver vand- ræði í hinni raunverulegu tungl ferð, sé ekkert líklegra, en að við förurn að fálma eftir þess- um lagfæringarhnappi, til þess að allt komist í lag. Þrátt fyrir alla okkar þjálf- un, mun tunglferðin sjálf krefjast töluvert mikils af gam aldags flugstjórn, og þegar tvö geimför eru látin mætast úti í geimnum verður að fara að eins og þegar verið er að leggja báti að bryggju um há- nótt með aðeins tvo lítra af benzíni á tönkunum. En þakk- að sé æfingatækjunum, getgát- urnar verða ekki stórvægileg- ar. Sum tækin eru svo raunveru- leg, að varla má á miHi sj'á, hvort þau eru tilbúningur eða raunveruléiki. Dag nokkum, þegar geimfararnir Gordon Cooper og Tom Stafford sáta í stjórnklefanum á Gemini- æfingatækinu, ýtti stjómand- inn allt í einu á einn takk- ann sinn. Stjórnklefinn fyRt- ist af reyk og mikil brunalykt kom. Gordon og Tom tilkynntu strax að eldur væri laus. En þá komust þeir að raun um, að verið var að reyna þá. TS- búinn eldur hafði verið settar í gang, ef svo mæitti að orði komast — reykjarlyktin var fullkomlega eðlileg. LANDAMÆRI Framhald af bls. 13. heillar seríu kenninga — kenn- ingu friðarins, sem grundvölluð yrði á virðingu fyrir öðrum þjóð um og afskiptaleysi af innra ör- yggi annarra ríkja, — sagði Gromyko. Hann kom síðan að málefnum Evrópu, og sagði, að Evrópa hefði sérstöðu í utanríkisstefnu Sovét- ríkjanna. Þýzkalandsvandamálið væri eitt lykilvandamálið í örygg ismálum Evrópu. Benti hann á, að bandamenn Sovétríkjanna á stríðs árunum hefðu fjarlægt Potsdam samninginn, en það hafi hefnt sín. — Hvarf þeirra frá þessum samningi hefur leitt af sér kröf ur um nýjar breytingan á Evrópu kortinu og um vestur-þýzkan víg búnað. Sovétríkin, og vinir þess, munu aldrei gefast upp í baráttu sinni gegn öllum áætlunum um að veita Vestur-Þýzkalandi kjaru- orkuvppn, sagði Gromyko. — I hinni nýju orðsendingu Vestur-Þýkalnads til Sovétríkj- anna er að finna kröfu um endur skoðun núgildandi landamæra í Evrópu. Spurningin um landamær in í Evrópu er leyst í eitt skipti fyrir öll, sagði hann, og var þess ari setningu mjög fagnað. Um ræðu Erhands sagði Gro- myko: — Ræðan sýnir mjög greini lega, að það er Vestur-Þýzkaland en ekki Sovétríkin, sem verða að sanna friðsamlegar fyrirætlanir sínar. Vestur-ýzkaland á enn langt í land að skapa nokkurs konar virðingu fyrir sér í flestra augum, sagði hann. Hann undir strilcaði, að Sovétríkin vildu taka upp eðlileg samskipti við Bonn, — ef Bonnstjórnin tekur upp raunhæfa stefnu, grundvallaða á friðsamlegri sambúð. Friður í Evr ópu er ekki aðeins hlutur, sem Sovétríkin og önnur sósíalistisk ríki berjast fyrir. Allar þjóðir Evr- ópu þarfnast friðar, sagði hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.